Tíminn - 14.08.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 14.08.1983, Qupperneq 6
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 6 „FJOLMIÐLAR HAFA FÆRT STJÓRNMÁLA- MENNINA NÆR FÓLKINU” — rætt við bóndann og ráðherrann Jón Helgason frá Seglbúðum ■ Leiðin iiggur að bænum Seglbúðum í Landbroti, V-Skaftafellssýslu. Þó svo ad störfin hafi gengið sinn vana gang þar á bæ og ekki verið mikið um sveiflur í búskapnum, þá hefur meira verið að gerast í mannlífinu. Jún Hclgason bóndi, fyrrverandi oddviti Kirkjubæjarhrepps, alþingismaður, forseti sameinaðs þings og nú landbúnaðar-, dóms- og kirkju- málaráðherra býður til stofu. Ég er fæddur hér að Scglbúðum, 4. október 1931. Eftir áramótin 1944-45 fer ég fyrst að heiman til nánis í undirbún- ingsdeild fyrir menntaskóla. Ilaustið eftir sest ég á skólabekk í Menntáskólan- um í Reykjavík og lýk þaðan stúdents- prófi 1950. Að því loknu fer ég heim og sinni bústörfum með móður minni, Gyðríði Pálsdóttur, cn faðir minn Helgi lést árið 1949. Ég starfa síðan að bú- skapnum heima, utan cinn mánuð scm ég sótti mína cinu búfræðslu á námskeiði er Búnaðarsamband Suðurlands gekkst fyrir. Við búinu tek ég síðan 1958 og 1961 kvænistégGuðrúnu Þorkelsdóttur. Atti búskapurinn hug þinn fram yfir áframhaldandi nám? - Já, ég gerði það fljótt upp við mig, að ég væri það tengdur þessum stað, og annað kæmi ekki til greina. , Byrjar þú sncmnia að hafa afskipti af félags- og stjórnmálum? - Pað má segja það. A skólaárunum í Reykjavík starfaöi ég í Félagi ungra Framsóknarmanna og þegar heim kom, hélt það áfram. Það að auki tók við ungmcnnafélag og störf því tcngd. Síðan í Kaupfélagi Skaftfellinga, fyrst endur- skoðandi, síðan stjórnarformaður þar og Búnaðarfélag og annar sá félags- skapur sem um var að ræða í sveitinni. Nú hefur fjölgað frcmur en fækkað félagsstörfum hjá þér. Hefur þú tíma til að sinna búskapnum? - Nei, það er vitanlega ekki orðið hægt að reikna með neinu slíku. Allt hefur þó þetta borið nokkuð skyndilega að. Akvörðun í sambandi við þátttöku mína núna í stjórnmálastarfi verður fyrst þannig, að sæti á framboðslista var ákveðið fyrir kosningarnar 1974, á kjör- dæmisþingi sem haldið var nokkrum dögum áður en framboðsfrestur var útrunninn og þá var vitanlega ekkert annað að gera en að hrökkva eða stökkva. Ég vissi vitanlega ekki hver aðstaðan yrði í framhaldi af því. Fyrstu árin reyndi ég að hafa umsjón með búskapnum mcð því að fá góða menn til hjálpar við bústörfin og það gekk með aðstoð konunnar. En nú síðustu ár höfum við rekið hér félagsbú með systursyni mínurn, Erlendi Björnssyni og hafa störfin að sjálfsögðu mætt mest á honum. Að Seglbúðum virðist ekki stór-bú, en sýnist ganga vel. Hver er galdurinn? - Ég vcit það ckki svo ákveðið og engin einhlít skýringer tiltæk. En auðvit- ■ Talið frá vinstri: Gyðríður Pálsdóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, kona Jóns, Guðríður Jónsdóttir og Jón Helgason. Því miður vitum við ekki hver konan bak við þau er. ■ Jón Helgason, landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra flytur ræðu á minningarhátíð í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá upphafi Skaftárclda. Tímamynd Birgir að er fyrst og fremst að reyna að hafa arð af því sem maður er með. Margt er hægt að gera svo þannig geti farið. Gæta þarf vel að hirða, eins og kostur er, um skepnur og jarðargróðurog mikilvægt er að störfin séu únnin á réttum tíma. Nýta þarf sem mest það sem heima er hægt að fá, því hér gildir ekki síður nú en áður að hollur er heimafenginn baggi. Við þær aðstæður sem við búum við í dag, þarf að stefna að því að aðkeyptar rekstrarvörur séu sem allra minnstur hluti af búrekstrinum. Hvaða kostum þarf góður bóndi að vera búinn? - Það eru ákaflega mörg atriði sem þar koma til greina. Vitanlega er búrekstur atvinnurekstur. Þar hlýtur því hagfræði- lega hliðin mjög að koma til og haga þarf hlutum út frá því sjónarmiði. En síðan er það hin hliðin; viðskiptin við skepn- urnar og landið. Mér hefur alltaf fundist að verkefnin séu óþrjótandi, og alltaf megi betur gera. Mér fannst sjálfum alltaf heillandi að vinna að uppbyggingu og því að reisa byggingar. Vissulega eru tímarnir breyttir hvað varðar byggingar og bústörf. Allt hefur stækkað í sniðum og fjármagnskostnaður aukist. Upp- bygging verður sífellt erfiðari og fjár- frekari. Fórnar stjórnmálamaðurinn fjöl- skyldulífinu fyrir hugsjónir í þágu lands og lýðs? - Það verður að viðurkennast, að lang mesti annmarkinn við þetta starf, er sá sem lýtur að fjölskyldunni og það er vissulega mikið álag við þá aðstöðu sem maður úti á landi býr við. Það sem við höfum verið að reyna er að halda tengslum við sveitina og mannlífið hér og þar af leiðandi hefur mín fjölskylda dvalið hér. Þetta eru orðin níu útlegðar- ár og vissulega spyr maður sig stundum að því, af hverju maður er að þessu. Hefur maður rétt til þess að gera þetta gagnvart fjölskyldunni? En ég held að í þcssu sé erfiðara að snúa við heldur en að leggja af stað. Maður reynir að takast á við það sem að höndum ber og leysa þau störf af hendi eins vel og frekast er unnt. Hætti maður því, er raun- verulega ekkert annað að gera en að taka saman. Á Klaustri er rekinn góður skóli, sem lagt hefur drjúgan skerf í uppeldi ungu kynslóðarinnar. Við höfum eins og aðrir notið góðs af því. Má búast við stefnubreytingu á mál- efnum landbúnaðarins í þinni ráðhcrra- tíð? - Ég tel nú sjálfur og e.t.v. fleiri að ég sé enginn byltingamaður. Ég held að í landbúnaðinum gildi það, að ekki sé æskilegt að breytingar verði ntjög snöggar, nema þá ytri aðstæður geri það algjörlega óhjákvæmilegt. Vitanlega

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.