Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 27
i .t ssjknuOagur n. júLíim ■ Þessi gullgrafari fórst við köfun i frumskóginum. Ekki eru þó allir svo stöndugir að þeir hljóti greftrun í líkkistu... sínum, til þess að verjast sólinni. Á kvöldin hlusta þeir á hljómlist úr kas- settutæki, sem einum þeirra hefur tekist að eignast. Svo kemur nóttin, og vonin um stóra vinninginn rættist ekki þann daginn. Við liggjum í hengirúmunum og von- um að svitinn utan á okkur muni að minnsta kosti þorna. Þegar við flugum frá Itaituba var 36 stiga hiti í forsælu og loftrakastigið ofan við 90%. Svo töluðu menn um að það væri vetur. Sólin hefur gert bárujárnsþakið á skýlinu glóandi. Á nóttum verðum við að setja spýtur fyrir hverja gufu, svo leðurblökur komist ekki inn. Við störum hugsandi fram fyrir okkur og byrjum smátt og smátt að skilja heim gullgrafaranna. Þetta er heimur án blaða og bóka, því lestur og skrift kunna fæstir. Þetta er heimur án lánakerfis og fjármagns, spari- reikninga og vaxta. Hvað skyldu menn svo gera við það gull sem þeir finna og selja. Því eyða þeir að jafnaði á einni nóttu. Hví skyldu þeir ekki leyfa sér að finnast þeir eiga heiminn af og til? Eitt gramm af gulli fyrir flösku af sykurreyrs- brennivíni. Þrjú grömm fyrir flösku af visky. Tíu grömm fyrir kvenmann. Þann- ig hverfur auðurinn í gleði einnar nætur. Daginn eftir er allt sem áður var. Hjá mörgum endar ævintýrið í kirkju- garðinum í Itaituba Þau lög sem gilda í þessari veröld eru ströng. En hér er líka sterk réttlætis- kennd ríkjandi, svo óvíða mun þekkjast önnur eins. „Hér getur þú lagt frá þér veski með 100 þúsund dollurum," segja þeir. „Því verður ekki stolið frá þér. Stéli hér einhver af öðrum, þá er hann skotinn." Einn gullgrafaranna var skotinn, vegna þess að hann hafði stolið tveimur eggjum frá félaga sínum. Annar var skotinn vegna þess að hann hafði drukk- inn kallað móður náunga síns hóru. Hinn þriðji var skotinn vegna þess að hann hafði rænt einni skækjunni frá /f skothríð sé yfirvofandi. Lítil fluga, sem kallast „Anopheles", er baneitruð. Ein fluga getur smitað 1000 manns af malar- íu. Við sjáum fórnardýr malaríunnar ráfa um götuna með starandi augu, stirða limi og handleggina lafandi niður með síðunum. Ekki finnst sá gullgrafari, sem ekki hefur fengið malaríu. „Pau- lista“ nefnist 43ja ára gamall maður þarna, sem segist hafa fengið hana sex sinnum. Sonur hans liggur nú fyrir í malaríuhitasótt og hefur legið vikum saman. Hann er orðinn skinhoraður og gamli maðurinn veit ekki hvort hann nær sér aftur. „Malarian kemur og fer, kemur og fer,“ segir hann.. Menn deyja úr þessari veiki eins og flugur. Eigi maður gull til þess að kaupa sér lyf, þá gleyma þeir brátt að taka pillurnar eða eyðileggja áhrif þeirra á drykkjunóttum. Vanalega er líka ekkert gull í höndum þeirra og þá síst til kaupa á lyfjum. Því liggja þeir og skjálfa hjálparlausir, þegar hitasóttin ræðst á þá. Þeir geta ekki greitt fyrir flug til Itaituba og „apótekarinn" í heimabæ þeirra setur upp sitt verð fyrir læknis- meðferð: 20 grömm. Það er gjaldið sem greitt var fyrir tvær nætur með skækj- unni. En þannig líta gullgrafararnir ekki á dæmið. Æfintýrið endar því oft í kirkjugarðin- um í Itaituba. Leiðið er aðeins moldar- hrúga án kransa eða blóma, - í hæsta lagi eru fáein kerti tendruð á gröfinni. Um- hverfis vex kjarr, illgresi og pappírsrusl er á flækingi. Yfirleitt er trékrossinn mjög einfaldur, - tvær spýtur reknar saman með nöglum. Oft er siður að rispa nafn hins látna á viðarfjölina með hnífs- oddi. „Bernardo dos Santos“ - „Ron- aldo Queiros" - „Fransisco da Silva." Allt og sumt. Kirkjugarðurinn lítur út eins og öskuhaugur. Aðeins fornafnið var vitað á José þeim sem lagður var í gröf sína deginum áður. „Gullgrafari" (Garcimpeiros) stóð á dánarvottorðinu, en ekkert fram yfir það nema orðið „óþekktur", (ignorado). Þegar hann dó úr malaríu var engum til að dreifa sem borgað gat fyrir útförina. fafaranna og eru skemmtun þeirra á drykkjunóttum, — en gamanið GULLSINS Þar ríhja sjúkdómar, örbirgð og miskunnarlaust réttlæti karton af sígarettum 8000 cruzeiroz í stað 800. Bjórdósin kostar 1500 cruzeir- oz í stað 500 og vínflaska 5000 í stað 300. Því hafa gullgrafararnir misst fjármunina út úr höndunum á sér áður enþeirfáþá. Já, það er landeigandinn sem tókst að láta drauminn rætast. Fyrir níu árum fann hann hér 30 kíló af gulli á einni viku. Fyrir fjögur kíló keypti hann sér flugvél og stofnsetti leiguflugþjónustu í Itaitiba. Svo réði hann hóp af mönnum, sem hann Iét ryðja skóg og byggja „garimpeiro“, sem hann skírði nafni sínu. Hver flugvél sem lendir á vellinum hans verður að gjalda honum 30 þúsund cruzeiroz í flugvallarskatt. Hver gull- grafari sem hér kemur verður að borga 15 þúsund cruzeiroz. ÖIl hús og öll atvinnutækin hér eru í hans eigu. Samt bera gullgrafararnir engan kala í brjósti til hans. Nei, þeir dást að honum og hann heldur voninni um stóra vinninginn við meðal þeirra. Allir ættu að vera eins og hann. Tíu grömm fyrir kvenmann Á næturnar gistum við gestirnir í skýli úr leir og greinum, þar sem maís og verkfæri eru geymd. Fjórir gullgrafar- anna hafa sofið hér lengi. Á morgnana þræða þeir sig eftir stíg með runnum til beggja handa, þar sem lyktar af manna- saur, að litlu vatnsbóli, sem er hið eina með drekkandi vatni hér um slóðir. Um miðjan daginn liggja þeir í hengirúmum öðrum. Nær daglega fellur gullgrafari fyrir byssukúlu í einhverjum gullgrafara- bænum. Eftir að lögreglan fór að koma þar upp gæslu eru menn hættir að ganga með byssurnar á sér, en allir eiga þeir byssu falda í kofum sínum. Fimm skot kosta gramm af gulli. Þessu hefur engin löggæsla fengið breytt. Óttinn við dauðann er ríkur meðal gullgrafaranna og það þótt engin Ódýrasta kistan hefði kostað 25 þúsund cruzeiroz eða 4 grömm af gulli, en líndúkur einn 10 þúsund cruzeiros eða eitt og hálft gramm. Því varð að leggja hann nakinn í gröfina eins og dauðan hund. Engin mannvera mun nokkru sinni spyrja um hann framar. Við Ama- zon er ekki tekið mark á neinu nema „grömmunum." (Þýtt úr „Stem“ - AM) ■ Gullgrafari vegur gull sltt við borðið hjá Raimundo, - eiganda staðarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.