Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 13
Hinn eineygði drykkjurútur og vígamaður Kristján4. Danakóngur stóð jafnan fremstur meðal manna sinna í bardögum á sjó og landi — Hann vann sumar orrustur en tapaði öðrum — I stríði jafnt sem ástum „Við siglu Kristján sjóli stóð ... ■ Hver kannast ekki við upphafíð á kóngssöng- num danska: „Kong Giristian stod ved höjen Mast...“ Það var amk. siður hjá strákum í gagnfræðaskóla hérna einu sinni að snúa út úr textanum og syngja: „Kong Christian stod ved kusteskaft og hold sig fast...“ - og sumir bættu við: „Pá hovedet havde en kammerpot, den kiædte kongen sá fínt og flot.“ En auðvitað var það skammarlegt að fara þannig með þennan ágæta stríðssöng Jóhannesar Ewald og þrátt fyrir staut í sögubókum vissu áðurnefndir strákar víst ekki mikið um Kristján þennan. Hins vegar þekktu landar vorir á 17. öid þess betur til hans og varia mun ofsagt að oftast komu fréttir af enn nýju stríði sem hann hafði uppbyrjað í hvert skipti sem póstskip kom að landi. Flest fengu þau raunar hörmulegan endi fyrir þennan mikla mann og þegar hann lést var Danmörk komin að fótum fram vegna allra stríðsútgjaldanna og áður blómleg- ar byggðir sviðnar og niðurtroðnar af sænskum og þýskum herjum. En þrátt fyrir það, - eða kannski vegna þess - hefur Kristján 4. orðið ástsælastur allra kónga meðal Dana og gjarna orna þeir sér við minninguna um það er hann vildi gera þjóð þeirra að stórveldi. En hvað svo sem um Kristján má segja þá getur enginn um hann sagt að hann hafí ekki átt sér litríkan æviferil, bæði í stjórnmálalífí og einkalífí og okkur datt í hug að gaman væri að rifja upp feril hans hér í blaðinu. Við trúum því staðfastlega að engum ætti að Ieiðast sá lestur. Það var hinn 27. júní árið 1594 að Niels Kas, kanslari, sem farið hafði með völdin í Danmörku frá dauða Friðriks 2. kallaði prinsinn Kristján fyrir sig og fékk honum í hendur lyklana að hvelfingu þeirri þar sem krúnugersemarnar voru geymdar. Hann notaði tækifærið og skýrði unga manninum, 18 ára gömlum, frá ýmsu því helsta sem hann taldi honum gott að vita um farsæla stjórnun kóngsríkisins Danmörk-Noregur, en í þann tíð réðu Danir yfir Noregi, auk íslands og Færeyja, svo ekki sé minnst á héruðin Skán, Halland og Bleking í Svíþjóð og hertogadæmin Slésvík og Holstein. Tveimur dögum síðar dó kanslarinn. Þótt Kas kanslari væri úr sögunni lét stjórn ríkisins sér ekki liggja á að krýna prinsinn, enda taldist hann ekki myndug- ur fyrr en hann yrði 18 ára og það varð hann fyrst 12. apríl 1595. Dýrðlegir krýningardagar Krýningin fór loks fram í ágúst árið 1596. Allt var gert til þess að hún yrði sem viðhafnarmest og það erfiði skilaði árangri: Borgurum Kaupmannahafnar var skipað að hafa til reiðu hesthús fyrir 3000 hesta og varðliðið var stóreflt. Frá kaupstöðum á Sjálandi og á Skáni voru fengnar að láni sængur og sængurléreft, ásamt allslags eldhúsbúnaði og tíu aðal- bornar frúr voru látnar hafa umsjón með skreytingu viðhafnarsala. Klæðaskápar og vínkjallarar hirðarinnar voru fylltir svo rækilega að þeir voru um það bil að springa. Keypt voru 35 þúsund drykkjar- glös og ný spíra forgyllt sett á þann illræmda Bláturn. Segja mátti að hver maður í Höfn hefði eitthvert verk að vinna við undirbúninginn. Skara hefðarfólks var boðið til hátíð- arhaldanna og um 20. ágúst tók prinsana og furstana að drífa að, þar á meðal marga aðalborna Þjóðverja, einkum af „húsinu Hohenzollern", sem konungs- efnið hafði heimsótt árið áður og verið tekið með kostum og kynjum. Var það ekki að undra því til Jóakims Friðriks af Magdeburg hafði prinsinn sótt sér konu- efnið og kom nú sú væna kona, Anna Katrina í fylgd foreldra og systra til borgarinnar. Hinn 29. júní fór svo krýningin fram og má nærri geta hvort augun hafi ekki lokist upp á almenningi þegar prósessían hélt til Frúarkirkju, með trumbuslagara og trómetara fremsta á undan borgar- varðliðinu, en á eftir gengu hirðmar- skálkur, allir aðalsmenn landsins og hirðin. Sjálfur reið tilvonandi kóngur gráum hesti, klæddur hvítum silkiklæð- um gullbryddum með svarta flauelishúfu setta hvítum perlum á höfði. Á undan ■ Konungurinn á yngri árum. Hann þótti hafa flest það til að bera sem konung mátti prýða—var af bragðs íþróttamaður, mikill á velli og drjúgur við drykkjuborðin. ■ Lennart Thor- stenson, sænski garpurinn, sem Axel Oxenstjerna lét hernema Jót- land og hertoga- dæmin. Myndin hér að ofan er þó í litlu samræmi við raunveruleikann, þvi Thorstenson var svo þjáður af gigtarverkjum í þeirri herför, að hann varð að láta bera sig á sjúkra- börum. honum reið riddari með ríkiseplið á svæfli úr silki á örmum sér, en kóngur bar sjálfur veldissprotann og kórónuna. Sjálandsbiskup framkvæmdi krýning- una og minnti hinn unga konung á þær skyldur sem því fylgdu er honum nú væri „ gefið, ríkið, þjóðin, kórónan, veldis- sprotinn og öll þau t'eikn önnur, sem konungur konunganna og herra herr- anna, Jesús Kristur, lætur af hendi og hér framselur." Að krýningunni lokinni tóku við hin fjölbreytilegustu fagnaðarærsl, veiði- ferðir, veislur og dansleikir, burtreiðar og íþróttaleikir, sem konungur tók óspart þátt í. Sýndi hann ýmsar riddaralegar íþróttir, en hann sat hest manna best og var með fremstu mönnum á burtreiða- velli. Sannaði hann það m.a. við þetta tækifæri: Honum tókst 206 sinnum í 340 tilraunum að reka lensuoddinn í lítinn hring sem hékk í snúru uppi í gálga, um leið og hann þeysti hjá á fáki sínum, en þessi leikur varvinsæl, riddaraleg íþrótt. Almenningur, stóð í röð við krana þann sem úr var látið renna ókeypis vín handa hverjum sem var og sat um að láta skera sér bita af uxum og svínum sem steikt voru á teinum yfir eldi á götum úti. Sáu menn að hér hafði landið fengið tilkomumikinn kóng. Hér var ekki sú hófsemd ríkjandi sem tíðkaðist er faðir konungs hafði verið krýndur á sinni tíð: Þetta háttarlag bar allt barnalegri og ruddafengnari brag óhófs og tildurs. Hreystiskrokkur, kvennamaður og drykkjurútur Fögnuður þjóðarinnar við krýningu þessa 19 ára unglings var mikill, enda þótti þá ágætlega við hæfi að konungar kynnu til vopnaburðar og væru vel að manni, eins og sagt er. Þessa eiginleika átti Kristján 4. í ríkum mæli. í fram- göngu var hann hinn mikilúðlegasti og gnæfði yfir flesta sína samtíðarmenn, þar sem hann var 173 sentimetrar á hæð. Eftir því sem unglingsskrokkurinn tók á sig meira mót gerðist hann stæðilegur á velli og stórt bogið nefið og framskag- andi hakan gáfu honum svip myndug- leika. Brátt varð það líka alkunnugt að kóngur lét ekki sitt eftir liggja við drykkjuborðin, sem á þessum tímum þótti vel sæmandi og í hæsta máta karlmannlegt. Þó gat það komið fyrir að sendiboðum grannríkjanna þætti nóg um er Kristján 4. var fullur í þrjá daga í röð í viku hverri, en samlöndum hans fannst það hins vegar ekki tiltökumál. Vakti það mikla aðdáun er kóngur hélt út á veiðar í býtið á morgnana, en hafði verið borinn burt meðvitundarlaus af ofdrykkju nóttina á undan. Þetta orð fór af Kris- tjáni 4. fram á elliár hans og maður sem var honum samtíma í Gluckstadt 1643 hefur sagt að konungur hafi drukkið hvert kvöld sem Guð gaf yfir en rækti þó ... í svælu og reyk”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.