Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 17. JULÍ1983 „höfum verið í fæðingarhríð- unum og andarslitrunum síðan á Melarokkinu“ ■ Þeir Stefán og Steinþór, trommu-og bassaleikarar Fræbbblanna sálugu hafa barið saman nýrri hljómsveit VÁ (fyrir dyrum?) og nýlega lék sveitin á Safari. Steindór vippaði sér upp á skrifstofur Nútímans fyrir skömmu til að segja okkur undan og ofan af hljómsveitinni en hún...“ hefur verið í fæðingarhríðun- um og andarslitrunum síðan á Melarokk- inu...“ eins og hann orðaði það. Með þeim félögum í sveitinni eru Sigurður Dagsson á gítar, Ólafur Páll ljóðales- ari.. “ við fundum hann á bókasafninu...“ og Vilborg annast sönginn. „Við erum búnir að vera að æfa upp prógrömm og henda þeim undanfarna mánuði enda hafa verið tíð mannaskipti hjá okkur, fólkið komið og farið en tónlistin hjá okkur spannar allt frá völsum og upp í keyrslu rokk“ sagði Steindór. Hann gat þess ennfremur að VÁ væri á leiðinni til Akureyrar einhvern næstu daga til tónleikahalds, jafnframt því sem ætlunin væri að sveitin léki undir er kvikmyndin Le fume (eldurinn) yrði frumsýnd. -FRI Ffl- harm- oníu- sveitin kemur inn nr kuldan nm ■ Nú-Tímamynd ARI ■ Og ekki stoppar traffíkin á skrif- stofur Nútímans. Skömmu áður en Steindór hellti úr skálum sínum snör- uðu þrír vörpulegir sveinar sér inn í kaffi og kleinur en hér reyndist hljóm- sveitin Fílharmoníusveitin komin, sú sem gat sér gott orð í Músíktilraunum SATT hér um árið. Þeir félagar eru Eyjóifur Lárusson, trommur, Einar S. Guðmundsson gít- ar/ söngur og Ragnar Óskarsson bassi. Bassaleikarinn er nýr, sá sem lék með þeim á SATT var Steinn Magnússon. Þeir eru allir úr Hafnarfirði og að þeirra sögn er blómlegt tóniistarlíf þar um slóðir...þar hafa verið sveitir með mörgum hljóðfæraleikurum svo okkur datt í hug að stofna eina þar sem bara væru grunnhljóðfærin...“ segir Einar. Tónlist þeirra er, þráttJyrir nafnið á sveitinni, nýbylgjurokk og semur Ein- ar flest iögin og textana. Allt pró- grammið er frumsamið og hafa þeir gert demó með lögum sínum enda unnu þeir 20 klukkustundir í Nema á SATT. tilraununum... „textarnirfjalla um persónur í daglega lífinu, þessa smáborgara með svona kaldhæðnis- legu ívafi...“ segir Einar er við forvitn- umst um þ;í hlið mála. Það sem helst er á verkefnaskránni hjá þeim er hugsanleg plata í haust en þeir segjast ætla að æfa stíft næstu vikurnar og halda sfðan sem flesta tónleika seinni part sumarsins. -FRI OLLUM ŒRUM ERAMAR Gerðu bestu bflakaupin Líttu á staðreyndirnar Við bárum saman verð svolítið sportlegra bíla með vélarstærðinni 1300 cc. -1600 cc. og með fímm gíra gírkassa þar sem þáð fékkst. (Samanburður gerður 11.7. ‘83) Alfasud Ford Escort Honda Civic S Mazda323 Mitsubishi Cor Toyota Tercel Volvo 343 ' ILQIQOQ.OO 1500cc, 5 gíra, 3ja dyra, ki kr. áXkáMJMlM kr. 293.000.00 kr. 272.000.00 kr. 307. OOO.0O kr. 275.000.00 kr, 346.000.00 OG LOKS Á LANGBESTA VERÐINU NI5SAN CHERRY 1500cc, 5 gíra, 3ja dyra á aðeins kr. 257.000.00 Samt er CHERRYríkulega búinn. Hann er t.d. með snúningshraða- mæli, lituðu gleri, útvarpi, skottlok, bensínlok og báða afturglugga má opna úr ökumannssæti, veltistýri, rafmagnsklukku, hitaðri, afturrúðu með rúðuþurrku og rúðusprautu, 6-12 sekúndna stillan- legum biðtíma á þurrkum, framhjóladrifi, 84ra hestafla vél og margt margt fleira. - . ; , Munið bílasýningar okkarum helgar kl. 2-5. Tökum allar gerðir eldri bifreiða uppínýjar VERIÐ ÓHRÆDD VIÐ AÐ GERA SAMANBURÐ - ÞAÐ ERUM VIÐ / NISSAN LAÍVG-LANG MEST FYRIR PENINGANA INGVAR HELGASON s3355» SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.