Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 62
6 Fjölskyldan samvera leikum og lesum ... FJÖLSKYLDULÍF Rólegheit Í samfélagi hraða og spennu er stress algengur fylgifiskur. Í nýútkominni bók frá Sölku, 1001 leið til að slaka á, eru gefin góð ráð til þess að slaka á og forðast streitu hvort sem er á vinnustað eða heimavið. Ýmis ráð í henni henta vel fyrir fjölskyldufólk, til dæmis hvað snertir samveru með börnum. Nokkur góð ráð til að gera fjölskyldulífið betra: • Sameiginlegt borðhald. Mikilvægur vettvangur til að spjalla um atburði dagsins. • Notaleg samvera. Til dæmis að horfa á fallegar fjölskyldumyndir. • Bregðið á leik. Fíflaskapur eru nauðsynlegur öðru hvoru • Faðmlög og knús. Hafa sefandi áhrifa á börn og draga úr árásargirni. • Ættartré. Teiknaðu ættartré með börnunum þannig að þau átti sig betur á fjölskyldutengslum. Fyrir utan þessi ráð og fleiri er snúa að fjölskyldulífi eru ýmis góð ráð til streitulosunar gefin í bókinni, alls 1001 eins og titillinn ber með sér. Þetta er sá sem ég var að leita að,“ sagði David Crowe við son sinn Taylor daginn sem hinn síðarnefndi útskrifað- ist úr hinum virta listaháskóla Cal- Arts. Lífshlaup sonarins er all óvenju- legt en hann var fullkomlega heil- brigður til þriggja ára aldurs. Þá hvarf hann inn í heim einhverf- unnar og það gerðist svo hratt að einu ári síðar talaði hann ekkert, var haldinn mikilli snertifælni og kvaldist mikið. Þegar hann var rúmlega fjögurra og hálfs árs gamall fengu foreldrarnir þann úrskurð að Taylor myndi ekki ná sér, rétt eins væri hægt að setja hann á stofnun strax. En því fór fjarri að þeir gæfust upp, og sú barátta skilaði heldur betur árangri, Taylor hefur ekki bara náð að ljúka háskólanámi í teiknimyndagerð. Hann ferðast vítt og breitt um Bandaríkin og segir frá lífi með einhverfu. „Ég þekkti Taylor áður en hann veikt- ist og þess vegna tók ég svona til orða daginn sem hann útskrifaðist, þarna var hann strákurinn sem ég vissi að byggi innra með honum,“ segir David. Skólaganga Taylors var með þeim hætti að hann var að hluta til í venjulegum skóla og bekk og að hluta fékk hann kennslu við sitt hæfi, hann var í málörvun þang- að til hann var tvítugur og endur- hæfingu. Faðir hans segist alltaf hafa lagt á það áherslu að Taylor umgengist venjuleg börn. „Ég á marga vini,“ segir Taylor blaðamanni. „Ég á ekki kærustu en ég á margar vinkonur.“ Faðir hans er stoltur af því að Tayl- or geti tekið svona til orða: „Ein- hverfir eiga mjög erfitt með að tengjast öðrum, en við lögðum alltaf áherslu á að hann kynntist jafnöldrum sínum og árangurinn er góður.“ Taylor hefur mikla teiknihæfi- leika, hann sýnir blaðamanni blokk og meðal annars mynd af karakt- er í væntanlegri barnabók hans og vinkonu hans Leuh Ulrich sem fjallar um vináttu einhverfs barns og venjulegs. Hann hefur lært að lifa með einhverfu og sigrast á henni að miklu leyti. Hún fylgir honum samt að hluta til: „Ég er með mjög gott lyktarskyn, lyktin af vatninu hér er mjög vond,“ segir hann. Týndi sonur- inn sneri aftur Heimilishaldið hjá David Crowe gjörbreyttist þegar sonur hans Taylor hvarf inn í heim einhverfunnar við þriggja ára aldur, en hann hafði verið heilbrigður fram að því. Feðgarnir heimsóttu Ísland á dögunum. Taylor og David Crowe Sá fyrrnefndi er 27 ára gamall í dag og hefur sigrast á einhverfunni að miklu leyti, hann hefur farið víða til að ræða um líf með einhverfu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA. Þjóðminjasafnið Beinagrindur og bardagamenn heilla börn og því er óhætt að mæla með skoðunarferð um Þjóðminjasafnið fyrir börn á öllum aldri. Af ýmsu er að taka sem heillar krakka, gömul vopn til dæmis. Á morgun klukkan tvö er boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands þar sem meðal annars verður skoðað 800 ára gamall skór, dularfullur álfapottur, gömul hurð með fallegum myndum, beinagrindur, hringabrynja og galdramunir. Meðan börnin skoða grunnsýninguna geta hinir fullorðnu tekið þátt í leiðsögn fyrir fullorðna um safnið. Kaffihús Þjóðminjasafnsins er svo tilvalinn lokahnykkur á ferðina. LESTUR Margir foreldrar lesa fyrir börnin sín á kvöldin og eiga ánægju- lega stund fyrir svefninn. Fyrir utan notalegheitin hafa rannsóknir sýnt að börn sem lesið er fyrir hafa meiri málskilning en jafnaldrar þeirra sem ekki er lesið fyrir. Mælt er með lestri fyrir börn frá sex mánaða aldri. Sum einhverf börn þroskast eðlilega fram að tveggja til þriggja ára aldri, þá verða þau einhverfunni að bráð en or- sakir þess eru ekki að fullu ljósar. Talið er að þessi börn séu uppspretta sagna um umskiptinga, börn sem sagt var að álfar hefðu tekið og annað barn skilið eftir hjá fjölskyldunni. • Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru einn af hverjum 150 einstaklingum með fötlun á einhverfurófinu. • Einhverfa er heiti á samsafni einkenna sem tengjast truflun á taugaþroska. Skyldar einhverfu eru aðrar raskan- ir á svonefndu einhverfurófi, meðal annars ódæmigerð ein- hverfa og Aspergerheilkenni. • Meðal þess sem einkennir einhverfa er skert geta til fé- lagslegra samskipta, mál, tjáning og leikur þróast ekki eins og eðlilegt má teljast. Áráttukennd hegðun er áberandi. • Ef einhverf börn fá viðeigandi hjálp og örvun frá unga aldri eru miklu meiri líkur á því að þau geti tekið þátt í samfélaginu. Heimild: www.einhverfa.is HVER TÓK BARNIÐ MITT?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.