Fréttablaðið - 03.02.2009, Síða 4
4 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
SRÍ LANKA, AP Á annan tug manna
hafa látist af völdum sprengju-
árása á sjúkrahús annan daginn
í röð í Puthukkudiyiruppu á Sri
Lanka. Stjórnin hvetur nú almenna
borgara á átakasvæðunum til að
forða sér.
Talið er að nærri þrjú hundruð
almennir borgarar hafi látist í
átökum síðustu tvær vikur á norð-
anverðri eyjunni, þar sem stjórn-
arherinn hefur sótt inn á yfirráða-
svæði uppreisnarsveita Tamíltígra.
Á annað þúsund manns eru særðir
og talið er að um 250 þúsund manns
séu innikróaðir á átakasvæðinu.
„Fólk hefur lent í skotlínunni,
sjúkrahús og sjúkrabifreiðar hafa
orðið fyrir sprengjum og nokkr-
ir hjálparstarfsmenn hafa særst
við flutning á særðu fólki,“ segir
Jacques de Maio, yfirmaður starf-
semi Alþjóðanefndar Rauða kross-
ins í Suður-Asíu. Svo virtist sem
stjórnarherinn hafi gert árásirn-
ar á sjúkrahúsið, sem hafa orðið til
þess að auka enn frekar áhyggjur
manna af íbúum átakasvæðanna.
Stjórnarherinn hefur undanfar-
ið sótt hart fram gegn Tamíltígr-
um og hefur náð á sitt vald helstu
borgum og bæjum á yfirráðasvæði
tígranna. Stjórnin segist þess full-
viss að fullnaðarsigur sé í nánd, en
uppreisnarmenn hafa áður átt auð-
velt með að fara í felur í fjöllóttu
skóglendi svæðisins meðan hart er
sótt að þeim, en skotist úr skjólinu
með gagnsóknum þegar um hæg-
ist. - gb
Stríðsátökin á Srí Lanka kosta æ fleiri almenna borgara lífið:
Sprengjuárásir á sjúkrahús
STJÓRNARHERMENN Hermenn stjórnar-
innar á verði í bænum Mullaittivo á Sri
Lanka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Nýr félagsmálaráð-
herra, Ásta R. Jóhannesdóttir,
segist ekki endilega ætla að ráða
sér aðstoðarmann.
„Ég er ekki viss um það, en ég
þarf örugglega að leita mér ein-
hvers liðsinnis til að stýra þessu
mikilvæga ráðuneyti við erfiðar
aðstæður,“ segir hún.
Hvort það verði aðstoðarmað-
ur eða ráðgjafi eða annað sé
óákveðið; hún hafi ekki haft mik-
inn tíma til að undirbúa sig fyrir
ráðherradóm.
Þá hefur hún ekki ákveðið
hvort breytingar verði gerðar á
yfirstjórn ráðuneytisins.
- kóþ
Nýr félagsmálaráðherra:
Ekki endilega
aðstoðarmann
STJÓRNMÁL „Þetta er ágætis
árangur á 80 dögum,“ segir Árni
Páll Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinn-
ar, um stefnu
nýrrar ríkis-
stjórnar um
Evrópusam-
bandið. „Við
höfum rutt úr
vegi erfiðri
hindrun í átt
að fullri aðild,“
segir hann og
vísar til sátt-
ar um stjórnarskrárbreytingar
sem þarf að fara í áður en aðild
að Evrópusambandinu væri sam-
þykkt.
„Best væri að sækja um aðild
strax, en við sættum okkur við
að lengra verði ekki komist í
aðdraganda kosninga.“
Árni Páll segir að ekki hafi
verið rætt um þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðild í stjórnar-
myndunarviðræðunum við
Vinstri græna. - ss
Stefna stjórnar um ESB:
Hindrunum
rutt úr vegi
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
HEILBRIGÐISMÁL Ögmundur Jónas-
son heilbrigðisráðherra hefur aft-
urkallað ákvörðun um að rukka
sjúklinga sem lagðir eru inn á
sjúkrahúsin. Ögmundur bendir
á að innritunargjöld á sjúkrahús
hafi ekki tíðkast á Íslandi og þau
eigi ekki að vera „fyrsti viðkomu-
staður skattheimtumanna“.
Ögmundur segir innritunar-
gjöldin ekki spara né afla rík-
issjóði ýkja mikilla tekna „en
skipta miklu máli fyrir þá sem í
hlut eiga. Þeir sem helst þurfa að
leita til heilbrigðisþjónustunnar
eru öryrkjar, aldraðir og fólk sem
orðið hefur fyrir tekjumissi vegna
sjúkdóma sinna,“ segir hann.
„Þessi gjöld voru nýlunda í
okkar heilbrigðisþjónustu. Það
hefur aldrei verið rukkað fyrir
að leggjast veikur inn á sjúkrahús
og það mun ekki gerast svo lengi
sem ég stjórna í þessu ráðuneyti,“
segir hann og telur allt koma til
greina, líka endurskoðun á gjalda-
hækkunum fyrri ríkisstjórnar.
„Nú þarf að virkja þá sem starfa
innan heilbrigðisþjónustunnar til
að taka höndum saman um að leita
leiða til sparnaðar því að öll vilj-
um við fara sem best með pening-
ana og varðveita það góða í okkar
heilbrigðisþjónustu. Það er stóra
viðfangsefnið á þessum niður-
skurðartímum að standa vörð um
velferðarþjónustuna og láta ekki
rífa göt á þetta mikilvæga örygg-
isnet.“
Fyrirætlanir um St. Jósefsspít-
ala verða skoðaðar gaumgæfilega.
„Ég hef óskað eftir fundi með
bæjarstjóranum í Hafnarfirði og
mun ræða við aðra sem tengjast
starfseminni þar. Þetta er fyrst og
fremst hafnfirskur spítali og því
mun ég byrja á að ræða við bæj-
aryfirvöld en síðan mun ég skoða
málin, með hvaða hætti er hugs-
anlega hægt að reka stofnunina á
forsendum sem sátt getur skapast
um. Ég gef mér ekkert fyrirfram
í þeim efnum en það verður ekki
rasað að neinu. Þetta verður skoð-
að málefnalega.“
Sjúkratryggingastofnun fædd-
ist um áramótin eftir „allerfiða
meðgöngu og umdeilda. Það er
nokkuð sem ég mun skoða. Mikil
átök urðu innan stjórnsýslunnar
þegar þessi stofnun varð til og
menn fóru að kljúfa niður Trygg-
ingastofnun. Ég mun leita sátta
um það efni.“
Ögmundur segir að vanhugsað-
ar breytingar séu dýrustu breyt-
ingarnar. Flausturslega hafi verið
að verki staðið og hraði einkenni
vinnubrögðin. Mikilvægt sé að
hlusta á fólk. ghs@frettabladid.is
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Ögmundur Jónasson segir mikilvægt að virkja starfsfólk heil-
brigðisþjónustunnar svo taka megi höndum saman um að leita leiða til sparnaðar.
Um leið þurfi að standa vörð um velferðarþjónustuna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Innritunargjöld á
sjúkrahús afnumin
Heilbrigðisráðherra hefur afnumið innritunargjöld á sjúkrahús og tekur
ákvörðunin gildi fljótlega. Ákvarðanir um breytingar í heilbrigðiskerfinu verða
endurskoðaðar. Ef ósætti ríkir verða málin endurskoðuð þannig að sátt takist.
BAUGSMÁL Hæstiréttur staðfesti í
gær frávísunarúrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur í skattahluta
Baugsmálsins. Tveir ákærðu í
málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson
og Kristín Jóhannesdóttir, kröfð-
ust þess að rannsókn málsins yrði
úrskurðuð ólögmæt og saksókn-
ari látinn víkja sæti.
Í dómi Hæstaréttar er bent á
að þar sem búið sé að höfða saka-
mál á hendur ákærðu geti þeir
látið reyna á þessi sjónarmið í því
máli, í stað þess að höfða sérstak-
lega mál til að láta reyna á þau.
Stefnt er að því að málið verði
þingfest í Héraðsdómi Reykjavík-
ur 25. febrúar. - bj
Hæstiréttur staðfesti úrskurð:
Rannsókn ekki
dæmd ólögmæt
Þú getur alltaf treyst
á prinsinn
Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200
Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220
www.hafid.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
5°
3°
2°
4°
6°
8°
3°
3°
19°
4°
14°
2°
15°
-6°
2°
18°
1°
Á MORGUN
3-8 m/s
og norðlægar áttir.
FIMMTUDAGUR
Hæg breytileg eða
norðlæg átt.
2
0
-1
-2
-4
-2
-2
1
-1
2
-5
3
5
3
4
2
3
2
5
5
9
3
-2
-4 -6
-4
-4 -3
-5 -5
-4
-4
LITLAR
BREYTINGAR
Það verður áfram
kalt og stillt veður
næstu daga og
kólnar heldur er
líður á vikuna.
Ekki eru horfur á
miklum breyting-
um fyrr en í fyrsta
lagi næstu helgi. Á
meðan er um að
gera að klæða sig
vel og njóta veður-
blíðunnar!
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, segir koma til
greina að birta lista yfir eigur
sínar og eignatengsl. Þingmenn
flokksins hafa
birt slíkan lista
á heimasíðu
Framsóknar.
Spurður
hvort hann
muni feta í
fótspor þing-
manna segir
Sigmundur:
„Ég gæti nú
alveg gert það.
Ég hef ekki fylgst með þessum
birtingum, en ég mun þá eflaust
gera það líka ef ég kemst í þing-
mannahópinn.“ Spurður hvort
það komi ekki til greina að gera
það nú þegar hann er orðinn for-
maður, segir hann: „Jú, ég gæti
alveg gert það, jafnvel nú á næst-
unni.“
- kóp
Formaður Framsóknarflokks:
Gæti birt lista
yfir eigur sínar
SIGMUNDUR DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON
MENNTAMÁL Allir nemendur
Sæmundarskóla í Grafarholti
voru sendir heim í gær vegna
kulda. Hitakerfi skólans hafði
bilað og var kuldinn innandyra
við frostmark.
Þóra Stephensen aðstoðar-
skólastjóri segir að í samráði
við menntasvið borgarinnar hafi
verið ákveðið að hafa samband
við foreldra krakkanna og biðja
um að þeir yrðu sóttir. Ekki hafi
verið hægt að kenna við þessar
aðstæður. Þóra segir skólahald
verða með eðlilegu móti í dag.
Í Sæmundarskóla eru um 230
nemendur í fyrsta til áttunda
bekk.
- sh
Nemendur sendir heim:
Kuldi kom í veg
fyrir skólahald
GENGIÐ 02.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
193,3038
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,2 115,74
163,73 164,53
146,6 147,42
19,665 19,781
16,435 16,531
13,745 13,825
1,2934 1,301
171,43 172,45
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR