Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 10
■ Þetta hús, Hábær, var byggt árið 1867 af Jóni Vigfússyni tómthús- manni og stóð það áður við Grettisgötu 2. ■ Innan stokks í Efstabæ sem reistur var árið 1883 af Eiríki Magnússyni tómthúsmanni og stóð áður við Spítalastíg 4A f Árbæjarsafni: 99Við reynum að lýsa því hvernig fólk bjó og lifði” ■ Árbæjar er fyrst getið í heimildum árið 1464 og síðan í jarðabók frá 1686 en þá var jörðin í konungseign. Bærinn var af meðalstærö og þar var lengi tvíbýli. Hjónin Margrét Pétursdóttir og Eyleifur Einarsson fluttu að Árbæ árið 1881. Eylcifur lést árið 1907 en Margrét bjó áfram á bænum þar til hún lest árið 1935. Kristjana dóttir þeirra hjóna tók við búinu og bjó í Árbæ til ársins 1948, en þá lagðist bærinn í eyði. Á meðan Margrét bjó að Árbæ var hann fjölsóttur veitinga- og gististaður. Þá áði fólk og hvíldi hesta sína að Árbæ enda lá þjóðvegurinn austur fyrir fjall norðan við túngarðinn. Reykjavík var þá í örum vexti en byggðin náði þó ekki lcngra en að Skólavörðuholti. Þó ekki sé svo ýkja langt síðan að Margrét í Árbæ bauð gestum og gang- andi upp á kaffi, kleinur, hnallþórur og randalín væntanlega myndi hún tæpast þekkja Reykjavíkina aftur mætti hún líta liana augum. Nú teygir byggðin sig langt upp fyrir Árbæ og þangað er hægt að skreppa í strætó og skyggnast inn í fortíðina. Helgar-Tímafólk skrapp þangað upp- eftir um daginn og hitti að máli Nönnu Hermansson borgarminjavörð, Salvöru Jónsdóttur og fleira starfsfólk. Salvör sagði að færri kæmu að skoða safnið nú í sumar og fyrrasumar en undanfarin sumur og vildi kenna um umrótinu í nágrenni safnsins, en þareru nú allmiklar bygginga- og vegafram- kvæmdir sem hún taldi að væru fráhrind- andi. Þá er helst að íslendingununt hafi fækkað, erlendir ferðamenn konta eftir sem áður en aðsókn þeirra fylgir ferða- mannastraumnum. „Ég held að flestir útlendingar sem koma til Reykjavíkur komi hingað, það er ekki svo margt að skoða í Reykjavík," sagði Salvör. Nanna sagði að safninu bættust alltaf öðru hverju einhverjir munir, og væru það helst heimilistæki og búsáhöld. „Við fengum prjónavél um daginn síðan höfum við fengið eldavél, ryksugu og rokk ásamt diskum og öðrum búsáhöld- um. Við viljum reyna að lýsa því hvernig fólk bjó og lifði. Annars erum við alltaf að undirbúa sýningu á sögu Reykjavíkur í kortum og myndum og lýsa þróun borgarinnar með munum sem voru á því sem var og hét Minjasafn Reykjavíkur. Við stefnum að því að halda þessa sýningu árið 1986 og viljum allt til vinna að af því geti orðið. Mér þætti líka ágætt ef húsið á Aðalstræti 10, sem borgin hefur friðað yrði tekið í gegn svo að það yrði orðið fínt ’86. Það hús er eitt af þeim húsum sem voru í Reykjavík þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. Það væri því ánægjulegt ef húsið yrði þá komið í gott stand. í fyrrasumar var byggt hér kot að fyrirmynd Klappargerðis í Eiðaþinghá. Sveinn Einarsson frá Egilsstöðum hlóð þennan bæ í sjálfboðavinnu ásamt Kristjáni Vídalín, Tryggva Hansen og fleirum. Sveinn kom svo um daginn og þeir Kristján rifu þá eldhúsið og búrið og endurhlóðu. Þetta hafði sigið talsvert vegna þess að efnið var svo blautt þegar hlaðið var úr því. Þeir tóku torfið hér í næstu mýri eins og gert var áður fyrr. Það er sérstaklega gaman að fá þetta kot vegna þess að önnur svona kot hafa ekki varðveist. En þetta er nú tilraun hjá okkur því við vitum ekki hvernig kotið mun standa af sér veðrið. Að varðveita gömul hús Það sem aðallega er unnið við núna eru endurbætur á Dillonshúsi og undir- búningur að flutningi á húsinu við Suður- götu 7. Nú er búið að taka allan múrstein úr húsinu, sem er múrað í binding. Húsið er byggt í tvennu lagi, elsti hlutinn er frá því um 1835 en síðan var annað 2ja hæða hús byggt samhliða því um 1880. Að lokum vargamla húsið hækkað upp i sömu hæð. Þetta hús var kallað Hjaltestedshúsið vegna þess að Hjalte- stedsfjölskyldan bjó þar allt fram á síðasta haust. Auk þess ráku afkomend- ■ Nanna Hermansson borgarminjavörður (t.h.) og Salvör Jónsdóttir. „Við viljum reyna að lýsa því hvernig fólk bjó og lifði.“ ■ í Árbæjarsafni er nú hægt að kaupa möppu með fjórum teikningum eftir gömlum kortum og lýsingum en þær hefur Aage Nielsen-Edwin gert. Þessar teikningar sýna Reykjavík eins og hún leit út árin 1786, árið sem bærinn fékk kaupstaðarréttindi, 1801, 1836 og 1876.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.