Fréttablaðið - 03.02.2009, Síða 1

Fréttablaðið - 03.02.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2009 — 30. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég passa alltaf upp á svefninn og mataræðið; gæti þess að borða jafnt yfir daginn til að halda blóðsykrin-um í lagi og neyti aldrei unninnar matvöru og nánast engrar mjólk-urvöru. Svo blanda ég ákveðnfæðutegu d óþoli fyrir nokkrum árum. „Það hófst með flutningi á nýjan vinnu-stað sem reyndist með mjög sterkt rafsegulsvið. Ég steyptist í kjölfarið út í einhve j útskrifaðist úr náminu árið 2000 og hefur starfað sem hómópati síðan. Hún átti þátt í að stof hmið Trúi því að líkt lækni líkt Lélegt ónæmiskerfi var tekið að há Jónu Ágústu Ragnheiðardóttur í daglegu lífi. Heilsuleysið varð loks til þess að hún leitaði í óhefðbundin meðferðarúrræði hómópatíu þar sem hún hlaut lausn vandans. „Hómópatía er meðferð sem byggir á lögmálinu Líkt læknar líkt. Hómópatar taka ítarleg viðtöl við fólk, hlýða á það lýsa einkenn- um sínum og finna svo viðeigandi remedíur, sem geta verið við öllu mögulegu,“ segir Jóna Ágústa Ragnheiðardóttur hómópati. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TANNVERNDARVIKA stendur nú yfir en fyrsta vikan í febrúar er árlega helguð tannvernd. Kjörorð vik- unnar að þessu sinni er Taktu upp þráðinn en sérstök áhersla er lögð á að nota tannþráð á hverjum degi. Hefur flú starfa› í greininni í fimm ár e›a lengur?Vilt flú ljúka námi í matrei›slu?Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA fræ›slusetur í síma 590-6400, frekari uppl‡singar er jafnframt hægt a› nálgast á www.idan.is. Rafrænar fyrirspurnir er hægt a› senda á radgjof@idan.isSamskonar verkefni er veri› a› vinna í málarai›n, húsasmí›i, vélvirkjun, stálsmí›i og blikksmí›i. Hófst flú nám í matrei›sluen laukst flví ekki? E in n t v e ir o g þ r ír 4 26 .0 11 VEÐRIÐ Í DAG JÓNA ÁGÚSTA RAGNHEIÐARDÓTTIR Passar alltaf upp á svefninn og mataræðið • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Rótgróið íþróttafélag Karatefélag Reykjavíkur var stofnað árið 1973. Valgerður Shamsudin segir það byggt á fjölskylduvænum gildum. TÍMAMÓT 16 GYLFI MAGNÚSSON Getur ekki annað en nýtt ráðherrabílinn Á bilaðan Volvo heima á hlaði FÓLK 26 Mistök að klippa á Steingrím Óðinn Jónsson hefði viljað sjá fjármálaráð- herrann í beinni. FÓLK 26 Virðing og traust „Áður fyrr taldist það til dyggða að ávinna sér traust annarra, bæði í almennum samskiptum og viðskiptum“, skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 14 www.isafold. is Sími 595 0300 Leitið tilboða Það borgar sig ® www.supubarinn.is Opnar á ný í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi VIRKJANIR Þróunarbanki Evrópu samþykkti á föstudag að afgreiða lán upp á 6,5 milljarða króna til Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Afgreiða átti lánið í október en bankinn vildi ekki flytja peninga til landsins eftir efnahagshrunið. Nú metur hann það svo að ástandið hafi batnað það mikið hér á landi að óhætt sé að afgreiða lánið. Lánið er í íslenskum krón- um, þótt bankinn umreikni þær í evrur. Þegar OR tók það árið 2007 nam það 168 milljónum evra. Búið var að draga 85,5 milljónir evra á það fyrir bankahrun. Afgangurinn fékkst á föstudag, og nam sú upp- hæð 46 milljónum evra í stað 82,5. Mismunurinn, 36,5 milljónir evra, tapast vegna gengishruns. Árni Gunnarsson er fulltrúi utanríkisráðherra í stjórnarnefnd bankans. „Þetta er ekki bara af hinu góða fyrir Orkuveituna og önnur íslensk fyrirtæki, heldur er þetta að vissu leyti traustsyfir- lýsing. Það er ákaflega mikilvægt afspurnar fyrir aðrar lánastofnan- ir og þá sem Íslendingar eiga við- skipti við.“ Þróunarbanki Evrópu lánar eink- um til atvinnuskapandi verkefna. Á síðustu árum hafa Reykjavíkur- borg, Lánasjóður íslenskra sveitar- félaga, Hitaveita Suðurnesja, Orku- veita Reykjavíkur og Spron fengið 334 milljónir evra að láni hjá bank- anum. Hann átti útistandandi 172,6 milljónir hér á landi 20. nóvember. Orkuveita Reykjavíkur hyggur nú á útboð á tveimur túrbínum til stækkunar Hellisheiðarvirkjun- ar um 90 MW. „Ef lánsafgreiðslan hefði ekki komið til væri það útboð ekki inni í myndinni. Þetta verð- ur vonandi til þess að við fáum 25 milljarða lán frá Fjárfestingabanka Evrópu, sem við áttum að fá í haust en höfum ekki fengið afgreitt,“ segir Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar. Mikil umræða skapaðist um efnahagsástandið hér á landi á fundinum síðastliðinn föstudag á stjórnarfundi Þróunarbankans og var dregin upp dökk mynd af því. „Rauði þráðurinn í umræðunni var þó sá að Íslendingar væru einfald- lega fyrstir í röðinni. Aðrar þjóðir ættu eftir að upplifa svipuð vanda- mál,“ segir Árni. Hitaveita Suðurnesja á von á 20 milljóna evra láni frá bankanum, sem hefur verið samþykkt. Bank- inn vill þó fá nánari upplýsingar vegna nýlegrar uppskiptingar fyr- irtækisins áður en lánið verður afgreitt. - kóp Milljarða lán loks afgreitt Þróunarbanki Evrópu hefur affryst lán til Orkuveitu Reykjavíkur sem fryst var vegna efnahagshruns. Vek- ur vonir um betri aðgang Íslendinga að lánsfé í kjölfarið. Tugir milljóna evra tapast vegna gengishruns. Orðin fyrirliði TCU Helena Sverris- dóttir stendur sig vel í Bandaríkj- unum. ÍÞRÓTTIR 22 Hægviðri Í dag verður áfram hæg- lætisveður, hægar norðaustlægar áttir og víða léttskýjað. Stöku él við suðausturströndina. Áfram fremur kalt en frostlaust við suðurströnd- ina. VEÐUR 4 -1 2 -4 -2 -1 STJÓRNSÝSLA Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent bankastjórum Seðlabankans bréf og farið fram á að þeir biðjist lausnar frá embætti nú þegar. Hún hefur óskað eftir svari fyrir fimmtudag. Sam- kvæmt frumvarpi, sem kynnt verður ríkisstjórn í dag, verður einn bankastjóri yfir Seðlabanka, ráðinn á fag- legum forsendum. „Brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar er að end- urreisa traust á fjármálakerfi landsins. Grundvöllur þess er að gera breytingar á yfirstjórn Seðlabankans,“ segir Jóhanna. Núverandi bankastjórum verði boðið að ganga til viðræðna um starfslok. Óvíst sé hvenær nýr bankastjóri verði ráðinn, en heimild sé í lögum til að skipa bankastjóra til bráðabirgða. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Fram- sóknarflokksins, verður einnig kynnt frumvarpið í dag og síðan fer það fyrir þingflokka flokkanna þriggja. „Almennt tel ég að það geti verið æskilegt að breyta lögum um Seðlabanka, en snúist málið fyrst og fremst um mannaskipti væru aðrar leiðir betri til að byrja með,“ segir Sigmundur. „Ég get staðfest að ég fékk bréf en ég vil ekki ræða málið frekar. Ég er að hugsa málið,“ segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. - kóp Frumvarp verður lagt fyrir Alþingi á morgun um breytta skipan Seðlabanka: Seðlabankastjórar látnir fara VEÐUR „Jú, það er smá Ísland í loftinu og verður næstu daga,“ segir Jórunn Jónsdótt- ir, formaður Félags Íslend- inga í London. Mikill snjór var á götum borgarinnar í gær og spáð er meiri snjókomu næstu daga. Jórunn býr í Portsmouth og þar var mun minni snjór. „Við Íslendingarnir köllum þetta nú bara föl, en engu síður var öllum barnaskólum lokað. Ungl- ingaskólarnir eru opnir og verða á morgun, fjórtán ára syni mínum til sárra vonbrigða. En það er mun meiri snjór í London. Hér er ekkert til sem heitir sumar- eða vetrardekk og menn vita ekki hvað sköfur eru. Því stöðvast öll umferð um leið og hálkan og snjórinn kemur.“ Jórunn segir Íslendingana ekki kippa sér upp við snjóinn. Heimamönnum bregði held- ur meira við. „Það lamast allar samgöngur hérna, þar sem eng- inn er undir þetta búinn. Fólki finnst þetta mjög sérstakt.“ - kóp Metsnjór í Bretlandi: Segir vera smá Ísland í loftinu ÓVENJULEG EMBÆTTISVERK Lögregluþjónarnir í London eru óvanir því að þurfa að ryðja snjó af götum til að vegfarendur komist leiðar sinnar. Mesti snjór er nú í borginni og nágrenni hennar sem verið hefur í 18 ár. Íslendingar á svæðinu kippa sér ekki mikið upp við fönnina og segja vera smá Ísland í loftinu. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.