Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ1983 ■ Því er oft haldið fram að okkur sé hollt að þekkja tilfinningar okkar. Það sé ennfrem- ur nauðsynlegt andlegri velferð okkar að við þorum að horfast í augu við þær allar, hvort sem þær eru „góðar“ eða „vondar“ samkvæmt einhverri vafasamri skilgreiningu. í eftirfar- andi könnun geta les- endur komist að því í hversu miklum tengsl- um þeir eru við eigin tilfinningar. Hvernig eru tengslin við til finning- arnar? • .'.l 1 W 1. hluti Svariö cftirfarandi fullyrðingum með S fyrir satt og Ó fyrir ósatt. Draumar mínir eru einstaklega skýrir og lifandi...... Stundum fæ ég meltingartruflanir vegna taugaóstyrks....... Ég þjáist oft af svefnleysi...... Stundum er ég kvíðafull/ur eða fyrtin/n án þess ég viti hvers vegna:..... Ég fæ martraðir sem endurtaka sig æ ofan í æ..... Ég geri mér ekki alltaf Ijóst hvers vegna ég geri ákveðna hluti....... Mér vcrður bilt við af minnsta tilefni Stundum reiðist ég fólki alveg að ástæðu- lausu ....... Stundum verð ég svo þreytt/ur að ég get varla hreyft mig...... Stundum vil ég vera heima allan daginn og hvorki hitta né tala við neinn..... Stundum finnst mér sem ég hafi gert eitthvað alrangt...... Ég hef oft áhyggjur af því að fólk sé að snúast gegn mér....... Ég á erfitt með að segja nei.... Þegar einhver gagnrýnir mig hugsa ég endalaust um það...... Ég óska þess oft að ég gæti verið einhver önnur/ annar en ég er...... 2. hluti Hversu oft og hversu mikið finnur þú fyrir eftirfarandi tilfinningum? (Leitið svarsins ekki í minninu, hér er ekki verið að kanna tilfinningar sem heyra fortíðinni til heldur núverandi tilfinningar.) Skrifið á fyrri línuna O fyrir oft, S fyrir stundum eða Sj fyrir sjaldan - á seinni línuna ber að skrifa S fyrir sterklega eða L fyrir lítillega. I. Ást og samúð ( ekki kynferðislegri) 2. Reiði............... 3. Gleði eða hamingju.. 4. Leiðindum........... 5. Kynferðislegri aðlögun 6. Stolti (vegna sjálfs þín eða einhvers annars).................. 7. Sektarkennd (vegna einhvers sem þú hefur gert eða látið ógert) .... 8. Aðdáun (á manneskju eða verkum hennar)................. 9. Ótta (réttlætanlegum eða alveg ástæðulausum................. 10. Vanhæfni (að þú sért ekki samkeppn- ishæf/ur eða eftirsóknarverð/ur) 11. Sterkri andúð............. 12. Öfund (vegna þess að einhver býr yfir einhverju sem þú gerir ekki) 13. Óbeint (á hneykslanlegum mann- eskjum eða óþægilegum kringumstæð- um)................. 14. Lotningar (vegna fegurðar eða sér- kennileika einhvers) 15. Dapurleika (þíns eigin eða einhvers annars) 16. Tilfinningalegum sársauka sem ein- hver annar veldur þér............... 17. Samkeppni - ákafri löngum til að keppa og vinna.............. 18. Blygðunar vegna galla eða ófullkom- leika (raunverulegum eða ímynduðum) 19. Löngun til að særa eða niðurlægja 20. Áhyggjum............... 21. Að þú sért notuð/notaður. 22. Snortin/n, eða að þú hafir orðið andlegrar hvatningar aðnjótandi eða hafir upptendrast............... 23. Skyndilegrar blíðu eða ástúðar gagn- vart einhverjum................. 24. fjandskapar og höfnunar 3. hluti Veldu þau viðbrögð sem þér finnst líklegast að þú myndir sýna við eftirfar- andi aðstæður. 1. Menneskja sem þér finnst ekki sérlega aðlaðandi hefur verið að eltast við þig og játa þér ódauðlega ást sína. Þú yrðir.... a. ánægð/ur og tækir því sem gull- hömrum að viðkomandi þætti þú aðlaðandi. b. Það færi í taugarnar á þér að þurfa að fást við þessa manneskju sem þú hefur engan áhuga á. c. Þú grunaðir viðkomandi um að vera að leika sér að þér. d. Þú fyndir til smásektarkenndar vegna þess að hafa vakið svo sterkar kenndir með viðkomandi. e. Þér yrði skemmt vegna óviðeigandi hegðunar viðkomandi. 2. Þú kynnir hugmyndir þínar um mikil- vægt málefni á fundi í fyrirtækinu og einhver sem þú hélst að værir náinn vinur þinn gagnrýnir þær. Þú yrðir líklega... a. frekar særð/ur, móðguð/aður eða reið/ur b. öskuvondur út í vininn c. viss um að hann hefði snúist gegn þér d. hrædd/ur um að gagnrýni vinarins væri hugsanlega réttmæt. e. þú létir þér gagnrýnina í léttu rúmi liggja og álitir að vinurinn væri bara í vondu skapi. 3. Einhver biður þig um að gera sér greiða sem myndi kosta þig stóran hluta af tíma þínum og baka þér heilmikil vandræði. Þú myndir.... a. Þér væri skapraun að beiðninni og þætti þetta ágengni.............. b. Þú myndir neita því að verða við beiðninni þar sem hún ylli þér óþæg- indum og truflun.............. c. Þú myndir halda að manneskjan ætlaði að fara að nota þig.... d. Þér þætti auðveldara að gera mann- eskjunni greiðann en að þrasa eða kvarta................. e. Þú myndir útskýra að tími þinn sé of dýrmætur til þess að þú getir orðið við beiðninni............... 4. Þér býðst ný og dásamleg vinna, eitthvað sem hefur í för með sér miklu hærri laun og stöðu en þú hefur áður notið. Viðbrögð þín við þessu tilboði eru... a. þú verður undrandi, ánægð/ur eða spennt/ur................ b. þú myndir íhuga tilboðið vandlega og ganga úr skugga um hvort ekki væri allt sem sýndist............. c. þú myndir íhuga hvort verið gæti að þér hafi verið gert þetta tilboð af einhverjum ástæðum sem þér eru ekkisagðar ................. d. þú myndir hafa áhyggjur af því að þú værir ekki hæ(7ur til þess að sinna starfinu nógu vel............... e. þú myndir álíta að atvinnurekand- inn væri einfaldur, hann gæti fengið þig til starfa fyrir miklu lægri laun 5. Einmitt þegar þú ert í sérstaklega viðkvæmu og ástríku skapi hafnar elsk- hugi þinn þér snögglega. Þú verður... a. ákaflega særð/urogóhamingjusöm/ samur b. bálreið/ur yfir þessu tilfinningaleysi c. þig fer að gruna að ef til vill sé einhver önnur/annar komin/n í spilið d. þú hefur áhyggjur af því hvað þú hafir eiginlega gert til að orsaka þessa höfnun................. e. þú hefur áhyggjur af því að ef til vill eigi hann/hún við tilfinningaleg vandamál að stríða................. 6. Foreldrar þínir gefa eða lána systkini þínu háa peningaupphæð, samt neituðu þau þér um aðstoð í fyrra þegar þú baðst þau um lán. Þú verður... a. afbrýðisöm/samur og finnst þú niðurlægð/ur................ b. talar líklega ekki við þau um langa hríð................. c. óttast að systkinið hafi eitrað hugi þeirra gegn þér................. d. veltir því fyrir þér hvort þú hafir gert eitthvað nýlega sem er andsnúið vilja þeirra................ e. þér finnst smekklaust af þeim að sýna svo blygðunarlausa hlutdrægni Hvernig komast á að niðurstöðu 1. hluti: Ertu i raun og veru í tengslum við tilfinningar þínar? Þær tilfinningar sem hér voru settar fram eru oft (þó ekki nauðsynlega) einkennandi fyrir ákveðna fjarlægð frá eigin tilfinningum. Núll til þrjú „satt“ svör eru þó ekki alvarleg en fjögur til sex „satt“ svör benda til þess að spyrjandi eigi sennilega í nokkrum erfiðleikum vegna bældra tilfinninga. Sjö eða fleiri „satt“ svör eru merki um talsverðan skort á sjálfsvitund; spyrjandi gerir sér ekki grein fyrir raunverulega vandamál- inu og bregst þess vegna oft við með „röngum“ tilfinningum, t.d. með því að finna til sektarkenndar eða kvíða í staðinn fyrir að bregðast reið/ur við. 2. hluti: Hversu tilfinninganæm/ur ertu? Lítum fyrst á fyrri dálkinn. Ef þú hefur oftast skrifað „oft“ og „stundum"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.