Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 ÆTUUl RÍKID AD HASLA SÍR VÖLL í GLERAUGNAVERSUIN? ■ Hcilbrigðis- og tryggingarmálaráðu- neytið hcfur skipað nefnd sem faliö er að gera tillögur um starfsemi og hlutverk sjónstöðvar, um skipulagningu sjón- verndar, í landinu, úthlutun hjálpar- tækja og annars falið að gera tillögur um það hvernig optikverslun skuli háttað á landinu t.d. með það fyrir augum að rekin verði ein aðaloptikverslun í tengsl- um við hagsmunaaðila t.d. Blindrafclag- ið. „Við viljum kanna grundvöllinn fyrir því að Blindrafélagið til dæmis reki slíka verslun cnda teljum við enga hetur komna af tekjum af slíku“ sagði Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðherra í samtali við Tímann er við spurðum hann út í þessi mál. Hann taldi að kerfi það sem er í dag í optikverslun væri ekki nægilega virkt og samstillt en hvað það atriði varðaði að þessi verslun væri alfarið á höndum eins aðila þá væri ekki neinu slegið föstu um það. „Þetta er eitt af þeim atriðum sem nefndin á að kanna“ sagði Svavar. „Starfa án réttinda og skyldna“ „Optikverslun í landinu, eða optiker- ar sem slíkir, starfa án réttinda eða’ skyldna þar sem engin lög eru til um þessa hluti“ sagði Ingimar Sigurðsson deildarlögfræðingur í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu í samtali við Tímann en hann hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. Hann sagði að þetta væri annars aðeins einn þáttur í starfi nefndarinnar að kanna þetta mál sérstaklega, aðal- verkefnið væri sjónstöðin sjálf. I máli hans kom ennfrcmur fram að í tvígang hefði verið lagt fram frumvarp á alþingi um gleraugna- og sjónfræðinga en það hefði ekki enn náð fram að ganga. „Ekki trú á einokunarverslun á þessu sviði“ „Ég hef enga trú á að ríkið fari að setja einokunarverslun á gleraugu frem- ur en aðrar vörur" sagði Bergsteinn Stefánsson í Linsunni í samtali við Tímann en hann er formaður félags optikera. Hann sagði ennfremur að hann ætti eftir að kynna sér hvað fælist í tillögum þeim sem nefndin á að vinna að og því ætti hann erfitt með að tjá sig um málið en hann hafði ekki trú á að kerfi því sem ríkti í gleraugnaverslun í landinu yrði breytt. Hvað það atriði varðaði að ekki væru til Iög og reglur yfir þessa hluti hér kvað hann það mjög bagalegt. Unnið hefði verið að þessum málum að undanförnum árum en hvaða frumvörpin tvö varðaði þá hefði í þeim ekki náðst samstaða um optrometrista, eða sjónmælingar sem væri framhaldsmenntun í þessu fagi. Augnlæknar hefðu sjálfir annast þetta undanfarin ár og ekki mælt með að aðrir önnuðust sjónmælingar. „Það er sjálfsagt að til sé löggjöf um þessa hluti hér. Því við vinnum ábyurgð- arstörf. Á hinum Norðurlöndunum er þetta viðurkennd starfstétt, en við höfum sniðið okkar kröfur eftir þeim kröfum sem gerðar eru til optikara á hinum Norðurlöndunum enda flestir okkar menntaðir þar“ sagði Bergsteinn. FRI Fjárlögin renna í gegn: Alþingi í jóla- f rí á laugardag Bráðabirgðalög og stjórnarskrá bída næsta árs ■ Stefnt er að því að Ijúka þingstörfum fyrir jól laugardaginn 18. des. Það eru fyrst ug fremst fjárlög sem afgreiða þarf fyrir þann tíma. Einnig er lugð áhersla á að afgrciða frumvarp um málefni aldraðra sem lög. Greinilegt er að bráðabirgðalögin bíða fram á næsta ár. í gær var atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu Ijárlaga og runnu þau hindrun- arlaust gegnum þingið. Þingtlokksmenn stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir í byrjun atkvæðagreiðslu að stjórnarand- staðan mundi sýna líölegheit til að flýta fyrir atkvæðagrciðslunni. Samt var kraf- ist nafnakalls vegna einstakra liða. Athygli vakti að þeir Árni Gunnarsson og Vilmundur Gylfason greiddu atkvæði með áframhaldandi skattheimtu á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði, en það er citt af tekjuöflunarfrumvörpum ríkis- stjórnarinnar, sem er til meðferðar í þinginu. 32 greiddu skattinum atkvæði, 18 voru á móti. 30 greiddu atkvæði með flugyallargjaldi, 27 voru á móti. 3. umræða um fjárlagafrumvarpið hefst að öllum líkindum á föstudag og atkvæða- greiðsla verður á laugardag. Við 3. umræðu koma inn ýmsir liðir, sem ekki voru til afgreiðslu í 2. umræðu, svo sem um tekjuöflun ýmsa og fleira. Fjármála- ráðherra hefur lýst yfir að lánsfjáráætlun verði ekki lögð fram fyrr en eftir jól. Lög um efnahagsaðgerðir, eða bráða- birgðalögin svokölluðu, eru enn í efri deild. Meirihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar hefur skilað áliti þar sem sú eina breyting er gerð á lögunum, að í stað orðanna „frá I. des. 1982“ í 1. grein komi, að því er varðar tímabilið 1. des. 1982 til 28. fcbr. 1983. Breytingin er gerð til að enginn vafi leiki á um gildistíma verðbótaskerðingar á laun, en orðalagið eins og það var vakti nokkrar deilur um þetta atriði. 1. minnihluti nefndarinnar, sem samanstendur af Kjartani Jóhannssyni hefur einnig lagt fram nefndarálit, þar sem lagt er til að fruntvarpið verði fellt, eins og vænta mátti. Hins vegar hefur ekki enn borist nefndarálit frá sjálf- stæðismönnum í nefndinni og á meðan enn stendur á því er náttúrlega borin von að hægt sé að afgreiða bráða- birgðalögin til neðri deildar. Það eru því sjálfStæðismenn í stjórnarandstöðu, sem nú tefja fyrir málinu. Enn er þess aðgeta að Ólafur Ragnar, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar er í París og hefur þar öðrurn hnöppum að hneppa en smámálum á íslandi. Væntanlega kcmur Alþingi saman á ný í kringum 17. jan. Þar sem engum virðist Iiggja á að afgreiða þessi marg- umtöluðu lög, og síst stjórarandstöð- unni, er ekkert líklegra en að þau fái að damla í þinginu eitthvað fram eftir vetri. Þá er og einsýnt að stjórnarskrármálið og þar með breytingar á kjördæmaskip- an verði ekki til umræðu í þingsölum á þessu ári. OÓ. ■ Á skrífstofu Mæðrastyrksnefndar: Helga Rafnsdóttir, ritarí, Unnur Jónsdóttir, formaður, og Guðlaug Runólfsdóttir, rítari. Mædrastyrksnefnd: Árleg jólasöfnun ■ „Til okkar leitar alia vega fólk sem mikið milli handanna,“ sagði Unnur af einhverjum ástæðum hefur ekki Jónsdóttir, formaður Mæðrastyrks- Asmundur Sveinsson jarðsung- inn í dag ■ í dag verður gerð frá'Dómkirkj- unni í Reykjavík, útför Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, sem lést 9. dcscmber síðast liðinn. Ásmundur Sveinsson starfaði alla tíð sem myndhöggvari í Reykavík Mörg listaverka hans prýða borgina og henni ánafnaði hann öll sín verk eftir sinn dag svo og vinnustofur. I þakklæt- is-NQg virðingarskyni við hinn látna listamann hcfur Reykjavíkurborg ósk- að þess að kosta útförina. , ■ Sinfóníuhljómveit íslands hefur heimsótt vinnustaði, sjúkrahús og ýmsar stofnanir undanfarna daga. Hefur hún ilutt jólalög og jólasálma, sem sérstaklega hafa verið útsett vegna heimsóknanna, auk þess hefur verið flutt önnur tónlist sem tcngist jólahátíðinni. Myndin var tekin á Borgarsjúkrahúsinu í gær. Tímamynd GE. Tóbakssala á landinu: Aukn- ingin um 0,5% á árinu ■ Aðeins 0,5% aukning hcfur orðið í sölu á tóbaki frá ÁTVR mánuðina jan.-október miðað við sömu mánuði í fyrra (sem þá raunverulega minnkun miðað við íbúafjölda), að því er fram kom á fundi hjá landlækni í gær. Var þessum upplýsingum dreift að gcfnu tilefni, vegna fréttar Sjónvarpsins þar sem sagt var frá 30% auknum tóbaks- innflutningi á þessu sama tímabili. Sala á sígarettum hafði að vísu aukist um 1,9%. Vindlasala minnkaði hins vegar um 3,2% sala á reyktóbaki um 9,7% og á neftóbaki um 0,5%. Alls nam tóbakssala á þessum tínia 419 tonnum á móti 417 tonnum á sama tíma í fyrra. Þar af voru sígarettur nú tæp 346 tonn á móti rúmum 339 tonnum árið áður. -HEI hafin nefndar, á blaðamannafundi, sem hald- inn var vegna jólasöfnunar nefndarinn- ar, en hún hófst nýlega. Nefndin hefur þegar sent út samskota- lista til fyrirtækja, sem undanfarin ár hafa af miklu örlæti trúað henni fyrir myndarlegum fjárupphæðum til út- hlutunar til þeirra sem við erfið kjör búa, segir í frétt frá Mæðrastyrksnefnd. Að venju mun nefndin efna til söfnunar á fatnaði fyrir jólin. Að þessu sinni mun móttaka á fatnaði verða að Grjótagötu 14 þriðjudaga og miðviku- daga frá klukkan 14 og 18. Fatnaði verður úthlutað á sama stað. Þá vill nefndin beina því til fólks að það sendi umsóknir um jólaglaðning sem allra fyrst á skrifstofu Mæðrastyrks- nefndar að Njálsgötu 3 í Reykjavtk. Skrifstofan er opin frá klukkan 14 til 16 virka daga. Á blaðamannafundinum kom fram að fyrir síðustu jól þáði 241 aðili fjarfram- lög frá Mæðrastyrksnefnd. Enn fleiri þáðu föt. Loks var minnt á lögfræðiaðstoð Mæðrastyrksnefndar, sem er opin á skrifstofunni frá 10 til 12 á mánudögum. Aðstoðin er ókeypis. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.