Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 26
■ Verðlaununum fagnað í Gdansk. Snemma að morgni þann 12. október sl. hélt Lech Walesa heiman að frá sér í Gdansk í þeim tiigangi að renna ffyrir fisk og tína sveppi. Hann iést ekki heyra köli konu sinnar sem sagði honum að það væri maður í símanum með áríðandi skilaboð, heldur fflýtti hann sér upp í hvita Volksvagninn sinn. Tveimur stundum síðar höffðu erlendir frétta- ritarar, sem sitja um „Samstöðu“-leiðtogann uppi á honum og ffærðu honum fréttirnar: „Hann haffði fengið friðarverðlaun Nóbels 1983“. Þegar fagnandi vinir söfnuðust í kring um hann gerðist það að þessum manni sem haffði haldið ræður klukkustundum saman ffyrir verkfallsmenn varð orða vant: „Nú, þegar ég veit að þetta er sannieikur, þá veit ég ekkert hvað ég á að segja,“ stamaði hann. Þessi verðlaunaveiting til Walesa varð ómetanlegur stuðningur fyrir „Sam- stöðu“-forystuna og óteljandi Pólverja sem voru orðnir kjarklitlir og svartsýnir eftir langvarandi herlög. Þetta kom sem reiðarslag yfir stjórnina í Póllandi og höfðingjana í Kreml. Á sama tíma og pólsk yfirvöld gerðu hvað þau gátu til þess að dreifa óhróðri um Walesa, þá urðu forsendurnar sem gefnar voru fyrir verðlaunaveitingunni, “ - miklar persónulegar fórnir í þágu þess að pólsk- ir verkamenn mættu hafa með sér frjáls samtök," ótvíræð viðurkenning á að- ferðum og stefnumiðum „Samstöðu". Ekki er þó líklegt að verðlaunaveiting- in muni verða til þess að frelsi „Sam- stöðu“ til athafna verði aukið. Líklega mun Walesa sjálfur verða í minni hættu fyrir handtökum og hrellingum. En það er eins víst að stjórnin muni beita sér af meiri hörku en fyrr gegn öllum aðgerð- um áf hálfu fylgjenda frjálsra verkalýðs- samtaka. Sumir Pólverjar segja meira að segja að verðlaunin skipti minna máli nú, en ef þau hefðu komið fyrr. Hefðu þau komið 1981 eða 1982, þegar Walesa kom einnig til álita, þá hefði hann líklega haft sterkari stöðu í samningum við stjórnvöldin. Heillaóskir úr öllum áttum En þessar bölsýnu athugasemdir hljóðnuðu í kjölfar þess mikla fjölda heillaóska sem nú streymdi að úr öllum áttum. Páll páfi annar sagði verðlaunin verða til þess að vekja athygli á baráttu Walesa við að leysa vandamál verkalýðs- hreyfingar og stjórnvalda í Póllandi með friðsamlegum og skynsamlegum við- ræðum. Reagan forseti fagnaði verð- laununum sem sigri siðmenningarinnar yfir ofbeldi og sagði að þau sýndu að „ekkert stjórnvald fær kæft þær þrár sem brenna í brjóstum þegnanna.“ Aftur á móti steinþögðu menn í Kreml um atburðinn og létu þeim í Varsjá það eftir að gera sem núnnst úr verðlaunum Walesa. Fréttastofur í Póllandi for- dæmdu verðlaunin og töldu það merki um vaxandi þunga áróðursherferðar og áreitni í garð Póllands og annarra sósíal- ískra ríkja. Fréttafulltrúi stjórnarinnar sagði að verðlaun sem „ætlað væri tákn- rænt gildi, yrðu minni að gildi fyrir vikið.“ „Laglega óðir á áróðursskrifstofunni núna!“ En engar úrtölur fengu unnið bug á hrifningu fólksins. í Gdansk þyrptust hundruð Pólverja í kring um Walesa og köstuðu blómvöndum á bílinn hans, þegar hann var á leið heim að húsi sínu. „Leszek, Leszek," kallaði fólkið og bar hann á gullstól heim að útidyrunum. Þá, er stuðningsmenn hans fórnuðu höndum í sigurvímu, kölluðu þeir háttbundið: „Sol-i-dar-nosc,“ „Sol-i-dar-nosc.“ „Þetta eru vitanlega okkar verðlaun og hugsjón okkar,“ sagði Walesa í ræðu til fjöldans. „Það er alltaf auðveldast að gera hlutina saman og alltaf með friði. “ Stjórnvöldin reyndu hvað af tók að slá á hrifninguna á verðlaununum. ■ Ásamt konu sinni og dóttur: „Þegar ég veit að þetta er satt, veit ég ekki hvað ég á að segja." NdBELS- VERÐLAUNA- HAFI PÓLVERJA Hvaða gildi hafa friðarverðlaun Lech Walesa fyrir baráttu Pólverja? Pólska útvarpið skýrði ekki frá fréttun- um fyrr en sex stundum eftir að tilkynnt hafði verið um veitinguna í Osló. Að kvöldi dags þess er verðlaununum var úthlutað, sagði pólskur blaðamaður nokkur, og það hlakkaði í honum: „Þeir eru víst laglega óðir á áróðursskrifstof- unni núna.“ Viðbrögð pólskra fjölmiðla Daginn eftir nefndu stærstu pólsku blöðin verðlaunaveitinguna vart á nafn. „Zycie Wardzawy" skýrði frá henni í þrem málsgreinum neðst á forsíðu og blað kommúnistaflokksins „Trybuna Ludu“ faldi fréttina á síðu 2. í þeim tilgangi að koma ekki af stað stuðnings- aðgerðum við Walesa með fjandsam- legum árásum á hann, beindu þessi blöð skeytum sínum nú að Nóbelsnefndinni. Þessi viðbrögð voru mjög ólík því sem gerðist í fyrra þegar pólskir fjölmiðlar fögnuðu því ákaflega er þau Alva Myr- dal og Alfredo Garcia Robles fengu verðlaunin fyrir friðarbaráttu sína. En þessar aðferðir stjórnvalda höfðu engin áhrif á pólskan almenning, og þau sýndust ruddaleg í Ijósi nýlegrar aðfarar að mannorði hans. Fyrir tveimur vikum var í Varsjá útvarpað og sjónvarpað þætti sem hét „Peningar.“ Þar var Wa- lesa lýst sem milljónamæringi sem einsk- is sveifst. í þessum þætti var útvarpað viðtali sem Walesa hafði átt að eiga við bróður sinn, meðan hann var í varðhaldi í fyrrahaust. í þessu samtali er Walesa hinn orðljótasti og er með vangaveltur um það hvernig hann eigi að koma úr landi einrii milljón dollara, sem hann hefði safnað saman hjá ýmsum sam- tökum sl. þrjú ár. Fáir Pólverjar litu á þetta öðru vísi en sem klunnalegan samsetning. í síðustu viku ræddi Walesa fjármál hins vegar nokkuð þegar hann tilkynnti að hann mundi nota þau 192 þúsund dollara, sem verðlaunaféð nemur, til þess að stofna landbúnaðar- sjóð fyrir pólska bændur. Skal kirkjan og ríkið sjá um ráðstöfun fjár úr sjóðnum. Samlandar Enn er það á huldu hvort Walesa muni fara til Osló að taka á móti verðlaunun- um og fari hann, mun hann þá fá leyfi til þess að koma heim aftur? Einn mögu- leiki er sá að hann sendi konu sína í sinn stað til Osló í desember, líkt og Andrei Sakharov gerði, þegar hann fékk friðar- verðlaunin 1975. Þessi pólski verkalýðs- leiðtogi hefur sagt að það sé ekki rétt af sér að fara til Osló að taka á móti verðlaunum, meðan fjöldi samlanda hans situr í tugthúsum. Sú athygli sem beinst hefur að Walesa nú undirstrikar óneitanlega hve staða „Samstöðu" er orðin veik. Meira að segja sá atburður er yfirvöldin afléttu herlögum í desember sl. hefur orðið til þess að veikja samtökin enn. Margir forystumannanna hafa farið í felur eða eru í fangelsum. Á tveimur mánuðum hafa fjórir félagar andspyrnusamtak- anna KOR og sjö félagar „Samstöðu" verið leiddir fyrir rétt fyrir athafnir sínar. Þegar páfinn kom í heimsókn í júní sl. var sem létti á kúguninni í bili en eftir það hefur mara undirokunarinnar aftur sett sama þreytusvipinn á þjóðlífið. Þessar örðugu aðstæður virðast hafa sett sín mörk á Walesa. Þegar hann kom úr 11 mánaða varðhaldi sínu var svo að sjá um skeið sem hann vildi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, en hann hefur orðið að viðurkenna að allar tilraunir í þá átt hafa verið árangurslaus- ar. Samt virðist Walesa og fylgjendur hans ekki dauðir úr öllum æðum. „Þeir hafa hrækt á Walesa," segir Anna Wal- entynowicz, sem var kranastjóri í Lenin- skipasmíðastöðinni, en brottrekstur hennar varð til þess að hleypa af stað verkföllunum í ágúst 1980. „En umheim- urinn hefur hafið hann svo til skýjanna að þeir verða að hætta þessum árásum,“ bætir hún við. Annar verksmiðjuverk- amaður í Gdansk sagði að friðarverð- launin mundu láta Pólverjum „líða miklu betur og færa þeim sjálfstraust í baráttu sinni." Faðir Henryk Jankow- sky, prestur Walesa og nánasti ráðgjafi segir að verðlaunin séu ekki aðeins til Walesa, „heldur til allra þeirra sem eru eins sinnaðir og hann...“ Nóbelsverðlaun Walesa urðu forsíðu- efni allra dagblaða á Vesturlöndum og var það fagnaðarefni fyrir alla pólska útlagahópa. „Það hefur aldrei verið augljósara en núna að Walesa er maður- inn sem er persónugervingur friðsam- legrar baráttu í stríði gegn alræðisöfl- unum,“ segir Krzysztos Pomian, pólskur sagnfræðingur, sem býr í París. „Hann er Martin Luther Kingsovét-blakkarinn- ar.“ Talsmenn „Samstöðu“ víða um lönd segjast nú munu eiga auðveldara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.