Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
18
bækur og blöð
Umdeildur
fýr kominn
til íslands
— Andrés önd á íslensku
■ Fyrir mörgum árum var ég ofviti.
(Those were the—) Ofvitaskapurinn
hclgaöist einkum af þrennu. Þegar ég
var sex ára polli úti í Grikklandi vissi ég
allt sem hægt var að vita um stjarnfræöi
ef maöur las „Sólkerfið okkar" í
Barnahlaðinu Æskunni. Ári síðar las ég
Njálu í fyrsta sinnogþremur árumsíðar
haföi ég lesið þá merku bók tíu sinnum
og Grcttissögu og lllugasögu
Tagldarbana einu sinni hvora. í þriðja
lagi var ég ofviti vegna þess að tíu ára
þýddi ég Andrés önd reiprennandi úr
dönsku fyrir hin börnin í Seli,
Miklaholtshreppi óg varð frægur fyrir.
Andrés önd er umdeildur fýr. Alltaf
öðru hvoru berast fréttir um að hann
hafi. verið geröur úliægur úr ýmsum
sænskumælandi löndum sakir óhollra
áhrifa á ungdóminn. Pað cr mikið urh
ofbeldi í Andrés-blööunuin - einhvcr
laminn á hverri síðu - ckki er amast við
arðráni eöa stéttamismun ellegar -
kúgun, og þriðji heimurinn -
sérstaklega það nterkilega land
Langtbortistan - fær yfirleitt heldur
hraklega útreið. Þá er ónefnt að
kynjamisrétti er markvisst prédikað í
Andrés-blöðunum, eða þaö halda að
minnsta kos'ti Svíar allra landa og
glcyma því þá að Andrés önd hefur
sjálfur alið upp litlu frændur sína þrjá í
stað þess að varpa ábyrgðinni yfir á
kvenþjóöina með því að giftast
Andrésínu.
Þannig að ef til vill er enginn vandi að
gcra tnargar og stórar athugasemdir við
þá þjóðfélagsmynd scm lesa má úr
Andrés-blööunum. Ég las aftur á rnóti
Andrcs-blöðin frá blautu barnsbeini og
fram á táningsár; stclst ennþá í þau ef
ég sé færi á, og ég tel mig nú satt aö
segja ekki hafa bcðið stórtjón af.
Kannski ekki alvcg dómbær? En
Andrés-blöðin eru alla vega farin aö
koma út á íslcnsku. Auðvitað stóðst ég
ekki mátið.
„Hver er meiningin?“
Þegar þetta er skrifað hcf ég í
höndunum þrjú fyrstu blöðin af Andrési
önd og félögum. Þau eru byggð upp á.
afskaplega svipaðan hátt og hin dönsku
enda er það danska forlagið sem er
ábyrgt fyrir þcssari íslensku útgáfu.
Fyrir þýðingunni eru skráð þau Sigurlín
Sveinbjarnardóttir og Peter Rasmusscn,
og má taka það fram slrax að þýðingin
er fremur slæm. Hún er að vísu ckki
jafn slæm og ég óttaðist að hún myndi
verða, en hún er jafnframt töluvert verri
en hún þyrfti að vera. Orðalag og
orðaval er víða óþarflcga danskt. Þetta
lagast vonandi þegar fram líða stundir;
það er að minnsta kosti engin ástæða til
að kenna íslenskum börnum að segja;
„Hver cr meiningin?"
Þýðingar á nöfnum virðast gerðar
jöfnum höndum úr dönsku og ensku.
Anders And er vitanlega of þekktur hér
á íslandi til að réttlætanlegt væri að
kalla hann ánnað en Andrés önd, en á
hinn bóginn hefur Fedtinule verið
skírður Guffi cftir hinu enska nafni
hans. (í mínu ungdæmi var hann aldrci
kallaður annað en Feitimúli þó ég vissi
svo sem fullvel að það væri argasti
þvættingur.) Mikki mús heitir auðvitað
Mikki inús; þáð liggur í augum úti, en
verr gengur mcnaö skilja hvers vegna
Rip, Rap og Rup eru simpelthen látnir
heita Ripp, Rapp og Rupp. Þeir eru
kannski of frægir undir dönsku
nöfnunum en annars hefði verið auðvelt
að láta þá heita Halla, Palla og Kalla
eöa eitthvað í þá veru. Þctta vandamál
veldur mér þó ekki andvökum. Að
lokum um nöfnin: mér sýnist í
uppsiglingu leiðinda tilhneiging
varðandi notkun hástafa. Það er talaö
um Hábein Frænda, Georg Gírlausa,.
Litla Grimma Úlf og svo framvegis
Hver veit ncma þetta muni hafa
óheppileg áhrif á tilfinningu íslenskra
barna fyrir því hvenær á að nota hástafi.
Þá er að sönnu gcrt ráð fyrir að ísiensk
börn muni taka þcssari íslensku útgáfu
fagnandi, sem enn er ekki fullséð.
...sem allir muna eftir
Andrés önd og öll heimspeki þess
merka rits er afar skcmmtilég stúdía
sem ekki verður gerð hér. Sögurnar eru
mjög misjafnar og sumar persónanna
illþolandi, eins og til dæmis grísirnir
þrír, úifafeðgarnir, íkornarnir tveir og
Mikki mús oftast nær. Það var helst að
ég hcfði gaman af löngu ’
framhaldssögunni um Sorte Slyngel sem
ég veit aö allir aðdáendur Ándrés-
blaðanna muna eftir eins og þeir hefðu
lesið hana 1 gær. Andrés sjálfur er upp
og ofan en oft skemmtilegur; öldungis
íurðuleg geðvonska sem ræður ríkjum í
bestu sögununt um hann.
Bjarnabófarnir voru líka ágætir. Annars
fór gamanið alveg eftir því, ef ég man
rétt, hverjir teiknuðu sögurnar; þæreru
auðvitað nafnlausar og allar kenndat
Walt Disney en í gamla daga var ég
farinn að þekkja í sundur flesta
teiknarana hjá fyrirtækinu. Sé líka að
sömu teiknararnir eru enn að og
sögurnar raunar gamlar; „Hættuleg
mannavíxl" í fyrsta tölublaðinu þýddi
ég úr dönsku fyrir börnin í Seli fyrir vel
rúmum áratug.
-'j-
John le Carré:
The Little Drummer Girl
430 bls.
Hodder & Stoughton
London 1983
Það er fátítt, og í rauninni einsdæmi,
að reyfarar vekji jafn mikla athygli og
hinar síðari bækur John le Carrés hafa
gert. Fyrir fáeinunt mánuðum var le
Carré og þessi nýjasta bók hans
forsíðuefni hjá annaðhvort Newsweek
eða Time; þegar The Honourable
Schoolboy kom út fyrir nokkrum árum
gerðist hið sama. Nú er það að sönnu
enginn gæðastimpill að komast á
forsíðuna hjá þessum frægu ritum, síður
en svo, en má þó vera Ijóst að bækur le
Carrés eru óvanalega vandaðir reyfarar.
Spurningin er bara hvort þær standa
undir allri þessari athygli; hvort menn
fari ekki ósjálfrátt að líta á þær sem
eitthvað annað og mcira en einungis
reyfara, en það eru þær ekki - þegar öllu
erá botninn hvolft. Þaðsýnirþessi nýja
bók njósnasagnahöfundarins mjög
greinilega.
John le Carré hefur nú, eins og frægt
er orðið, lagt George Smiley á hilluna r
bili ogtekið til viðönnursögúefni. Eftir
hina óhemjuvinsælu trílógíu Tinker,
Tailor..., The Honourable Schoolboy
og Smiley’s People (sem nú hafa verið
gefnar út í einu bindi, væntanlega
feiknaþykku, undir nafninu The Quest
for Karla) er sögusviðið Miðausturlönd
og átök ísraeia og Pale.stínuaraba þar.
Lc Carré hefur sagt frá því í viðtölum að
liann hafi ætlaðað játa Siniley endaferil
sinn undir brcnnandi sólinni þar suður
frá en komist að því að sá bakgrunnur
hentaðí Smiley alls ekki. Hann gaf
Miðaústurlönd hins vegar ekki upp á
bátinn en nú er það nýtt fólk sem komið
er til sögunnar. Nokkuð ólíkt hinum fyrri
sögupersónum le Carrés cn þó markað
sömu einkcnnum.
ísraelar
engir englar
Israelar eru í vanda. LítilJ og
harðsnúinn hópur Palestínuskæruliða
hcfur hafið moröherferð gegn
Gyðingum í Evrópu og þó spíónar
Israela séu fljótir að finna út hverjir
standa þar að baki tekst þeim ekki að
hafa hcndur í hári höfuðpaursins. Sá er
aíar var um sig og snjallur með
afbrigðum. Ísraelsku njósnaforingjarnir
ákveðá engu að síður að lauma sínum
manni inn í innsta hring þessa hóps og
fyrir valinu veröurcnsk stúlka, leikkona
sem kallar sig Charlie. Hún er forkur
hinn mesti og vinstri-sinnuð, höll undir
málstaö Palestínuaraba án þess þó að
vita í raun og veru um hvað málið snýst.
■ Utsendari Israela, hún Charlie, lendir m.a. í þjáifunarbúðum Palestínuskæruliða.
Þar er svona um að litast...
T rommustelpan
— Um nýjasta reyfara le Carrés
Israelar búa til ótrúlega flókið samsæri
til að lokka hana ísínar raðir, snúa henni
og senda hana síðan inn í hóp Khalils,
ensvo kallast palestínski höfuðpaurinn.
Meðan á þessu gengur öðlast hún að
sjálfsögðu skýrari mynd en áðuraf hinu
raunverulega ástandi fyrir botni
Miðjarðarhafs. Ogþarstendurhnífurinn
í kúnni.
Johnle Carré sagði svo frá í blöðumi
að er hann hóf að skrifa bókina hafi hann
verið ósköp venjulegur stuðningsmaður
ísraels og ekki leitt hugann svo mjög að
stöðu Palestínuaraba. Er hann hóf að
kynna sér málin komst hann svo að því
að ísraelar voru langt frá því að vera
nokkrir englabossar. Þeir vörpuðu jú
sprengjum á flóttamannabúðir og
Hvímær æíii pösturínn krinii'
ég sem vítdi
svtí vul!
tíg skal! Þutta ur
íitlt þíir aSkermu!
Urr! Það verður t’kki grœnn eyrir i 1
affíang þegar ég ur búinn uð bórgn J
rcikninginnfrá
í'n-t husi nu' ' : J,,- ? i
Góðan daginn! Eg er frá launaskrifstofu
Smjörtikisgerðarinnar. Pdslurinn er svo
dúreiðonlegur þessa daguna, a8 ég __
ákvaðaft faro ajálfur lii þin meí j
brófiSmoStuununum ,—'
B hinum. }
Dýrmætur póstur