Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 13
■ Kristján Arason skýtur hér á franska markið í leiknum í gær og skorar. Tímamynd: Ella (SlfNMNGAR NAÐU BEIM ENDASPRETH — og sigruðu Frakkana í seinni landsleiknum 26-21 ■ Handboltalandsliðið lék öUu betur gegn Frökkum í seinni leik þjóðanna en þeim fyrri, en sá síðari var háður í gærkvöldi og sigruðu Islendingar með 26 mörkum gegn 22. Það voru fyrst og fremst tveir góðir kaflar í síðari hluta síðari hálfleiks sem gerðu út um leikinn, en þá skoraði íslenska liðið tvisvar mörg mörk og í röð. Breyttu þeir stöðunni fyrst úr 15-18 í 20-18 og síðan úr 21-21 í 26-21. Var þar með lagður grunnurinn að góðum sigri, en segja má eins og eftir fyrri leikina, að betur má ef duga skal. Slakt franskt landslið Franska landsliðið sem lék hér á landi var mjög slakt af landsliði að vera og marga sterka leikmenn vantaði að sögn Frakka. Þess vegna hefði íslenska liðið átt að geta unnið það mun stærra ef leikur þess hefði verið agaðri og betur útfærður. í gærkvöldi brá fyrir góðum töktum hjá Kristjáni markverði Sig- mundssyni og varði hann meðal annars nokkrum sinnum skot af línu. Frakkarn- ir beittu línuspili meira í þessum leik heldur en þeim fyrri og voru skyttur liðsins ekki eins virkar og í fyrrakvöld. Jafn fyrri hálfleikur Fyrri hálfeikurinn í gærkvöldi var jafn og þó að íslendingar hefðu lengst af forystuna, þá náðu þeir ekki afgerandi forskoti, en rétt fyrir leikhlé skoruðu þeir tvö mörk sem tryggðu þeim tveggja marka forystu í leikhléinu. Framan af í leiknum lék Ólafur Jónsson mjög vel og skoraði hann fimm góð mörk í fyrri hálfleiknum. Sýndi Ólafur sinn besta Ieik í langan tíma og hrakti allar fullyrðingar þess efnis, að hann ætti ekki erindi í landsliðið. Slæm byrjun í síðari hálf- leik Fyrstu tíu mínútumar í síðari hálfleik voru mjög slakar hjá íslendingum. Og áður en 10 mínútur voru liðnar höfðu þeir misst tveggja marka forystu niður í að vera þremur mörkum undir. Það var versti kafli liðsins í leiknum, en að honum loknum tók við nokkurra mín- útna kafli þar sem liðið skoraði fimm mörk í röð. Náðu þeir tveggja marka forystu, en misstu hana aftur niður, en fimm mörk í röð undir lokin bættu stöðu liðsins töluvert. t*á náði liðið fimm marka forystu, en Frökkum tókst að skora síðasta markið og því lauk leiknum með fjögurra marka sigri ís- lands 26 mörkum gegn 22. Liðin Varnarleikurinn var og verður áreið- anlega höfuðverkur landsliðsins í hand- knattleik. Það er of mikið að fá á sig 22 mörk gegn ekki sterkara handknattleiks- liði en franska landsliðið er. Það vantar meiri ákveðni í vörninni og það verður að taka vel á, ef þolanlegur árangur á að nást. Sóknarleikurinn hefur verið að lagast í þessum leikjum. Þó finnst mér alltof mikið bera á klaufalegum sendingum og fjótfærni. Hraðaupphlaup eru sáralítið notuð, en þegar það er gert getur ekkert stöðvað leikmenn á borð við Bjarna Guðmundsson og Ólaf Jónsson eins og hann lék í þessum leik. Hann ásamt Kristjáni Arasyni voru bestu leikmenn íslenska liðsins. Þá átti Þorgils Óttar góðan leik á línunni og það er greinilegt, að línuspil er reynt mun meira þegar hann leikur með. Samvinna hans og Kristjáns Ara er til að mynda til fyrirmyndar. Þorbergur Aðalsteinsson var óheppinn með skot sín í þessum leik, en ástæða er til að minnast á Pál Ólafsson. Hann leikur af miklum krafti, og skipulag leiksins byggist mikið á honum, en það skyggir á góða frammi- stöðu hans, að hann á of oft ljótar feilsendingar. f franska liðinu var Dominique Desc- hampes bestur og skoraði flest mörk Þá er Gaffct mjög ógnandi útspilari. Mörkin: fsland Kristján Arason 8, Ólafur Jónsson 7, Þorgils Óttar 5 mörk, Páll Ólafsson 3, Sigurður Sveinsson 2 og Bjarni Guðmundsson eitt mark. Frakkland: Deschamps 7, Bernard 4, Gaffet 3, Mabille 3, Esperre 2 mörk, Nicolas 2 mörk, Nouet eitt mark. sh ■ Þorbcrgur Aöalsteinsson landsliðsfyrirliði. Hann var óheppinn með skot sín í ieiknum í gær. Tímamynd: EUa Valur vannFram — með 103 stigum gegn 93 ■ Valsmenn sigruðu Fram í úrvals- deildinni í körfuknattieik í gærkvöldi með 103 stigum gegn 93. Leikurinn var mikill baráttuleikur, sem sést best af því að dæmdar voru 48 villur á liðin í leiknum og þar af skenktu dómararnir Fram 30. Þrír af burðar- ásum liðs þeirra urðu að yfirgefa völlinn með 5 villur. Fyrst Þorvaldur Geirsson, síðan Símon og loks Viðar Þorkelsson. Valsmenn höfðu forystu allan leik- inn. í fyrri hálfleik komust þeir t.d. 16 stig yfir, en Framarar fylgdu þeim eftir, en náðu að ógna þeim alvar- lega. I hálfleik var staðan 53 stig gegn 40 og hélst þetta um það vil 10 stiga munur það sem eftir lifði leiksins, nema hvað Valsmenn komust einu sinni 16 stig yflr í síðari hálfleik. Bestu menn hjá Val voru Torii, Kristján Agústsson og Jón Stein- grímsson. Hjá Fram var Jóhannes Magnússon drjúgur á köflum og einnig léku Símon og Viðar vel. Stigahæstur hjá Val var Tim Dwyer með 34 stig, Jón Steingríms- son skoraði 19, Torfi 17, Leifur 10 og Ríkharður 8 stig. Hjá Fram skoraði Brazy mest eða 38 stig, en samt sem áður var hann óvenju mistækur í skotum sínum og einnig voru sendingar hans oft á tíðum erfiðar viðtöku. Jóhannes skoraði næstflest stig eða 16, Guðmundur Hallgrímsson 11 stig, Símon Ólafsson var með 10 stig, en aðrir skoruðu innan við 10 stig. Leikinn dæmdu Jón Otti og Þráinn ★ Stúdentar sigruðu ■ 1. deildarlið Stúdenta í körfu- knattleik vann öruggan sigur á leikmönnum Skallagríms úr Borgar- nesi í leik liðanna í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gær. Stúdent- arnir skoruðu 114 stig, gegn aðeins 69 stigum Borgnesinga. Næst leika þeir gegn Haukum í Hafnarfirði á sunnudag. v w i liil i/TT J Vl | sem vísað var út úr íþróttahúsi Hagaskóla í síðari hálfleik hjá Valsmönnum og Njarðvíkingum og lét óviðurkvæmileg orð faUa um dómara leiksins, lék með Vals- mönnum gegn Fram í gærkvöldi eins og ekkert hefði í skorist. Þar með hefur umræddur dómari Sigurður Valur Halldórsson ekki séð ástæðu til að leggja inn kæru á hendur Dwyer. Má segja að þar með sleppi Dwyer fyrir horn. Það hefur oft heyrst meðal körfuknattleiksáhuga- manna, að bandarísku leikmennirnir komist upp með of mikil mótmæli gegn dómgæslu. Það setji leiðinlegan svip á þátt þeirra í uppbyggingu íslensks körfuknattleiks. og voru leikmenn, einkum þó Fram- arar óánægðir með suma dóma þeirra. ^ Ól/sh Er tiltölulega segir Olafur Jónsson ■ Ólafur Jónsson Víkingur lék sinn besta landsleik um langt skeið í gærkvöldi gegn Frökkum. Hvað hafði hann um leikinn að segja? „Við erum að klára fjögurra vikna prógram. Við lékum í kvöld undir miklu álagi og ég er tiltölulega ánægður með útkomuna. Þetta er í rauninni ekki neitt stórkostlegur árangur, en þetta gengur upp undir mikilli pressu og þreytu. Þreytan kemur mikið niður á einbeitingunni og t.d. í sókninni höldum við boltanum ekki nógu lengi. Ég er tiltölulega ánægður með varnarleikinn og af því að svo margir hafa sagt að þetta væri lélcgt franskt lið, þá vil ég segja, að þetta er besta franska lið sem ég hef spilað á móti. Þeir eru mjög vel á sig komnir, en það vantar meiri reynslu og skynsemi í leikinn hjá þeim. Takmarkið með þessum leikjum var að spila undir miklu andlegu og líkamlegu álagi, vegna þreytu og ytri aðstæðna og okkur tókst að vinna þá báða og ég er nokkuð ánægður þar af leiðandi.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.