Tíminn - 21.12.1982, Page 5
5
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
fréttir
Einar Ólafsson, forstjóri Cargoiux, lætur af störfum:
NYIR FJARMOGNIIN ARAÐILAR
KOMA Nl) INN í FYRIRTÆKK)
■ Einar Ólafsson, sem verið hefur
forstjóri flugfélagsins Cargolux í Lux-
emborg undanfarin ár, lét í gær af því
starfi. Við stöðu hans tekur sænskur
stjórnarmaður flugfélagsins, Sten Grot-
enfeldt.
Samkvæmt heimildum Tímans hefur
allt verið á suðupunkti innan Cargolux
að undanfömu. Fyrirtækið þurfti að
segja upp fjölda manns í ágúst í sumar
sökum rekstrarvanda og það hefur legið
í loftinu að segja þyrfti enn fleiri upp.
Þá hefur Cargolux lengi verið með aðra
af Boeing 747 flutningaþotum sínum á
söluskrá. Hefur slæm rekstrarstaða fyrir-
tækisins orðið til þess að nú hefur verið
tekin ákvörðun um að auka hlutafé og
taka jafnvel nýja aðila inn í fyrirtækið.
Mun þessi ákvörðun vera runnin undan
rifjum þeirra sænsku, luxemborgsku og
arabísku aðila sem standa að Cargolux
og eru forstjóraskiptin liður í þeim
breytingum ssem gerðar verða, en
Flugleiðir sem eiga hlut í Cargolux
munu ekki auka hlutafjáreign sína né
leggja fram aukið fjármagn til reksturs
fyrirtækisins.
■ Þótt jólasveinar séu vanir hinum
verstu veðrum á hálendinu Iáku sultar-
droparnir í stríðum straumum úr nefinu
á þeim í óveðrínu á laugardag. Hér
bregða þeir sér inn í biðskýlið við
Hlemm um stund og eru hlýjunni fegnir.
Timamynd ELLA.
Jóni Baldvins-
syni reistur
minnisvardi
■ í gær voru 100 ár liðin frá fæðingu
Jóns Baldvinssonar, sem á þriðja áratug
var formaður Alþýðuflokksins og forseti
Alþýðusambands íslands.
Alþýðuflokkurinn og A.S.I. hafa í
því tilefni ákveðið að reisa Jóni Balvins-
syni minnisvarða í þakklætisskyni fyrir
brautryðjendastörf hans í þágu ís-
lenskrar alþýðu.
Ágúst Guð-
mundsson
hlýtur viður-
kenningu
■ Ágústi Guðmundssyni leikstjóra var
sl. föstudag veitt viðurkenning Menning-
arsjóðs félags leikstjóra á íslandi fyrir
störf að kvikmyndaleikstjórn. Þessi
viðurkenning er nú veitt í þriðja sinn,
og nemur hún að þessu sinni 13.500
krónum. Er þetta í fyrsta sinn sem
kvikmyndaleikstjóra er veitt þessi viður-
kenning.
Gamanmál og
fleira gaman í
ísafold og Nýja
kökuhúsinu
■ Þeir Valur Gíslason og Bessi Bjarna-
son, leikarar munu í dag kl. 17.30 koma
fram í Bókaverslun ísafoldar og Nýja
kökuhúsinu í tilefni af útkomu bókarinn-
ar Valur og leikhúsið eftir Jóhannes
Helga. Valur mun árita bók sína, en
Bessi fer með gamanmál úr bókinni, 211
gamanmál eftir Jóhannes Helga. Auk
þess verður vísnasöngur á milli gaman-
mála hjá Bessa.
Fööurland vort
hálft er hafiö
Út er komið annað bindi hins mikla
ritverks Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska
sjávarhætti, en fyrsta bindi þess kom út
1980 og hlaut mikla athygli og viðurkenn-
ingu. Meginkaflar þessa bindis eru:
Verstöðvatal, íslenski árabáturinn, Vertíðir,
Verleiðir og verferðir, Verbúðir og Mata og
§ mötulag.
í bátakaflanum eru 363 myndir, smíða-
teikningar og yfirlitsteikningar báta,
skýringamyndir og Ijósmyndir. Ókunnugt er,
að fyrr eða annars staðar hafi því efni verið
gerð viðlíka skil. Alls eru í bókinni 482
myndir, þar af milli 50 og 60 litmyndir.