Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elt'as Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Óiafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrlfstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Slmi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86506. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timáns. Prentun: Blaðaprent hf. Einföldu lögmáli gleymt ■ Kenningar frjálshyggjumanna um framboð og eftir- spurn og þau markaðslögmál sem þar að lútavirðast ekki eiga upp á pallborðið hjá forráðamönnum Reykjavíkur- borgar, né því liði sem annast skipulagningu byggðarinnar. Sama daginn og borgarráð samþykkti úthlutun um 600 lóða undir einbýlis- og raðhús var kunngerð skýrsla, sem gerð var á vegum Borgarskipulags Reykjavíkur um markaðsverð á íbúðum, þar sem glögglega kemur í ljós að offramboð er á þeirri gerð íbúðarhúsa sem fara á að byggja í stórum stíl, en eftirspurn lítilla íbúða er þeim mun meiri. Pessu til áréttingar koma sömu niðurstöður fram í Fréttabréfi fasteignamats ríkisins, þar sem fjallað er um framboð, eftirspurn og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir nokkrum vikum gagnrýndi Tíminn það ráðslag borgarstjórnarmeirihlutans að taka ekki meira mark en raun ber vitni á hinu einfalda lögmáli um framboð og eftirspurn, en þá var komið í ljós að fleiri einbýlishúsalóðir voru í framboði en sótt var um. Borgarstjóri svaraði hins vegar að loks hefði tekist að fullnægja eftirspurninni eftir stórhúsalóðum og taldi sig hafa unnið gott verk og þarft. En hinu er ósvarað, hvað hefur verið gert til að fullnægja þörf allra þeirra sem skortir minni íbúðir? Þar er eftirspurnin mun meiri og markaðslögmálið lætur ekki að sér hæða, því verð á litlum íbúðum er tiltölulega mun hærra en á stórum íbúðum og einbýlishúsum. í Fréttabréfi fasteignamatsins er sýnt fram á þetta með tölulegum rökum og dregin rökrétt ályktun: „Þetta hlutfallslega háa verð litlu íbúðanna er væntanlega bein afleiðing af litlu framboði og mikilli eftirspurn. Lækkandi verð einbýlishús- anna má á hliðstæðan hátt rekja til óvanalega mikils framboðs undanfarna mánuði. Þetta gæti hvort tveggja bent til þess að fólk sækist nú almennt eftir að kaupa minni íbúðir en áður.“ Skylt er að geta þess, að daginn sem stórlóðaúthlutunin fór fram var einnig veitt heimild til að hefja byggingu á 240 íbúðum í fjölbýlishúsum, en ekki er tilgreint nánar um íbúðarstærðir, en gera má ráð fyrir að þar verði jöfnum höndum um litlar íbúðir og stórar að ræða. Á leigumarkaði er svipað upp á teningnum. Eftirspurn lítilla íbúða er mikil og leiga yfirleitt óhóflega há, miðað við stærri íbúðir og heil hús. Allt þetta gerir það að verkum, að þeir, sem hafa minni auraráð og þurfa ekki á stórum íbúðum að halda, eiga erfitt með að festa kaup á húsnæði eða þurfa að keppa á hinum leiða tilboðsmarkaði leigusalanna. Það ber ekki vott um mikla skipulagsgáfu eða innsýn í þarfir borgaranna að sjá ekki og skilja ekki að lítil þörf er á að fara að bæta við einbýlishúsum eða „sérbýli“ eins og fyrirbærið er kallað þessa mánuðina á stofnanamáli, á sama tíma og mikið offramboð er á slíkum mannvirkjum á márkaði. Hins vegar er lítið sem ekkert gert til að mæta hinum raunverulegu þörfum markaðsins. Mikið er um sparnaðartal um þessar mundir, endur- skoðun og niðurskurð á mörgum þáttum þjóðlífsins. En skipuleggjendur Reykjavíkur og hugumstórir byggjendur „sérbýlis4" eru ekkert að skera við nögl sér þegar lagt er út í framkvæmdir, rétt eins og góðæristímabil sé að hefjast með gnægð þorsks, síldar og loðnu. Þegar vikið er að hinum raunverulega vanda húsnæðis- mála, að skortur sé á hóflega stórum og ódýrum íbúðum á fasteigna- eða leigumarkaði, er því yfirleitt svarað stórkarlalega og fullyrt að íslendingar vilji eiga sín hús sjálfir, þeir vilji byggja stórt, búa einir í húsi, gera sér vegleg heimili, sem sagt byggja stórt og dýrt. En minna fer fyrir umfjöllun um það á hverju fólk hefur efni. Óstjórn og skipulagsleysi húsnæðismála hefur í för með sér óhóflegt vinnuálag einstaklinga, fjárhagsáhyggjur og streitu langt yfir þau mörk sem eðlileg mega teljast. Þarna verður að finna mörk hins mátulega og taka tillit til hinna einföldu lögmála markaðsins. - OÓ „Sambýlið við kjarn- orkuvopnin” Fimm prófessorar við Harwardháskóla líta svo á í nýrri bók sinni að ekki sé að svo stöddu um annað að ræða en sætta sig við „jafnvægi óttans” ■ Rannsóknarhópur sem einbeitir sér að athugun- um á kjarnorku við Harwardháskóla hefur nú sent frá sér bókina „Sambýlið við atómvopnin“ (Living with Nuclear Weapons). í hópnum eru þau Albert Carnesale, Paul Doty, Stanley Hoffman, Samuel P. Huntington, Joseph S. Nye Jr. og Scott Sagan. Hér er birt umsögn James Fallows í N.Y.T Book-Review um þessa tímabæru bók, sem þótt hefur allrar athygli verð og hlotið lofsverða umfjöllun víða á undanförnum vikum. Bandaríkin og Sovétríkin hafa trúað á kenninguna um frið óttans fyrir tilstuðlan kjarnorkuvígbúnaðar á undanförnum árum og ekki var þetta síst raunin á árunum 1970-1980. Fram á síðustu tíma snerist umræðan um MX og Pershing II kjarnaeldflaugarnar, ekki síst á dögum Charters á forsetasóli. En nú er ekki lengur fyrst og fremst rætt um einstakar gerðir af kjarnaoddum heldur eru það stefnumál þau sem „ban the bonb“ hreyfingin setti fram eftir 1950, sem helst eru rædd. Fólk er tekið að þreytast á fullyrðing- um um að kjarnavopn séu óumflýjanleg og þráir nú þá stund er hætt verður að halda hinum almenna borgara í gíslingu undir skugga sprengjunnar. Baráttan gegn kjarnorkuvopnum nú hefur tekið á sig nokkuð svipaða mynd og gerðist um andstöðuna gegn Viet-Nam strfðinu á sínum tíma og baráttuna fyrir mannréttindum eftir 1960. En samt er hún ólík. Um það bil sem þessar fyrri „herferðir" liðu undir lok höfðu margar lagabreytingar verið gerðar og umskipti orðið í stjórnmálum á ýmsan hátt. Ætla má að baráttan gegn kjarnorkuvopnunum muni á margan hátt hafa önnur áhríf. Margir munu eftir sem áður velja þann kost að halda áfram að lappa upp á núverandi ástand eftir mætti, ekki síst þeir mörgu sem telja jafnvægi í vígbúnaði einu leiðina. Þeir álíta það aðferðina til þess að forða spennu sem Ieiddi til stríðs og nokkra vörn gegn hættunni á gjöreyðingar- stríði. Þetta viðhorf er í samræmi við niðurstöður þeirra sem skrifa þessa bók, „Sambýlið við atómvopnin.“ Derek Bok, forseti Harward háskóla, ritar formálann að henni og segir að henni sé ætlað að hjálpa þeim mönnum sem móta stjórnarstefnu Bandaríkjanna að gera sér sem besta grein fyrir vandamálum líðandi stundar. Sem fyrr er sagt telja bókarhöfundar, en fimm þeirra eru prófessorar við Harward háskóla, að jafnvægi óttans á sviði kjarnorkuvígbúnaðar, sé óhjákvæmilegt, svo óaðlaðandi sem það kann að virðast. „Jafnvægi óttans er ill nauðsyn“, segja þeir. „En vegna þess að það er nauðsyn er ekki hægt að kasta því fyrir róða. Vegna þess að það er illt ber að keppa að því að þurfa ekki að byggja meir á því en góðu hófi gegnir.“ Höfundarnir vara við öllum tæknilegum mismun í vopnabúnaði milli stórveldanna sem gæti freistað leiðtoga Bandaríkjanna eða Sovétríkjanna til þess að beita kjarnorkuvopnum í stríði í Evrópu eða í Mið-Austurlöndum. Þeir vísa á bug hættunni á skyndiáras, sem svo mjög hefur litað umræðuna um þessa hluti á undanförnum árum. í þeim hluta bókarinnar, sem líklegt er að vinstra fólki þyki versti partur bókarinnar, leggja þeir hreint tæknikrata mat á aðstæðurnar: Þeir telja að ekki séu allar nýjungar í vopnabúnaði og vopnabúrum stór- veldanna af hinu illa. Sumar endurbætur, betur varðir kafbátar, tryggari stjórnkerfi, skipti frá fjöl- odda eldflaugum yfir í einodda og þar fram eftir götunum, - segja þeir að mundu minnka hættuna á að kjarnorkustríð brjótist út. Þetta telja þeir að geri stórveldin öruggari um sinn hag og vissari um að lönd þeirra mundu lifa kjarnorkuárás af, þótt svo á þau yrði ráðist að óvörum. í stað þess að koma á stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar leggja þeir til að Sovétríkin og Bandaríkin reyni að semja um einhvern tiltekinn vopnabúnað sín í milli. Þar á meðal mætti hugsa sér „ þak“ á fjölda kjarnaodda, sem ætti að gera sama gagn og stöðvun kjarnorkukapphlaupsins. Um leið og höfundar hvetja til þess að hófs sé gætt í myndun þess jafnvægis óttans, benda þeir á að kjarnorkuöldin hefur nú þegar um allan aldur skapað hættuna á því að til kjarnastríðs komi og þeir segja að það muni byggjast á því hve vel er stýrt eftir stjórnmálalegum og diplómatiskum leiðum hvort til þess kemur eða ekki. Þeir segja að sambýlið við atómvopnin sé hið sama og sambýlið við syndina. Þetta kostar eilífa baráttu þar sem aldrei verður um neinn lokasigur að ræða. En áfangasigrar geta hins vegar skipt miklu máli. “Engin ástæða er til þess að búast við endanlegum lausnum, - afvopnun eða gjöreyðingu," segja þeir. „En litlu skrefin skipta miklu máli.“ Þeir beina skeytum sínum að þeim sem fórna höndum og forðast að benda á nokkurn valkost, því þeir telja að enginn valkostur sé góður, þegar um kjarnavopn er að ræða. Einkum eru þeir á öndverð- um meiði við Jónathan Schell, höfund bókarinnar „Fate of the Earth“ og þykjast sjá í skoðunum hans mann sem neitar að taka raunverulega valkosti til greina. Þeir telja sig sjá veruleikaflótta annarrar gerðar hjá þeim hægri mönnum sem vona að undravopn eins og lasergeislinn muni útrýma hinum voðalega kommúnisma og gera hættuna af atóm- sprengjunni að engu. Svar höfunda bókarinnar við slíkum draumórum er svofellt: „Ef til vill einhvern tímann. En þar til það verður verðum við að sætta okkur við nábýli við Sovétríkin, reyna að draga úr hættunni á að Suður-Afríkanar, ísraelar og Pakistanar grípi til eigin kjarnavopna og reyni að gera j afnvægi óttans sem stöðugast. “ (Stytt).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.