Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 6
6 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR SAKAMÁL Ríkissaksóknari finnur ekkert refsivert hjá þeim, sem 108 blaðsíðna rannsóknarbeiðni Haf- skipsmanna beindist að, miðað við gögn málsins. Svo segir í nýbirtri niðurstöðu ríkissaksóknara. Að nánari rannsóknar gerist ekki þörf. Þau Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson, Helga Thomsen (ekkja Ragnars Kjart- anssonar), Þórður H. Hilmars- son og Helgi Magnússon höfðu farið fram á rannsókn á meint- um brotum dómara við skiptarétt Reykjavíkur, ríkislögmanns, ríkis- saksóknara, rannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins og starfsmanna þeirra. Brotin áttu að hafa verið framin við meðferð Hafskipsmáls- ins svokallaða, um miðjan níunda áratuginn. Saksóknari gerir athugasemd- ir við beiðnina, sem hann tók til athugunar í október síðastliðn- um. Slík beiðni þurfi að vera skýr og þar þurfi að koma skýrt fram í hverju meintur refsiverður verkn- aður sé fólginn. Þessa hafi ekki verið gætt. Nánast öllum sem að málinu hafi komið séu gerð upp annarleg sjónarmið, að því er virð- ist til að koma höggi á þá, án þess að meintum brotum sé lýst. Um hvort niðurstaðan þýði að ekkert athugavert hafi verið við ferli málsins á sínum tíma, segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari að í mörgum málum séu menn ósáttir og telji að margt hefði mátt fara öðruvísi. „En það er ekkert að finna í gögnum málsins sem gefur til kynna að nokkuð refsivert hafi átt sér stað hjá þeim sem beiðnin beindist að.“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hafskipsmanna, segir málinu ekki lokið. Mál, sem beinist að stjórn- kerfinu sjálfu, hljóti að lenda í and- ófi innan þess. Að standa í slíku krefjist úthalds, sem hans umbjóð- endur hafi. Ríkissaksóknari hafi ekki farið að stjórnsýslulögum. Hann hafi tekið ákvörðun um að láta lögreglu rannsaka málið en svo hætt við það, án skýringa. „En samkvæmt stjórnsýslulög- um hefði hann átt að gefa umbjóð- endum mínum kost á að koma fram andmælum,“ segir Ragnar, sem ritaði saksóknara bréf um þetta. Þar segir til dæmis að afgreiðsla málsins sé ófullnægjandi; það hafi í raun ekki verið rannsakað. Er þess krafist að saksóknari dragi ákvörðun sína til baka. Áskilja beiðendur sér rétt til að kæra með- ferðina til dómsmálaráðherra. Valtýr tjáir sig ekki um bréfið. klemens@frettabladid.is Ekki rök til að skoða Hafskipsmál frekar Ríkissaksóknari sér ekki refsiverða háttsemi í opinberri meðferð Hafskipsmáls, eftir að hafa skoðað rannsóknarbeiðni Hafskipsmanna. Því er lokið af hans hálfu. „Brot á stjórnsýslulögum,“ segir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. FLÝTUR ENN Hafskipsmálið hefur fylgt þjóðinni í yfir tvo áratugi og sér ekki fyrir endann á því enn. MYND/KOMPÁS „Meginástæðan fyrir því að viðskipt- in fóru svo mjög úr skorðum var tvíþætt. Annars vegar mikill aðgæslu- skortur af hálfu Útvegsbankans ásamt veilum í ríkisbankakerfinu. Hins vegar var það mikil og vax- andi lánsfjárþörf Hafskips. Félagið jók sífellt umsvifin þrátt fyrir ört versnandi efnahag. Með þessum umsvifum sýndu ráðamenn félagsins óraunsæja bjartsýni, en þeim tókst lengi vel að dylja raunverulega afkomu félagsins með vinnubrögðum sem ekki voru í samræmi við eðlilega viðskipta- hætti.“ Svo segir í skýrslu rannsóknar- nefndar, sem athugaði hvort lánafyrirgreiðsla Útvegsbankans til Hafskipa hefði verið í eðlilegu samræmi við starfsumhverfi fyrir- tækisins. Ríkissaksóknari vitnar í skýrsluna í niðurstöðu sinni. ÓEÐLILEGIR VIÐSKIPTAHÆTTIR Ferðaskrifstofa Brottför 3. febrúar. 7 nætur á 4 sjtörnu hóteli með hálfu fæði m.v. 2 fullorðna. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Skipholti 50b • 105 Reykjavík ® STJÓRNMÁL Þegar kom að Seðla- bankanum lét Samfylkingin stjórnast af „hatri á einum manni,“ sagði Geir H. Haarde, fráfarandi forsætisráðherra, á fundi Sjálfstæðisflokksins á Grand hóteli í gær. Þar mun hann hafa átt við Davíð Oddsson seðla- bankastjóra. Hatur samfylkingarfólks virð- ist hafa ráðið úrslitum um afstöðu til skipulagsbreytinga á Seðla- bankanum og Fjármálaeftirlitinu, sagði Geir. Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað sameina stofnanirnar. Geir sagði að svo virtist sem viðræður milli Samfylkingar og Vinstri grænna hafi verið mun lengra komnar föstudaginn fyrir stjórnarslit en fullyrt er. Hann fullyrti að viðræður Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks síðasta sunnudag hafi verið sýnd- arviðræður af hálfu Samfylking- arinnar. Krafan um forsætisráðu- neytið hafi verið til málamynda, samfylkingarfólki hafi verið full- ljóst að hún yrði ekki samþykkt. Geir hvatti til þess að frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins í kom- andi prófkjöri stilltu kostnaði í hóf. Hann lagði til að enginn eyddi meira en helmingi hámarksupp- hæðar sem fest er í lög, en hún er mismunandi eftir kjördæmum. Geir lýsti Jóhönnu Sigurðar- dóttur, verðandi forsætisráðherra, sem eyðslukló, en sagðist þó ekki hafa neitt annað en gott um hana að segja persónulega. - bj Geir H. Haarde gerði upp stjórnarsamstarfið á fundi Sjálfstæðisflokksins í gær: Hatrið stjórnaði Samfylkingunni HÚSFYLLIR Áætla má að á sjöunda hundrað sjálfstæðismanna hafi sótt fund Sjálfstæðisflokksins í gær. Geir var klappað lof í lófa eftir að hann lauk máli sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL „Ég hafna því að það sé nokkur ágreiningur innan Seðlabankans í peningamálum,“ segir Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. Hann segir sam- hljóm í því sem frá bankanum hafi komið vegna ákvörðunar um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Í stefnuyfirlýsingu Seðlabanka- stjórnar á fimmtudag, sem birt er í ritinu Peningamálum, kemur fram að bankastjórnin hafi talið rétt að lækka stýrivexti nú, en fallist á að gera það ekki eftir hvatningu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Í Fréttablaðinu í gær kom fram að ósamræmi sé milli skoðana bankastjórnar og hagfræðisviðs bankans, og að hagfræðisvið hafi verið á sömu skoðun og AGS. „Það er alger samhljómur í því sem fram kemur í texta Peninga- mála, þeir sem halda öðru fram lesa eitthvað annað út úr honum en í honum stendur,“ segir Ingi- mundur. „Það sem okkar greining og spá gefa mjög ákveðið til kynna er að verðbólgan er í hámarki, og það standa allar forsendur til þess að það dragi mjög hratt úr henni þegar líður á árið, og vegna þess geti stýrivextir líka lækk- að mjög hratt. Það verður þó auð- vitað að flétta saman við afnám gjaldeyrishaftanna,“ segir hann. Ingimundur vildi í gær ekki svara spurningum um stöðu banka- stjórnar, eða hvort hann hafi íhug- að að segja af sér vegna harðrar gagnrýni á bankastjórnina. - bj Bankastjóri Seðlabankans hafnar því að ágreiningur sé innan bankans: Samhljómur um vaxtamál RÆÐIR EKKI AFSÖGN Ingimundur Friðriksson, einn þriggja bankastjóra Seðlabankans, vildi ekki ræða stöðu bankastjórnarinnar eða hvort hann hefði íhugað að segja af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VERSLUN Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um allt að 35 prósent frá því að verðlagseftirlitið hóf mæl- ingar á körfunni í öllum helstu matvöruverslunum í apríl á síð- asta ári. Á þessu tímabili hefur karfan hækkað mest í lágvöru- verslunum, um 30 til 35 prósent og í klukkubúðum, um 24 til 26 prósent. Af þeim tíu verslunarkeðjum þar sem verð körfunnar er mælt hefur verðið hækkað mest í Bónus, um 35,4 prósent, og í Kaskó, um 34,1 prósent. Vöru- karfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjarvörur til heimilisins. - kg Verð á vörukörfu ASÍ: Karfan hækkar mest í Bónus SVEITARSTJÓRNIR Enginn starfandi meirihluti er í bæjarstjórn Blönduóss eftir að leiðir Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur og hinna þriggja bæjarfulltrúa E- listans skildi á fimmtudag. Ágúst Þór Bragason, annar tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, segir þá ásamt bæjarfulltrúa Á- listans bjóðast til að stýra bænum tímabundið á meðan fulltrúar E- listans greiða úr sínum málum. Jóna Fanney mun vera farin til útlanda og verða þar fram í næstu viku. „Þeir sem eftir standa af E- listanum hafa óskað eftir að við ræðum við þá um þau mál,“ segir Ágúst sem kveður þó engan fund- artíma hafa verið ákveðinn. Hann sé viss um að bæjarstjórnin verði starfhæf enda hafi þar undanfar- ið ríkt samstaða um málefni. - gar Stjórnarkreppa á Blönduósi: Minnihlutinn segist geta stýrt Ögmundur kominn í frí Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, er kominn í frí frá BSRB fram yfir kosningar. Þetta var samþykkt á stjórnarfundi BSRB í gær. VINNUMARKAÐUR Hitabylgja í Suður-Ástralíu Mikil hitabylgja þjakar nú íbúa Suður- Ástralíu. Kjarreldar ógna byggð og dýralífi. Margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús af völdum hitans. Hit- inn í Melbourne hefur farið 45 gráður. ÁSTRALÍA Guðmundur í NV-kjördæmi Guðmundur Steingrímsson, fyrr- verandi samfylkingarmaður, hefur tilkynnt að hann hyggist sækjast eftir fyrsta sæti á lista framsóknarmanna í NV-kjördæmi. FRAMSÓKNARFLOKKUR Fyllir ný ríkisstjórn þig bjart- sýni? JÁ 46,7% NEI 53,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér réttlætanlegt að Íslendingar syngi á ensku í úrslitakeppni Eurovision? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.