Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 30
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is
UPPLIFUN
Í STOKKHÓLMI
Gamla Stan
með Bellman í æðum
Elsti bæjarhlutinn, þröng stræti og
andrúmsloft frá 17. og 18. öld,
skemmtilegar smábúðir, gjafavöru-
búðir, hver kráin annarri skemmtilegri
og margir veitingastaðir. Skoðaðu
Stóra torgið og kannski Nóbels-
safnið. Tilvalið að setjast, eins og
mörg önnur skáld hafa gert, inn á
Grámunkinn og láta andann koma
yfir sig.
Vasasafnið
Í 333 ár lá herskip Gústafs annars
Adolfs á botninum í hafnarmynni
Stokkhólmsborgar. Árið 1961 tókst
mönnum svo að bjarga þessu
stórkostlega skipi upp á land og hafa
reist í kringum það safn sem hefur
meira aðdráttarafl á gesti borgarinnar
en nokkurt annað safn í Stokkhólmi.
Gefið ykkur góðan tíma. Einstaklega
skemmtilegt, líka fyrir börnin.
Skansen
Byggðasafn fyrir alla Svíþjóð og
dýragarður með „sænskum“ dýrum.
Gaman að fara með börnin þangað.
Heimsókn á Skansen er dagsferð og
skemmtileg upplifun fyrir fyrir unga
sem aldna.
Strandvägen
Hann tengir saman miðborgina og er
ein skemmtilegasta gönguleiðin í
borginni. Við Strandvägen er hægt
að vippa sér um borð í bát og sigla út
á einhverja af 24.000 eyjunum í
Skerjagarðinum.
Kulturhuset við
Sergelstorg
Það er nauðsynlegt að skoða. Farið
á milli hæða og margra menningar-
heima á örstuttum tíma.
Drottningholm
Hér var áður sumarhöll Svíakónga
en sænsku konungshjónin hafa búið
hér allt árið síðan 1981. Bygging
hallarinnar hófst 1662. Í dag er
svæðið friðað og á heimsminjaskrá
UNESCO. Sleppið ekki að skoða
leikhúsið sem er óbreytt frá 1766.
Flug og gisting í
2 nætur frá 49.900 kr.
á mann í tvíbýli á Freys Hotel ***
Innifalið: Flug báðar leiðir,
flugvallarskattar, gisting og morgunverður.
Reykjavík
– Stokkhólmur
frá 14.900 kr.
Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum.
Flogið er daglega allt árið um kring.
Upplifun rétt fyrir
utan Stokkhólm
sk
.
AUKINN
HRAÐI
og þægindi
með netinnritun
Viðskiptavinir Icelandair geta nú
innritað sig í gegnum Netið allt að
22 klukkustundum fyrir áætlaða
brottför. Í netinnritun velurðu sæti og
prentar út þitt eigið brottfararspjald.
Þá þarftu ekki að fara í gegnum
hefðbundna innritun og sparar tíma.
Það er því tími fyrir meiri morgunmat,
meira kaffi, meiri vinnu eða einfald-
lega aðeins meiri svefn.
Nánari leiðbeiningar eru á
www.icelandair.is
NÝJAR
REGLUR
um komu til
Bandaríkjanna
Ef þú ert á leið til Bandaríkjanna
skaltu hafa í huga að ferðamönnum
er nú skylt að sækja um rafræna
ferðaheimild. Það er á ábyrgð
farþega að sækja um ESTA
skráningu fyrir brottför og er
æskilegt að sótt sé um ferðaheimild-
ina á vefnum minnst þremur
sólarhringum (72 klst.) fyrir brottför.
Leyfið gildir í tvö ár en fyrir hverja
ferð þarf að uppfæra ferðaupplýsing-
ar. Nánari upplýsingar er að finna á
www.icelandair.is og www.usa.is
NÝIR
ÁFANGA-
STAÐIR
í Noregi og
Þýskalandi
Tveir nýir áfangastaðir bætast við
hjá Icelandair með sumaráætlun
félagsins. Um er að ræða borgina
Düsseldorf í hjarta Þýskalands við
bakka Rínar en borgin er miðstöð
viðskipta, menningar og tísku.
Í Noregi bætist við nýr áfangastaður:
Stavanger. Borgin er oft kölluð
„olíuhöfuðborg“ Noregs en það
gefur kannski ekki rétta mynd af
borginni sem er fögur norðurlanda-
borg með mjóum strætum milli hvítra
húsa. Í næsta nágrenni er síðan
ægifögur náttúra Noregs.
ÍSLENSKT
EFNI
FYRIR
BÖRNIN
Í nýju afþreyingarkerfi um borð í
flugvélum Icelandair er lögð áhersla
á vandað barnaefni. Meðal þess
sem Icelandair býður börnunum upp
á er sagan um Litlu lirfuna ljótu og
Latibær og er hægt að velja um
íslensku eða ensku sem tungumál.
Allir þekkja Latabæ og Litla lirfan
ljóta eftir Gunnar Karlsson hefur
hrúgað að sér verðlaunum á síðustu
misserum. Auk þess er fjöldi
Verslaðu
YFIR
ATLANTS-
HAFINU
Saga Shop er
ein af vinsælustu
verslunum lands-
ins og alveg
örugglega sú
sem fer víðast.
Sífellt fleiri hafa
líka nýtt sér
netverslun
Saga Shop, www.sagashop.is, til að
kaupa vörur sem fólk fær síðan
afhentar þegar það flýgur með
Icelandair eða biður vini eða
fjölskyldu um að taka með sér.
„Áfangastaðurinn er aldrei staður
heldur ný sýn á heiminn.“ Eitthvað á
þessa leið útleggjast orð ameríska
rithöfundarins Henry Miller. Það eru
örugglega margir sammála þessum
orðum skáldsins; flest höfum við
þessa reynslu af því að koma til
annarra landa. Ferðalög eru meira en
ferð milli staða. Upplifunin er í
mörgum tilfellum bæði ástæða og
grundvöllur ferðalaga. Við höfum þörf
fyrir að skipta um umhverfi reglulega.
Ekki til þess að flýja hversdagsleikann
heima heldur miklu frekar til að bæta
við reynslu okkar og þekkingu.
Tæknin hefur gert okkur kleift að
skrásetja ferðalög okkar betur og
betur. Heilu myndasöfnin byggjast
upp með minningum okkar frá
stöðum víðs vegar um heiminn. Við
tökum myndir af börnunum okkar á
Times Square í New York, á Gamla
Stan í Stokkhólmi og í mörgum
albúmum leynast eflaust þó nokkrar
myndir af pörum á bökkum Signu.
Allt er þetta skrásett. Þeir eru eflaust
færri sem skrásetja heimkomuna á
sama hátt. Við könnumst samt við
tilfinninguna að koma heim, finna
hressandi andvara/gust/rok þegar
stigið er út úr Leifsstöð, sjá
Reykjanesfjallgarðinn sem er á
einhvern hátt alltaf jafn exótískur og
frelsandi.
Á síðustu árum hafa ferðavenjur
Íslendinga breyst. Ferðalög hafa orðið
stærri hluti af lífi okkar. Við hjá
Icelandair teljum að ferðalög séu
komin á þann stall hjá íslensku
þjóðinni að þau séu mikilvægur hluti
af menntun og menningu okkar.
Ferðalög gera okkur á einhvern hátt
stærri. Þau kynna okkur fyrir nýjum
siðum og nýjum viðhorfum sem aftur
veita okkur nýja sýn á okkar eigið
land. „Áfangastaðurinn er aldrei
staður heldur ný sýn á heiminn.“ Við
erum sammála Henry Miller og
höldum áfram að bjóða upp á góða
þjónustu og þægindi fyrir viðskiptavini
okkar. Flugferðin er hluti af ferðalag-
inu og við viljum gera hana sem
ánægjulegasta.
Næstu vikurnar geta lesendur
Fréttablaðsins gengið að umfjöllun
um ferðalög og tilboð Icelandair vísri
í laugardagsútgáfu blaðsins.
Sjáumst um borð.
Tími til
að ferðast
annarra
barnaþátta en
með ensku tali.
Flug til Stokkhólms gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta.
Vildarklúbbur