Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 32
I BLS. 4 + Bókaðu á www.icelandair.is NEW Flug og gisting í 2 nætur frá 67.900 kr. á mann í tvíbýli á Cosmopolitan Hotel Tribeca *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. og sparaðu nokkra dollara Þeir sem eru ekki hlaðnir farangri en vilja gæta hagsýni og spara nokkra tugi dollara ættu að sleppa því að taka leigubíl til og frá Kennedy- flugvelli og frekar nýta sér lestar- ferðir til og frá flugvellinum. Á flugvellinum sjálfum er hægt að taka sérstakar flugvallarlestir, AirTrain JFK, sem ganga á milli allra flugstöðva (terminals) og lestarstöðva sem tengjast neðan- jarðarlestum til New York, Howard- Beach-JFK stöðinni og Jamaica Station við Long Island Rail Road. Báðar AirTrain JFK lestirnar ganga rangsælis og réttsælis á milli flugstöðvanna. Far á milli flugstöðva er ókeypis en far til lestarstöðvanna kostar $5. Far frá tengistöðvunum til Manhattan t.d. kostar $1,50 og ferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. TAKIÐ LESTINA FRÁ JFK Manhattan er miðja New York borgar. Þangað liggur straumur ferðamannanna. Eyjan er líka stórfengleg þegar maður kemur frá JFK flugvellinum og sér í fjarska rísa upp úr borginni skýjakljúfana, útlínur Manhattan. Einhvern veginn er þessi sýn svo sterk að manni verður ekki litið í kringum sig yfir Brooklyn sem ekið er í gegnum áður en komið er að Hudson ánni og Manhattan tekur við. Brooklyn er stór, ekki bara að flatarmáli heldur er íbúafjöldinn mikill; ef Brooklyn væri sjálfstæð borg þá væri hún sú fjórða stærsta í Banda- ríkjunum. Borg fjölbreytninnar Brooklyn er innflytjendaborg. Þar koma saman mörg samfélög innflytjenda og gera Brooklyn að ótæmandi menningaruppsprettu. Innflytjendur frá Afríku, Karíba- hafi, Rússlandi, spænskumælandi löndum, Ítalíu, Kína, Írlandi og Póllandi auk þess sem samfélag hreintrúaðra gyðinga er stórt í Brooklyn, líklega það stærsta utan Ísraels. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvílíkt himnaríki Brooklyn er fyrir mataráhugafólk. Perla Brooklyn Ein af perlum Brooklyn er Prospect garðurinn sem gefur Central Park ekkert eftir. Enda hófust hönnuðir Central Park, Frederick Law Omsted og Calvert Vaux, handa við Prospect garðinn eftir að hafa lokið við uppbygginguna á Manhattan. Í garðinum er stærsta engi amerískra garða, dýragarðurinn Prospect Park Zoo, Prospect vatnið, Bátahúsið þar sem er gestastofa Prospect garðsins og sérstök náttúruverndarmiðstöð. Menningarborg Ameríku Brooklyn hefur leikið stórt hlutverk í menningarsögu New York. Woody Allen ólst upp í Brooklyn og gerast nokkrar af myndum hans þar, til dæmis Radio Days. Fjölmargar stjörnur búa eða hafa búið í Brook- lyn, þeirra á meðal rithöfundurinn Paul Auster, leikarinn og leikstjórinn Mel Brooks, skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer, rappararnir í Gang Star, tónskáldin George og Ira Gershwin, söngkonan Lena Horne, körfuboltamaðurinn Michael Jordan, sjónvarpsmaðurinn Larry King, Heath heitinn Ledger, rithöfundurinn Norman Mailer, kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee, leikskáldið Arthur Miller, leikarinn Eddie Murphy, boxarinn Mike Tyson, leikarinn John Turtorro og margir fleiri. Brooklyn hefur því haft mikil áhrif á ameríska menningu. Tveir staðir Tvö svæði skulu sérstaklega nefnd hér. Annars vegar Bedford Street í Williamsburg. Þar er hægt að tölta á milli veitingastaða og skella sér inn í fjölmargar verslanir með notuðum fatnaði. Gatan iðar af mannlífi. Williamsburg er eitt vinsælasta hverfi Brooklyn um þessar mundir. Gamlar verksmiðjur hafa verið rifnar og upp rísa ný glæsihýsi á milli gamalla húsa. Williamsburg er við norðurbakka Hudson-árinnar og tengir hin fagra Williamsburg-brú hverfið og eyjuna Manhattan. Hins vegar skal nefnt hverfi sem kennt er við Park Slope og er í suðurhlíðum Prospect garðsins. Þar er að finna mikið af verslunum og skemmtilegum veitingastöðum. Eftir góðan göngutúr um hinn víðfeðma Prospect garð er gott að setjast inn á austurríska veitinga- staðinn Steinhof á horni 7. breið- götu og 14. strætis þar sem Vínarsnitsel er kjarngott með góðu staupi og bjór sem heitir sameigin- lega U-boat. Ef fólk er í amerískari hugleiðingum þá má finna klass- ískan og skemmtilegan „diner“ á horni 8. breiðgötu og 9. strætis. Af öðrum stöðum í Brooklyn má nefna Coney Island, Brooklyn Academy of Music, þar sem framsækin list á sér lögheimili, en þar sýndi Vesturport Woyzeck síðasta haust; Brooklyn Museum, Brooklyn Children's Museum og Green-Wood kirkjugarðinn þar sem frægir listamenn, stjórnmálamenn og mafíuforingjar eru jarðsettir. er ekki bara Manhattan – Brooklyn er heimurinn í hnotskurn - - - - - - - - - - Sophie's Choice For Pete's Sake The Squid and the Whale She's Gotta have it Little Fugitive Smoke / Blue in the Face Saturday Night Fever Dog Day Afternoon Moonstruck Do the Right Thing 10 kvikmyndir frá Brooklyn Reykjavík – New York frá 29.720 kr. Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. Flogið allt að 10 sinnum í viku til New York og þar af morgunbrottfarir 3 daga vikunnar yfir sumartímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.