Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2009, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 03.02.2009, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2009 19 Á föstudagskvöld frumsýndi Leikfé- lag Reykjavíkur á Nýja sviði Borg- arleikhúss Rústað eftir Söru Kane. Rústað eða Blasted samdi Sarah á námsárum sínum hjá David Edgar og var verkið frumsýnt 1995 í röð verka ungra höfunda á Royal Court Upstairs, fimmtíu sæta sal á efri hæð leikhússins við Sloane Square. Rústað varð strax hneykslun- arhella og umdeilt. Það tilheyrði bylgju ögrandi og ofbeldisfullra verka. Mörg þeirra hafa sést hér. Hreyfing þessi varð til í kimum leikhúss Vesturlanda en náði aldrei fótfestu, líkast til vegna öfganna sem hún sýndi með „splatter effect- um“, látlitlu ofbeldi og vonarsnauðri uppgjöf. Í samanburði má nefna að svipaðar hreyfingar fyrri tíma sem beittu viðlíka meðulum, jakobínska leikhúsið og Grand Guignol, urðu feikivinsælar með sömu brögðum. Á verkið erindi hingað nú?: Mið- aldra blaðamaður, kominn að fótum fram, hittir á hótelherbergi unga stúlku sem hann hefur verið kunn- ugur lengi og átt í kynferðislegu sambandi við. Hann er drykkjusjúk- ur stórreykingamaður sem búið er að taka annað lungað úr, skemmdur líkami, sjúk sál. Hún er aftur sak- laust grey, vill vel en er leiksopp- ur, af lágum stigum. Hann kemur loksins fram vilja sínum en að morgni ræðst inn í herbergið víga- óður atvinnuhermaður, trylltur af ofbeldi blóðvalla stríðs sem tekið er að geysa úti við. Þá er stúlkan flúin en kvalari hennar breytist nú í fórnarlamb. Hótelið verður fyrir sprengjuárás og breytist skyndilega í rúst og stríðið tekur við. Ofbeldið er hér nakið: við sjáum barnaníðing koma langþráðum vilja sínum fram á fórnarlambi, honum síðan nauðgað og byssuhlaupi er stungið í endaþarm hans og hann augnstunginn, kornabarn deyr úr hungri og er étið og lokamyndin er í handriti býsna dökk: unga stúlkan sem eina sakleysið í verkinu snýr aftur með blóðtaumana á báðum leggjum eftir ofbeldisfulla nauðg- un utansviðs. Þó aðstandendur segist fylgja leikleiðbeiningum til hins ítrasta er blóðtaumunum sleppt, rétt eins og látlausum þumalfingurssogum stúlkunnar í gegnum verkið. Skiptir það máli? Já - Rústað er þaulbyggt verk þótt líklega sé niðurstaða þess hending: það boðar algera fórn hins svívirta sem kraftaverk – full- komna fyrirgefningu þess sem misrétti er beittur. Er það mórall- inn sem LR er að boða okkur nú? Raunar er lokamyndin handan grafar og dauða ef handritið er lesið bókstaflega: náðin gefst eftir dauðann. Barnaníðingurinn „dies with relief“ hann deyr nýskriðinn í gröf barnsins – undir krossi sem stúlkan reisir yfir gröf þess í rúst- unum – krossinum sleppa þau líka í sviðssetningu LR sem er skrýtið. Endurkoma stúlkunnar á vettvang- inn er því handan dauðans þótt níð- ingurinn tali í gröf sinni. Auðvitað er „gaman“ að sjá þetta verk á sviði. Það er aftur rang- lega „kastað“. Ingvar E. Sigurðs- son er stæltur maður, ekki fituarða á skrokki hans. Hann er því afar ósannfærandi sem ódámurinn Ian sem fær löng lungnaþembuhósta- köst. Hér átti LR mann í hlutverk: Theódór Júlíusson sem hefur marg- sinnis sýnt að hann getur túlkað svörtustu myrkur mannsálarinn- ar. Ingvar nær ekki föstum tökum á hlutverkinu, hann er einfaldlega ekki sú skepna sem verkið heimt- ar, nær sér raunar betur á strik sem fórnarlamb en boginn er ekki byggður í persónuna. Kristín Þóra Haraldsdóttir fer með hið erfiða hlutverk Kate. Leikur hennar er ekki afgerandi, tekur ekki þau stökk sem byggð eru í verkið, til dæmis þá hún gerir kvalara sínum vel og fróar honum í seinna sinnið en reynir að meiða hann með tönn- unum. Sviptingarnar eru ekki sýnd- ar í þessari saklausu sál, hlýðnin, óbeit á samræði, heift hefndarinn- ar, umhyggjan fyrir barninu og loks hin lamaða fórn. Túlkun hennar er á beinni línu og verður að skrifa það á leikstjórann því af fyrri hlutverk- um Kristínar má ráða að hún býr yfir krafti í þessi átök. Björn Thors er hermaðurinn: Bjössi er orðinn vanur að fást við tryllta menn. Leikur hans var hér býsna lágstemmdur – aftur leik- stjóraáhersla – sem er undarlega á skjön. Víst er skrápurinn á þessu siðblinda dýri brotinn en ekki náði Björn að halda utan um hina mögn- uðu sögu sem falin er í sjöfaldri klifun á orðunum: „Hún er …“ þar sem hann er að rekja örlög ástkonu sinnar af öðrum vígvelli. Því er haldið aftur af leikaranum í hans trylltu tortímingarhefnd? Þótt furðulegt megi virðast fannst mér talsverður tepruskapur einkenna sýninguna þegar kom að nekt leikara: Kristín er látin snúa frá áhorfendum þá hún rís upp af nauðgunarbeðnum eftir nóttina og því loku skotið fyrir að opna okkur atburðinn ljóslifandi í fasi henn- ar, Ingvar hylur kynfæri sín hvað eftir annað sem eru þó partur af sögunni. Leikmynd Barkar Jónssonar var vel leyst þótt þar vantaði skúffu undir nærföt stúlkunnar sem her- maðurinn grípur upp og þefar af − annað smáatriði sem hleypir af stað atvikaröð. Einn sjokk-effekt verksins er árásin og er afbragðs- vel leyst. Lýsingin í upphafsatriðinu í kjölfarið er misráðin og of dökk. Það er aftur vafasamt að byggja síð- ari hlutann svona mikið á lýsingu í gegnum gólf − hún er frek og órök- leg, rétt eins og notkun á tónlist í myrkri sem rekur tímarás þar sem höfundurinn skipar fyrir um regn- hljóð, sumars, hausts, og vetrar. það er kyndugt eftir að leikstjórar hafa um langt árabil óhlýðnast fyrirmæl- um höfunda að sjá hér á sviði verk sem byggir á skilyrðislausri hlýðni og hvernig þeir fáu steinar sem detta úr byggingunni veikja raunar verkið. Þýðing Guðrúnar Vilmund- ardóttur er skjótt: víða kom fram hátíðlegt orðaval sem stakk í stúf. Á Blasted erindi við okkur? Eða er það kærkomin afsökun fyrir leikhús sem leggur áherslu á gam- anefni, afsökun fyrir tilveru, heppi- legt nær fimmtán árum eftir að það kom fram, „svo framarlega að það trufli ekki starfsemina“ eins og sagt var um annað svokallað tíma- mótaverk sem rataði raunar sex árum eftir frumsýningu upp á svið LR? Um það verða áhugamenn um leikhús að dæma og lesa úr myrkum boðskap verksins − því til þess var það: að koma okkur til að hugsa. Páll Baldvin Baldvinsson Níðingsverk sýnd í Borgarleikhúsinu LEIKLIST Rústað eftir Söru Kane Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Börkur Arnarsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson ★★★ Athyglisverð en um margt misráðin sviðsetning á ögrandi verki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.