Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 31. janúar 2009 11 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 70 312 -0,67% Velta: 191 milljónir MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI 1,30% ALFESCA 1,28% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ 20,00% BAKKAVÖR 3,63% MAREL FOOD SYST. 1,23% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,95 +1,28% ... Atlantic Airways 165,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 552,00 +0,00% ... Bakkavör 1,86 -3,63% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 -20,00% ... Føroya Banki 116,50 +1,30% ... Icelandair Group 13,41 +0,00% ... Marel Food Systems 64,40 -1,23% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,68 -1,18% ... Össur 95,20 -0,42% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: Ákvörðun um stýrivexti hér á landi snýst ekki lengur um aðhald við innlenda eftirspurn, að sögn Arnórs Sighvatssonar, aðalhag- fræðings Seðlabanka Íslands. Arnór kynnti sérfræðingum greiningardeilda og fjölmiðlum verðbólguspá bankans eftir að til- kynnt var um óbreytta stýrivexti á fimmtudag. „Framundan er gríðarlegur samdráttur og um leið ljóst að tengslin á milli stýrivaxtanna og gengisins hafa breyst verulega vegna hafta á fjármagnshreyf- ingar og skilaskildunnar og má því spyrja hvers vegna þurfi að halda stýrivöxtum svo háum.“ Arnór segir að gjaldeyrishöftin eigi að afnema í áföngum á þessu ári og næsta og af því þurfi stýri- vextir nú að taka mið. „Ekki er fyllilega ljóst enn hvernig stað- ið verður að því að losa þessi höft eða hversu hratt það verður gert,“ segir hann, en bætir um leið við að það sé meðal þess sem farið verði yfir með sendinefnd AGS eftir mánaðamótin. - óká Höft hafa áhrif á stýrivextina Í SEÐLABANKANUM Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, kynnir verðbólguspá Seðlabankans. Ekki varð af reglubundnum kynningarfundi banka- stjórnar Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Mikill sársauki fylgir því að koma fram fyrir þjóðina og segja að þessir fjármun- ir hafi tapast,“ segir Gylfi Sigfússon, for- stjóri Eimskips. Fyrirtækið tapaði 648 milljónum evra á síðasta ári. Það jafngildir 96 milljörðum króna og slær FL Group (nú Stoðum) niður í annað sæti yfir verstu afkomu íslensks fyrirtækis á einu ári. FL Group tapaði 67 milljörðum króna í hittiðfyrra. Til samanburðar nam tap Eimskipa- félagsins 9,1 milljón evra árið á undan. Tap af áframhaldandi starfsemi nam 182 milljónum evra í fyrra samanborið við 12,8 milljóna hagnað árið á undan. Þá námu tekjurnar 718,9 milljónum evra, sem er 5,6 prósenta aukning milli ára. Þar af nemur tapið á fjórða ársfjórðungi einum, 489 milljónum evra, 72 milljörðum króna. Afkomutölur Eimskips einkennast af viðamikilli uppstokk- un í fyrra. Eignarhlut- ur í breska dótturfélag- inu Innovate, sem nú er gjaldþrota, var afskrif- aður úr bókum Eim- skips um mitt síðasta ár ásamt eignarhlut í kan- adísku frystigeymslu- samstæðunni Atlas Ver- sacold, sem hefur verið í söluferli síðan í fyrra. Í ofanálag féllu ábyrgðir á félag- ið vegna bresku ferðaskrifstofunnar XL Leisure. Fjárfestar hafa sýnt Atlas mikinn áhuga og reiknar Gylfi með að sjá tilboð í næstu viku. Stefnan er sett á að ljúka söluferli í lok mars og fara að því loknu í uppgjör á skuldasöfnun liðinna ára og ganga til samninga við lánadrottna. Áætlað er að endurskipulagningu ljúki í lok maí. Gylfi segir nýtt og sterkara félag koma undan breytingunum, með stuðningi núverandi lánadrottna og nýjum hluthöf- um, sem einbeiti sér að skipaflutningum, rekstri sem hafi skilað félaginu mestu fram til þessa. - jab GYLFI SIGFÚSSON Mettap hjá óskabarni þjóðarinnar AFKOMA EIMSKIPS* Liðir Hagnaður/-tap 2008 2007 Tekjur 718,9 680,3 Gjöld -662,8 -619,0 Afskriftir -38,8 -29,7 Virðisrýrnun eigna -100,6 00,0 Fjármagnsliðir -93,9 -21,4 Hagnaður/-tap f. skatt -177,3 10,3 Hagnaður/-tap -648,4 -9,1 * í MILLJÓNUM EVRA Krónan styrktist um 0,5 prósent í gær og endaði vísitala hennar í 194 stigum. Hún hefur nú styrkst um 13,8 prósent á hálfum mánuði. Talsverður munur er þó sem fyrr á skráningu á gjaldeyrismark- aði hér og hjá Evrópska seðlabank- anum. Bandaríkjadalur er skráð- ur hér á tæpar 113,9 krónur en hjá evrópska bankanum á 225 krónur. Þá stendur evran í 146 krónum hér en 288,5 krónum úti. Munurinn nemur 97 prósentum, sem er svip- að og á öðrum gjaldmiðlum. Ástæðan fyrir muninum skýr- ist af mjög litlum viðskiptum með krónur á erlendum gjaldeyrismörk- uðum og höftunum hér. Munurinn hverfur væntanlega þegar krónan flýtur á ný, samkvæmt upplýsing- um frá gjaldeyrisborði Glitnis. - jab Gengi krónu styrkist ennþá PENINGARNIR TALDIR Íslenska krónan er talsvert ódýrari á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu en hér heima. Starfsfólk Landsbankans býður fram krafta sína í breyttu landslagi. Við ríkjandi aðstæður getur verið brýnt að endurskipuleggja fjármálin. Teljir þú þig þurfa á ráðgjöf að halda viljum við bjóða fram aðstoð okkar. Við förum með þér yfir möguleg úrræði. Markmiðið er að öðlast skýra yfirsýn yfir fjárreiður heimilisins og treysta fótfestuna. F J Á R M Á L H E I M I L I S I N S • Greiðslujöfnun • Lengja lánstíma • Skuldbreyta vanskilum • Fresta afborgunum vegna sölutregðu • Fresta greiðslu afborgana og vaxta LAUSNIR SEM GÆTU HENTAÐ ÞÉR STÖÐUMAT | HE IMIL ISBÓKHALD | RÁÐGJÖF Pantaðu ráðgjöf á landsbanki.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.