Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ1983 Bandaríkjamenn verða að vera vellauðugir til þess að hafa efni á að kaupa sér tryggingu sem nær yfir alla hugsanlega sjúkdóma. Flestir þeirra sem vinna hjá stórum fyrirtækjum eða ríkinu kaupa hóptryggingu. En þar sem lækniskostnaðurinn hefur farið fram úr öllum skynsamlegum mörkum er sífellt ætlast til að fólk borgi meira og meira úr eigin vasa. Annar nágranni minn á tvö ung börn og hefur hóptryggingu. Samt sem áður er vitjun til læknisins henni mikið áhyggjuefni vegna þess að þó að þau hafi sjúkrahústryggingu þá hafa þau enga læknistryggingu. Hún veit að það kostar hana 850 krónur (fsl.) að fara til iæknis og auk þess verður hún að greiða 350 krónur fyrir penicilínið. Til þess að sjúkrahúsið græði eitthvað á viðskiptunum bætir það 30 prósentum ofan á reikningana til að tryggja sig gagnvart svikulum sjúklingum. í sumum ríkjum Bandaríkjanna sinna hvorki sjúkrahús né læknar nokkurri manneskju fyrr en hún hefur sýnt tryggingaskírteinið sitt eða sannað með öðrum hætti að hún geti greitt fyrir læknisþjónustuna. Sérhver Ameríkani sem ég hitti sér breska heilbrigðiskerfið fyrir sér sem heilbrigðiskerfi sæluríkisins. Ég hrekk ævinlega saman vegna þess að ég veit að fjölmargar ríkisstjórnir - sem hafa talið mikilvægara að fjárfesta í kjarnorkuvopnum en heilsufari þjóðarinnar - hafa grafið undan breska heilbrigðiskerfinu sem eitt sinn var fyrirmynd allra annarra landa í heimi. Bandaríska dæmið sýnir svo ekki verður um villst að einkarekstur heilbrigðisþjónustunnar er skref aftur á bak. Hérna hafa margar ófrískar konur jafnvel ekki efni á því að fara reglulega í skoðun, því síður hafa þær efni á að borga tannlækni. Eina jákvæða hliðin virðist vera sú að allir leggja sig hart fram um að reyna að halda heilsunni. I Bandaríkjunum eru veikindi ekki einungis tilfinningaleg ógæfa heldur einnig hörmulegt efnahagslegt slys. Ég er heppin. Ég get farið heim til Englands. En hversu lengi stendur það? opinberar hengingar var það að einhverju marki vegna þess að þeim þótti ósiðlegt að halda sýningu á helstríði kvenna. Par sem konur voru álitnar sérstaklega næmar fyrir sársauka voru þjáningar þeirra taldar mun hörmulegri en karla. Sú staðreynd að konur þurfa að þola gífurlegar þjáningar við barnsburð var gleymd og grafin. Meðferð nítjándu aldar manna á barnamorðum sýnir einnig hvernig ímyndin um að konur væru sérstaklega • næmar fyrir sársauka og líklegri til ástríðuglæpa bjargaði þeim oft frá gálganum. Síðan 1849 hefurengin kona verið tekin af lt'fi fyrir að hafa myrt ungbarn sitt aðallega vegna þess að svo hefur verið litið á að ef kona myrðir sitt eigið barn sé það í sjálfu sér næg sönnun þess að hún sé viti sínu fjær og því beri fremur að vorkenna henni en að refsa henni. Þetta viðhorf stafar ekki eingöngu af tilfinningasemi nítjándualdarmanna, eins og sjá má á lögum um barnamorð frá 1938 en með þeim er gert ráð fyrir að konur sleppi við gálgann ef hægt sé að sanna að þær hafi ekki verið búnar að ná sér eftir fæðinguna eða væru ekki alveg heilar á sönsum vegna „áhrifa brjóstgjafanna.“ Ef marka má tölur um dauðarefsingar á fyrri hluta þessarar aldar virðast konur líklegri en karlar til að hljóta náð fyrir augliti dómara sinna. Á milli 1900 og 1949 voru 1980 karlar og 130 konur dæmd til dauða í Englandi. Rúmlega 40% karlanna voru náðaðir á meðan 90% kvennanna hlutu náðun. í þeirri deilu sem nú er risin upp um það hvort taka beri upp dauðarefsingar á nýjan leik eða ekki er vert að hafa í huga að það er ekki „samfélagið“ sem slíkt sem ákveður hverjir skuli hanga, heldur eru það handhafar dómsvaldsins. Pó þeir séu allir af vilja gerðir að framfylgja réttlætinu markast ákvarðanir þeirra oftar en ekki af viðhorfum sem eru svo djúpstæð að þeir eru sér ekki einu sinni meðvitaðir um þau. Og „hlutlaus" mælikvarði er vandfundinn. 19 bókaf réttir I ■ Kaupkona í Glasgow í Skotlandi í kringum 1790 ,,Jómfrúr og kvenvargar”: SKOSKAR KONUR I 900 ÁR Virgins and Viragos: A history of Wom- en in Scotland from 1080-1980. Höfundur: Rosalind K. Marshall. Útgefandi: Collins. ■ Með bókinni Virgins and Viragos sem er saga skoskra kvenna í 900 ár hcfur Rosalind K. Marshall unnið merki- legt brautryðjandastarf. Rannsóknir á sögu kvenna eru nú orðnar umfangs- miklar í Bandaríkjunum en breskir háskólar fóru ekki að ranka við sér fyrr en upp úr 1972 og eru reyndar enn ekki farnir að hlúa að þessum fræðum sem skyldi. Bækur um kvennasögu hafa því hcldur ekki selst sem skyldi í Bretlandi og því krefjast taugaveiklaðir útgefend- ur þess að nöfn bókanna séu krassandi á borð við Vigins og Viragos (Jómfrúr og kvenvargar)! En slíkir titlar verða helst til þess að sannfæra alvarlega fræðimenn um að viðfangsefnið sé ekki ýkja merki- legt. Og hvað er kvennasaga svo sem? Hvað eiga María drottning Skota, Flora MacDonald, drottningarmóðirin og Lulu sameiginlegt annað en kynferði og þjóðernið? Er ekki ævi venjulegra kvenna of einhæf og bundin mönnum þeirra til þess að réttlætanlegt sé að eyða á þær fleiri blaðsíðum? Marshall er ekkert að velta slíkum. aðferðafræðilegum vandamálum fyrir sér. En með frábærri frásögn sinni sýnir hún að skoskar konur hafa iðulega stigið yfir þær línur sem þeim hafa verið markaðar opinberlega. Lögin og kirkjan kröfðust þess að eiginkonan væri manni sínum undirgefin; veðráttan í skosku Hálöndunum og vondir vegirnir héldu mörgum konum heima við; stjórnunar- stefnan í Hálöndunum sá svo um að karlmannleg forsjá var einn aðal verslun- arvarningurinn allt til ársins 1745. En engu að síður blómstraði framtakssemi kvenna alltaf öðru hverju í þessari hörðu karlveldismenningu. Marshall greinir frá konum sem ruddu sér braut upp á eigin spýtur og efnuðust sæmilega og vel en algengara var að konur settu á Iaggirnar lítil fyrirtæki, ynnu við landbúnaðarstörf, væru þjón- ustustúlkur hjá auðugum fjölskyldum eða ynnu í kolanámunum, og ekki bara fyrir vasapeningum heldur af efnahags- legri nauðsyn - rétt eins og nú á dögum. Lífsbaráttan var báðum kynjum hörð en líffræðin var konum þrándur í götu. Marshall greinir frá mörgum skoskum konum sem voru ánægðar í hjónabönd- um sínum og sýnir fram á að svo langt sem sögur herma hafi margar stúlkur krafist þess að fá sjálfar að velja sér eiginmenn og fengið vilja sínum framgengt. En án öruggra getnaðar- varna áttu allar konur, hvort sem þær voru ánægðar í hjónabandinu eða ekki, á hættu stöðugar barneignir og frum- stæða fæðingarhjálp. Tíunda hver kona í Edinborg lést af barnsförum allt fram- ■ undir 1740. Vitneskjan um þann stöðuga barns- burð sem beið kvenna stóð einnig mjög í vegi fyrir menntun kvcnna, nema þeirra sem gengu í klaustur. Fyrir 1600 munu konur hafa haldið nokkuð í við karlmennina hvað lestrarkunnáttu við- víkur en upp úr því fóru þær að dragast aftur úr. Marshall gerir grein fyrir ástæð- um þessara breytinga sem markast af ýmsum stjórnmálalegum og félagslegum hræringum. Um 1870 verða síðan miklar breytingar og allt fram á þennan dag. Það kemur fram að þrisvar sinnur fleiri konur í Skotlandi sækja um skilnað en karlar, flestar vegna grimmdar. Og hvort sem karlarnir eru sekir eða ekki eiga 3 af hvcrjum 5 möguleika á að giftast aftur, en á hinn bóginn á ekki nema 1 kona af 5 þann möguleika. Konur eru yfir 40% af vinnuaflinu í Skotlandi en eru að miklum meirihluta mun verr launaðar er karlarnir. Skoskum körlum er frjálst að ganga í pilsi, en það þykir annað hvort óæskilegt að konur gangi í buxum eða þá að flestar vilja það ekki. Þó að nóg sé í þessari bók af efni sem auðveldlega vekur reiði með fólki er þetta ekki reið bók. Þess í stað er þetta frábær rannsókn og mjög vel skrifuð bók. Sagnfræðingar geta sjálfsagt fundið henni eitthvað til foráttu ef þeir vilja og ef til vill finnst kvenréttindafólki hún of glaðleg og höfundurinn oft á tíðum of vægur. En það er einmitt eitt af því sem er styrkur þessarar bókar. íhaldskona sem nýlega var kosin á breska þingið sagði um daginn að það væru einungis konur sem ekki kunna að bjarga sér sem þurfa á kvenréttindum að halda. Ef hún sannfærist ekki um villu sína er hún svipast um í þinghúsinu ætti einhver að senda henni eintak af þessari velskrifuðu og frábæru bók. ptaymobil ptaymobll ia a ; rr'.,*?"** tíðí J23 Sr ! —^ <#**&**» *•*$»** ptcwnobti Úrvalið af leikföngum fyrir alla krakka á öllum aldri. Póstsendum w w LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0 AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 ORION Framljós: FIAT127 FIAT128 FIAT131 FIAT132 FIAT ARGENTA FIAT PANDA FIATRITMO AUTOBIANCHI A 112 ESCORT FIESTA VWGOLFH4 Afturljós: FIAT127 FIAT132 FIATPANDA FIATRITMO AUTOBIANCHI LANCIA A 112 ALFASUD CORTINA BENZ VÖRUBÍLA VW — Transporter Aurhlífar mikiö úrval. Loftnet kr. 240. Kertaþráóa sett, 4 cyl. verö aöeins kr. 158.— Tjakkar & búkkar. Allar vörur á mjög hagstædu verði. Póstsendum. MÓDELBÚÐIN SUÐURLANDSBRAUT12. SÍMI 32210 — REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.