Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 SINDY Póstsendum. ÆT W LEIKFANGAVERZLUNIN JOJO AUSTURSTRÆTI 8 - SÍM113707 WFj Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Asparfelli 12, sími 74544 Óskum eftir fósturheimilum fyrir börn 8-12 ára. Helst á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um er að ræða fóstur til lengri tíma. Nánari upplýsingar á Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Aspar- felli 12 sími 74544. BilaleiganÁS CAR RENTAL 29090 ma^roa 323 DAIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 fréttir Mötmæll Ibúa T núgrennl ÞjórsðrgAtu 9 sem brann sl. sunnudagskvöld: „Allt tekið til greina sem var á rökum reist” — Mglr T athugasemd frð EldvamareftiiiitJ Reykjavlkurborgar nærri öðrum húsum, hvort í því séu geymd hættuleg efni, hvað slökkvilið er lengi á staðinn og hvernig séu möguleik- ar á vatnsöflun til slökkvistarfs. Húsið Þjórsárgata 9 var járnklætt timburhús. Slík hús skulu standa a.m.k. 4 metra frá lóðamörkum, en steinhús mega vera 3 metra frá mörkum. Því á bil milli Þjórsárgötu 9 og aðliggjandi húsa að vera þetta: Að Þjórsárgötu 7, sem er steinhús, 7 metrar, að Fossagötu 8, sem er steinhús, 7 metrar, að Fossagötu 10, sem er járnvarið timburhús, 8 metrar, og að Þjórsárgötu 11, sem er járnvarið timbur- hús, 8 metrar. ■ S.l. þriðjudag birtir dagblaðið Tím- inn þrjár fréttagreinar um bruna, sem varð aðfaranótt s.l. mánudags að Þjórs- árgötu 9. Fyrirsagnir og uppsetning þessara frétta er með þeim hætti, að ekki verður hjá komist að leiðrétta þær og þá einkum vegna þess að blaðamaðurinn, sem vinnur þessar fréttir sýnir ekki þann sjálfsagða heiðarleika í starfi sínu, að leita skýringa hjá þeim, sem hann gagnrýnir. Með því að lesa í samhengi bréf Páls Braga Kristjónssonar til borg- arstjóra og álit eldvarnaeftirlits og byggingarfulltrúa, sem birtast hér orðrétt, má sjá, að hlustað var á kvartanir Páls Braga og allt tekið til greina, sem var á rökum reist. Bréf Páls Braga Kristjónssonar Bréf eldvarnaeftiriits og byggingarfull- trúa. Borgarstjórinn í Reykjavík, hr. Davíð Oddsson, Borgarskrifstofumar, Pósthússtræti, 101 Reykjavík V/verksmiðjuhúss við Þjórsárgötu ■ Við Þjórsárgötu stendur stórt, en ekki að sama skapi myndarlegt hús, eða öllu heldur merkilegur samsetningur kumbaldaafýmsumgerðum. Óskapnað- ur þessi stendur í raun ekki einungis við götuna heldur skagar langt útí hana. Þar til síðastliðið haust var í óskapnað- inum rekin Sápugerðin Mjöll. Höfðu íbúar götunnar, og a.m.k. næstliggjandi götu einnig, Fossgötu, af þessari starfsemi mikinn ama og ómæld leiðindi, sérstaklega vegna mikils subb- ugangs utanhúss. Var þar hættuástand einnig fyrir börn. Þegjandi samkomulag íbúa var þó að láta kyrrt liggja þar sem verksmiðjan var rekin af að öðru leyti góðum nágranna, Einari Sæmundssyni, sem býr við Reykj- avíkurveg. Þegar vitað var, að Sápugerðin Mjöll var að flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði á Ártúnshöfða, samglöddumst við ná- grannar Einari, vini okkar, og fjölskyldu hans, að loksins skyldi framleiðsla hreinlætisvarningsins numin á brott úr sóðaskapnum. Ekki gladdi það síður hjörtu okkar, að nú mundi umhverfi okkar taka stakkaskiptum í það horf, sem við ötullega vinnum að, hver við sitt hús. En raunin varð nú önnur. Núna eru í „húseigninni“ a.m.k. tvö frístundabif- reiðaverkstæði, umgangur og hvaði úr hófi, sérstaklega á kvöldin og helgum dögum. Sóðaskapur er með endemum og ástand kofasamsetningarinnar veru- lega slæmt, hættulegt í stórviðrum og ófagurt að öllu leyti. Ohug hefur slegið hér að fólki, m.a. vegna meintrar eldhættu. Leitað hefur verið til ýmissa borgar- stofnana, en enginn virðist geta svarað einu eða neinu. Hér er í mörgum húsum eldra fólk, sérstaklega aðliggjandi þessu umfjall- aða. Þetta fólk og við hin erum ráðþrota. Þessvegna skrifa ég þessar línur í von um, að þú getir látið rannsaka málið og hreinsa til. Með von um undirtektir og upplýsing- ar um, hvað gert verði. Vinsamlegast Páll Bragi Kristjónsson, Fossagata 8, Reykjavík. Hr. slökkviliðsstjóri Rúnar Bjamason, Slökkvistöðinni, Reykjavík. Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf Páls Kristjónssonar frá 11. þ.m. varðandi verksmiðjuhús við Þjórsár- götu. Borgarráð samþykkti að vísu framan- greindu erindi til umsagnar slökkviliðs- stjóra og byggingarfulltrúa og fylgir það hjálagt í ljósriti. Davíð Oddsson Varðar: Beiðni borgarráðs um athug- un á verksmiðjuhúsi á lóðinni nr. 9 við Þjórsárgötu vegna meintrar hættu af húsinu. Við undirritaðir höfum þ. 23. þ.m. athugað aðstæður við iðnaðarhús á lóðinni nr. 9 við Þjórsárgötu hér í borg. Húsið er byggt 1933 að fengnu samþykki byggingaryfirvalda. Fjarlægð þess að lóðamörkum og til nærliggjandi húsa er vel innan þeirra marka, sem reglugerðaákvæði segja til um í dag. Viðhald hússins er lélegt, t.m. vantar plötur á hluta á suðurgafl þess og sér þar inn í vegggrind. Á lóðinni liggja vélar- hlutar í óhirðu. Þá virðist olía, eða grútur, hafa komist niður í jarðveg á norðurh- luta lóðarinnar. í suðurhluta hússins, sem stendur út í götuna, er verið að sprautulakka bíla, en í norðurhluta mun vera unnið að bifreiðaviðgerðum utan almenns vinnutíma. Við teljum enga sérstaka hættu fyrir nágrennið stafa af húsinu og starfsemi, sem í því er, nema hvað plötur geta fokið og því valdið tjóni. Leggjum við til, að eiganda verði gerð ljós sú skylda sín að halda húsinu við og lóð þess snyrtilegri, samanber gr. 2.5.21 í bygg- ingarreglugerð. Þinglesinn eigandi húss- ins er Mjöll h.f., Fosshálsi 3, en talinn eigandi þess er Hreiðar Svavarsson, veitingamaður, Smiðjuvegi 14, Kóp- avogi. Virðingarfyllst, Ásmundur J. Jóhannsson, tæknifr., Eldvarnaeftirlit Reykjavíkurborgar Gunngeir Pétursson skrifstofustjóri byggingarfulltr. ■ Eins og sést á bréfi Páls Braga þá er hann ekki viss um, að eldhætta stafi af húsinu, hann segir: „Óhug hefur slegið hér að fólki, m.a. vegna meintrar eldhættu“. Eldur getur kviknað allsstaðar þar sem eldsneyti, hiti og súrefni eru fyrir hendi. Til þess að koma í veg fyrir hættur af íkviknun eru settar reglur þá m.a. um fjarlægðir milli húsa. Þegar metið er, hvort eitthvert ákveðið hús hafi í sér fólgna sérstaka eldhættu fyrir umhverfi sitt er metið m.a., hvort það standi of Það þarf ekkert málband, ef maður er á staðnum, til að sjá að fjarlægðir eru nægar. f húsinu voru ekki geymd hættuleg efni. Slökkviliðið var komið á staðinn eftir 4 mínútur frá því að því barst tilkynningin um eldinn. Nægt vatn var fyrir hendi við slökkvistarfið. Þannig að mat okkar, að enginn sérstök hætta fyrir nágrennið stafaði af húsinu var rétt, jafnvel í vondu veðri. Það að allt tiltækt slökkvilið var kallað til á sér þá skýringu, að fyrirsjáanlegt var að nokkurra klukkutíma starf var framundan og því þurfti lið á stöðina til að sinna hugsanlegum útköllum svo og aukalið til aðstoðar á eldstaðnum. Þetta er ástæðan fyrir útkalli aukaliðsins, ekki að það hafi stafað sérstök hætta af þessum eldi. Hvar upptök eldsins voru í húsinu er ekki staðfest, en það er ekki víst að þau hafi verið í þeim hluta hússins, þar sem bílaviðgerðirnar voru. Eldvarnaeftirlit Reykjavíkurborgar, Ásmundur J. Jóhannsson, tæknifræðingur. Hitablásarar fyrir gas 09 olíu Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.