Tíminn - 05.06.1983, Qupperneq 20
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
MAGNUS MED
NÝJA SVEIT
■ Magnús Stefánsson fyrrum trommu-
leikari hljómsveitarinnar Egó er að berja
saman nýju bandi þessa dagana. í
samtali við Nútímann sagði Magnús að
tónlistin yrði á nýbylgjurokksviðinu, fín-
pússaöri en það sem Egó voru að gera
síjfustu vikurnar... „þeir voru meir að
leita aftur í pönkið"..
Magnús sagði að of snemmt væri að
geta um önnur nöfn í sveitinni en hann
hefði hugsað sér að í henni væru sex
menn, gítarleikari, bassaleikari, hljóm-
borðsleikari og tveir trommarar auk
söngvara.....svona svipuð uppstilling og
er hjá Roxy á tónleikum...
Magnús reiknaði mcö að æftngar
hæfust hjá þeim upp úr miöjum júní og
hann vildi koma því á framfæri að enn
vantaði í bandið annan trommulcikar-
ann og hljómborðsleikara.
- FRI
■ Magnús Stefánsson.
PUPPETS
VERBA
DEILD 1
— Björgvin Gíslason genginn í sveitina
sem hljómborðsleikari
■ Hljómsveitin Puppets hefur skipt
um nafn og kallast nú Deild I. Jafnframt
hcfur þeim áskotnast nýr mcðlimur,
Björgvin Gíslason, en hann kemur í
sveitina scm hljómborðslcikari, ckki
söngvari eins og ranghermt var hér í
síðasta blaði.
Deild 1 cr bökuð á tónleika og böll út
allan júnímánuð og verður hið fyrsta
haldið í Félagsgarði í Kjós í kvöld, 4.
júní. 10. júní cr sveitin svo á Hornafirði,
II. júní á Reyðarfiröi, 12. júní á
Fáskrúðsfirði, 17. júní í Vestmannaeyj-
um, 24. júní í Skjólbrekku og I. júlí í
Sandgerði. v
Prógramm þeirra mun veröa þannig
uppbyggt að þriðji hlutinn er frumsamin
lög eftir „Puppets", þriðji hlutinn er lög
et'tir Björgvin Gíslason og þá væntanlega
af nýjustu plötu hans og þriðji hlutinn
verðagóð rock'n roll lög, ekki endilega ,
þekkt en „traust" eins og þeir félagar Jorg',|n Gislason
segja. _ FRI
Q4U með
Classix
Nouveaux
■ Það verður hljómsveitin Q4U sem
mun hita upp á undan hljómsvcitinni
Classix Nouveaux í Laugartialshöll þann
16. júní n.k.
Hljómsveitin kemur fram nokkuð
breytt frá því sem verið hefur þar sem
Kormákur er aftur genginn inn í hana sem
trommari. Þótt hann sé kominn mun
trommuheilinn samt áfram verða notaö-
ur og sennilega forvitnilegt að sjá þá
útkonju.
Hljómsveitin hefur æft af krafti að
undanförnu og sennilega verða þau meö
fimjn ný lög á prógrammi sínu í höllinni.
- FRI
Upptalning í
auglýsinga-
skyni
Einmitt - Fálkinn
■ Megnið af þessari plötu er bresk
tonlist, þ.á.m. Kajagoogoo, Underton-
cs, Dire Straits, Dexy's Midnight Runn-
ers og U2. Auk þess eru bandartsk,
hollensk og íslensk lög sem flest, fyrir
mirin sntekk, gera manni crfitt fyrir að
hlusta á plötuna t heild.
Fyrri hliðin byrjar vel með Kajagoo-
goo, Tcars for Fears, The Undertones
og U2. Petta eru góð lög frá hljómsveit-
um sem maður myndi tæpast kaupa
piötu með, nema Undertones. En það
sem er eftir fyrri hliðarinnar er gjörsam-
lega ómögulegt. John Watts syngur lag
sem gæti gefið góöa mynd af því ef The
Who tækju þátt í Eurovision keppninni
og af Scarlet Party og Eddie Rabbit/
Crystal Gayle lekur slepjan. Pað er
cinmitt sams konar slepjá og finnst í
Eurovisiön og heyrist úr kassettutækjum
smápía í tjaldútilegum.
Aðeins þrjú lög get ég sætt mig viö á
seinni hliöinni, Twisting by the pool með
Dire Straits. Let’s get this straight tneð
Dexy’s og My Jamaican Guy með Gracc
Jones. Pö þessi lög séu talsvert öðruvísi
en fjögur fyrstu á fyrri hliðinni heföu þau
sómt sér betur þar því þá væri að
minnsta kosti hægt að hlusta á einagóða
hlið.
Hollenska innleggið hér cr gamla
hljómsveitin Golden Earring sem hefur
nú endurnýjað sig með styrkari bassa-
trommu og öðrum nauðsynlegum
trixum. Útkoman er popphávaði.
Lag Jóhanns G. Jóhannssonar. I ean't
take it no more, sem Björgvin Halldórs-
son syngur, gæti allt eins verið með Bob
Williams eða Tom Starlight cöa cin-
hverju bandarísku skriðdýri upp vin-
sældaríistann. Pað er vonandi að Björg-
vin finni sér einhvern framtaksaman
viðskiptajöfur til að komti þessari ís-
lensku tónlist á framfæri í útlandinu, þar
skilja þeir hana betur.
Robert Palnter og Nancy Nova tlytja
popplög af því taginu sem vcrða oft
vinsæl ef rétt er haldið á spilunum.
Samansöfn eru oft sniðug og þörf,
einkum ef veriö cr aö koma á framfæri
tónlist sent ekki nær á stórar plötur eöa
ef_ safnað er saman ákveðinni tegund
tónlistar. „Einmitt" inniheldurmörggóð
lög en ál.íka mörg slæm og er tónlistar-
lega séð óheilsteypt. En ég efast ekki um
að hún seljist og þá er tiigangnum náð.
" - Bra
Ríkur en
góður
David Bowie - Let’s
Dance / Fálkinn
■ Nú þegar Bovvie er orðinn upptekinn
af kvikmyndaleik, forríkur og fluttur tii
S' iss. og búinn að lýsa þyí-yfir t návist
nokkurra tuga blaðamanna að nú loks-
ins sé hann hreinskilinn í tónlist sinni.
eftir að hafa gert nokkrar stórkost-
legar plötur síðustu árin. er erfitt að
ímvnda sér hvers konar- hljóð- hann
kreistir út ur sér. Fyrír mig var það þv i
mikill spenningur að hcyra Let's Dance
og kannski helst vegna þess að Bowic
var kominn með alveg nýja hljomsveit.
Sem sagt ekki lengur meö hið sérstæða
rythmapar, Dennis Davis og George
Murray. sem átti einna ntestan þátt í aö
skapa hinn skemmtjlega tón á plötum
Bowie. allt frá Stations to Stations. Auk
þess vakti það svo lítinn beyg að Nile
Rodgers og Bernand Edwards úr hljóm-
svcitinni Chic væru við stjórn ásamt
Bowie sjálíum. Síðast en ekki síst, í Ijósi
þess að Bowie hafði gefið til kynna að
hann hefði ekki sama metnað til að gcra
eitthvað nýtt og áður, var titillinn nánast
ógnvekjandi. En þótt ntaður sc bless-
unarlega búinn að losa sig við aila
fordóma t garð danstónlistarog búinn að
viðurkenna fyrir sér sjálfum að oftast cr
danshæf tónlist skemmtilegust, á maður
eitthvað erfitt meö að kyngja því að cinn
uppáhaldspopparinn sinn sc að lenda
undir sama hatti og flestir aórir.
En David Bowie cr ennþá einn á báti
og dansar meira að segja betur en flestir
aðrir.
Það er ótvírætt merki þess að gamlir
popparar séu orðnir gamlir (og farið að
förlast) þegar tcxtar þeirra eru orðnir
fullir af bjartsýni, sól og ást tii konu
sinnar. Dænii unt þaö er George Harri-
son, Lou Reed og fleiri. I titillaginu
býður David Bowie upp á dans undir
„alvarlega tunglskininu" eins og segir í
textanum og dansar bjartsýnn án þess
þó að verða sentimental. Þessi boð-
skapur verður þó ekki yfirþyrmandi þvt
hin lögin fjalla öll um önnur mál. Vert
er að geta textans í China Girl eftir
Bowie og Iggy Pop. sem lýsir vanmætti
vestrænna allsnægtamannsins gagnvart
ómcnguöu Kínastúlkunni sem hcfur
hann á valdi stnu: „And when 1 get
excited/ my little-China Girl says/ Oh
Baby just you shut your rnouth/ she says
sh-sh-shhh." Einnig afgreiðir hann kynni
sín af stórborginni þar sem hann hefur
löngum dvalið á skemmtilcgan hátt í
iaginu Shakc it: „I could take you to
heaven/1 could spin you to hell/ But Pll
take you to New York/ lt's the place that
I know well." (Skyldu íslendingarnokk-
• urn tíma geta lýst Rcykjavík á þennan
hátt?)
Upptakan á þessari plötu er mjög ólík
fjórum síðustu plötum Bowie sem voru
frekar hráar, á þeim var trommusándið
nánast eins og f öskutunnuloki og mixið
„skítugt". Hljómurinn á Let's Dance er
hins vegar mjög professional og tær en
kraftmikill og greinilega miðaður við
nútíma tóngæði diskótekanna og bítla-
hljómtækjanna. En krafturinn er ekki
framleiddur í söluicgu sjónarmiði einu,
tónlisfin sjálf er knúin miklum krafti og
nyti sín ekki i lakari hljómgæðum.
Pað er engin ástæða til að hrósa
cinstökum lögum því platan er ein góð
heíld, hljóðfæraleikur og útsetningar
eru hugmyndaríkar og skemmtilegt cr
að hcyra svona frjálsan. nánast gamal-
dags, gítarleik Stcvie Ray Waughn í
svona mikilli andstöðu við taktfasta
diskö/funk músíkina. Þó er Cat People
kannski eirta lagið sem fellur ekki inn í
þessa heilstevptu mvnd. það er talsvert
mciri rokkfílingur í því en á litlu plöt-
unni. en verður fyrir bragðið mun hress-
ara.
Hvað sem tönlistin er góð og hvað sem
hún kemur á óvart er það þó alltaf rödd
Bowie sent er mesta ununin og sctur
mesta svipinn á allt klabbið. Aldrei
hefur hann verið jafn þýður, tilfinninga-
ríktir og kynæsandi og hér og aldrei
hefur hann sungið betur en nú. Ég held
að rödd hans hafi átt mesta þáttinn í
gcysilegum vinsældum hans og það er
ekkert undarlegt viö það að hevra litla
Bávia hér og þar í poppheiminuip.
Prátt fyrir að David Bowie sé orðinn
hættulega ríkur hef ég það á tilfinning-
unni að Let's Dance sé ekki hans síðasta
sending sem einhverju máli skiptir og
samkvæmt verslunarlögmálunum verður
hann að syngja meira þvi það viröist
vcra risin upp ný kynslóð af Bowie-að-
dáendum. -Bra
Roxy Music -
The High Road/Fálkinn
■ Ég hef sáralítið heyrt frá Roxy
Music frá þeirri frábæru plötu Siren 1975
fyrir utan lög og lög á stangli. AÍtur á
móti hefur maður heyrt hljómsveitir
uppá síðkastið sem líkjast svolítið Roxy
Music og þá sérstaklega Brian Ferry,
söngvara hljómsveitarinnar. Þar rná
helst nefna Martin Fry, söngvara ABC,
sem í klæðaburði er álíka mikill sjarmör
og Brian. Ég er heldur ekki frá því að
Roxy Music séu með „frumlegri" hljóm-
sveitum í albúmagerð, allt frá fyrstu
plötu hennar hafa léttklæddar og léttúð-
ugar píur prýtt albúmin að undan-
skildum tveimur eða þrcmur. Þrátt fyrir
að cflaust hafi þessi hönnun hjálpað upp
á sölu. fældi hún mig einu sinni næstum
frá að kaupa fjórðu plötu Roxy, Country
Life, því maður skammaðist sín hálfveg-
is að koma heim með mynd af tveimur
berbrjósta konum í gegnsæjunt nærbux-
um, lostafuilum á svip.
Albúm þcssarar mini-live LP The
High Road sýnir konu sem togar í annað
munnvikið, konu sem húsmæður mýndu
kalla drós.
Ég cr ekki frá því að tónlist Roxy og
albúmin haldist í hcndur og þrátt fyrir að
hljómsveitin hafi starfað í svona mörg
ár, alltaf með sama kjama, er tónlistin
ennþá kraftmikil og heit og þessi Roxy
Music-stíll er alveg eins tímabær nú eins
og hann var. Fáar þær hljómsvcitir scm
voru hvað ntest áberandi upp úr 1970
hafa elst vel, þær sem þóttu spila þróaða
músík líkt og Yes og ELP hljóma nánast
líkt og miðaldatónlist í dag, en einstaka
hljómsveitir og þar á meðal Roxy hljóma
enn ferskar. Enda spilandi einfaldari
músík.
The High Road er tekin upp á
hljómleikum í Skotlandi og inniheldur
fjögur lög. Á fyrri hliö eru tvö lög eftir
Brian Fcrry, Can’t let go og My only
love en á seinni eitt eftir Neil Young og
annað eftir Lennon, Jealous Guy. Pað
síðastnefnda er eina lagið sem ekki er
gott og ekki hæfir jafnkröftugri hljóm-
svcit og Roxy þótt Brian hafi oft sungið
skemmtilega væmin lög. Aftur á móti
gefur hljómsveitin lagínu Like á Hurric-
ane eftir Neil Young mjög sannfærandi
kraft með miklu rafmagni og sterkum
kvenbakröddum sem og í báðum Ferry
lögunum. En samt sem áður eru það
bestu lögin á þessari plötu þótt Phil
Manzancra, gítarleikarinn fái að lcika
svolítið of mikla hetju.
Ásamt Bowie er Brian Ferry einn af
örfáum lciðandi öflum áttunda áratugar-
ins sem enn hafa ekki kúkað í buxurnar,
þótt eftirvæntingin eftir verkum hans sé
kannski ekki eins mikil og áður. Og
Brian virðist alltaf vera jafn góður
stjörnandi, t.d. hefði ég aldrei getað
ímyndað mér að trommuleikarinn Andy
New mark, sem oftast hefur haldið sig í
návist léttari poppara, gæti lamið eins og
hér.
- Bra
BilaleiganJ^ §
CAR RENTAL
29090
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsimi: 82063