Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 70
EINAR J. GÍSLASON FORSTÖÐU- MAÐUR VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1923. „Það skiptir miklu máli að vera einlægur gagnvart sjálfum sér og Guði.“ Einar var forstöðumaður Fíla- delfíu í Reykjavík og afar sköruglegur predikari. timamot@frettabladid.is „Karlmönnum sem greinast með alvarlega sjúkdóma hættir til að loka sig inni og einangrast eða hella sér í vinnu,“ segir Matti Ósvald heilsufræðingur. Hann mun stýra fræðslufund- um með kvöldverði sem haldnir verða í Ljósinu á Langholts- vegi 43 fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein. „Þarna verða fræðsluerindi, spurningar og spjall,“ segir Matti og tekur fram að um frumkvöðlastarf sé að ræða því svona námskeið hafi ekki verið haldin áður. „Efnið er auðvit- að margslungið en ég held að það sé hægara fyrir karlmenn en konur að eiga við karlmenn,“ segir hann. „Meiri skilning- ur á milli, öðruvísi hugarfar og viðbrögð. Þess vegna varð ég mjög ánægður þegar ég var beðinn að halda utan um þessi námskeið.“ Matti kveðst hafa langa reynslu af einstaklingsviðtölum við fólk sem eigi við streitu að stríða. „Eftir áföll lenda menn oft illilega í sjálfum sér og það er fátt til verra,“ segir hann og kveðst á námskeiðunum ætla að leggja áherslu á þau já- kvæðu áhrif sem markmið einstaklinganna hafi á heilsu þeirra. „Það sem hjálpar fólki mest þegar það lendir í erfið- leikum er að hafa eftirsóknarverða framtíðarsýn,“ útskýr- ir hann og lýsir dagskrá fræðslufundanna nánar. „Þarna koma læknar og fleiri frábærir fyrirlesarar og fjalla um það breytingaferli sem verður í lífi þeirra sem greinast með al- varlegan sjúkdóm, uppbyggingu líkamans eftir veikindi, til- finningar, mataræði og slökun. Auk þess verður boðið upp á styrktaræfingar í tækjasal eða jóga, eftir því sem hentar hverjum og einum og síðan léttan kvöldverð. Matti segir menn geta komið á einstaka fyrirlestra í Ljós- inu en telur þó um vissa samfellu að ræða á námskeiðinu. Við byrjum 11. febrúar, verðum átta miðvikudaga í röð og miðum við að ljúka námskeiðinu fyrir páska.“ Hann getur þess að fundirnir séu fyrir 18 ára og eldri og gestum að kostnaðarlausu. „Ég hlakka mikið til að hitta hópinn og leggja mitt af mörkum,“ segir Matti og lítur björtum augum til fundanna framundan. gun@frettabladid.is LJÓSIÐ: HELDUR FUNDI FYRIR KARLA Framtíðarsýn hjálpar fólki HEILSUFRÆÐINGURINN „Þetta verða fræðsluerindi, spurningar og spjall,“ segir Matti og leggur áherslu á að námskeiðin séu ókeypis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 30 Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns ,föður, tengdaföður, afa og langafa, Haralds M. Isaksen rafvirkjameistara, Blásölum 13, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A 7 á Landspítalanum Fossvogi, svo og öðru heilbrigðis- starfsfólki sem hefur sinnt honum í gegnum tíðina af sérstakri alúð. Ingibjörg Þorgrímsdóttir Guðbjörg Conner Hagerup Isaksen Guðríður Helga Benediktsdóttir Guðríður H. Haraldsdóttir Steinþór Haraldsson Þorgrímur Isaksen Kristín Erla Gústafsdóttir Margrét Haraldsdóttir Ágúst H Sigurðsson Harald H. Isaksen Kolbrún A. Sigurðardóttir afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Pétur Hafsteinn Björnsson, vélstjóri, Garðbraut 85, Garði, áður Suðurgötu 26, Sandgerði, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, 28. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Kristjánsson Sveindís Þ. Pétursdóttir Ágúst Einarsson Sigurður R. Pétursson Guðný E. Magnúsdóttir Jóhanna S. Pétursdóttir Níels Karlsson Anna Marý Pétursdóttir Guðmundur J. Knútsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ása Torfadóttir, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Katrín Árnadóttir Kjell Friberg Hermann Árnason Guðríður Friðfinnsdóttir Torfi Árnason Ingibjörg Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, Ingólfs Hallssonar Steinkirkju. Hjartans þakkir fyrir alla englana, blómin og hlýjar kveðjur. Guð veri með ykkur. Lovísa Emilía Sigurbjörnsdóttir og fjölskylda. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, Hólmfríði J. Jóhannesdóttur frá Þorleifsstöðum, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi. Jóhannes Ellertsson Margrét Guðmundsdóttir Margrét Ellertsdóttir Danelíus Sigurðsson Málfríður Ellertsdóttir Sveinn H. Guðmundsson barnabörn og fjölskyldur þeirra. Kæri fyrrverandi eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Oddur Ólafsson, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 23. jan- úar. Útför hans fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Blóm eru afþökkuð en bent er á Parkinsonssamtökin á Íslandi. Ásta Aðalheiður Garðarsdóttir Friðrik Úlfar Oddsson Jóhann Heiðar Oddsson Þórir Oddsson Albert Oddsson Þorbjörn Unnar Oddsson Þóra Guðrún Oddsdóttir Kristján Birgir Guðjónsson Benedikt Arnar Friðriksson Eyþór Lúðvík Kristjánsson Guðjón Oddur Kristjánsson Helga Guðrún Þorbjörnsdóttir Smári Bergur Þorgerðarson Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og jarðarför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu, langömmu og langalangömmu, Huldu Guðmundsdóttur frá Hrafnagili, Vestmannaeyjum, sem lést að kvöldi 9. janúar sl. Þökkum af alhug starfsfólki öldrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun, alúð og umhyggju. Hrafnhildur Helgadóttir Helga Helgadóttir Georg Hermannsson Hulda Guðbjörnsdóttir Sigurður Guðmundsson Björn Guðbjörnsson Kolbrún Albertsdóttir Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir Kristján Kárason Helgi Georgsson Erla Guðmundsdóttir Hrafnhildur Georgsdóttir Jón Óttar Birgisson og fjölskyldur. Ástkær, yndisleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þórdís Todda Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést að kvöldi hins 3. janúar síðastliðinn. Úförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Þorsteinn Erlingsson Guðrún Kristín Erlingssdóttir Baldur Ármann Steinarsson Erlingur Þorsteinsson Kristín Þorsteinsdóttir Steinar Berg Baldursson Þórdís Todda Baldursdóttir Elskulegur bróðir okkar og mágur, Sigurður Jón Jónsson klæðskerameistari, Bláhömrum 2, áður til heimilis að Leifsgötu 28, andaðist miðvikudaginn 21. janúar á Landspítalanum í Fossvogi. Hann verður jarðsunginn mánudaginn 2. febrúar kl. 15.00 frá Grafarvogskirkju. Kristbjörg M. O. Jónsdóttir Paula A. Jónsdóttir Elise K. Larssen Jón Jónsson Hjördís Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.