Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 5
l SUNNUDAGUR 14. AGUST 1983 xS Jim Bridges fær ði vinum Ramsaur tertu, þegar sjón varpsútsendingin var afstaðin. af sjúklingum þessum, en mikið meira er varla hægt að gera, - óttann er ekki hægt að taka af neinum. Sífellt gera menn vart við sig sem eru hamslausir af ótta vegna lítilsháttar eitlabólgu eða annarra ummerkja, sem oftast eru meinlaus. Guðleg refsing? Þessi ótti hefur breytt umgengnisvenj- um margra kynvillinga. Þeir hyllast nú til að láta sér nægja einn vin í stað þess að hafa með sem flestum. Þá eykst bilið milli þeirra og fólks sem eðlilegt kynlíf ástundar, því AIDS faraldurinn hefur kynt undir gömlum fordómum. Skrif um málið hafa upplýst að ýmsir kynvillingar eiga um hundrað ástmenn og hafa mök í endaþarm við marga á sama kvöldinu. Þetta hefur reynst meira en mörgum ærukærum heimilisföður af gamla skólanum var unnt að trúa með góðu móti, en nú er að sjá sem stund endurgjaldsins sé upp runnin. „Vesa- lings kynvillingarnir,“ segir dálkahöf- undur einn, Patrich Buchanan, í New York Post. Þeir hafa lýst yfir stríði gegn náttúrunni og nú lætur náttúran þá kenna á stafnum." Lesendabréf íTíme: „Kynvillingur sem fer aftan í 60 menn á ári getur ekki ætlast til að venjulegt fólk kosti lækningu hans. Kynvillingar eiga að kosta sínar lækningar sjálfir." íhaldssamir og strangtrúaðir Ame- ríkumenn þykjast nú hafa fengið lækna- vísindin í lið með sér því til sönnunar að lestirnir hljóti að teyma refsingu Guðs á eftir sér. „Herpes, AIDS og kynsjúk- dómarnir, allt er þetta ótvíræð vísbend ing um hvern dóm Guð hefur fellt yfir þjóðfélaginu,“ segir séra Jerry Falwell, leiðtogi hægrisinnuðu samtakanna, „Sið- ferðilegurmeirihluti“(Moral Majority.) Byltingin étur börnin sín Stúndentauppreisnirnar á sjöunda áratugnum höfðu í för með sér að kynvillingar þóttust fremur en.áður geta um frjálst höfuð strokið og þeir sáust víða leiðast hönd í hönd og kyssast í neðanjarðarjárnbrautinni, svosem í San Fransisco og í New York. Annarsstaðar, t.d. í mið-vesturríkjum Bandaríkjanna var samt allt áfram með sama gamla bragnum. Nú virðist hins vegar svo komið að þessi „sex“- bylting sé byrjuð að éta bömin sín. Herpes- sjúkdómurinn sló þá sem lifðu taumlausu kynlífi með blöðrum og hrúðri og nú kemur AIDS niður á þeim sem enn syndsamlegri hluti hafa aðhafst. Því er nú talið að Reagan-stjórnin muni hugsa sig tvisvar um áður en hún samþykkir 12 milljón dollara fjárveit- ingu til rannsókna á AIDS eins og þingið hefur lagt til. Brátt hefst forval um forsetann og samtökin „Siðferðilegur meirihluti" styðja Reagan. (Þýft - AM) ■ Talið er að AIDS verði til þess að margir kynvillingar muni kjósa að taka upp samband við aðeins einn félaga í stað þess að vera með sem flestum. Á myndinni eru sjúkraþjálfari (t.v.) og hjúkrunarmaður, sem búa saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.