Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 31
BLS. 3 I+ Bókaðu á www.icelandair.is
MÍN
AMSTERDAM
01
02
03
Hverfið sem kallast
„Strætin 9“ sem er á milli
Singel og Prinsengracht og
markast af Raadhuisstraat til
hægri og Leidsegracht til vinstri
þegar gengið er frá Damtorgi. Þetta
er blanda af íbúðarhverfi,
bókabúðum, kaffihúsum, alls konar
sérbúðum (t.d. Tannburstabúðin),
tískuverslunum og verslunum með
notaðan fatnað. Þarna er einnig
„Pompadour“ í Huidenstraat 12, en
þar fæst besta konfektið í borginni
og gott að fá sér kaffi og með því
eftir gönguferð um hverfið
Hurenkind.
Allir vita um stóru, frægu
söfnin en færri um öll hin
söfnin. Hér er t.d. „Tassen-
museum Hendrijke“ á Herengracht
573 (fyrir aftan Rembrandtsplein) en
þar má kynnast sögu handtöskunnar
í 500 ár. Svo er „Brilmuseum“ eða
Gleraugnasafnið, gleraugnasagan í
700 ár, í Gasthuismolensteeg 7,
(„Strætin 9“) og Túlipanasafnið á
Prinsengracht 112.
Í Hortus Botanicus
(grasagarðinum) á Plantage
Middenlaan 2a er gott að
slaka á. Fiðrildahúsin eru stórmerki-
leg. Í garðinum er líka kaffihús og
hægt að eyða heilum degi þarna í ró
og friði innan um framandi plöntur og
fiðrildi.
04
05
06
Vondelpark, sem er rétt hjá
Leidseplein, er einn af
þessum friðsælu stöðum í
borginni. Eftir góðan göngutúr um
garðinn og kannski eftir að hafa
faðmað nokkur tré er yndislegt að
setjast á „Vertigo“, veitingastaðinn í
miðjum garðinum sem er til húsa í
gamla kvikmyndasafninu og heitir í
höfuðið á samnefndri kvikmynd eftir
Hitchcock.
Þeir sem hafa áhuga á
byggingalist ættu að fara í
„Tuschinski“ en það er
kvikmyndahús, byggt í jugendstíl, á
Reguliersbreestraat rétt hjá
Rembrandtsplein.
„Begijnhof“ er ein af
þessum friðsælu vinjum í
miðri borginni; við Spui
(farið í gegnum dyr frá torginu inn í
garðinn). Gott að setjast þar niður.
Opið frá kl. 8–17.
07 Góð gönguferð er alltafhressandi. Ég mæli með að
ganga frá Waterlooplein
meðfram ánni Amstel (sem Amster-
dam er kennd við) að Magere Brug
sem er ein af elstu hengibrúm í
Amsterdam og er fyrsta brúin yfir
ána. Þarna eru skipastigar í ánni, ein
af hugvitsamlegum uppfinningum
Hollendinga sem alltaf hafa þurft að
08 Á „Hotel American“ hjáLeidseplein er alltaf gott að
koma, lesa blöðin, fá sér
kaffibolla og láta sig dreyma. Þar
trúlofaðist Mata Hari forðum daga og
eflaust margir aðrir. Þarna voru
þorrablót Íslendingafélagsins haldin
og … ekki söguna meir.
kljást við vatnið. Þegar gengið er yfir
brúna tekur Kerkstraat við. Á horninu
á Kerkstraat og Utrechtsestraat er
„Cafe Krom“, ein af bestu krám í
borginni þar sem menn leggja
metnað sinn í að hafa bestu
hollensku veigarnar á boðstólum.
Á Utrechtsestraat 40 er plötu- og
cd-búðin „Concerto“ með mjög gott
úrval af tónlist. Beint framundan er
svo Rembrandtsplein og blóma-
markaðurinn.
New King
Zeedijk 115-117 (Nieuw Markt)
Tel: 020-6252180
www.newking.nl/
Kínverskur staður rétt hjá Centraa
Station. Mjög góður matur, mikill erill
og best að panta ef stór hópur ætlar
að borða saman. Verðið mjög gott.
Veitingastaðir
Panini
Vijzelgracht 3-5
Tel: 020-6264939
www.resturantpanini.nl
Mjög góður ítalskur matur. Fjöl-
skyldurekinn og vinalegur staður.
Góður vínlisti og ítalskir kokkar.
Rólegur staður og hægt að hafa
rómantík með ef vill. Verð mjög gott.
Vinkels, Dylan Hotel
Amsterdam
Keizersgracht 384
Tel: 020-5302010
www.vinkels.com/
Lúxusstaður með kertaljósum og
matseðil á franskri línu. Hægt er að
skarta sínu fínasta pússi í þessu
glæsilega hóteli. Góður vínlisti. Mjög
dýrt en gott.
Rainari
Prinsengracht 252
Tel: 020-6249791
Alsírskur staður, agnarlítill með fáum
borðum. Gott að fá sér hádegisverð
en betra að panta borð fyrir
kvöldverð. Fágaður en einfaldur
matseðill, fiskur, kjöt og grænmetis-
réttir, og kokkurinn kemur og spyr
hvernig hver og einn vill fá matinn
sinn eldaðan. Enginn bjór en ágætis
vínlisti og gott verðlag.
Söfn í Amsterdam
– sem þið verðið að skoða
Rijksmuseum – Ríkislistasafnið
Stærsta listaverkasafn í Hollandi,
fjársjóður af hollenskri myndlist.
Van Gogh safnið
Stærsta safn af verkum eftir Van
Gogh, 200 málverk, 500 skissur
o.fl.
Amsterdams Historisch Museum
– Sögusafn borgarinnar
Eftirminnilegt ferðalag til
fortíðarinnar.
Stedelijk Museum –
Borgarlistasafnið
Gott safn af nútímalist. Heimskunn
verk eftir t.d. Malevich, Picasso,
Mondriaan, De Kooning and
Rietveld.
Hús Önnu Frank
Ykkar bíður einstök og viðkvæmn-
isleg upplifun í húsinu við Prinsen-
gracht þar sem gyðingastúlkan
Anna Frank hélt dagbók sína.
Rembrandtssafnið
Hús frá 17. öld þar sem hann bjó,
hinn heimskunni málari Rembrandt
van Rijn. Allt er nánast með sömu
ummerkjum og þegar málarinn lifði
og starfaði í húsinu.
Flug og gisting
í 3 nætur frá 75.900 kr.
á mann í tvíbýli á Mövenpick Amsterdam****
Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar,
gisting og morgunverður.
Flug til Amsterdam gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta.
Vildarklúbbur
Reykjavík – Amsterdam
frá 17.300 kr.
Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum.
Flogið er allt að 9 sinnum í viku
til Amsterdam.
Guðrún Þorkelsdóttir
listamaður