Tíminn - 17.07.1983, Page 7

Tíminn - 17.07.1983, Page 7
SUNNUDAGUR17. JÚLÍ1983 itnmnt og einungis örsjaldan skrifað „sjaldan", þá ertu tilfinninganæm manneskja, full af tilfinningum og opinn fyrir margvís- legum tilfinninga- og skapsveiflum og viðbrögðum. Ef því er öfugt varið - flest svörin eru „sjaldan" og „stundum" og einungis örfá „oft“ - ertu tiltölulega tilfinningaköld/kaldur. Þau sem svara „sterklega" í seinni dálkinum oftar en „lítillega" hafa sterkar, ákafar og áber- andi miklar tilfinningar. í>au sem svara með „lítillega" oftar en „sterklega" eru líkleg til þess að bæla tilfinningar sínar. Svörin má síðan greina enn frekar. Þau sem t.d. segjast sjaldan finna til reiði eða aðdáunar eru líkleg til að bæla þessar tilfinningar sínar niður. Þau sem finna oft og sterklega til fárra afmark- aðra tilfinninga nota hugsanlega þau viðbrögð til þess að fela eða forðast aðrar tilfinningar sem þau vilja ekki horfast í augu við. 3. hluti. Hvernig mætirðu óþægi- legum tilfinningum? Hvaða aðferð, ef einhverja, notarðu til að forðast að þurfa að horfast í augu við tilfinningar sem þú kærir þig ekki um? Svörin „a“ til „e“ tákna hvert um sig ólíkar tegundir viðbragða. Ef þú hefur merkt við einhvern bókstafinn þrisvar sinnum eða oftar má reikna með að hann standi fyrir þau tilfinningalegu viðbrögð sem eru dæmigerð fyrir spyrj- andann. A svör= eðlileg viðbrögð. Þú bregst oftast við með þeim tilfinningum sem hæfa kringumstæðunum. B svör= reiði. Þegar þær tilfinningar sem þú vilt ekki viðurkenna sækja á þig bregstu við með því að refsa einhverjum „óvini“ fyrir þær tilfinningar sem trufla þitt innra líf. C svör= ásökun. Þú færð útrás fyrir þær tilfinningar sem þér finnast óæski- legar með því að eigna þær öðrum - þýðir t.d. þinn eigin fjandskap yfir í „þau eru mér fjandsamleg“, afbrýðisemi í „þau eru afbrýðisöm út í m ig“. C svör= sjálfsásökun. Þú vilt ekki eða getur ekki fengið útrás fyrir neikvæðar tilfinningar þínar og beinir þeim því að sjálfri/sjálfum þér. Afsökunarbeiðnir og sjálfsrefsing eru þín vörn. E svör= ímyndaðir yfirburðir. Þú ert langt fyrir ofan þetta allt saman, það sem sækir á annað dauðlegt fólk snertir þig ekki. Þú neitar því jafnvel að finna til nokkurs nema skemmtunar þegar þú lendir í hörðustu rimmu. Hvernig nálgast má eigin tilfinningar Hugmyndir um að ákveðnar tilfinn- ingar séu á einhvern hátt vondar eða skammarlegar hindra oft hæfileika okkar til að finna til. En tilfinningarnar - jafnvel þær „neikvæðu" - eru mikilvægur og nauðsynlegur hluti sálarlífsins. Stolt veitir okkur t.d. tilfinningu um eigið ágæti okkar og að við séum jafnhæf til að fást við ákveðna hluti og hver annar; afbrýðisemi hvetur okkur til að berjast og lifa af; reiði er okkur verkfæri til að hrista af okkur þá sem vilja stjórna okkur eða kúga; kvíða- eða spennutil- finningar vara okkur við hættu. Fyrsta skrefið til þess að verða meðvit- uð um tilfinningarnar er að gera sér grein fyrir að þær - allar - eru nytsamar. Við ættum því að vera meðvituð um þær þó við tjáum þær ekki endilega. Annað skrefið er að grafa vandlega upp þær tilfinningar sem við höfum grafið niður í innstu sálarkimana. Lítið aftur á 2. hlutann, skoðið listann yfir tilfinningarnar vel og vandlega og prófið þær - sérstaklega þær sem þið sögðust einungis finna sjaldan til eða lítillega. Látið sem þið séuð leikarar og æfið ástartilfinninguna, reiðina, gleðina eða leiðindin og reynið að finna eins sterk- lega til þessarar tilfinninga og þið getið. Reynið síðan að bæla þessar tilfinningar niður - finnið hvernig það er að bæla þær vísvitandi. Þegar þið hafið gert slíkar tilraunir með tilfinningar sem þið finnið sjaldan til verðið þið tilbúin til að þekkja þær og viðurkenna þær þegar þið finnið til þeirra næst. Ef þessar tillögur virðast ófullnægj- andi er reynandi að ræða málin við sérfræðing og hlusta á ráðleggingar hans. Þjálfaður sérfræðingur getur leyst ótrú- legustu tilfinningar úr læðingi. Sá sem hefur uppgötvað ánægjuna af því að vera nálægur sínum eigin tilfinningum veltir því líklega fyrir sér hvers vegna hann hitti þær ekki fyrr! > c o w z o > w d > 3 co H Z > 31 s eftir Ágúst H. Bjarnason með litmyndum eftir Eggert Pétursson Nýr einfaldur leiðbeiningalykill Nú þarftu ekki lengur að vera í vafa um hvaða jurtir verða á vegi þínum, ef ÍSLENSK FLÓRA er í farangrinum. ÍSLENSK FLÓRA geymir uþþlýsingar um vaxtarstaði og útbreiðslu þlantnanna, blómgunartíma þeirra, lœkningamátt og margt fleira. íslensk Flóra í litum á erindi inn á öll íslensk heimili. Sauðárkrókskirkja - Organisti K7 I Kennarar - Starf organista við Sauðárkrókskirkju er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefa formaður sóknar- ' Lausar stöður nefndar í síma 95-5326 og sóknarprestur í síma Almenn kennarastaða í 1.-6. bekk og staða 95-5255. smíðakennara við grunnskóla Hafnarhrepps. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. og þarf Góð vinnuaðstaða. Húsnæði á staðnum. organistinn að geta hafið störf 1. október nk. Umsóknir berist formanni sóknarnefndar Sveini Upplýsingar veita: Sigþór Magnússon í síma Friðvinssyni Háuhlíð 13, Sauðárkróki. 97-8148 og Guðmundur Ingi Sigbjörnsson í síma 97-8321. Sóknarnefnd.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.