Tíminn - 17.12.1982, Page 5

Tíminn - 17.12.1982, Page 5
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982 5 fréttir Alþingi: » . FRUMVARP AD STJÖRNARSKRA LAGT FYRIR ALÞINGI (JANÚAR ■ Stjórnarskrárnefnd stefnir að því að Ijúka greinargerðum fyrir áramót og senda þingmönnum og fjölmiðlum oe gert er ráð fyrir að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði lagt fyrir Alþingi þegar þing kemur saman á ný eftir jólafrí í janúarmánuði. Þetta kom fram hjá Gunnari Thoroddsen, forsætisráö- herra og formanni stjórnarskrámefndar, á Alþingi í gær. -Ég hef gert ráð fyrir,“ sagði forsæti- ráðherra „að meðferð þessa frumvarps hljóti eðlilega þinglega meðferð, að kostnar verði sérstakar stjórnarskrár- nefndir beggja deilda og að þær vinni saman þegar eðlilegt þykir. Ef vel er unnið og vilji er fyrir hendi ætti að vera hægt að afgreiða málið á fjórum til sex vikum. Brýn nauðsyn er að kynna málið rækilega og tel að fjölmiðlar muni gegna þeirri skyldu sinni að kynna það alþjóð. -Mín stefna er sú að það Alþingi sem nú situr afgreiði frumvarp að nýrri stjórnarskrá, þar með taldar breytingar á kjördæmaskipan. Ég held að það sé hægt og vænti þess að nægilegur meiri- hluti þingmanna sé á sama máli, svo að þetta geti orðið að veruleika. Forsætisráðherra tók fram að stjórnar- skrárnefndin hafi ekki gert tillögur um endanlega lausn á kjördæmamálinu, en skýrsla sú sem nefndin hefur sent þingmönnum um valkosti ætti að vera nægilega traustur grundvöllur til að þingmenn gætu myndað sér skoðanir á málinu. Hann sagði að öllum væri kunnugt um að formenn stjórnmála- flokkanna hafi haldið fundi um kjör- dæmamálið, en sér væri ekki kunnugt um að þeir hefðu náð samkomulagi um neina ákveðna lausn málsins. Vilmundur Gylfason vakti máls á kjördæmamálinu utan dagskrár og lagði nokkrar spurningar fyrir forsætisráð- herra um stjórnarskrármálið, en hann efaðist um að unnt væri að afgreiða það á þessu þingi, þar sem það liggur í loftinu, eins og þingmaðurinn orðaði það, að jólafrí hæfist á laugardag. Þing kemur saman aftur 17. jan. og verður hugsanlega rofið um miðjan febrúar og kosningar fara fram í apríl. Vilmundur vildi fá að vita hvað hæft væri í að samkomulag hafi verið í uppsiglingu um lausn kjördæmamálsins á milli þriggja flokka, en Framsóknarflokkur og ónefndur þingmaður hafi ekki tekið þátt í þeim viðræðum, sem hann taldi að raunar væru sprungnar í loft upp núna. Sagðist hann óttast að til hafi staðið að þríflokkarnir sem að samnings- makki stóðu hafi ætlað að böðla málinu gegnum þingið í tímahraki og næði það engri átt þegar um svo mikilvægt mál væri að ræða. Enn er hægt að hoppa með Vakfli- mar og Magnúsi Þeir félagar hafa gefið út snældu með morgunleikf imiprógrömmum ■ Útgáfustarfsemi hvers konar er siður en svo ný af nálinni hér á landi, nú fyrir jólin, sem endranær á þeim árstíma, þykir mörgum keyra um þverbak í þeim efnum. Það hefur þó ekki gerst áður hér á landi að Ieikfimi þættir væru hljóðritaðir og gefn- ir út, en það hefur einmitt gerst nú, að þeir félagarnir Valdimar Örnólfsson og Magnús Péturs- son, sem um 25 ára skeið sáu um morgunleikfimi útvarpsins, hafa gefið út snældu með völdum leikfímiþáttum, þar sem Valdi- mar leiðbeinir í leikfimi, og Magnús Ieikur undir af sinni alkunnu snilld. -En hvað fær mennina til þess að ráðast í svona útgáfu - Valdimar verður fyrir svörum: „Við Magnús ákváðunt þegar við loksins fengum að hætta í útvarpinu, að gefa út snældu með morgunleikfimiprógrömmum okkar, til þess að þeir sem verið höfðu með okkur a morgnana, gætu haldið áfram undir okkar leiðsögn og ættu um leið upptökur með þeirri morgunleikfimistemmingu sem var í okkar þáttum. Snældan er þannig upp byggð, að á annarri hliðinni eru þrír 10 mínútna langir þættir, misjafnlega erfiðir, þannig að þar er eitthvað við allra hæfi. Eru þetta valdir þættir frá liðinni tíð í Morgunleikfim- inni, og á hinni hliðinni er 30 mínútna prógramm með öllum nauðsynlegustu æfingum, fyrir alla vöðva líkamans." -Hvernig viltu svo að fólk noti þessa snældu? „Það er ósköp einfalt mál. Hingað til hefur fólk aðeins haft útvarp- ið, en nú getur það tekið snælduna fram þegar best hentar og farið í leikfimi, - annað hvort í 10, 20 eða 30 mínútur. Nú bíðum við Magnús bara og sjáum hvort að fólkið sem skoraði á okkur að ráðast í þetta framtak, stendur við orð sín og kaupir snælduna, en við gefum hana út í 1000 eintökum. Ef ekki, þá vitum við hvað við þurfum að gefa í jólagjafir næstu 20 árin! Snældunni hefur verið dreift í hljóm- plötu - íþrótta, og bókaverslanir og kostar hún 260 krónur. -AB ■ „Brauð handa hungruðum heimi“ ■ Svokallaður fórnardagur kirkjunnar er n.k. sunnudag og þá munu prestar minnast nauðstaddra hér á jörð og hvetja fólk til að láta af hendi rakna andvirði einnar máltíðar á „degi föstunn- ar“ til styrktar starfsemi Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Eins og undanfarin ár gengst Hjálparstofnun á jólaföstunni fyrir söfnun undir yfirskriftinni „Brauð handa hungruðum heimi“. Söfnunarfé verður varið á tvennan hátt. Annars vegar til hjálparstarfs í Súdan, en þar er Hjálparstofnunin í samstarfi við hjálparstofnun norsku kirkjunnar í stóru uppbyggingarverkefni sem staðið hefur í allmörg ár og skilað góðum árangri. Er þar um að ræða margvísleg verkefni í samgöngumálum, mennta- og heilbrigðismálum. Tveir íslendingar eru nú starfandi þar syðra við hjúkrunar- og ráðgjafastörf. Einnig mun Hjálparstofnun halda eftir hluta fjárins og nota til neyðarhjálp- ar, en daglega berast henni hjálpar- beiðnir fyrir milligöngu Alkirkjuráðsins og Lútherska heimssambandsins vegna hungursneyða, náttúruhamfara, sjúk- dóma o.s.frv. Hjálparstofnunin hefur áhuga á að leggja sitt af mörkum til þessara þarfa og helst auka sinn hlut en það er auðvitað undir skilningi almenn- ings og stjórnvalda komið hvort svo má verða. - JGK Maraþontónleikar SATT Ekki átta sinnum dýrara að framkvæma viögerd á bát stærri en ÍOO rúmlestir, en á bát undir ÍOO rúmlestum ■ I blaðinu á miðvikudag var frétt í Tímanum þar sem fjallað var um það hvort grundvöllur væri fyrir að fella niður skyldutryggingu á fiskiskipum undir 100 rúmlestum. M.a. var vitnað trl skýrslu Páls Sigurðssonar forstjóra Sam- ábyrgðarinnar og sagt á einum stað: „Bendir Páll á að meðalverð bátanna yfir 100 rúmlestir sé átta sinnum hærra en þeirra skyldutryggðu en fáum detti í hug að það sé átta sinnum dýrara að framkvæma t.a.m. bolviðgerð á trébát en stálbát.“ Vegna þessa hafði Páll Sigurðsson samband við blaðið og vildi koma því á framfæri að það sem hann hefði átt við væri að fáum dytti í hug að það væri átta sinnum dýrara að fram- kvæma þessa viðgcrð á bát yfir 100 rúmlestum, en undir 100 rúmlestum. Er þessu hér með komið á framfæri. HEIMSMET SETT I TÓNABÆ í KVÖLD! ■ Klukkan 23 í kvöld verður sett heimsmet í Tónabæ á vegum SATT, Samtaka alþýðutónskálda og - tónlistar- manna. Heimsmet þetta sem fært verður í heimsmetabók Guiennes er í lengsta samfellda hljómleikahaldi sem um getur, en gamla metið sem hljóðaði upp á þrettán sólarhringa og níu klukkustundir var sett í V-Þýskalandi árið 1968. Þegar heimsmetið verður sett í kvöld verður hljómsveitin Pungo og Daisy nýbúin að Ijúka leik sínum og þunga- rokkshljómsveitin Centour tekin við. Centour mun síðan leika til fimm í fyrramálið, en þá tekur hljómsveitin Carpini við og leikur til klukkan 13. Það verður svo hljómsveitin Sonus Futurae sem rjúfa mun hálfs mánaðar múrinn kl. 14, en þá hafa hljómsveitir á vegum SATT leikið samfleytt í fjórtán sólar- hringa. Aðrar hljómsveitir sem leika munu um helgina eru, Baulandi bakter- ía, Englabossar, Lego, Vonbrigði, Upp- lyfting, Tridon, Dron, sem bar sigur úr býtum í Músiktilraunum ogTrúðurinn, en síðast talda hljómsveitin sem hefja mun leik klukkan tvö á aðfararnótt mánudags ætlar að reyna við nýtt íslandsmet og leika á meðan nokkur er uppistandandi í hljómsveitinni. Fyrra metið var 24 klukkutímar sett fyrr í þessari viku. Til að fagna nýju glæsilegu heimsmeti verður haldinn heimsmctsfagnaður SATT í veitingahúsinu Broadway nk. sunnudag og hefst hann klukkan 19. Þar munu koma fram hljómsveitirnar Egó, Stuðmenn, Sonus Futurae og Þeyr, en allur ágóði af þessum fagnaði og öðru því sem SATT hefur tekið sér fyrir hendur að undanförnu rennur óskipt til byggingar happdrættis samtakanna. ESE ÞAÐER SEGIN SAGA,BÆKURNAR FRÁ BRAGA Lækjargata, Hlemmur, Breiðholt Sendum í póstkröfu burðargjaldsfrítt, sími 29311 HLEMMUR LÆKJARGATA 2 ARNARBAKKA 2 s. 29311 s. 15597 s. 71360

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.