Tíminn - 17.07.1983, Síða 5

Tíminn - 17.07.1983, Síða 5
SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ1983 + 5 ■ Magnús Stephensen landshöfdingi 1832-1913 og Áslaug Stephensen 1833-1930. Þeir Magnús og Skúli Thoroddsen elduðu löngum saman grátt silfur en hvfla báðir í friðsemd í kirkjugarðinum við Suðurgötu. tíl dauðans...” ■ Hér hvflir Jóhann Gunnar Sigurðs- son skáld 1882-1906 en hann lést úr berklum langt um aldur fram. Hann orti sín bestu kvæði eftir að honum var orðið Ijóst að hann ætti skammt ólifað og gætir í þeim harmsárs trega ungs manns við dauðans dyr. íslendinga. En þar er Steingrímur enn- fremur sagður forystumaður í skólamál- um. Á milli þeirra biskupanna hvílir Sigfú. Einarsson tónskáld ásamt konu sinni Valborgu Einarsson. Skammt þar frá hvílir Herdís Andrésdóttir skáldkona en hún var fædd í Flatey á Breiðafirði. Ljóðmæli Herdísar og tvíburasystur hennar Ólínu komu fyrst út árið 1924 en síðan hafa komið þrjár útgáfur til viðbót- ar, í þeirri síðustu er að finna öll ljóð þeirra systra sem til náðist. En auk þess var Herdís kunn sagnakona og er margt prentað af frásögnum hennar t.d. í Gráskinnu og Rauðskinnu. Á legstein Herdísar er skráð eftirfar- andi erindi: Og seinna þar sem enginn telur ár og aldrei falla nokkur harmatár mun herra tímans hjartans faðir vor úr hausti tímans gera eilíft vor. „Veröld má sinn vænleik sjá...“ Austast í garðinum, sunnarlega, hvíla tvö skáld hlið við hlið. Það eru Sigurður Breiðfjörð og Jóhann Gunnar Sigurðs- son. Sigurður er talinn mesta rímnaskáld landsins en rímnaskáldskapurinn var misjafn að gæðum og mjög umdeildur. Urðu ýmsir til að gagnrýna rímnaskáld- in og fengu þá sumir e.t.v. óverðskuld- ■ Sigurður Breiðfjörð 1799-1846. Hann er talinn mesta rímnaskáld landsins, en lést í Reykjavík í eymd og volæði. Sigurður mun reyndar hvfla undir Suðurgötunni en legsteinn hans er austast í garðinum við hlið Jóhanns Gunnars. aða dóma, m.a. felldi Jónas Hallgríms- son mjög harðan dóm yfir kveðskap Sigurðar í Fjölni. Þó Sigurður væri alla tíð fátækur var hann talinn vinnusamur en ör á fé og gleðimaður mikill. Hann bjó í Reykjavík síðustu fjögur æviárin og lést þar í eymd og volæði. En eftirfarandi staka er eftir Sigurð: Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. Jóhann Gunnar Sigurðsson var Snæ- fellingur, en tók stúdentspróf árið 1904 og hóf síðan nám í prestaskólanum. Þá veiktist hann af berklum sem drógu hann til dauða á skömmum tíma aðeins 24 ára gamlan. Jóhann orti flest sín bestu kvæði eftir að honum var orðið Ijóst að hann ætti skammt ólifað og gætir í þeim harmsárs trega hins unga manns sem stendur á þröskuldi lífsogdauða. Og hér endum við þessa gönguferð við gröf hins unga manns sem orti þessa vísu: Gakktu varlega, vinur minn. Vel getur skeð, að fótur þinn brotni, því urðin er ógurleg. Enginn ratar um þennan veg, því lífið er leiðin til dauðans. - sbj. síðastur manna var lagt niður um leið og embætti íslandsráðherra var flutt til íslands árið 1904 og má því segja að- Hannes Hafstein hafi tekið við æðstu völdum á íslandi úr höndum Magnúsar Stephensens. En við það tækifæri sagðist Magnús hafa í embætti sínu verið eins og lús milli tveggja nagla og átti þá við dönsk yfirvöld annars vegar og íslenska þingið hins vegar. Embættismönnum dönsku krúnunnar fylgdu mjög skraut- legir einkennisbúningar og gengu þeir misjafnlega í íslenska alþýðu sem þótti prjálið kátlegt ef ekki spjátrungslegt eins og eftirfarandi vísa úr Alþingisrím- um, sem höfð var um Magnús, sýnir: Hvíti fjaðurhatturinn háan lágan gerir krossum hlaðinn höfðinginn hefur aðals baksvipinn. Fleiri andans menn og konur hvfla þarna svo sem eins og séra Friðrik Friðriksson stofnandi KFUM og KFUK. Rétt hjá honum hvílir Sigurgeir Sigurðsson bisk- up ásamt konu sinni Guðrúnu Péturs- dóttir og annar biskup Steingrímur Jóns- son en hann sigldi til guðfræðináms í Kaupmannahöfn rúmlega þrítugur að aldri. „Sóttist honum námið fljótt og vel, því að bæði var maðurinn stórvel gefinn og hafði þroskazt af bókiðju og marg- háttuðum störfum heima á íslandi. Há- skólapróf Steingríms þótti gott með afbrigðum,“ eins og stendur í Sögu ■ Séra Fríðrik Fríðríksson 1868-1961. Séra Friðrík var stofnandi KFUM og KFUK. ■ Björg Jóhannesdóttir var að setja niður blóm á leiði foreldra sinna og systkina. Tímamyndir: Arí ■ Sigurgeir Sigurðsson biskup tslands 1890-1953 og Guðrún Pétursdóttir biskupsfrú 1893-1979. ■ Herdís Andrésdóttir skáldkona 1858-1939. Herdís var einnig kunn sagnakona en Ijóðum hennar má kynnast í Ljóðmælum Ólínu og Herdísar. Olína og Herdís voru tvíburasystur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.