Tíminn - 15.04.1983, Page 1

Tíminn - 15.04.1983, Page 1
Vinnustaðafundir Framsóknarflokksins Sjá bls. 2 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 15. apríl 1983 85. tölublað - 67. árgangur Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra um árásir Geirs Hallgrímssonar: „MUN ÖSKA EFTIR GRDNAR- GERB FRA SEMABANKANUM” Steingrímur Hermanns’ son: „EKKI ÆTIAÐ ADDRAGA F ■ „Ég hef ekki gert ráð fyrir að gefa út neina yfirlýsingu til minna stuðningsmanna út af þeirri ræðu, eða frásögn Morg- unblaðsins af henni. Ég mun aðeins óska eftir greinargerð Seðlabankans, hvað hæft sé í þeim alvarlega áburði að láns- traust íslendinga sé að veikjast og bila á erlendum markaði," svaraði dr. GunnarThoroddsen, forsætisráðherra fyrirspurn á fundi sem Sjálfstæðisfélag Hóla- og Fellahverfis gekkst fyrir í gærkveldi, og var fundurinn sótt- ur af liðlega 100 manns. Fyrir- spurnin var upp borin, vegna fréttar Morgunblaðsins í gær, af fundi sem formaður Sjálfstæðis- flokksins Geir Hallgrímsson hélt á ísafirði í fyrrakvöld, en þar sagði hann m.a. að enn stæðu sjálfstæðismenn frammi fyrir þrotabúi vinstri stjórnar, og að þessu sinni horfðust þeir í augu við versta viðskilnað nokkurrar ríkisstjórnar í sögu lýðveldisins. Forsætisráðherra var spurður nokkuð um hvern hann vildi styðja í komandi kosningum, en hann gaf ekki út neinar beinar yfirlýsingar, sagði aðeins að með hliðsjón af viðbrögðum flokks- forustunnar vegna stuðnings yfirlýsinga hans við SjáJf- stæðisflokkinn í sveitar- stiórnarkosningunum í fyrra, sæi hann ekki ástæður til þess að vera með opinberar yfirlýsingar. Forsætisráðherra fiutti á fund- inum framsöguerindi undir yfir- skriftinni „Hvað erframundan", og kom glöggt fram í máli hans að hann teldi að það sem fram- undan væri þýðingarmest væri að koma í veg fyrir áframhald á sjálfvirkni vísitölukerfisins, því nú væri enn ein holskeflan fram- undan 1. júní nk., þegar búast mætti við 20% hækkun á kaup- lagi og verðlagi. Það yrði helsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar og menn mættu því ekki einblína á aðrar kosningar í sumar eða haust, og neita þar með að axla ábyrgðina. Þar sem að nýtt stjórnarskrárfrumvarp hefði nú verið lagt fram, eftir hartnær 40 ára endurskoðun, þá þyldi það smábið að það kæmist að fullu í framkvæmd, því efnahagsvandi sá sem skapaðist með núverandi vísitölukerfi færi stöðugt vax- andi, og við svo búið mætti ekki standa öllu lengur. FERÐAMANNA” ■ „Þessari reglugerð er alls ekki ætlað að draga úr komu erlendra ferðamanna hingaö," sagði Steingrímur Hermanns- son samgönguráðherra erhann var spurður um reglugerð sem hann hefur sett um ferðir er- lendra ferðamanna um hálendi lslands. -Sjá bls. 5 Ólafur Jó- hannesson: „F0RSET1NN OKKARHL MIKILS SÓMA” ■ „Þessi för var ágæt og ánægjuleg og forsetinn okkar var til mikils sóma,“ sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann var nýkominn heim frá París, þar sem hann var í fylgd með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í opinberu heim- sókninni sem lýkur í dag. „Það var talsvert um að vera, bæði í fyrradag og gær,“ sagði Ólafur, „og í dag átti'að halda áfram. Meðal annars ætlaði for- setinn til Versala, og síðan að fara í kvöld í Óperuna í boði menntamálaráðherra Frakklands.“ Ólafur sagði að menningar- og vísindasamningurinn sem hann og utanríkisráðherra Frakklands undirrituðu, væri rammasamn- ingur, sem framkvæmdin yrði síðan að fylla út í. Þetta væri stefnumótandi samningur fyrir samskipti landanna á þessum sviðum, hvað framtíðina snertir. „Við áttum stuttan fund í hefðbundnum stíl, ég og utanrík- isráðherra Frakklands," sagði Ólafur, „þar sem við fórum ör- stutt yfir heimsmálin, og þá sérstaklega Evrópumál, bæði samskipti austurs og vesturs, og afvopnun og öryggismál í Evr- ópu, auk þess sem við báðir minntumst náttúrlega á sam- skipti landanna, og töldum þau vera ágæt. Ég lét í Ijós þá skoðun að æskilegt væri að viðskipti landanna væru aukin.“ Ólafur sagði að hann og utan- ríkisráðherra Frakklands hefðu haft nokkuð svipaðar skoðanir á heimsmálunum, þó svo að Frakkarnir væru kannski nokkuð sér á báti í sumum atriðum, en ■þó þyrftu þeirra hugmyndir ekki að liggja svo fjarri okkar hug- myndum. -AB ■ Frá undirritun samkomulags um menningar og vísindasamvinnu milli ríkisstjórnar íslands og ríkisstjórnar Frakklands. Það eru utanríkisráðherrarnir Claude Cheysson og Ólafur Jóhannesson, sem hér takast í hendur að samkomulagi gerðu. Sendinefnd íslands og Elkem til Japan ídag: REYNA AÐ SEUA SUMI T0M0 15 MÍS. TONN JARNBLENDIS og ræða auk þess hugsanlega eignaraðild SumiTomoíverksmiðjunni á Grundartanga ■ Sendinefnd iðnaðarráðu- neytisins ásamt sendinefnd Elk- em Spiegerverket heldur í dag til Tokyo í Japan, til þess að hitta þar að máli fulltrúa japanska fyrirtækisins Sumi Tomo og ræða um hugsanleg kaup fyrirtæklsins á járnblendi frá Grundartanga og jafnvel kaup á um 20% af 45% eignarhluta Elkent í Grundar- tanga og eru þessar viðræður framhald viðræðna milli sömu aðila frá því í janúar sl. eins og Tíminn greindi frá á sínum tíma. Islenska sendinefndin verður skipuð þeim Páli Flygenring, Ragnari Árnasyni og Hirti Torfasyni, en Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Grundar- tanga verður einnig með í för- inni. „Þetta er svona upphaf á viðræðum um það hvort þetta japanska fyrirtæki muni vilja kaupa meira af efni héðan,“ sagði Páll Flygenring ráðuneytis- stjóri, er Tíminn ræddi við hann í gær um þessa för. „Það kom til umræðu í janúar sl. hvort Japan- irnir mundu vilja kaupa þann hluta í verksmiðjunni sem El- kem vill selja, en það er ekkert komið á hreint í því sambandi,“ sagði Páll jafnframt. Páll var spurður hvort það væri skilyrði af íslands og Norðmanna hálfu að ef Sumi Tomo fengi að kaupa hlut í verksmiðjunni á Grundartanga, þá myndi það jafnframt stórauka kaup sín á efni héðan: „Já, það má kannski segja það, en þó held ég að ekki sé rétt að kalla það skilyrði, því Japanirnir myndu gjarnan vilja auka kaupin jafnhliða því sem þeir yrðu með- eigendur. Það sem við stefnum að að reyna að selja Japönunum á ársgrundvelli, er um 15 þúsund tonn af járnblendi, sem myndi hafa það í för með sér að hagur fyrirtækisins myndi vænkast verulega, en það lítur annars betur út núna með afkomu verk- smiðjunnar, en gert hefur, vegna þess að járnblendið hefur hækk- aðíverði." -AB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.