Tíminn - 14.08.1983, Side 18

Tíminn - 14.08.1983, Side 18
* 'l'* SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 nutíminn ■ Þctta var sannarlega ekki andríkt kvöld. Þaö var fátt og ekki endilega góðmennt, barþjónninn kvartaði yfir lélegri sölu og undirtektir áhorfenda litlar. Það var nú ekki skrýtið þar sem aðeins eitt atriði af þremur var af þeirri tegundinni að þörf var á klappi. Að vísu var lofaðæ fjórða atriðinui í blöðum sem voru Ijóðskáld en þau létu ekki sjá sig. Næstsíðasta númerið var DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og ná- grennis). Mer er það sannarlega hulin ráðgáta hvernig þessari hljómsveit tókst að vinna Satt-keppnina hér um dagana. Henni hefur kannski tekist óvenju vel upp í það skiptið en á þessari samkomu gaf hún ekki í skyn að verðlaunin hafi lent í réttum höndum. Mér skilst að markmiö DRON sé að spila fjöruga tónlist, auk þess er nafnið eitthvað í þá áttina, og að hún setj i sér engar ákveðnar skorður tónlistarlega. Það má á vissan hátt segja að hljómsvcitin sé fjörug, hraðir taktar inn á milli og smá stuö- tilburðir. En hún er bara svo hallærislega töff. Einhver þureltur rokkstjörnu- draumur eitrar klabbið, tónlistin í ætt (Tímamyndir Sveinbjörn Gröndal ■ Rúnar söngvari Jóa á hakanum ■ Jói á hakanum, þeir Þóröur, Ragnar, Fransi á myndina vantar Gunnar Á HAKANUM við rokk/rcggae og tcxtarnir m.a. citt- hvað á þessa leið: came home latc in thc evening/ had been working all day. Það var líka sungið um Magnús Bjarnfreðs- son en undirritáður fékk ekki skilið hvaða hvöt lá þar að baki. Síðasta atriðið var hljómsveitin Nef- rennsli. Hún lékk eitt sinn í MH fyrir nokkrum mánuðum og fannst mér þá undarlegt hvað söngvarinn lagði mikla áherslu á orðið fuckin' í söngvum hljóm- sveitarinnar. Þetta kvöld sá hann einnig ástæðu til að heiía því orði yfir íslcnska áhorfendur sína í laginu Afghanistan. Ef eitthvað, þungt liggur á hjarta hans í sambandi viö utanríkjapólitík þá held ég að lausnarorðin eigi greiðari leið að hjörtum íslcndinga á íslensku. Það er annars leitt að heyra að Nef-' rennsli, scm uppi cr.árið 1983, skuli enn sækja cfnivið sinn í hljómsveitir sem flcstar lognuðust útaf þá árunum 1978- 1979. Kcyrslan og spilið var nefnilega ágætt og söngvarinn með góða rödd. Skcmmtun þessi hófst kl. ellefu og meö leik lítið þekktrar hljómsveitar sem heitir Jói á hakanum. Hún hefur þó vcrið til í þrjú ár eða svo en sjaldan komið fram og sjáldan verið lofuð og prísuð vegna allsérkennilegrar tónlistar. Enginn af þeim kunni baun á hljóðfærin fyrir þremur árum. það hvarflaði heldur ckki að neinum og fáir tóku tónum þeirra með alvöru. Og síst þeir sjálfir. Þótt enginn sérstakur metnaður hafi legið að baki Jóa helur Itann æft stöðugt og í liðinni tekið miklum breytingum, samfara því að meðlimirnir hafa byrjað að kannast við hljóðfærin. Jóí á hakanum getur ekki spilað flókna tónlist, Þ.a.l. er hún einföld, skýr og oftast úr skemmtilega rökréttu sam- hcngi við hina almennu dægurlagatón- list. Ég hafði búist við að sjá eitthvert allsherjar rugl og ringulreið vegna kunn- áttuleysis en fékk svo aldeilis stór kjafts- högg í formi vcl útsettrar og hógværrar tónlistar. Rúnar söngvari og einn af tveimur hljómborðsleikurum er mjög öruggur sviðsmaður, hefur sterka rödd sem hann nýtir á fleiri vegu en gengur og gcrist, og stýrir hljómsvcitinni af miklu sjálfsöryggi. Hógværðin er það sem vekur góðar kenndir með Jóa á hakanum. frá sviðinu kemur fersk original tónlist sem er skrýtin án þess að vera þreytandi eins og oft vill. verða með hljómsveitir sem einblína á það takmark að vera öðruvísi. Mikil kímni og barnalegur cinfaldleiki lyfta Jóa upp úr því feni sem tvær fyrrnefndar hljómsveitir hafa sokkið í. þ.e. að láta fyrirmyndirnar ræna öllu persónulegu og áhugaverðu. Þó að það sé ansi hæpið að Island rými svokallaðar underground hljómsveitir þá segir nafn Jóa á hakanum mikið um stöðu þessháttar hljómsveita. En með þessari nýju tónlist Jóa finnst mér ekki sanngjarnt að hann þurfi mikið lengur að dvelja á hakanum. - Bra Plötur Sending af himnum ofan Bob Marley & The Wailers - Confrontation/Fálkinn ■ Ég béiö eftir þessari plötu með talsverðri óþreyju. Ekki vegna þess að eitthvað nýtt eöa frumlegt'heyrðist frá Marley, cnda maðurinn dáinn og far- inn til Yah. heldur vegna þesscg vildi vita hvort platan væri samansafn af afgangsupptökum og þá líklegast lé- legum. Síðasta plata Bob Marley, Uprising, var mjög_góö og hefði staðið sem veglcgur legsteinn þessa mikla iistamanns og trúarpostula. Maðurgat þá auðveldlega tmyndað sér að Con- frontations, þessi nýja plata scm inni- heldur upptökur gerðar rétt fyrir himnaför meistarans, yrði aðeins til þess að cyðileggjit góð lokaorð Marley. En það var nú síður cti svo. Eftir margar hlustanir finnst mer Confront- .ations vera éinhvcr bcsta plata Marley, ef ekki sú besta síðan Natty Dread kom út. Hljómurinn er mjög líkur og á Uprising. mixingin nokkurnveginn sú sama, en söngvarnir í heild sterkari og melódískari en nokkru sinni fyrr. Á Uprising var aö ftnna tvö hliðarspor frá reggae tónlistinni. lagið Could you be loved var meira í ætt við diskó og Redcmption Song var eingöngu leikið á gítar. Sá söngur var sá síðasti á Uprising, mjög áhrifamikill og textinn þannig að hægt var að ímynda sér að Marley væri kunnugt um endalok sín og væri að senda heiminum sín loka- orð, í þágu friðar og frjálsrar hugsunar. Emancipate your selves from mental siavery / none but ourselves can free our minds / have no fear from atomic energy / cause none a them can stop the time / How long shall they kill our prophets / while we stand aside and look / yes some say it's just a part of it / wc’ve got to fulfill the book. 'CúC ífttthuíT:f' 6 Teú íöfitLtiítb , ■ . Hvort sem Bob Marley bjóst við dauöa sinum eða ekki. er svolítið kaldhæðnislcgt að lesa yfirskriftina yfir textunum á Confrontations: Dem a go tired to see me faec, Can’t get me our a the rtiee. En Marley var tvímæla- laust foringi og helsti fánaberi „rast- antia" og kemur til með að lifa þótt líkaminn sé horfinn á braut. Cönfrontations er mjög jafnstcrk plata út í gegn, Ijúft reggae sem þarfnast svolítillar þolinmæði því allt rennur í eitt við fyrstu hlustun. Þó er lagið I know frekar undir soul áhrifum og vægast sagt undursamtega vel gert. Buffalo Soldier, það lag sem hefur orðið vinsælt af plötunni, fjallar um flutning forfeðra dreadlokkanna frá Afrtku til Ameríkur og barátlu þeirra í nýja landinu, baráttunni sem enn stendur. Að hlusta á það lag er næsta sorglegt því það er sorglegt aö horfa á eftir svotiít stórkostlegum liigasmið. Buffalo Soldier á eflaust eftir aö verða talið upp meðal eftirminnilegustu logum meistarans. eins og 1 shot a sheriff, No Woman no cry, Rastaman Vibration. Kaya og fleirum. Það er eflaust nokkuð til í því að reggae tónlist hljómi keimlík yfir höfuð þótt ntikillar þröngsýni Itafi gætt í garð hennar. En það er nú bara eins og með þungarokk og annaö. T.d. hefur enginn getað troðið upp á mig þungarokki og ég á aldrei eftir að samþykkja þá tónjistvegna þcss hvað hún er óendanlega hugmyndasnauð, ef undan eru skildir nokkrir frum- kvöðlar þeirrar stefnu líkt og Led Zeppelin. En rætur reggae liggja dýpra og nóg er að líta til fimmta áratugsins til að heyra breytingarnar sem hafa orðið á bæði yfirbragði og bíti þeirrar tónlistar. Soul, blues. bluebeat og fleiri amerísk áhrif hafa blandast við tónlist frumkvöðlanna frá Jamaica og á einum af elstu upptökum Bob Marley and the Wailers er Calypso ríkjandi. En þótt tónlistin hafi tekið hægum en afgerandi breytingum þá 'nafa rast- arnir ekki orðið þreyttir á að boða trúna á Jah, frið, og frelsi til að reykja hass. Bob Marley var sá fyrsti aí þeint til aö brjótast til frægðar og frama, og þar með kynna málstaðinn á alþjóða- vettvangi. Hann var alla tíö trúr sínum skoðunum og tókst að lokum að rcykja sig til kunninga síns Jah. Þótt vcrð á plötum sé ósanngjarnt í dag, væri ekki sanngjarnt aö lciða þessa plötu hjá sér. -Bra. Fátt títt Ingvi Þór Kormáksson - Tíðindaiaust/IÞK. ■ Mannskapurinn á þessari plötu er nokkurs konar millikynslóð í íslenskri tónlist. hvorki unga ogstundum ferska kynslóðin né sú gamla sem ekki hefur lengur neinn metnað utan þann að þéna aur. Allir þeir tónlistarmenn sem lcggja Ingva Þór liö eru reyndir og spila að ég held vel. Aftur á móti syngur Guðmundur Hermannsson ekki vel og dregur niður lögin rneð einhverskonar Ragga Bjarna rauli. En Sverrir Guðjónsson túlkar vel ágætan texta Ingva Þórs, Nýja línan. Textarnir eru allir eftir „viðurkennd" skáld nema texti Ingva og það verður að segjast að sá texti er sá eini scm eitthvað hefur að gera á þessa plötu, hinir eiga heima í Ijóðabókum því þessi tónlist gefur þeim ekkert. Svo er einhver púsluspils- blær yíir lögunum og textunum. Þáð virðist sem hinn ágæti hagyrðingur Þórarinn Eldjárn sé að verða vinsæil hjá poppurum. Það á ég bágt mcð að skilja. T.d. syngur Mjöll Hólnt hér Ijóö hans Hinrik Hinriksson seni hýsir flug Hinriks og hugviti. Ég stórefast um að söngkonan sé mikið kunnug þessum Hinriki og að henni liggi saga hans þungt a hjarta. Lagasmíðarnar eru llestar veikar og þótt hljóðfæraleikur sé mjög lifandi er eins og verið sé aö rembast við eitthvað scra kemur af sjálfu sér. í kynningar riti um plötuna stendur að menn haft látið sét detta í hug að kalla tónjistina Ijóðahljómlist eða vtsna jazzrokk. Hvorugt nafnið er vitlaust þótt nánast vonlaust sé að gefa þessari einkenni- Iegu blöndu nafn. Það er þó greinilegt að hljóðfæraleikararnir eru þjálíaðir í jazzi og jazzrokki og ef ckki væri söngur flokkaðist platan undir fusíon. Satt að segja finnst mér Ingvi Þór og félagar hans hafa meira að gcra á þeirri línu því hljóðfæraleikurinn vegur þyngra en söngurinn á Tfðindalaust. En sem sagt, þá cr fátt títt í þessum pakka, aðeins Nýja línan er sannfær- andi bæði í söng, tónlist og orðum. Textinn er svolítið klunnalegur en þar er að finna þessar ágætu línur: Hún Tóta tískudrós/ kom hingaðonúr Kjós/ og þurfti fljótt að fá sér fötin ný/ og vikulega upp frá því. - Bra. EngirTáningar þar Sfubbi og Muðkarlarnir - Meö kveðju til þín / Sigluvík sf. ■ Það er nokkuð siðan þessa tveggja laga plötu rak á fjörur okkar. Án allrar illgirni þá höfum við hálfvegis veigrað okkur við að tala mikið um hana því í einu orði er hún slæm. Nafn hljóm- sveitarinnar og titlar laganna (Með kveðjur til þín/ Ég er táningur) segja margt um cfnið og áöur en ég hlustaöi á plötuna hafðiégekki háarhugmyndir um hana. Ekki uxu þær vonir þegar ég svo hlustaði. Með hjálp lélegrar upptöku. trommu- heila og líflausra radda skortir allan kraft og er það hræðilegur ókostur þar sent lögunum er grcinilega ætlaö það hlutverk að vékja líf í limum og ef til viil hjartnæmar tilfmningar í ungum hjörtum. Allt stríðir á rnóti hugsan- legum tilgangi og mögulegum vinsæld- um. snefill af frumlegheitum finnst ekki og hæpið er að platan gangi á sveitaböllum hvað þá meira. Með svona tónlist er ekki ætiunin að vera frumlcgur eða kotna fram með eitthvað nýtt, en til þess að hún nái til fólks þarf nauðsynlega að vera einhver örlítill broddur af fersklcika og smá persóna þarf að krydda maukið. T.d. hefur Stuðmönnum tekist mjög vel að tvinna saman ósköp venjulega stuð- músik og frumieika sem umsvifaiaust hefur gengið vel í landstnenn Það er kannski óraunhæft að bera saman Stuðmenn og Stuðkarlana (nöfnin á þrotum?) en víst er að enginn veröur óbarinn biskup þótt barningurinn vilji oft gleymast eftir vtgslu. -Bra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.