Tíminn - 17.12.1982, Síða 1

Tíminn - 17.12.1982, Síða 1
„Með allt á hreinu” frumsýnd á morgun - bls. 14-15 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 17. desember 1982 288. tölublað - 66. árgangur ■ „Yið höfum ákveðið að stefna a.m.k. Sjónvarpinu vegna þessa máls og það má vel vera að við stefnum einnig Félagi íslenskra hljóðfæra- lcikara,“ sagði Valgarður Guðjóns- son, söngvari rokkhljómsveitarinnar Fræbbblarnir í samtali við Tímann. Forsaga þessa stefnumáls er sú að FÍH innheimti greiðslur hjá Sjónvarp- inu fyrir þátt Fræbbblanna í þættinum sem gerður var um Melarokk- hátíðina í sumar. Voru þetta 8590 krónur sem skiptast áttu á milli fimm liðsmanna hljómsveitarinnar. Það næsta sem gerist svo er að FÍH greiðir hljómsveit- inni 709 krónur og segir að mismunur- inn hafi verið tekinn upp í vangoldin félagsgjöld. -Þetta er alveg fráleitt af FÍH, sagði Valgarður Guðjónsson. - Við létum skrá okkur í FÍH þegar hljómsveitin byrjaði fyrir mörgum árum og þá tóku þeir af okkur smá félagsgjald. Síðan þá höfum við ekki litið á okkur sem félagsmenn, og engar kröfur hafa komið um félagsgjöld fyrr en nú er þeir hafa þessa peninga af okkur. Við lítum svo á að Sjónvarpið hafi enga heimild haft til að greiða FÍH okkar hlut í þættinum og við munum því í fyrstu umferð fara í mál við Sjónvarpið. Síðan má vel vera að við förum einnig í mál við FÍH, sagði Valgarður Guðjónsson. Þess má geta að Dr. Gunnlaugur Þórðarson er lögfræðingur Fræbbblanna í þessu máli og er búist við að það verði tekið fyrir um miðjan janúar. I Þá er þessari orrustu í lífsstríðinu lokirt og kominn tími til að setja upp sigurtáknii stúdentshúfuna. Myndin er tekin í gær í Safnaðarheimili Grensássoknar við útskriftarathöl nýstúdenta úr Ármúlaskólanum. Tímamvnd Kóhe Erlent yfirlit Skæru- verkföll — bls. 7 ARNIR ÆTLA f MAL vid SJÓNVARPIÐ Kvenna- gullið - bls. 2 Dagur íliffi — bls. 10 Grín- kóngur — bls. 27 Vandi útgerdarinnar: SKUIDBREYTlNaN FEKKST SAMÞYKKT MB SKIYRÐUM Vextir á afurdalánum hækka ur 29% í 33% ■ Seðlabankinn hefur samþykkt að sú skuldbreyting sem nú verður fram- kvæmd á skuldum útgerðarinnar verði miðuð við 10% af tryggingarverði skipa í stað þeirra 7% sem ákveðin höfðu verið. Olíuskuldum útgerðar- innar verður jafnframt skuldbreytt. Þetta fékkst í gegn eftir að ríkisstjórnin hafði samþykkt á ríkisstjómarfundi að hækka vexti á afurðalánum úr 29% í 33%. - Seðlabankinn hélt því fram í þessu máli að það væri það mikið útstreymi á lánum vegna þessara lágu afurðavaxta, að það væri ómögulegt að miða skuldbreytinguna við hærri prósentutölu en 7%. Við féllumst á þessa rökfærslu og eftir að ríkisstjórnin hafði ákveðið að hækka vextina á afurðalánunum, þá gekk þetta mál í gegn, sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann. Steingrímur sagði að Seðlabankinn hefði jafnframt lofað að endurskoða lán sín út á skreið, þannig að þau hækkuðu eitthvað, en varðandi olíu- skuldirnar sagði Steingrímur að athug- un þar að lútandi væri ekki lokið. - Vandinner, sagði Steingrímur, - að olíuskuldum var skuldbreytt sl. vor með annarri vísitölu en nú er fyrirhugað og þetta kann að valda vissum vandræðum. Ég mun a.m.k. ræða við útgerðarmenn nánar um þessa framkvæmd, sagði Steingrímur Hermannsson. - Við fögnum því náttúrlega að það sé búið að afgreiða þetta skuldbreyting- armál og að olíuskuldirnar skuli hafa verið teknar inn í, sagði Kristján Ragnarsson formaður LlÚ er Tíminn ræddi við hann. Kristján sagði að þetta mál væri búið að dragast lengi, en fyrst það væri loksins leyst þá væri ekki nema gott eitt um það að segja. —ESE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.