Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 4
Ég var að velta því fyrir mér í gær hvort að þeir sem hafa áhuga á að fara í leikhús og sækja, velti því nokkurn tíma fyrir sér hvaðan peningar komi til að byggja þjóðleikhús. Ég held að flestir líti svo á að þjóðleikhús sé sjálfsagður hlutur og að bygging þess og starfsemi sé greidd af sameiginlegum sjóðum. En gildir ekki það sama um tónlistina, sem margir telja göfugasta allra listgreina? Raunar held ég að allur almenningur sé sammála um það að þetta hús þurfi að rísa. Hitt er annað mál hvort valda- mönnum, pólitíkusunum finnst það sjálfsagt að tónlistarlífið haldi áfram að vera hornreka, ég veit það ekki. Ég held að fólk sé ekki að velta fyrir sér hvort þetta sé endilega rétti tíminn, það eru allir tímar erfiðir ef út í það er farið. Þetta er hins vegar ekki slík fjárfesting að þjóðfélagið standi og falii með henni. Það má kannske segja sem svo að úr því að þetta hefur beðið í 50 ár, þá geti það beðið í nokkur ár í viðbót. En það má segja á móti að við höfum enga tryggingu fyrir að þetta verði léttara eftir 10 ár en nú. Aðalatrið- ið er að það vantar þetta hús og það er vilji til að bæta úr því. En ég vil leggja áherslu á að þetta mál krefst undirbún- ings og sá undirbúningur tekur a.m.k. eitt ár. Á þeim tíma er litlum fjármunum eytt. Síðan verður þjóðfélagið að taka ákvörðun um það hvort það vill leggja fram það fé sem þarf til þess að byggja yfir tónlistina og búa henni sambærilega aðstöðu og öðrum listgreinum. Þó að við séum stolt af okkar tónlistarlífi, þá verðúm við að viður- kenna að það hefur staðið því fyrir þrifum alla tíð að eiga ekki samastað. En við getum raunverulega verið stolt af tónlistarlífi okkar. Við skulum bara taka tónskáldin okkar sem dæmi. Þeim hefur nýlega hlotnast sá heiður að fá jafnstór- an hlut og tónskáld annarra Norðurlanda og raunar heldur meira en það, á næstu Norrænu tónlistarhátíð sem verður haldin í Kaupmannahöfn á næsta ári. Það kætti líka hjarta mitt fyrir hálfum mánuði, þegar ég var staddur úti í Stokkhólmi og notaði tækifærið og skoð- aði Berwaldhallen með framkvæmda- stjóra þess húss sem er nýjasta konsert- hús Stokkhólms, að það fyrsta sem manni var heilsað með var þessi setning, „Já, þið hafið aldeilis frábæra einleikara á íslandi." Þetta er staður þar sem kemur að meðaltali einn einleikari á viku, svo að þarna eru menn sem vita hvað þeir eru að tala um. Það er enginn vafi á því að tónlistarlífið er mjög ríkt með íslendingum og þess vegna kemur Við getum verið stolt yfir tónlistarlífi okkar | Hljómburðurínn er númer eitt, tvö og þrjú Fyrst og fremst eðli- leg afleiðing af því sem hefur verið að gerast í tónlistarlífinu — rætt við Ármann Örn Ármannsson um Hús tónlistarinnar sem fyrirhugað er að reisa í Reykjavík H S.l. sunnudag var haldinn fjölsóttur fundur á Hótel Sögu, þar sem stofnuð voru formlega Samtök um tónlistarhús. Þau hafa sett sér það markmið að innan fárra ára verði risið hús sem geti hýst með sóma þá miklu tónlistarstarfsemi sem fram fer í Reykjavík og er raunar orðið eitt helsta stott höfuðborgarinnar. Tónlistin hefur hins vegar alltaf verið á hrakhólum i Reykjavík, hún á sér stóran og tryggan áheyrendahóp, en engan samastað. Tónleikar eru haldnir út um hvippinn og hvappinn, í fundasölum, i kvikmyndahúsum, sýningasölum fyrir myndlist, í Laugardalshöllinni og í kirkjum, i stuttu máli, hvers kyns húsnæði sem hefur getað hýst þann f jölda áheyrenda sem sækja tónleika i borginni. Þetta hefur sem sagt verið húsnæði hvers kyns toga, en eitt hafa þessi hús öll átt sameiginleg, þau voru byggð til allt annarra hluta en tónlistarflutnings. Eina húsið sem byggt hefur verið til tónlistariðkana á íslandi er gamli hljómskáfinn, sem Lúðrasveit Reykjavikur byggði sem æfingaaðstöðu fyrir sig á árunum 1922-1923. Armann Örn Armannsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Ár- mannsfell h.f., var s.l. vor kjörinn formaður undirbúningsnefndar fyrir stofnun samtakanna, sú nefnd starfaði s.l. sumar og skilaði af sér á stofnfundinum á sunnudaginn. Við hittum Ármann að máli og báðum hann að segja okkur frá störfum þessarar nefndar og þær hugmyndir sem uppi eru um frekara framhald þessa máls. nú til þetta brölt í okkur, að reyna að fá fjárveitingavaldið til að standa fyrir sínu. Geturðu lýst fyrir mér aðdragandan- um að því að þessi samtök voru stofnuð í upphafi? Fyrst og fremst er það auðvitað eðlileg afleiðing af því sem hefur verið að gerast í tónlistarlífinu. En í viðbót við það þá hefur það æxlast þannig að ég hef unnið við byggingastarfsemi undanfarin 15 ár og hef þar að auki mikinn áhuga á tónlist og það hefur tekist persónulegur kunn- ingsskapur á milli okkar hjónanna og okkar ágæta hljómsveitarstjóra, Jean Pierre Jaquillat. Hann vissi af því að fyrirtækið sem ég starfa við, Ármannsfell h/ljhefur haft byggingu nýja útvarpshúss- ins á sinni könnu og að þar er ekki gert ráð fyrir neinum konsertsal. Svo að hann var stundum að færa það í tal við mig að þetta gengi ekki lengur, það yrði að fara að byggja yfir tónlistina. Svo var það einhverju sinni í framhaldi af samræðum okkar um þetta efni s.l. vor að ég skrifaði litla blaðagrein um málið og í framhaldi af því höfðu ýmsir aðilar samband við mig. Það hittist hópur manna nokkrum sinnum á mínu heimili og síðan barst það til eyrna meðlima Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem ákvað að gefa vinnu sína við seinni flutning á 9. sinfóníu Beethovens í húsbyggingar- sjóð. Það var þá ákveðið að halda undirbúningsstofnfund í tengslum við þessa sömu tónleika þann 4. júní. Að þeim loknum var haldinn undirbúnings- stofnfundur samtaka um tónlistarhús, þar var skipuð undirbúningsnefnd og 700 manns gerðust félagar. Síðan hcfur undirbúningsnefndin starfað í sumar? Já, hún einbeitti sér að fjórum höfuð- verkéfnum. Einn hópur fjallaði um útlit og gerð hússins, hvað það ætti að vera stórt, hvernig það ætti að vera úr garði gert o.s.frv. Annar hópur velti fyrir sér hvernig ætti að standa að fjáröflun til hússins, sá þriðji vanri að því að kynna málefnið fyrir almenningi og sá fjórði fjallaði um staðarval. Það má segja að ekki hafi verið unnið markvisst að því að safna þátttakendum. Við sáum fram á að tónlistarlíf liggur niðri að mestu leyti yfir sumarið og það hefur því ekki ennþá verið gert neitt markvisst átak í því að safna félögum, en þeir eru þó orðnir tæplega 2000. En nú hafa samtökin verið stofnuð og þá er kannske nærtækast að spyrja, hvernig hús viljið þið byggja og hvaða starfsemi á að vera þar? . Þá er nú kannske fyrst til að taka að við viljum vanda sem best til þess sem á slæmri íslensku er kallað „prógrammer-' ing“ hússing, og við höfum kynnt okkur svona hús erlendis undir leiðsögn hæf- ustu manna og kynnst kostum þeirra og göllum. Við gerum okkur grein fyrir því að við byggjum aldrei fullkomið hús. En við viljum tónlistarhús með góðum hljómburði. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ef það tekst ekki þá veit ég ekki hvað við gerum. Ég hugsa að það yrði ekki langt frá því að sumir gengju í snjóinn. Við höfum fyrir okkur dæmi þar sem ekkert hefur verið til sparað en hljómburður hefur samt verið slæmur. En þessari fræðigrein, hljómburðar- tækninni, hefur fleygt fram undanfarin ár og við höfum fengið til liðs við okkur fyrirtæki í Gautaborg, Ingemarsons akustik, sem er talið eitt það besta í Evrópu á þessu sviði. Það vill svo til að einn fremsti sérfræðingur þess fyrirtækis er íslendingur, Stefán Einarsson verk- fræðingur, og hann hefur verið okkur afar hjálplegur og nánast verið 13. maðurinn í undirbúningshópnum. Þetta er um hljómburðinn, en þú spyrð hvað eigi að vera í húsinu. Við teljum að það þurfi að vera tveir salir. Upphaflega höfðum við hug á að hafa einn tvískiptan sal, en það veldur mikl- um erfiðleikum, m.a. varðandi hljóm- burðinn og reyndar varðandi kostnaðinn líka. Þar að auki sjáum við fram á að minni salinn má nota sem æfingarými, þegar stóri salurinn er upptekinn fyrir annað. Þar með er hægt að auka nýting- armöguleika stóra salarins. Stóri salur- inn þarf að geta rúmað 1300-1500. Hann yrði þá aðalsalur Sinfóníu- hljómsveitarinnar? Já, en Sinfóníuhljómsveitin kæmi þar inn aðeins sem einn minnihlutaaðili að tónleikahaldi. Ég vek athygli á því að við ætlum að byggja yfir alla tónlist. Það er ýmis tónlist sem býr við enn verra ástand en Sinfóníuhljómsveitin. Þá á ég m.a. við það sem sumir kalla létta tónlist en ég vil kalla popptónlist. Popptónlistin er nánast algerlega hornreka. Hún á stund- um kost á Laugardalshöllinni, en þá einungis á sumrin, en popptónleikareins og aðrir tónleikar fara aðallega fram á veturna. Þá er Laugardalshöllin upptek- H Hljómskálinn. Eina húsið sem byggt hefur verið fyrir tónlist á íslandi. Það er Lúðrásveit Reykjavíkur sem stóð að því á árunum 1922-1923. Teikning Árna Elfars

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.