Tíminn - 17.07.1983, Side 18

Tíminn - 17.07.1983, Side 18
18___________________ leigupennar í utlöndum SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ1983 Aðeins vell- auðugt fólk hefur efni á að veikjast ■ „Nú þegar ég hef ekki lengur efni á því að verða veik er breska heilbrigðiskerfið líkast fögrum draumi,“ segir Erin Pizzey greinarhöfundur breska blaðsins Cosmopolitan. Erin Pizzey, sem er bresk, er nýflutt til Bandaríkjanna en hefur nú þegar rekið sig harkalega á skörp horn bandarísku heilbrigðisþjónustunnar er rekin er af einkaaðilum. Reynsla hennar af þessum þætti bandaríska þjoðlífsins er forvitnileg fyrir okkur Islendinga, nú þegar uppi eru áform um sölu ýmissa ríkisfyrirtækja og meira að segja haft á orði að bjóða út ýmsa þætti heilbrigðisþjónustunnar. Þaö kom mér svo sannarlega ekki á óvart þegar mér var sagt að sennilega fengi ég enga sjúkratryggingu hérna í Ameríkunni vegna þess aö ég er yfirspennt og augljóslega alltof feit. Bandarísk tryggingafélög tryggja einungis heilbrigt fólk og tryggja jafnframt sjálf sig gcgn því að þurfa að borga fyrir meirháttar sjúkdóma með Því að setja því ákveðin takmörk fyrir því hversu lengi þau greiða sjúkrahúsdvöl viðskiptavinarins. Ef viðskiptavinurinn er grunaður um að vera sérstaklega næmur fyrir tilteknum sjúkdómum er trygging gegn þeini umsvifalaust strikuð út úr tryggingaskírteininu. Tryggingafélögin eru ekki tilbúin til þess að taka slíka áhættu... Við vorum nýflutt inn í húsið okkar í Santa Fe þegar Cleo, dóttir mín, fékk höfuðverk og háan hita. Jeff (maðurinn minn) stóð í samningaumræðum um sjúkratrygginguna okkar við sölumann tryggingafélagsins. Á meðan höfðum við „bráðabirgða tryggingu." Það er skjal sem lofaði því að fyrir ákveðna upphæð myndi tryggingafélagið sem við vorum að semja við tryggja okkur þangað til það hefði ákveðið hvort það kærði sig um að við yrðum viðskiptavinir þess, eða ekki. Bandarískir læknar fara ekki heim til sjúklinganna svo að ég neyddist til þess að fara með Cleo til læknisins vegna þess að hún var með svo háan hita. Við gerðum ráð fyrir því að hún væri með flensu vegna þess að hún hafði engin tjúkdómseinkenni önnur en hitann. En hitinn lækkaði ekki. Nokkrum dögum síðar var ákveðið að við skyldum koma með Cleo á sjúkrahúsið þar sem hún yrði rannsökuð. Cleo var lögð inn á sjúkrahúsið og dvaldi þar í fjóra daga. Sjúkdómsgreiningin hljóðaði upp á nýrnasýkingu. Læknirinn skrifaði upp á fúkkalyf og sagði að hún ætti að liggja í Um dauðarefsingar: Hljóta konur vægari dóma en karlar? ■ Böðlar hafa alltaf verið viðkvæmir fyrir konum. Þegar Phoebe Harris var tekin af lífi fyrir framan Newgate- fangelsið í London í júní 1786 fyrir peningafölsun féllst böðullinn á að hengja hana fyrst. Hún var því í dauðateygjunum, meðvitundarlaus, þegar kveikt var í bálkestinum undir fótum hennar. Samkvæmt manni nokkrum sem fylgdist með aftökunni af nærliggjandi húsþaki, í gegnum leikhúskíki, var hún „vel vaxin lítil kona,“ sem mætti dauða sínum án þess að mæla orð af vörum og án þess að fella tár. Að þremur klukkustundum liðnum var einungis smáhrúga af sviðnum leifum hennar eftir á rjúkandi bálkestinum. Tuttuguþúsund manns komu til þess að horfa á hana brenna. Hún var ein af síðustu konunni sem brenndar voru á báli í Englandi. Lögin voru miskunnsöm við Phoebe Harris. Ef hún hefði verið karlmaður hefði líkami hennar verið hlutaður niður í fjóra parta og öll innyflin rifin innan úr henni lifandi samkvæmt lögskipaðri refsingu fyrir peningafölsun. Konur væru frekar náðaðar en karlmenn og ef kviðdómur skipaður tólf konum sannfærðist um að viðkomandi kona væri ófrísk var aftökunni frestað þar til barnið var fætt og þegar þar að kom var líklegt að hún yrði náðuð. Lögin um morð innan hjónabandsins voru þó ekki eins ástúðleg í garð kvenna. Ef kona myrti eiginmann sinn var hún bæði hengd og brennd á báli á þeim forsendum að hún hefði framið „drottinsvik"; eins og þegar þjónn bregst trausti húsbónda síns. (Lögin um drottinssvik voru ekki aflögð í Englandi fyrr en 1828) Maður sem myrti eiginkonu sína var einungis hengdur þó að í þá daga, rétt eins og nú, myrði miklu fleiri karlar en konur maka sína. (Um þriðjungur þeirra sem nú sitja með lífstíðardóm í breskum fangelsum eru þangað komnir vegna þess að þeir myrtu annaðhvort eiginkonur sínar eða kærustur.) Á nítjándu öldinni gátu konur oft tryggt sér mildari dóma með því að notfæra sér þá ímynd karlveldisins að konur séu veikara og óskynsamara kynið. Þær voru álitnar auðsæranlegri og líklegri til ástríðuglæpa og oft vart álitnar sakhæfar vegna stundarbrjálsemi. Þær konur sem enduðu í gálganum voru yfirleitt þær sem framið höfðu glæpi sem gengu í berhögg við þær hugmyndir sem ■ Þao eru einungis hinir vellauðugu, eins og Crystal Carrington í sjónvarpsþáttunum Dynasty, sem hafa efni á þvi að lenda í slysum. rúminu í nokkra daga. Reikningurinn fyrir sjúkrahúsdvölina hljóðaði upp á 1500 dollara (um 41.200 íslenskar krónur). Síðan þurftum við að greiða lækninum 148 dollara (rúmlega 4000 íslenskar krónur). Tryggingafélagið afneitaði bráðabirgðatryggingunni og neitaði að greiða reikninginn. Lögfræðingurinn okkar fullvissaði okkur um að orðalag tryggingasamninga væri ævinlega svo loðið að tryggingafélögin gætu næstum alltaf komist hjá því að bæta viðskiptavininum skaðann. Hann var þó reiðubúinn til þess að lögsækja tryggingafélagið. Við vorum svo heppin að eiga 45000 (ísl) krónur aukalega svo að við sögðum lögfræðingnum að fara í mál við tryggingafélagið. Málið er enn óleyst. Fjölskyldan greiðir nú rúmlega 85000 krónur (ísl.) í tryggingaiðgjöld á ári. Við borgum mánaðarlega og þær greiðslur rýja okkur oftar en ekki inn að skyrtunni. Þegar Keita, dóttursonur minn, rak hvassan olnboga sinn óvart í vinstra brjóstið á mér nokkrum dögum síðar fann ég fyrir ógnvekjandi þykkildi undir marinu. Ég var skelfingu lostin - móðir karlmenn höfðu um kvenlega lítilþægni og uppburðarleysi. Ein þeirra kvenna sem ekki féll að hinni hefðbundnu kvenímynd var María Manning frá Belgíu sem fékk sér elskhuga og myrti hann síðan til fjár með aðstoð eiginmanns síns. Hún braut svo sannarlega allar reglurnar. í stað þess að nota eitur sem var uppáhalds morðvopn þeirra kvenna sem frömdu morð á Viktoríutímabilinu svonefnda, lagði hún elskhugann í gröf sem hún hafði grafið í eldhúsinu heima hjá sér með nokkrum velútilátnum höggum sem hún greiddi honum með skörungnum á hnakkann. í stað þess að vera niðurbrotin og tárvot af iðrun á meðan hún hlustaði á dómsúrksurðinn kallaði hún með áberandi erlendum hreim úr sakborningsstúkunni: „Þvílík svívirða! Hér sitja hvorki lögin né réttlætið í fyrirrúmi! England er lágkúrulegt og svívirðilegt land!“ Einn af lesendum Times sendi inn lesendabréf þar sem hann þakkaði guði sínum fyrir að þessi kona væri ekki ensk. Þegar hún og eiginmaður hennar voru hengd í nóvember 1849 komu þrjátíu þúsund manns til þess að fylgjast með aftökunni, þeirra á meðal Charles Dickens. Það fékk svo á hann að sjá hvernig hin dauðdæmdu engdust í dauðteygjunum og þá lostafullu skemmtun sem áhorfendur virtust hafa af aftökunni að hann gekk til liðs við þá sem börðust fyrir því að opinberar aftökur yrðu aflagðar en glæpamenn yrðu þess í stað teknir af lífi innan veggja fangelsanna. Þeirri baráttu lauk með því að opinberum aftökum var hætt árið 1868 en hefur síðan séð þeim sem berjast fyrir afnámi dauðarefsinga fyrir einni af sínum sterkustu röksemdum. Ef henging er of svívirðileg og niðurlægjandi til þess að hægt sé að framkvæma hana opinberlega er hún þá eitthvað skárri þegar hún er framkvæmd handan fangelsisveggjanna? Þegar nítjándu aldar menn ákváðu að þeir gætu ekki lengur afborið mín dó úr krabbameini. Ég vissi að ég gat ekki farið til læknisins til þess að ganga úr skugga um að ekkert væri að mér eins og ég get í London. Bandarískir læknar verða að gera fjöldann allan af rannsóknum á sjúklingum sínum þó sjúkdómseinkennin séu af einföldustu gerð. Annars eiga þeir á hættu að vera ásakaðir um kæruleysi í starfi. Hefði ég farið til læknisins míns hefði hún líklega neyðst til að senda mig í brjóstmyndatöku og sennilega hefði ég verið lögð inn á sjúkrahús til frekari rannsókna. Við höfðum ekki efni á því að borga fyrir að áhyggjunum yrði af okkur létt. Nágrannar mínir hughreystu mig. Þau geta heldur ekki fengið fullnægjandi tryggingu. Lucy og Jerry eiga fjögur lítil börn. Jafnvel þó þau hefðu efni á að greiða tryggingariðgjaldið fengju þau ekki tryggingu vegna þess að Lucy fékk krabbamein í hálsinn þegar hún var tvítug. Núna tólf árum síðar er hún enn flokkuð hjá tryggingarfélögunum sem „óhæf til tryggingar" þó hún hafi vottorð upp á heila heilsu. Tekjur Jerrys eru aðeins of háar til þess að fjölskyldan geti fengið ókeypis læknisþjónustu. Óvíst er þó hvort þau væru nokkuð betur sett ef tekjurnar færu ekki yfir markið vegna þess að fáir læknar kæra sig um sjúklinga sem hið opinbera greiðir fyrir. Hinir risastóru tryggingaauðhringir raka saman svimandi háum upphæðum án þess að taka mikla áhættu. ■ Þær konur sem enduðu í gálganum voru yfirleitt þær sem framið höfðu glæpi sem gengu i berhögg við þær hugmyndir sem karlmenn höfðu um kvenlega lítilþægni og uppburðarleysi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.