Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 17
KÖSTUDAGUR 1. JLi.11983 17 ■ Einar Ólafur Arnbjörnsson Nýr doktor í skurðlækningum ■ Þann 14. júní síðaslliðinn varði Einar Ólafur Arnbjörnsson, læknir, doktorsritgerð við læknadeild háskólans í Lundi í Svíþjóð. Einar er fæddur í Reykjavík þann 27. ágúst 1950, sonur Arnbjörns Ólafssonar læknis í Keflavík og Fjólu Einarsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík (við Lækjargötu) 1969. Lauk námi í læknisfræði við Háskóla íslands í febrúar 1975. Fékk sérfræðiviðurkenningu í skurðlækningum 1981. Hefur undanfarin ár stundað framhaldsnám og rannsóknir við háskólann í Lundi í Svíþjóð og starfar nú sem deildarlæknir við barnaskurðlækningadeild háskólasjúkrahússins í Lundi. Hafa greinar eftir hann birst í þekktum læknisfræðitíma- ritum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin er skrifuð á ensku og nefnist: „Acute appendicitis in adults, ep- idemiologic, pathogenetic, diagnostic and socioeconomic aspects." Fjallar ritgerðin um botnlangaaðgerðir og botnlangabólgu. Niðurstöðurnar breyta verulega hugmyndum manna um orsök sjúkdómsins, oggefa tilefni til að draga í efa eldri kenningar um þýðingu mataræðis, sérstakelga trefjaefna innihaldi fæðunnar, fyrir tíðni sjúkdómsins. Kona Einars er Runa Kerstin Arnbjörns- son, stjórnunarfræðingur, og eiga þau einn son, Sven Arnbjörn Einarsson. sundstaðir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl. 13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í síma 15004, í Laugardalslaug í sima 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15—19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug i Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðiud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar i baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 I apríl og sunnudögum Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 kvöldferðir á október verða — í mai, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi simi 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgreiðsla Reykjavik, simi 16050. Sím- svari í Rvik, simi 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 flokksstarf Kópavogur Hin árlega sumarferö Framsóknarfélagana í Kópavógi veröur farin á Snæfellsnes og út í Breiöafjarðareyjar dagana 2. og 3. júlí, n.k. Upplýsingar í símum: 42643 Þorvaldur .45918 Inga. Ferðanefnd Til Englands með SUF Þann 24. ágúst verður farið í einnar viku ferö til Englands á vegum SUF. Farið verður með MS EDDU og haldið frá Reykjavík að kvöldi 24. ágúst. Komið til Newcastle kl. 10 á laugardagsmorgun. Farþegar munu dvelja tvær nætur á Imperial Hotel í Newcastle. Laugardagurinn er frjáls, en fólki er bent á að gott er að versla í Newcastle, þar er m.a. ein stærsta verslunarmiðstöðin í allri Evróþu. Á sunnudaginn verður farið í skoðunarferö um nágrenni Newcastle. Rútur koma og ná í farþegana að morgni mánudagsins og farið verður um borö I EDDU. Samkvæmislífið er fjölskrúðugt um borð og svo mikið er víst að engum ætti að leiðast. Vel er hugsað um börn um borð í skipinu. Til Reykjavíkur er komið miðvikudagskvöldið 31. ágúst. Fararstjóri er Guðmundur Bjarnason alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu SUF og hjá Farskipi í síma 91-25166. Góðir greiðsluskilmálar. P.s. þetta er tilvalinn sumarauki fyrir framsóknarfólk á öllum aldri. Óflokksbundnu fólki, sem hefur áhuga á að skemmta sér með framsóknarmönnum, er að sjálfsögðu heimilt að koma með. íbúð Hjón með eitt barn óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúð í þrjá tii fimm manuði. Fyrirf ramgreiðsia - Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppiýsingar: símar 86396 — 72250. Odýrar skjalamöppuhillur fyrir skrifstofur Léttar handhægar steypu hrærivélar Á MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin 4 SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 OLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnurt ", • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Lausar stöður Við Fjölbrautarskólann í Breiðholti eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Kennarastaða í íslensku. 2. Kennarastaða í tölvu- og kerfisfræðum. 3. Kennarastaða I hjúkrunarfræðum. 4. Kennarastaða í matreiðslufræðum. Varðandi siðastnefnda starfið skal tekið fram að krafist er meistararéttinda í matreiðslugreinum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum uþþlýs- ingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 27. júlí n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneyfið 29. júní 1983 Ertu hættulegur í UMFERÐINNI án þess að vita það? Mörg lyf hafa svipuð áhrif ogáfengi ^ Kynntu þér vel lyfið sem þú notar il® t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Bjarna Halldórssonar frá Reykjadalskoti Gilsbakka, Hrunamannahreppi Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands er veitti honum kærleiksríka umönnun Ingibjörg Guðmundsdóttir Sólveig Ólafsdóttir og tjölskyldur ■hotbbí i rinriinMriiipii i iiii n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.