Tíminn - 04.01.1983, Síða 2

Tíminn - 04.01.1983, Síða 2
28 ára gamall maður stunginn til bana: JÍSTÆÐA VERKNAÐ- ARINS HUGSANLEGA GAMALT DBLUMAL” — segir Þórir Oddsson, vararannsóknar lögreglustjóri rfkisins ■ Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands óskar Nínu Björk til hamingju meö styrkveitinguna. Tímamynd GE „Með grind að 2 nýjum leikritum’” — rætt við Nínu Björk Árnadóttur ■ „Ég er mjög glöö og stolt yfir þessari viöurk' nningu, mcr þykir nijög vænt um þennan heiöur sem mér er sýndur. Aöallcga vegna þess aö þetta gefur manni aukinn kjark og maður þarf stundum á því aö halda“, sagði Nína Björk Árnadóttir rithöfundur, þegar Tíminn ræddi viö hana í gær, en Nína hlaut styrk úr Kithöfundasjóöi Ríkisút- varpsins, sem úthlutað var aö venju á gamlársdag. Styrknum var ekki skipt að þessu sinni vegna tilmæla frá Rithöf- undasambandi Islands og nam fjárhæöin 60 þúsund krónum. - Má spyrja hvort þú sért komin af stað með ný verk? „Já,-égerkomin með grind að tveim nýjum lcikritum, mikið til óunnum að vísu, cn þessi styrkur segir sitt. Maður getur byrjað að einbeita sér að því strax að skrifa og ég hef efni á að innrétta mér betra vinnuherbergi. Eiginlega finnst ntér að ég hafi efni á öllunt sköpuðum hlutum. Nú og svo eins og ég sagði að með því að þessi styrkur er ekki hugsaður sem starfslaun, heldur sem viðurkenning fyrir unnin verk þá eflir það manni kjark og það er kannske það besta við þetta allt sarnan." JGK ■ „Hugsanleg ástæða þessa verknaðar er gamalt deilumál þeirra tveggja en hvað það er get ég ekki sagt um á þessu stigi enda yfírheyrslur skammt á veg komnar“ sagði Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglusjóri ríkisins í sam- tali við Tímann en hann stjórnar rannsókninni á láti mannsins sem stunginn var til bana að morgni nýársdagsins að Klepps- vegi 42. Hinn látni, Óskar Árni Blomsterberg 28 ára til heimilis að Hátúni við Rauðavatn vargestkomandi ásamt fleira fólki í íbúðinni á 4. hæð til vinstri í húsinu. Húsráðendur eru tvær ungar konur og var önnur þeirra stödd í heimsókn hjá ættingjum út á landi. Deilur blossuðu upp milli Árna og eins af gestunum með þeim afleiðingum að Árni var stunginn til bana. Ungur maður, Þórður J. Eyþórsson, hefur játað að vera valdur að verknaðin- um. Hann er 25 ára gamall bifreiðastjóri til heimilis að Njálsgötu 79. Var hann handtekinn í íbúðinni ásamt öðrum gestum þá um morguninn. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. mars og gert að sæta rannsókn á geðheilbrigði og sakhæfi. Málsatvik eru að öðru leyti ekki ljós en áfengi mun hafa verið haft um hönd áður en þessi atburður átti sér stað. - FRI ■ Unnið við slökkvistarf á Vitastíg. Tímamynd GE Húsbruni á Vitastíg á nýársdag: Grunur um íkveikju — engin slys á fólki ■ Eldur kom upp í húsinu að Vitastíg Að sögn rannsóknarlögreglunnar II síðdegis á nýársdag. Eldsins varð leikurgrunuráaðum íkveikjuhafi verið fyrst vart í kjallara hússinsen barst síðan að ræða. Rúða á útihurð hússins var upp á hæðirnar. Kona á fyrstu hæð brotin og líkur eru taldar á að einhverju hússins varð fyrst vör eldsins. Slökkvi- hafi verið hent þar inn, eða að eitthvað starf gekk greiðlega og engin slys urðu hafi skotist þar inn fyrir slysni, eins og á fólki. t.d. flugeldur. - FRI Kristján Ragnarsson, form. LÍÚ um fiskverðsákvörðunina: f f Bætir rekstrar- stöðu útgerðarinnar” ■ „Þessar ráöstafanir bæta náttúrlega rekstrarstööu útgerðarinnar verulega frá þvi sein var, þótt ekki geti ég sagt aö hún sé góö cflir þetta, því þaö er um nukkurt tap aö ræða sem svo vex aftur meö gengisbreytingu ug svo kemur aftur fiskvcrðshækkun fyrsta mars, og þannig eltum viö skottiö á okkur í þcssum máluni," sagöi Kristján Ragnarsson, forinaöur L.Í.Ú. i samtali við Tímann, er hann var spurður um álit á fiskverösákvörðuninni, scm hann reyndar samþykkti. „Fyrir hönd minna umbjóðenda. hef cg samþykkt þcssa lausn," sagði Kristján, „en hinu er ekki að leyna, að við töldum að önnur leið væri betri, sem fólst í því að auka það sem greitt er beint til okkar framhjá skiptum úr 7% upp í 17%, og síðan borgaði hvcr sína olíu eins og hann eyddi. Þetta myndi í heild þýða sömu niðurstöðu varðandi afkomu en kæmi togurunum að heldur meira gagni og-bátunum niinna, andstætt við þá lcið scm nú hefur verið valin." Kristján sagði jafnframt að launahækkun sú sem sjómenn fcngju núna, jafnaði launaskerðingar þeirra á undanförnumárum aðfullu. Sagðist Kristján ánægður með að hlutur sjómanna hefði vcrið bættur, „cn það var hinsvegar ekki eðlilegt að bæta hlut þeirra meö þeim hætti, að þcir nytu alls þess sem gera þurfti fyrir útgerðina í tekjuauka," sagði Kristján jafnframt. Kristján sagði að yfirnefndin hefði jafnframt ákvcðið breytingar, sem allir i nefndinni hefðu vcrið sammála um, og þar væru m.a. brcytingar á vcrðhlutföllum, þar sem bilið á milli gæðaftokka vcéri aukið, munur á slægðum og óslægðum fiski væri aukið og smáfiskur hækkaði minna í verði cn stór_ fiskur. - AB ■ Kristján Ragnarsson „Á að miða við giid- andi kjarasamning” segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands ■ „Viö teljum eölilegt að miöa við þann kjarasamning sem er í gildi á milli útvegsmanna og sjómanna, en það er hlutaskiptakjarasamningur, en hann felur það einfaldlega ■ sér að um bcin skipti sé aö ræöa á milli sjómanna og útvegsmanna," sagði Óskar Vigfússon, formaöur Sjómannasambands íslands, þegar blaðamaður Tímans spuröi hann liversu inikla kauphækkun hann hcföi talið eðlilegt aö sjómenn fengju nú um áramótin, en með fiskverösákvörðuninni fá sjómenn 14% kauphækkun. Óskar greiddi í yfirnefnd atkvæði gegn þessari ákvörðun á þeirri forscndu aö útflutningsgjald- ið ætti að koma til skipta á milli útvcgsmanna og sjómanna, en ekki að fara beint til útgerðarinnar. Óskar var að því spurður hvort sjómenn teldu það eðlilegt að þeir fengju uppundir 20% kauphækkun í sinn hlut nú um áramótin, þegar annar verkalýður í landinu fær um 2%: „Þarna kemur þú að kjarna málsins. Var það talið eðlilcgt að verkalýðshreyfingin fcngi verðbætur á undanförnum árum cn verðbætur sjómanna á sama tíma skertar? Svarið er einfaldiega þetta." Óskar sagði jafnframt að á undanförnum árum heföu sjómenn verið skertir í verðbótum miðað við aðra launþega í landinu, sem svaraði rúmlega 14%. Hann sagði: „Ef maður tekur aðeins beina kauptaxta hjá almennum launþegum í landi, og ftskverð sjómanna. Við erum því aðeins að fá til baka það sem af okkur hefur verið tekið. þannig aö nú er það aðeins um það bil að vcra Status Quo á fiskverð í sjómanna og launatöxtúm í landi. Auk þessa má ekki gleyma því að sjómenn standa frammi fyrir gífurlegum kjaraskcrðingum, sem er niðurskurður afla, og þá má ekki gleyma skerðingu þeirri scm er fólgin í aukningu fiskiskipaflota Íslendinga." - AB ■ Óskar Vigfússon

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.