Tíminn - 14.08.1983, Qupperneq 14

Tíminn - 14.08.1983, Qupperneq 14
14 samtali viö hótelstjóránn, Fletcher Brumit, sem greindi frá því að öl! skráningarkort fyrir 3. júní hefðu verið stimpluð - ranglega - 4. júní af því að stimpilvél hótelsins hefði verið vitlaust stillt. Bilun í stimpilvél er einfaldari og nærtækari skýring á ósamræminu en skipulögð fölsun, en á það vilja höfundar ekki fallast. Þeir segja að Brumit (sem nú er látinn) hafi ekki nefnt þetta atriði í yfirheyrslum hjá lögreglu snemma á sjöunda áratugnum. Eins vanti eið- svarna yfirlýsingu frá honum og öðru starfsfólki um þetta atriði. En það að slík yfirlýsing er ekki fyrir hendi hrekur ekki þessa skýringu. FBI þurfti ekki á henni að halda, gögn lögreglunnar sýna að bæði Brumit og aðstoðarmaður hans Coby Briehan staðfestu að um bilun í stimpilvél hafði verið að ræða og voru reiðubúnir að vera vitni fyrir rétti. NAFN GOLDS Á ELDRI LISTA Enn marktækari gögn um dvöl Harry Golds á Hilton hóteli í Albuquerque eru til í fórum alríkislögreglunnar. Hinn 21. apríl 1950 þegar starfsmenn FBI voru að rannsaka mál Fuchs voru þeir beðnir að gera skrá yfir alla þá sem búið hefðu á hóteli í Albuquerque í júní 1945, en það var sá tími sem Fuchs kvaðst hafa hitt milligöngumann sinn. Listinn var tekinn saman og verkinu lokið 27. apríl 1950 - næstum einum mánuði áður en Gold var tekinn höndum og varð sá sem mestar grunsemdir beindust að. Á miðri bls. 25 á listanum er nafn hans að finna og þar kemur fram að hann skráði sig á hótelið 3. júní 1945. Schneir hjónin vísa þessu sönnunar- gagni einfaldlega á bug og staðhæfa að það sé falsað. Rökin fyrir því eru þau að á þennan lista sé ekki minnst aftur í gögnum FBI fyrr en 6. júní 1950 og þá í minnismiða frá J. Edgar Hoover yfir- manni alríkislögreglunnar. Þeir tclja því ástæðu til að ætla að nafni Golds hafi vcrið bætt inn á listann síðar. Sérhver sem lítur listann augum sér þó að þetta getur ekki staðist, þar er ekki minnsta vísbcnding í þá átt, og nafn Golds á listanum í engu frábrugðið öðrum nöfnum. En hugsum okkur að í fórum alríkislögreglunnar finnist nú frekari til- vísanir til þessa lista og nafn Golds á honum. Hvað mundu höfundar þá gera? Er ekki líklegt að þeir mundu enn einu sinni tala um fölsun, það væri í samræmi við önnur vinnubrögð þeirra. Engu virð- ist skipta hve mörg eða mismunandi gögn eru lögð frani sem fara í bág við kenningu þeirra, höfundar kalla allt slíkt fals. Þau geta einfaldlega ekki sætt sig við að Harry Gold hafi búið á Hilton hóteli 3. júní 1945. EFASEMDIR UM RITHANDARFRÆÐI Einu gögn í fórum Schneir hjónanna sem vakið getá efascmdir um dvöl Harry Golds á Hilton eru niðurstöður rithand- arfræðingsins Elizabeth McCarthy. En hér verður að hafa í huga að rithandar- rannsóknum cru mikil takmörk sctt, og vitað er að MacCarthy hafði samúð mcð málstað Rósenbcrg hjónanna. Eins er á það að benda að annar rithandarfræð- ingur, Hannah Sulner, rannsakaði kortið og komst að gagnstæðri niðurstöðu við McCarthy. Þá niöurstöðu er ekki að finna í bók Schneir hjónanna, og vafa- mál hlýtur því að teljast hvort hægt sé að taka mark á þeirri fullyrðingu þeirra að þau séu „hlutlausir rannsóknarmenn" ogekki málsvarar Rósenberghjónanna. HORFT FRAMHJÁ MIKILVÆGUM GÖGNUM í hinni nýju útgáfu bókarinnar Invitat- ion to an Inquest kemur fram að höfund- arnir hafa kosið að láta rannsókn sína á hinum nýju gögnum frá FBI nægja áður en þau sendu frá sér fjórðu útgáfu bókarinnar. Þau segjast hafa ákveðið að taka ekki nein viðtöl og ástæðan er að sögn þeirra eftirfarandi: „Þegar við- fangsefni manna eru tilteknar staðreynd- ir - nákvæmar dagsetningar, nöfn og staðir, þá er vafasamt að byggja á óstuddum endurminningum um atburði sem gerðust fyrir þrjátíu árum. Þess vegna ákváðum við að leita ekki til þeirra sem þekkja til málsins, og láta nægja að hlýða á þær raddir sem tala til . ——---------:-------------—:-------. .....,...—- ..— H'flli SUNNUDAGUR 14. AGUST 1983 frffiT^Inw í rvribidinni vv ttú hrfiié ««#»« líáð fyrir Rósenberghjónin! Stœrsfu verkalýðsfélög Bretlands, belgískir og danskir iögmenn, franskir kirkjufeður, œÖstuprestar GyBinga leggjo þeim liS, þegar liflátssfundin nálgast | \itmwm iíM Á firamtudagskvöld (kl, 3 aðíaranótt iöstudagsins eitir ísl. tíma) verða Rós- enberghjónin tekin aí líii í raimagnsstólnum í Sing Sing fanaelsi, eí íisen- hower Bandaríkjaíorseti lætur ekki undan þunga almenningsálitsins og beií- ir náðunarvaldi sínu til að bjarga hinura ungu hjónum írá Uíláti Síðustu dagana hafa raargir baetzt í hóþ þeirra hundTuð þúsunda, sem þeg- ar hala mótmælt dómnura og lagt hjónunum lið, oy það orkar ekki lengur tví mælis, að Bandaríkjastjórn mun baka sér fyrirlitninau mikils hluta raann- kynsins, ef forseti hennar neitar að láta undan kröfunni um náðun H»*tWuur B;>i«ljinkjanrvft Wn»5i ,i *«r beíðnj verJandBns l alt.f r i ............... iiðraiti lioimi i Muritunbl»«til Iwtu, «ú kJó Mlnniun «ð *-*» nJHInwltt 1 o* arr-lnt krfur í Iti hér i btaðimi «r KM.t- W}a* lao»» frtk Monkvu. um frestun iifliuíns ug neítafií um lclfi; i fiórfia *innl, «tn upp- tSltu máísím, m \\m hana var btfiíð « beím for.sendum. ,ið ný gtign la-gíu nú fj-nr, sonri- uðu tn«ittk*ri á höfuðvitnln gegn hjómmum. Wrjand! hjórvmn.i, Emm»nuel Bloch, lagfii Þ««ar nm. Á fóstudttgínn samþ.vkktu ssjórn:.- tvegg:Mi íHrrstu vertw- ifðsamhanóa Brnt’ands. sam- banfi* flutningaverkamanna og jSmbrautamarfsmanna. sem samtals hoía !.? wúllj. rnatina útnars véSsanda sinna. ftirseln, i febrúar I Fundur tloinisl mHL ins hafinn í Búdapest Krbtinn E. Andrésson situr -■ Fundur hetraaíriðErráðsiní hófs; i Búdapeii, 1 Ungverjalandá, í gær. Kn-Umx E Ándrésson íundinum fvnr hönd Íslencinga Á lund'fium, sem futltrúar fráj fridnr »>* bSium álfum Swám -sitja. wtttti rsm um hinar auknu frifSw- borfur. scm skapari H»i» f bt-imínum á slðuílu vikum o* á hvem hírt friaarhrejfingrm gvti ttú ha«að ítarfi : að iryni* -msmokyttítttt íettan írið. Fundtfrinn ttttm t Wm v&r wi! ttkfrt fr s*érí;‘að:»!3 lí»* u id Heimsstjómmálin hverfa í skuggann fyrir harmleik Rosenberghjónanna | Aftaka þeirra vekur hvarvetna reiSi og fyrirlitningu i garS Bandarikjazt]órnar Bandamku hjónin Gthel og Julius Rosenberg voru tek- in al tíii í rafmagnsstótnum í S/ng Smg fangrlsinu i New York á miðnættS i fyrrinótt. Aftökunni Itafði vertð ftýtt um þrjá klukkutíma til þess að henni yrði lok/ð áð ur en hvíldardagur gyð/nga hófst en hjón/n voru ba'ði gyðlngar. Hálftima fyrir aftökuna neit- aði Etsenhowor Bandarikjafor- seti enn einu einni að >yrma lifi hjónanna. Hann hafnaði náðtmai beiðni f>Tir þeirra hönd frá Etheí, *era verjandi hjón- anna flutti beint úr f*nge1*is- klefa hennar til Hvita húa*ins. Kr.Htftrilftri bmtkm atv*rp(i1tt» i Wtuúdujftutt weelr ftð I hiífuðborjf tt»nd»rikj*ii»a hitíl httttt útakan- hd hurmhlhur HixwnlK-rKhjótt- tuuia ttttkað Ul hUðar Wnuitt þýð Imtnrirtlkltt viðburðum »fðu*tu dafftt í Kórt-u OK |»ýrUidandl. FAtk hfrft v*rt» uin *n*wð hos*»ð rn )iv<»ri Mfl þelrra yrð» hjnritttð » *iðu*iu *tttiidu. Pngar fréttin um að hjónin héfðu verið Jiflátln bamt út hvarvetna reiði °* Svipaðir . 'rtburðir gerðust Róm, London, Melboume A*traliu og víðar. Ht.<ft-nbrr«hj<>«ln «-ru fyrvtu br.-yriii Iw.rMaramtr i wíieo Hantisf ríkjann*. w>m trkntr rro »1 tífl fyrfr nJó*iutáU«-nv Imii Wlilil fram sftktryri vinu altt Ut htn* HÍðftsta ag m-UuÓu ftð Þlktsjft tí< K.-Kn þvi að ljúsft á sík siíkum. Þftu lát» rfllr sts «vo drunst, srv ag tíu ftra Kftmlft. j. okkar úr skjölunum og tímans rás hefur í engu haggað.“ Ummæli af þessu tagi frá höfundum sem hika ekki við að telja hvaða skjal sem er frá alríkislögreglunni falsað þegar það hentar þeim hljóta að vekja undrun - ef ekki hneykslun. Þau hafa leitt hjá sér mikilvægustu gögn lögreglunnar og neita að horfast í augu við þau gögn sem ganga gcgn upphaflegri kenningu þeirra. Um það eru mörg fleiri dæmi sem ekki verða rakin hér. MARGT ATHUGA- VERT VIÐ FRAMFERÐI RÉTTARINS Það er rétt að þau skjöl um mál Rósenberg hjónanna sem alríkislögregl- an hefur heimiiað birtingu á leiða alls ekki í Ijós að ákæruvaldið hafi haft rétt fyrir sér í sérhverju atriði. Þau sýna t.d. að yfirmanni lögreglunnar, J. Edgar Hoover, var vel Ijóst að talið um þá hættu sem njósnastarf Rósenberg hjón- anna heföl valdið Bandaríkjunum var stórlegá ýkt. Þau sýna líka að Ethcl Rósenbérg var handtekin og dæmd á grundvclli mjög lítilla gagna, svo unnt væri að nota hana sem gísl til að þvinga fram játningu eiginmanns hennar. Hörmulegt er til þess að vita að í skjölum FBI kemur fram að ein þeirra spurninga sem starfsmenn lögreglunnar ætluðu að spyrja Júlíus Rósenberg rétt fyrir aftökuna var: „Vissi konan þín hvað þú varst að aðhafast?" Skjðl sýna líka fordæmanlegt fram- ferði dómarans, Irving Kaufmans. Hann ræddi cinslega við saksóknara um vænt- anlegan dóm meðan á réttarhöldunum stóð, en það er brot á réttarreglum. Þegar hann kvað upp dóminn sagði hann: „Ég hef ekki lcitað álits í dóms- málaráðuncytinu." Skjöl sýna að hann fór með ósannindi. Eftir að kviðdómur hafði látið skoðun sína í ljós bað Kauf- man dómari saksóknara að komast að því hvert væri álit manna í dómsmála- ráðuneytinu á því hvaða dóm ætti að kveða upp. Saksóknari sagði honum að í ráðuneytinu væru menn ekki á eitt sáttir. RÓSENBERG HJÓNIN EKKI SAKLAUSIR PÍSL ARY OTTAR En frá þessum staðreyndum er löng leið til staðhæfinga höfunda bókarinnar um að hin nýbirtu skjöl FBI sýni samsæri og yfirhylmingu. Það gera þau ekki. Höfundar virðast álíta að það að vitni geti ekki munað tiltekin atriði við fyrstu yfirheyrslu geri allan frekari vitnisburð ómarktækan. Skilningur þeirra á vinnu- brögðum lögreglu og takmörkunum mannlegs minnis er næsta einfeldnings- legur. Frekar væri kannski ástæða til grun- semda ef Harry Gold og önnur vitni hefðu munað dagsetningar nákvæmlega um leið og þau voru handtekin. Enn fremur sýna skjöl FBI að fulltrúar lög- reglunnar voru sendir til að athuga betur ýmis atriði sem fram komu í yfirheyrsl- unum yfir Gold og Greenglass. Þessi vinnubrögð leiða höfundar hjá sér, og setja fram staðhæfingar um fölsuð skjöl eftir eigin mati á því hvernig rannsóknar- menn eigi að hegða sér. Þau hafa ekki leitt neitt nýtt í Ijós, hafa engar beinar sannanir eða vitnisburði fram að færa sem stutt geta ákærur þeirra rökum. Öll fyrirliggjandi gögn benda til þess að Rósenberg hjónin hafi tekið þátt í njósnastarfi, ogeinkum að Júlíus Rósen- berg hafi verið mjög flæktur í njósnanet. Þessi niðurstaða kann að vera sársauka- full fyrir alla þá mörgu sem fram að þessu hafa verið sannfærðir um að Rósenberg hjónin hafi látið lífið saklaus með öllu. En þótt á þetta sé fallist þýðir það ekki að tekið sé undir ummæli þau - sem Kaufman lét frá sér fara er hann kvað dóminn yfir þeim upp, eða að dauðadómur yfir þeim hafi verið rétt- látur. Menn geta enn fremur verið þeirrar skoðunar að Rósenberg hjónin hafi verið líflátin af pólitískum ástæðum. Þau voru - eins og gagnrýnendur stað- hæfa - gerð ábyrg fyrir öryggisleysi Bandaríkjanna eftir að einokun á kjarn- orkuvopnum tapaðist. Þremur áratugum eftir að Rósenberg hjónin voru líflátin vitum við að þau voru ekki þeir erkisvik- arar sem Kaufman dómari ásakaði þau fyrir að vera. Þau gáfu ekki upp leyndar- málið um smíði kjarnorkusprengjunnar, enda þótt Sovétmenn kunni að hafa notað ófullkomið riss frá þeim til að staðfesta nákvæmar upplýsingar frá Klaus Fuchs, sem var aðeins dæmdur í 9 ára fangelsi. Og örugglega voru þau ekki ábyrg fyrir stríðinu í Kóreu. Það var skammarlega farið með þau fyrir réttin- um og af sumum opinberum embættis- mönnum sem ábyrgð báru á réttarhöld- unum. En Rósenberg hjónin voru á hinn bóginn ekki saklausir píslarvottar. - GM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.