Tíminn - 18.02.1983, Síða 5
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983
5
fréttir
■ Á dögunum leit blaða-
maður Tímans við í stöðv-
um Landhelgisgæslunnar
og ræddi við Gunnar Berg-
steinsson, forstjóra, um að-
stöðu „Gæslunnar“ og
möguleika til að gegna
hlutverki sínu við núver-
andi aðstæður og þá með
tilliti til fjármagns og
tækjakosts.
Einnig var rætt við
Guðmund Kjærnested,
skipherra, um störfín hjá
stofnuninni, en hann er
meðal reyndustu manna
sem hún hefur á að skipa.
■ Nú hefur Landhelgisgæslan fengið fjárveitingu til að halda úti þrem skipum yfir vetrartímann, en í fyrra var aðeins hægt að halda úti einu.
Tímamyndir G.E.
Guðmundur Kjærnested um afleiðingar
samdráttarins:
„ SKIPSTJÓRARNIR ALUR AD
VERÐA KARLSKRÖGGAR”
— og þar af leiðandi óvígir ef til baráttu kemur
■ „Þarf að nýta þann tækjakost sem fyrir hendi er,“ segir Gunnar Bergsteinsson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar.
„Ernokkuð
ánægður með
fjárveitinguna”
— segir Gunnar Bergsteinsson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar
■ „Þegar svona ósköp, eins og áttu sér
stað vestur á Patreksfirði um daginn,
verða kemur í Ijós hversu nauðsynlegt
er að hafa tiltæk skip ipeð sérþjálfuðum
áhöfnum - helst í hverjum landsfjórð-
ungi,“ sagði Guðmundur Kjærnested,
skipherra, þegar Tímamenn hittu hann í
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, en þar
fer hann með stjórnina um þessar
mundir.
„Þótt það hafi kannski verið tilviljun,
liðu ekki nema sjö klukkustundir frá þvt
að fréttist af snjóflóðunum, þar til varð-
skip var komið til Patreksfjarðar með
sér þjálfaða björgunarmenn - og eins og
viðraði var ekki önnur leið almennilega
fær, en sjóleiðin," sagði Guðmundur.
„Það kom einnig vel í Ijós nauðsynin
á að hafa í landinu stofnun, sem hefur
yfir að ráða hvoru tveggja; skipum og
flugflota, sem hafa þjálfun í að starfa
saman. Það er heldur ekki svo lítils virði
að um borð í varðskipunum eru tuttugu
menn, sem allir hafa fengið undirstöðu-
þjálfun í því hvernig bregðast skal við
þegar slys ber að, hvort sem það er á sjó
eða á landi. Einnig má benda á það að
varðskipin eru sérstaklega útbúin til að
taka á móti mörgu fólki - um berð cr
kojupláss fyrir milli 40 og 50 manns fyrir
utan áhöfnina og öllum þessum hóp er
hægt að gefa að borða í matsölum
skipanna. Þeim er í rauninni auðvelt að
breyta í fljótandi hótel eða sjúkrahús,"
sagði Guðmundur.
„Yantar stjórnendur“
„Oft þegar stór slys, náttúruhamfarir
eða eitthvað annað, eiga sér stað er
nauðsynlegt að hafa góða og ákveðna
stjórnendur á vettvangi. Þeir þurfa að
vera menn sem vanir eru að taka ákvarð-
anir og segja fólki fyrir verkum. Mér er
sagt að vestur á Patreksfirði hafi alls ekki
verið hörgull á þeim. Þar eru svo margir
sjómenn, stýrimenn og skipstjórar sem
daglega eru að stjórna hópi manna - að
vísu við misjafnlega erfiðar aðstæður en
hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir
á augnabliki.
Við höfum á undanförnum árum alltaf
verið að búa skipin betur, með það fyrir
augum að gera þau að fljótandi björgun-
arstöðvum, scm koma að gagni sem
víðast. Alltaf lærist okkur eitthvað nýtt
í þeim efnum. Við komumst til dæmis að
því um daginn að í skipin vantar nauð-
synlega sérstakar skóflur, stúnguskóflur
sem auðvelt er að moka með harðan
snjó. Einnig vantaði í skipin löng prik,
sem koma að mjög góðum notum við
snj óflóðaleit. “
Fjarskiptabúnaður
„Eitt enn get ég nefnt í sambandi við
varðskipin; um borð í þeim er mjög
fullkominn og góður fjarskiptabúnaður,
sem getur komið á sambandi milli tal-
stöðva í landi, flugvéla og skipa. Á
Patreksfirði þurfti varðskipið að hafa
milligöngu um talstöðvarsamband milli
sýslumannsins og lögreglunnar vegna
þess að þeir voru á sitt hvorri tíðninni."
„Víðar þröngt í búi“
- Hefur ekki verksvlð varðskipanna
breyst mikið?
„Það er óhætt að segja það. Áður var
stöðugt eitthvað um að vera, en nú koma
rólegir tímar inn á milli sem gera okkur
kleift að sinna alla vega þjónustu mun
betur en við gerðum. Núna er það til
dæmis ekki óalgengt að við hjálpum
bændum við fjárOutninga þegar erfitt er
um vik. Einnig má nefna að nú höfum
við meiri tíma til að þjálfa okkar mann-
skap og eigum auðveldara með að vera
í viðbragðsstöðu; sinna kallinu þegar
það kemur.
En á móti þessu kemur að við fáum
ekki fjárveitingar til að nýta okkar
tækjakost nema að hluta. En við gerum
okkur fyllilcga grein fyrir að það er víðar
þröngt í búi en hjá okkur.
Það sem mér finnst einna verst við
þennan samdrátt er að það á sér ekki
stað nokkur einasta endurnýjun á mann-
skapnum. Það endar á því að skipstjór-
arnir verða allir að verða karlskröggar,
alveg óvígir ef til einhverrar baráttu
kemur. Það hefur ekki verið ráðinn nýr
skipstjóri hjá Gæslunni síðan Eiríkur
Kristófersson hætti í byrjun sjöunda
áratugarins, svo allir geta séð að það er
ekki eftirsóknarvert fyrir unga stýrimenn
að ráðast hingað langi þá til að verða
skipstjórar. Nú tekur það nokkra ára-
tugi, en ég þurfti aðeins að vera stýri-
maður í 10 ár,“ sagði Guðmundur.
-Sjó.
■ „Miöað við hvernig Landhelgis-
gæslan er tækjum búin gæti hún sinnt
sínuni skyldustörfum, scm henni eru
ætluð í lögum, mun betur en nú er
gert. Það hlýturað vcra markmiðiðað
fá rekstrarfé til að nýta tækin, en til að
ná því vantar enn talsvert, þrátt fyrir
heldur auknar Ijárveitingar," sagði
Gunnar Kergsteinsson, forsljöri Land-
helgisgaslunnar, í samtali við Tfmann.
„Á árinu 1983 gcrir fjárs'citingin ráð
fyrir að skipin, sem samtalscru fjögur,
verði gerð út í 34 mánuði. En það
þýðir að okkur verður klcift að gera út
þrjú skip yfir veturinn, meðan þörfin
er mest, en tvö á sumrin. f fyrra var
gert ráð fyrir 28 mánaða úthaldi,“
sagði Gunnar.
Hann sagði ennfremur aö fjárveit-
ingar til rekstrar flugfiotans, þ.e.
Fokkervélarinnar og þyrlanna tveggja,
heföu heldur veriö auknar frá því í
fyrra. Nú væri gert ráð fyrir að flugflot-
inn yrði samtals 12(K) tíma í loftinu á
móti 8(K> í fyrra, sem náttúrlcga dygði
alls ekki í nauðsynlegustu verkefni, að
sögn forstjórans.
Ný verkefni
„Það er okkur alveg Ijöst að stjórn,
völdum er mikitl vandi á höndum að
skipta því sem þau hafa til ráðstöfunar.
Því verö ég að segja að miðað við
nokkur undanfarin ár er ég nokkuð
ánægður mcð það scm við fáum. Eftir
þorskastríðin var eðlilcgt að draga
saman -cn í því sambandi má þaðekki
gleymast aö Landhelgisgæslan hcfur
fengið mörg ný vcrkefni og einnig
fengið tíma til að sinna öðrum betur
eftir aö hægðist um á miðunum.
Það kom vcl í Ijós um daginn, þegar
óveðrin gengu yfir landið, að hverju
gagni varöskipin geta komið. En því
miður sýndi það sig líka að þau þyrftu
að vcra fleiri í notkun - þau sem voru
á sjó voru algcrlega bundin við Vest-
firðina - þar af leiðir að öðrum lands-
hlutum var ekki hægt að sinna.“
- Nú er hagsýslustofnun að gera
úttekt á starfsemi Gæslunnar?
„Þessi úttckt fer fram að beiðni
Landhelgisgæslunnar og er gerð í
samráði við menn frá henni. Miðar
hún að því að finna út hvernig best
verður hægt að nýta tækjakostinn með
tilliti til fjárveitinganna hverju sinni.
En þessi úttekt mun náttúrlega ekki
hafa neitt afgerandi að segja um fram-
tíð stofnunarinnar - hún er í hendi
stjórnvalda," sagði Gunnar.
-Sjú.
■ Guðmundur Kjærnested, sem nú fer með stjórnina í stjórnstöð Landhelgisgæsl-
unnar ásamt loftskeytamanninum Hjalta Sæmundssyni.