Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 A latínu nefnist sjúk dómurinn „morbuli” Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og fimmta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísoending Fimmta vísbending 1. Skáld þetta hugðist á yngri árum flýja með ástmey sinni til Jamaica. En eftir að bók hans „Ljóð einkum ort á skoskum mallyskum" sló í gegn, þurfti hann slíks ekki. Hann orti: „Alit hef ðarstand er mótuð mynt/ en maður- inn gullið, þrátt fyrir allt.“ Skotar hafa á honum feikna mætur. ... og enn sýna þeir ferða- mönnum kofann hans. 2. Þessi tónlistarmaður fædd- ist árið 1896 á Akranesi. Hann stofnaði Hljómsveit Reykjavikur. Eftir hann eru lögin „Dísa“ og „Kveðja.“ Æfisögu hans hefur Ingólf- ur Kristjánsson skráð. Hljóðfæri hans var auðvitað fiðian. 3. Þessi efnaði og friði em- bættismaður var fæddur árið 1682. Varalögmaður varð hann norðan og vestan 12. des- ember 1711. Hann átti í illdeilum við Jón biskup Vidalín. Einnig deildi hann við amt- manninn Niels Fuhrmann. Oft flugust þeir á drukknir, hann og Páll lögmaður Beyer. 4. Þessa íþrótt munu danskir gagnfræðaskólanemar hafa iðkað fyrstir rétt fyrir aldamótin. Valdimar Sveinbjörnsson, íþróttakennari, kynnti hana fyrstur hérlendis. Sovétmenn urðu heims- meistarar kvenna í íþrótt- inni í fyrra. Geir Hallsteinsson þótti nokuð liðtækur í þessu. Nú eru Vikingar íslands- meistari. U1 ■ Ódæll þótti hann er hann var að alast upp hjá Einari presti afa sínum. Grímur Thomsen hefur ort um sjómennsku hans. Fæddur var hann 12. des- ember 1711 og ævi hans varð stormasöm. Ekki elskuðu kaupmenn hann og þó á íslensk versl- un honum margt að þakka. Hann setti upp hinar svo- nefndu „Innréttingar" i Reykjavík. 6. Á þessum Olympíuleikum mættu fulltrúar 69 þjóða og metaregn var mikið. Þar varð sami maðurinn sigurvegari í 5 þúsund og 10 þúsund metra hlaupi. Sá var Emil Zatopek. Á leikjunum bar Paavo Nurmi Olympíueldinn inn á leikvanginn. Þetta voru fyrstu leikarnir eftir heimsstyrjöldina síð- ari. 7. Á latínu nefnist sjúkdómur þessi „morbilli." Árið 1967 hófst hér bólu- setning við honum. Hann er einn hinn smit- næmasti sem þekkist. Flestir fengu hann líka á barnsaldri. Hann er auðþekktur af rauðleitum útbrotum um allan líkamann. 00 ■ Þegar sem barn var hún harla feitlagin og það var hún raunar til æviloka. En hjónabandið var alveg einstaklega ástrikt. Kristján Albertsson þýddi ævisögu hennar á íslensku. Hún talaði þýskuskotna ensku við manninn sinn. Hún var þjóðhöfðingi í 64 ár. 9. Hann segir að nunna hafi uppgötvað hæfileika sína sem knattspyrnumanns. Hann var liðlega tvítugur, þegar lið hans Scunthorpe seldi hann til Liverpool fyrir 33 þúsund pund., Síðar greiddi Hamburger S.V. Liverpool 500 þúsund pund fyrir hann. Hann hlaut gullskóinn á Wembley 1974. Sumir telja hann þann klár- asta af þeim öllum. ■ o Þetta líffæri er forðabúr kolvetna í formi glykogens. Það gegnir mikilvægu hlut- verki við geymslu og efna- skipti fituefna. Vanalega er það 1.2—1.6 kíló að þyngd. Nafn þess er dregið af griska orðinu „hepar.“ Hjá gömlum drykkjurútum verða á þvi óheillavænlegar breytingar. Svör við spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.