Tíminn - 05.06.1983, Page 6
6
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1983
Hvað
manstu?
■ Hér á síðunni er nokkuð lúnkið próf
til að kanna minnið, þennan ómissandi
þátt persónuleika mannsins. Það er aðal-
lega um hvemig fólki gengur að muna
ýmis smáatriði úr hvunndagslífinu og
skal tekið fram að það sýnir fyrst og
fremst í hvaða tilfellum minnið bregst en
síður í hvaða tilfellum það kemur að
tilætluðum notum og gott betur. Fleiri
fýrirvara er gott að hafa. Til aö geta
svarað af viti verður viðkomandi að
muna eftir því að hafa gleymt að muna
eitthvað! Sömuleiðis munu þeir sem
skipulagt hafa daglegt líf sitt út í æsar
sýnast hafa betra minni en hinir óskipu-
lögðu án þess að sú þurfi að vera raunin.
Aldrað fólk hefur til að mynda oft farið
betur úr úr þessu prófi en þeir sem yngri
eru og ættu að hafa betra minni, einmitt
vegna þess að hinir öldruðu hafa lært að
reiða sig ekki eingöngu á minnið og
skipulagt líf sitt samkvæmt því.
Fn að þessu sögðu er best að vinda sér
í prófið. Það fjallar um ýmsar tegundir
gleymsku í daglegu stússi, sumt af þessu
kemur oft fyrir fólk en annað sjaldan. Sá
scm vill þreyta prófið skal skrifa tölu í
boxið lengst til vinstri samkvæmt töllu
um hversu oft viðkomandi gleymska
kemur fyrir hann. Þar eð enginn hefur
algerlega hlutlausa mynd af sjálfum sér
er miðdálkurinn ætlaður fyrir samskonar
mat einhvers sem þekkir viðkomandi
mjög vel og býr helst með honum.
Þannig fæst bæði eigin mynd af minni
manns og svo annars, gjörkunnugs aðila,
og það má bera saman til gagns og
gamans. í þriðja dálkinum er síðan
meðaltala sem fékkst þegar þetta sama
próf var lagt fyrir dálítinn hóp manna af
báðum kynjum á vegum tilraunastofnun-
ar nokkurrar í Cambridge. Loks skulu
próftakar leggja saman tölurnar úr dálki
sínum og af þeirri tölu sem þá fæst má
nokkuð ráða um hvernig minnið stendur
sig í hvunndagsins önn. Fáist tala á
bilinu 27-58 merkir það að minnið er
yfirleitt gott, 58-116 þýðir að það cr í
mcðallagi og 116-243 að minnið sé
heldur fyrir neðan meðallag.
Ekki er endilega þörf á að hafa
áhyggjur þó minnið reynist samkvæmt
þessu prófi frcmur slæmt. Prófið nær
ekki yfir nema lítinn hluta hæfileika
minnisins og slæm útreið gæti auk þess
þýtt það eitt að viðkomandi sé mjög
mörgum og margvíslegum störfum
hlaðinn. Við þannig aðstæður er óhjá-
kvæmilegt að fleiri gloppur segi til sín.
En hefjist handa. Setjið tölur í boxin
eftir þessari töflu:
Þuð kemur fyrir mig
1 - alls ekki síðastliöna sex mánuði.
2 - hér um bil einu sinni síðastliðna sex mánuði.
3 - oftar en einu sinni síðastliðna sex mánuði en sjaldnar en einu sinni í mánuði.
4 - hér um bil einu sinni í mánuöi.
5 - oftar en einu sinni í mánuði en sjaldnar en einu sinni í viku.
6 - hér utn bil einu sinni í viku.
7 - oftar en einu sinni í viku en sjaldnar en einu sinni á dag.
8 - hér um bil einu sinni á dag.
9 - oftar en einu sinni á dag.
1. Þú gleymir hvar þú lætur hlutina.
Týnir þeirn inni á heimilinu.
2. Þú þekkir ekki staði þar sem þér er
sagt að þú hafir oft komið áður.
3. Þú átt erfitt meö að halda þræði í
frásögn i sjónvarpinu.
4. Þú manst ekki eftir breytingu í
daglegri rútínu, til dæmis cf hlutur er
færður af sínum vanalega stað eða ef
eitthvað fer að gerast á öðrum tíma en
vant er.
5. Þú verður að snúa við til aö athuga
hvort þú gerðir eitthvað seni þú áttir að
gera.
6. Þú gieymir hvenær eitthvað gerðist,
hvort eitthvað átti sér stað í gær cða í
síðustu viku.
7. Þú gleymir gersamlega að taka
einhverja hluti með þér, eða veröur að
fara til haka og ná í þá.
8. Þú gleymir einhverju sem þér var
sagt í gær eða fyrir nokkrum döguni og
það verður að minna þig á það.
9. Þú byrjar að lesa eitthvað (blaða-
grein, bók o.fl.) án þess að gera þér
strax grein fyrir því að þú ert búinn að
lesa það.
10. Þú blaðrar næsta samhengislaust
um ómerkiiega eða léttvæga hluti.
11. Þú berð ekki kennsl á nána
ættingja eða vini sem þú hittir oft er þú
mætir þeim af tilviljun.
12. Þú átt erfitt með að tileinka þér
nýja tækni nema eftir niiklar æfingar, til
dæmis í leikjum eða á vinnustað.
13. Þú finnur ekki orðið sem þú ert að
leita að. Þú „veist" hvað það er, en það
viil ekki niður í kollinn á þér.
14. Þú gleymir gersamlega að gera
hluti setn þú sagðist ætla að gera eða
ætlaðir að gera.
15. Þú gleymir mikilvægum atburðum
frá því deginum áður.
16. Þegar þú ert að tala við einhvern
gleymirðu skyndilega um hvað þú varst
að tala og það verður að minna þig á það.
17. Þú byrjar að lesa grein í blaði og
ert fyrr en varði búinn að glata þræðin-
um, „um hvað var þessi grein aftur?"
18. Þú gleymir að segja einhverjum
eitthvað mikilvægt, bera skilaboð eða
minna einhvern á eitthvað.
-2
3
8.
10
11
12
13
14
15
17
18
□□ 5
□ 1
2
J m
n JU
i ii3i
3
3
n 1 1 1 2
1
1
4
2
- 1
II ll3l
| | |~T~]
□ □0
Minnið er varasamt
■ Minni fólks getur verið varasamur
gripur. Rannsóknir hafa sýnt að fólk ber
yfirleitt mjög lítið skyn á sitt eigið minni,
sérstaklega sjónminni. Fólk sem heldur
staðfastlega að það sé mjög mannglöggt
þarf alls ekki að vera það, svo dæmi sé
tekið. Þetta hefur verið kannað bæði í
Bandaríkjunum og á Bretlandi og niður-
stöður vísindamanna sýna ljóslega að
lítið eða réttara sagt ekkert samræmi er
á milli eigin mats á það hversu fólk er
leikið við að muna andlit og þess hvernig
til tekst í raun réttri. Lítum til dæmis á
myndirnar með þessari klausu. Ljós-
myndin er af manni sem eftirlýstur var
af lögreglunni en samsettu myndirnar
voru búnar til eftir framburði sjónar-
votta. Þær eiga nú satt að segja fremur
lítið sameiginlegt með fyrirmyndinni.
Skyldu þær hafa leitt til handtöku hans?
Varla.
Þetta leiðir svo hugann að því hversu
áreiðanlegir sjónarvottar að glæpum
eru. Þetta hefur verið rannsakað af
mörgum, meðal annars af Ástralíu-
manninum Donald Thomson, sem lenti
í heldur óskemmtilegu máli í framhaldi
af rannsóknum sínum. Hann hafði kann-
að áhrif klæðnaðar á framburð sjónar-
votta og komst að því að í einu tilfelli
hafði sjónarvottur að glæp sakað alsak-
lausan mann um að hafa framið hann,
aðeins vegna þess að sá maður klæddist
á m jög svipaðan hátt og glæpamaðurinn.
Thomson tókst að sýna fram á að klæðn-
aður og umhverfi hafa mjög mikil áhrif á
framburð sjónarvotta, jafnvel þó þeir
reyni að vara sig á slíku. í framhaldi af
þessu lenti Thomson í nokkrum deilum
við lögregiuyfirvöld í Ástralíu sem vildu
ekki fallast á að sjónarvottar væru jafn
óáreiðanleg vitni og hann hélt fram.
Einu sinni tók hann þátt í sjónvarpsum-
ræðum um þetta mál, og nokkru síðar
var hann handtekinn af lögreglunni!
Thomson vissi ekki hvers vegna lög-
reglumennirnir neituðu lengi vel að
skýra málið svo hann bjóst við því að
lögregluyfirvöld væru að veita honum
ráðningu fyrir að snúast gegn blessuðum
sjónarvottunum þeirra.
Þegar á lögreglustöðina kom var
Thomson komið fyrir í röð nokkurra
manna og síðan var kona nokkur, í
miklu uppnámi, látin skoða mennina.
Konan benti á Thomson og síðan var
honum sagt að hann væri sakaður um
nauðgun. Hann varð auðvitað miður sín
en þegar hann fór að spyrjast fyrir um
málið varð honum ljóst að konunni hafði
verið nauðgað einmitt meðan hann var í
fyrrnefndum sjónvarpsþætti í beinni út-
sendingu. Hann kvaðst því hafa full-
komna fjarvistarsönnun og mörg vitni,
þar á meðal ýmsa helstu talsmenn Ástra-
líu um mannréttindamál og þar að auki
aðstoðarlögreglustjóra borgarinnar þar
sem þetta gerðist. Lögreglumaðurinn
sem tók skýrslu af honum var ekki
Ánortinn.
„Viltu ekki kalla Jesús Krist og Eng-
landsdrottningu sem vitni líka?“ urraði
hann.
En málið skýrðist samt að lokum. Svo
vildi til að vesalings konunni hafði verið
nauðgað meðan hún var að horfa á
sjónvarpsþáttinn sem Thomson tók þátt
í. Með einhverjum hætti hafði konan
fært andlit Thomson yfir á glæpamann-
inn. Þetta mun alls ekki vera fátítt þegar
um er að ræða glæpi eins og nauðgun
sem reyna mjög á andlegt þol fórnar-
lambsins.
Loks er hér sakleysislegra dæmi um
hvernig minnið bregst. Manni nokkrum
var sýnd meðfylgjandi mynd af uglu,
þetta er eiginlega egypsk híróglýfu-
mynd. Eftir skamma hríð var honum
sagt að teikna það sem hann sá. Síðan
var annar maður látinn teikna mynd eftir
mynd þess fyrsta og síðan koll af kolh.
Fylgist með hvernig uglan breytist í kött!
19. Þú gleymir mikiivægum staðreynd-
um um sjálfan þig, svo sem hvenær þú
ert fæddur eða hvar þú átt heima.
20. Þú ruglar saman smáatriðum í
frásögn sem einhver hefur sagt þér.
21. Þú segir einhverjum sögu eða
brandara sem þú hefur sagt þeim hinum
sarna áður.
22. Þú gleymir einhverju varðandi
hluti sem þú gerir reglulega, til dæmis
smáatriðum í útfærslu verkefnis eða
hvenær eitthvað er gert vánalega.
23. Þér koma myndir af frægu fólki,
sem þú sérð myndir af í blöðum eða
sjónvarpi, ókunnuglega fyrir sjónir.
24. Þú gleymir hvar hlutirnir eru
geymdir eða ieitar að þeim á vitlausum
stöðum.
25a - Þú villist cða ferð í ranga átt í
byggingu sem þú hefur komið í oft áður,
25b - Þú villist eða ferð í ranga átt í
byggingu sem þú hcfur komið í aðeins
einu sinni eða tvisvar áður, eða í göngu-
ferð sem þú hefur sömuleiðis aðeins
farið einu sinni, tvisvar áður.
26 - Þú gerir sama hvunndagshlutinn
tvisvar af hugsunarleysi. Þú ferð til
dæmis að greiða þér þegar þú ert nýbú-
inn að því, setur tvo tepoka út í hcita
vatnið o.s.frv.
27 - Þú endurtekur við einhverja það
sem þú varst að enda við að segja þeim,
eða spyrð þá sömu spurningarinnar
tvisvar.
19 1
20 1 2
21 I | 2
22 □ □
23 n m
24 2
25a 1
25b 2
26 1
27 2
58
19
20
21
22
23
24
25
26
27
i y\
$
/;
>