Tíminn - 30.12.1982, Page 13

Tíminn - 30.12.1982, Page 13
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 13 heim ilistfminn ^ ~j limsjón: Við Breiðhyltingar sækjum tölu- verða þjónustu innan Breiðholtshverf- anna þriggja. Sem dæmi má nefna að íbúar Hóla- og Fellahverfis og raunar Seljahverfis einnig, þurfa að sækja alla póst- og lyfjaþjónustu í neðra Breið- holt, en strætisvagnasamgöngur þar á milli eru engar (þ.e. milli efra og neðra Breiðholts). íbúar neðra Breiðholts og Seljahverfis sækja gjarnan sundlaugina í efra Breiðholti, hins vegar vandast málið hjá þeim bíllausu, því engar eru strætisvagnasamgöngurnar þarna á milli. Er þetta sérstaklega slæmt hvað börnum viðvíkur. Gætu forsvarsmenn Strætisvagna Reykjavíkur ekki bætt úr þessu ástandi, margir Breiðhyltingar myndu þá áreiðanlega hugsa mjög hlýtt til þeirra. Það mætti t.d. hugsa sér nýja leið (að minnsta kosti til reynslu) sem einvörðungu yrði milli Breiðholtshverfanna þriggja og hugs- anlega einnig Árbæjarhverfis um Höfðabakkabrúna nýju. Nú þurfa hinir bíllausu, sem ætla úr Breiðholti í Árbæ eða öfugt að fara fyrst niður á Grensás sem að sjálfsögðu er tíma- frekt. Hvar er hagkvæmasta verðið á svínasteikinni, rjúpunni o.s.frv.? En snúum okkur þá að sl. föstudegi. Verðlagsstofnun hafði daginn áður birt í fjölmiðlum Innkaupakörfuna með verði á jólasteikum í 37 nafn- greindum verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Greinilegt var að þessi könnun vakti töluverða athygli bæði hjá neytendum sem seljendum, því lítið gerði ég annað þennan daginn en að svara fyrirspurnum og athugasemd- um varðandi könnunina. Margir neytendur óskuðu upplýs- inga um hvar væri hagkvæmasta verðið á svínslærinu, rjúpunni o.s.frv. Einn kvartaði yfir því að samkvæmt upplýs- ingum sem hann hafði fengið í gegnum síma væri svínahamborgarahryggurinn í ákveðinni verslun seldur á hærra verði en til greint var í könnuninni, þrátt fyrir að þar væri tekið fram að verð yrði óbreytt fram til jóla. Við athugun eftirlitsmanna Verðlagsstofn- unar kom í Ijós að hryggurinn var seldur á sama verði og getið var um í könnuninni og var hann verðmerktur þannig í versluninni. Hins vegar hafði einn starfsmaður verslunarinnar rangt verð í kollinum þegar hann svaraði þessum neytanda, enda starfaði sá ekki við afgreiðslu sjálfur. Ekki ætla ég að fjölyrða meira um viðbrögð neytenda, nema þá að öll þeirra viðbrögð hafa verið mjög jákvæð og góð uppörvun fyrir Verðlagsstofnun að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var með Innkaupakörfunni. Álit og skoðanir kaupmanna á framtaki Verðlagsstofnunar voru hins vegar mismunandi. Sumir voru ánægð- ir, aðrir minna ánægðir og enn aðrir mjög óánægðir. Enda er vont að gera svo öllum líki í þessum efnum. Tveir kaupmenn höfðu samband og til- kynntu mistök í könnuninni. f tveimur tilvikum var gefið upp verð á kjöti sem verslanirnar seldu alls ekki og í einu tilviki var verðið mun hærra í könnun- inni en það var í reynd í viðkomandi verslun. Við nánari athugun kom í Ijós að þessar athugasemdir voru réttar, en mistökin voru verslananna sjálfra sem gefið höfðu upp rangt verð í upphafi. En látum þetta nægja um jólainn- kaupakörfuna. Tollurinn hafði breytt meðferð sinni Tvær kvartanir eða fyrirspurnir um miklar verðhækkanir sem bárust til mín fyrir nokkrum dögum upplýstust í dag. í fyrra tilvikinu hafði loðhúfa með skinnkanti fyrir börn hækkað í einni verslun úr 375 krónum í 575 krónur á nokkrum dögum. Við athugun eftir- litsmanna kom í ljós að þessi mikla hækkun hafði sínar eðlilegu skýringar. Á húfurnar með lægra verðinu var ekki lagður neinn tollur né vörugjald. Hins vegar kom ný sending nokkru síðar, en þá hafði tollurinn breytt meðferð sinni og var lagður 65% tollur og 40% vörugjald á þessa sendingu og var hækkunin eingöngu vegna þessa. Verð miðað við hámarksálagningu eins og hún er leyfileg á barnafatnaði mátti í seinna tilvikinu vera allt að 798 krónur, en verslunin treysti sér þó ekki til að hafa verðið svo hátt og lækkaði það í 575 krónur. í seinna tilvikinu kvartaði kona vegna mikilar hækkunar á djúpum matardiskum úr nafngreindu matar- stelli í einni verslun. í ágústmánuði sl. kostaði diskurinn 610 krónur, en hækkaði í 1680 krónur eða um 175%. í Ijós kom að eldra verðið var úr sendingu sem flutt var inn í nóvemb- ermánuði í fyrra. Nýja verðið var hins vegar úr sendingu, sem flutt var inn í desembermánuði nú í ár. Á þessum tíma hafði gengi erlendra gjaldmiðla hækkað verulega, innkaupsverð er- lendis hafði hækkað og að lokum hafði vörugjald einnig hækkað. Verðið í seinna tilvikinu reyndist þó nokkru hærra heldur en þessar hækkanir gáfu tilefni til. Rétt verð á disknum var samkvæmt verðútreikningi sem við- komandi verslun sendi Verðlagsstofn- un 1539 krónur eða 141 krónu lægra. Versluninni var að sjálfsögðu gert að degi fór í að undirbúa framhald Innkaupakörfunnar nú eftir áramót. Ekki er tímabært að nefna hér ná- kvæmlega hvað helst er á dagskrá, en þess má geta, að við munum í auknum mæli líta á fleiri þætti vöru og þjónustu, en mat- og hreinlætisvörur. Þess má og geta að ofarlega á blaði er samanburður á verðlagi í Reykjavík og Kaupmannahöfn og verðkönnun í brauðgerðarhúsum. Landsbyggðar- menn hafa gagnrýnt það nokkuð, að Innkaupakarfan nái einungis til versl- ana á höfuðborgarsvæðinu og vissulega á sú gagnrýni fullan rétt á sér. Úr þessu á að bæta og eftir áramót mun Verðlagsstofnun birta verðkannanir sem ná til nýlenduvöruverslana í hinum ýmsu landshlutum. Ekki skeði neitt fleira merkilegt þennan dag hjá mér. Að vinnudegi loknum fór ég heim til bús og barna, enda jólagjafainnkaupum nær lokið deginum áður. Og að loknum kvöld- verði var slappað af yfir sjónvarpinu. Læt ég því þessari lýsingu lokið og óska lesendum gleðilegra jóla og góðs nýs árs. (Eins og sjá má í dagsetningu í frásögn Jóh. Gunnarss. er þetta skrifað fyrir jól, en vegna þrengsla í blaðinu seinkaði birtingu þessa þáttar) við Innkaupakörfunni ■ Jóhannes Gunnarsson er mjólkur- fræðingur að mennt og lauk námi í Danmörku vorið 1971 og starfaði þar að námi loknu um eins árs skeið. Hann fluttist heim til íslands vorið 1972 og hóf starf hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi þar sem hann starfaði um IVi árs skeið. Að því loknu fluttist hann til Neskaupstaðar og þaðan í Borgar- nes. Fyrri hluta árs 1980 sagði hann skilið við mjólkina og hóf störf hjá Verðlagsstofnun þar sem hann hefur m.a. annast verðkannanir. Engar strætisvagnasamgöngur milli efra og neöra Breiðholts lækka verðið sem þessu nam og var svo einnig á öðrum hlutum úr þessu matarstelli. Týndi miðanum - vonandi les konan þetta En ekki er öll sagan sögð, því ég hafði lofað konunni að láta hana vita um niðurstöður þessa máls, en því miður týndist miðinn með nafninu og símanúmerinu. t’að er því von mín að hún lesi þessar línur og fái þannig svar við umkvörtun sinni. Tvö mál sem oft koma á borðið hjá okkur starfsmönnum Verðlagsstofn- unar eru verðmerkingar í búðarglugg- um og skylda smásöluverslana að hafa heildsölunótur eða verðútreikninga á sölustað. Seinna atriðið er að sjálfsögðu frumforsenda þess að eftilitsmenn stofnunarinnar geti sinnt vcrðlagseftir- liti þannig að eitthvert vit sé í. Því miður hefur gengið illa að fá einstaka aðila til að fara eftir þessum reglum og nær alltaf eru það þeir sömu sem gera okkur lífið leitt. Nú er svo komið að þolinmæði okkar er að þrotum komin og vil ég því eindregið skora á þá aðila sem ekki sinna þessu, að kippa þessu í liðinn, svo komast megi hjá harðari aðgerðum. Innkaupakarfa af lands- byggðinni Það sem eftir var af þessum vinnu- ■ Föstudagurinn 17. desember byrj- aði hjá mér um áttaleytið við vel kunnugt hljóð vekjaraklukkunnar. Pá var að drífa sig á fætur, smyrja sér brauð og taka tólfuna klukkan hálf níu. Eins og venjulega á þessum tíma dags var margt fólk í strætó og öll sæti upptekin. Raunar finnst mér það svolítið skrítið hve gjarnir forráða- menn Strætisvagna Reykjavíkur eru á að setja inn minni vagna á þær mannmörgu leiðir sem liggja í og úr Breiðholti. Enda er æði oft þröngt um okkur Breiðhyltinga þegar við förum með strætó niður í bæ eða heim. Reyndar ætlaði ég ekki að gera strætisvagnana að sérstöku umtalsefni hér, en stenst þó ekki að koma með eina ábendingu þar sem ég er á annað borð byrjaður, í þeirri von að forsvars- menn strætisvagnanna lesi þetta. ■ Mikið er um, að neytendur hafi samband við Verðlagsstofnun til að fá upplýsingar af ýmsu tagi. Það er eins gott að hafa allar tiltækar upplýsingar í röð og reglu. Jóhannes Gunnarsson er hér við vinnu sína. - (Tímamynd: Róbert) öll vidbrögd neytenda á' Dagur í lífi Jóhannesar Gunnarssonar hjá Verðlagsstofnun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.