Tíminn - 04.01.1983, Page 4

Tíminn - 04.01.1983, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 ELTEX lambamerkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bognum járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. ELTEX merkin fást áletruð (2X4 stafir) með tölustöfum og/eða bókstöfum. Við höfum selt þessi merki við góðan orðstýr í mörg undanfarin ár, og verðum með á lager merkjaraðir 1—1000. FÁST ÍLIT Ef óskað er eftir sérstimpluðum merkjum, vinsamlega leggið inn pantanir á varahlutalager okkar sem fyrst, og ekki seinna en 15. janúar n.k. ^VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 Skrifstofustarf Óskum eftir starfsfólki til starfa á Aðalskrifstofu félagsins í Ármúla 3, nú þegar. Um er að ræða almenn skrifstofustörf og starf sendimanns. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá starfsmannahaldi. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 Flensborgarskóli - Öldungadeild Endanleg innritun í Öldungadeild fer fram í skólanum 5. -7. janúar kl. 16-18 alla daga. Gert er ráö fyrir því að eftirtaldir námsáfangar veröi kenndir: Bókfærsla 203, danska 203, efnafræði 103, enska 203, franska 103, hagfræöi 103, heilbrigðisfræði 102, íslenska 103 og 203, jarðfræði 103, líffræði 103, saga 112 og 122, stærðfræði 103 og 203, tölvufræði 103, vélritun 202, þýska 203. Athygli skal vakin á því að nemendum er heimilt að leggja stund á einstakar greinar, jafnvel aðeins eina grein. Skólameistari Um 150 Selfyssingar sungu fyrir raflögn í Safn- adarheimilid Selfoss: Selfosskirkja var þéttsetin á tvennum jólatónleikum sem fimm kórar á staðnum - samtals um 150 söngvarar - gengust fyrir skömmu fyrir jól ásamt Lúðrasveit Selfoss. Allur ágóði af tónleikum þessum - nam tugum þúsunda - fer upp í kostnað við raflögn í nýtt safnaðarheimili sem verið er að reisa við kirkjuna, og er nú rúmlega fokhelt. Rafverktakarnir á Árvirkja hafa og sýnt þá rausn að gefa alla vinnu við Iögnina. Tónleikarnir hófust með leik lúöra- sveitarinnar en síðan sungu kórarnir hver af öðrum: Kór Barnaskóla Selfoss undir stjórn Sigfúsar Ólafssonar, Kór Gagnfræðaskólans undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar, Samkór Sel- foss undir stjórn Björgvins B. Valdim- arssonar, Karlakór Selfoss undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar og Kirkjukór Selfoss undir stjórn Glúms Gylfasonar, kirkjuorganista. Að lokum sungu allir kórarnir - 150 manns sem fyrr segir - saman þjóðsönginn okkar. - STJAS/HEI að sækja til æfinga, sem fara fram í Hafralækjarskóla. Einsöngvarar með kórnum hafa frá upphafi verið bræð- urnir Baldur og Baldvin Kr. Baldvins- synir og Sigmar Ólafsson. Söngstjóri kórsins frá 1978 hefur verið Guðmund- ur Norðdal. Plata Hreims verður seld í Fálkanum og Hljóðfærahúsinu í Reykjavík, hjá KEA og Tónabúðinni á Akureyri auk nokkurra annarra staða úti á landi svo og hjá kórmönnum sjálfum. Dreifingu í Reykjavík annast Hörður Björgvins- son, pósthólf 10210, eða síma 91- 86768. - HEI Tónlistarskóli Rangæinga 25 ára 1983 ■ Tónlistarskóli Rangæinga fagnar 25 ára starfsemi á árinu 1983. Afmælis- ins er minnst með margvíslegum hætti; þegar er komin út hljómplata barna- kórs skólans „Ég bíð eftir vori“ í tilefni þess. Á næstunni kemur út bæklingur sem fjallar um starsemi skólans fyrr og nú. Dagana 2. til 15. janúar verða svo sex afmælistónleikar þar sem fram koma ýmsir listamenn: Jónas Ingi- mundarson, Guðni Þ. Guðmundsson, Sigfús Halldórsson, Trómet blásara- flokkurinn, Félag áhugamanna um harmonikkuleik og eldri nemendur, sem nú eru í framhaldsnámi. Tónlistarskóli Rangæinga telur 235 nemendur og við hann starfa 15 kennarar. Kennt er á sjö stöðum í sýslunni. Skólastjóri er Sigríður Sig- urðardóttir. -Sjó. „Okkur vantar ekki einu sinni óþarfann” Árneshreppur: „Já, við áttum ágæta jólahátíð - nóg að bíta og brenna. Okkur vantar ekki einu sinni óþarfan eins og konuna sem hann Ómar talaði við í Knarrarnesi. Og það sem mest var um vert, að rafmagnið hélst hjá okkur öll jólin. Við höfðum verið rafmagnslaus nokkra daga fyrir jólin en það komst á aftur á Þorláksmessu. Pað var mikill munur". Þetta sagði Guðmundur Valgeirsson bóndi á Bæ í Árneshreppi er við spurðum hann almennra frétta af mönnum þar og hvcrnig menn geri sér dagamun í strjálbýlinu. „Fólk fer á milli bæja eftir því sem það getur því við komið. Það hefur þó verið heldur erfitt að undaförnu þar sem hér hefur verið snjókoma og því þungfært. Haustverðráttan var þó heldur góð og vegir oftast færir innan sveitar fram undir hátíðar", sagði Guðmundur. HEI Karlakórinn Hreimur gefur út plötu Grindvíkingar sameinast um stofnun ísfélags á staðnum Grindavík: Isfélag Grindavíkur h.f. hefur nýlega verið stofnað. Hlutverk félagsins er að tryggja nægt framboð á ís svo og að bjóða upp á kæligeymslur fyrir fisk og saltfisk í framtíðinni. Áætlað er að settar verði upp þrjár ísvélar er geti framleitt samtals 90 tonn af ís á dag. Til þessa hafa Grindvíking- ar orðið að sækja mest af sínum ís til Keflavíkur eða jafnvel Reykjavíkur. Hluthafar í hinu nýju fyrirtækin eru útgerðarmenn, fiskverkcndur, Grinda- víkurbær og Sjómannafélagið. For- maður félagsins er EiríkurTómasson og með honum í stjórn þeir Hafsteinn Sæmundsson og Þórarinn Ólafsson, Norðurland: Karlakórinn Hreimur í Suður-Þingeyjarsýslu hefur nú sent frá sér sína fyrstu hljómplötu. Allt frá því kórinn vai stofnaður árið 1975 hefur hann lagt áherslu á að flytja lög eftir þingeyska höfunda og lagt tals- verða vinnu í slíka söfnun. Árangur- inn kemur í Ijós á þessari plötu þar sem öll lög á annarri hlið hennar eru eftir núlifandi þingeysk alþýðutón- skáld. Karlakórinn Hreimur er eini starf- andi karlakórinn í Þingeyjarsýslum. Söngmenn eru úr: Aðaldal, Reykja- hverfi, Kinn og frá Húsavík , á fjóða tug að tölu. Söngmenn eiga því langt Reikna þeir með að byrja á húsbygg- ingu í janúar og áætla að ísframleiðsla geti hafist í sumar. Þetta fari þó talsvert eftir því hvernig félaginu verði tekið í fjármálakerfinu. -G.V./HEI ■ Þegar yfir þrjátíu Þingeyingar hefja upp raust sína og syngja af hjartans lyst, hlýtur þá ekki útkoman að ylja hjarta þeirra er unna kórsöng á annað borð? Þessi mynd af kórfélögum í karlakórnum Hreimi í Suður-Þingeyjarsýslu prýðir umslag nýju plötunnar þeirra. Mynd Liebermann Góð jólagjöf Grundfirðinga ■ Segja má að Eyrarsveit á Snæfellsnesi hafi fengið nýja sjúkra- bifreiða í jólagjöf að þessu sinni. Það var Grundarfjarðardeild Rauðakross- ins sem afhenti sveitarstjórn bifreiðina til rekstrar hinn 22. desember s.l. Nokkur dráttur hafði orðið á afgreiðslu bílsins en verð samskonar bíls er nú 550-600 þús. kr. „Jú víst var það mikið átak. En það var tekið ákaflega vel undir þetta bæði af einstaklingum og fyrirtækjum. Margir voru stórtækir og eiginlcga allir með í þessu svo við söfnuðum ökkar hluta af verðinu eiginlega á tveim dögum. Helmingurinn af bíl- verðinu kom svo úr Sérverkefnasjóði Rauðakrossins - en í hann rennur helmingurinn af tekjunum úr sjúkra- kössunum", sagði Guðmundur Smári Guðmundsson formaður Grundar- fjarðardeildar R.K.Í. spurður hvort ekki væri mikið átak að safna fyrir svona farkosti í sveit sem aðeins hefur tæpa átta hundruð íbúa. Að sögn Guðmundar er þetta fyrsti sjúkrabíllinn sem kemur til Grundar- fjarðar, en mikil þörf fyrir hann. Sjúkraflutningar eru fyrst og fremst til Stykkishólms. - HEI ■ Guðmundur Smári Guðmundsson formaður Grundarfjarðardeildar Rauða- krossins afhendir hér Sigurði Eggertssyni sveitarstjóra í Grundarfirði hinn nýja sjúkrabíl til rekstrar um óákveðinn tíma. Lengst til vinstri er Guðni E. Hallgrímsson oddviti og Kristján Guðmundsson stjórnarmaður Grundarfjarðar- deildar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.