Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 27 fara að láta til sín taka innan hinnar viðurkenndu „Þjóðlegu hreyfingar til frelsunar fólksins,“ eða opinberu verka- lýðsfélaganna, sem komið var á í snatri, eftir að „Samstaða" hafði verið bönnuð. Walesa hefur ekki útilokað þennan möguleika, en hann hefur ekki sýnt honum mikinn áhuga, þar sem slíkt gæti grafið alvarlega undan trúnni á hann meðal stuðningsmanna hans. ■ Skopmyndateiknarar hafa gert sér mat úr áhrifum verðlaunanna á yfirvöld i Pollandi. Þulurinn segir: „Nú höfum við ohrekjandi sönnun þess að útlendingar ætla að veita stórri peningaf járhæð til Lech Walesa." Morguninn eftir að hann hlaut verðlaun- in fór hann enn í læknisskoðun í von um að fá fjarvistaleyfið framlengt. Þannig fær hann tækifæri til þess að sleppa við vinnukvaðir sem takmarka athafnir. hans. Læknir hans sagði að ástand hans væri alvarlegt og að hann skyldi taka það rólega ogforðast allt uppnám og spennu. ■ Walesa á fiskveiðum, daginn eftir að hann hreppti verðlaunin. Ýmsir hafa getið sér þess til að Nóbelsverðlaunin muni gera Walesa kleift að þagga niður gagnrýni frá róttækustu hópum „Samstöðu“ - þeim sém vinna neðanjarðar og að staða hans til baráttu gegn kerfinu batni. En slíkar hugmyndir eru vart raunhæfar, þótt ekki væri nema vegna þess að Walesa hefur þegar brennt sig illilega á því að ætla að bæta vígstöðu sína. f viðtali sem nýlega birtist við hann í blaði „Samstöðu," sem gefið er út neðanjarðar, mun hann hafa lagt til að nafnið „Samstaða“ yrði lagt niður og þótti hann hafa sett mjög ofan við þau ummæli. Ummælin vöktu líka svo hastarleg viðbrögð meðal stuðn- ingsmanna „Samstöðu" að Walesa varð opinberlega að draga þau til baka. Ekki hefur Walesa verið iðjulaus síð- ustu mánuðina. Hann hefur ritara í Gdansk og á stundum fundi með litlum hópi stuðningsmanna. Nýlega tókst hon- um að sleppa úr augsýn lögreglunnar og ná að hitta að máli þá-félaga sína sem eru í felum. Eftir að hann fékk hin frægu verðlaun voru verðir þeir sem auga hafa með heimili hans sendir laumulega í brott. í nokkra mánuði hefur Walesa verið í leyfi frá önnum sínum í Lenín- skipasmíðastöðinni vegna magasárs. Nýjar áætlanir Walesa var varkár í orðum á dögu- num, þegar hann talaði á fundi með blaðamönnum í kirkju einni í grennd við Lenín-skipasmíðastöðina. Hann stóð fyrir framan skilti sem á var letrað „Nobel“ með þeirri stafagerð sem „Soli- darnosc" er jafnan skrifað. Hann ræddi aðeins um áætlanir sem mundu miða að því að ná skjótum lausnum með frið- samri baráttu. Hann sagði að hann mundi kynna þessar nýju aðferðir fyrir 16. desember nk. sem er þriggja ára afmæli minnismerkis þess sem reist var vegna verkamannanna er féllu í Gdansk 1970. Það er vel ráðið af honum að fara gætilega: Meira að segja með Nóbels- verðlaun að bakhjarli tæki hann mikla áhættu ef hann brýndi raustina að marki. „Við viljum ná til sem flestra,“ sagði hann. „Ef til vill munu boðin frá mér berast út á milli fangelsisrimla, en ef til vill á sjónvarpsskjá ríkisins." Hvar sem Walesa verður niðurkominn munu menn bíða eftir boðskap hans. Allt frá því er hann fyrir þremur árum klifraði yfír girðingarnar í skipasmíða- stöðinni til þess að taka forystu fyrir verkfallsaðgerðum, sem þá breiddust óðfluga út, hefur hann orðið leiðarljós milljóna Pólverja sem hungrar eftir meira frelsi og fleiri tækifærum. „Eitt er víst“, sagði hann nýlega. „Ég mun aldrei slíðra sverðið vegna hugleysis. Ég mun halda út svo lengi sem ástandið er óbærilegt og meðan þörf er fyrir mig.“ Það virðist ætla að verða um sinn. (Þýtt - AM) með að ná eyrum vestrænna þingmanna en fyrr og að skriður komi á söfnun nýrra stuðningsmanna og viðgangur í styrktar- sjóði. „Verðlaunin veita okkur nýjan þrótt,“ sagði Seweryn Blumsztajn, tals- maður „Samstöðu“ í París. Ringulreið Val Nobels-nefndarinnar á Walesa nú kann að hafa verið andsvar við þeirri öldu mótmæla sem reis á Vesturlöndum, þegar hann fékk þau ekki árið 1982. „Þetta er fremur andlitslyfting á nefnd- inni en verðlaun til Walesa,“ sagði sænskur diplómat í Stokkhólmi við blaðamann. Þeir sem gjörst til þekkja segja að búið hafi verið að ákveða að Walesa fengi verðiaunin nú snemma á þessu ári. Óopinberlega hafa nefndar- menn réttlætt aðferð sína með því að segja að ef Walesa hefði fengið verðlaun- in í fyrra, þegar ringulreiðin var mest í Póllandi hefði það getað leitt til víðtækra uppþota og dauða einhverra manna. Þar sem ástandið er tiltölulega rólegt í landinu nú ætti ekki til slíks að koma. Eins og sakir standa eru ekki miklar líkur á óróa í Póllandi. Hins vegar má andstaðan eiga von á að stjornvöld láti harkalegar að sér kveða en ella. Verð- launin fara talsvert í taugarnar á stjórn- málaforingjum Pólverja, sem hefðu vilj- að sjá Walesa falla í gleymsk t. Verð- launin koma þegar verið er að undirbúa flokksþing pólska kommúnistaflokksins og þau gætu haft áhrif í þá átt að styrkja harðlínumenn gegn hinum tiltölulega hægfara hershöfðingja Jaruzelski. Segjum sem fæst Ýmsir leiðtogar kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hafa fagnað útnefningu Wa- lesa, en þó með mestu hógværð. „Þetta eru góðar fréttir, en ég segi sem fæst,“ sagði pólski kardinálinn Josef Glemp, sem var staddur í Róm á synódusi biskupa. Þetta varkára svar er ólíkt þeim eindregna stuðningi sem pólska kirkjan og Glemp sérstaklega hefur veitt hug- sjónum „Samstöðu,, síðustu mánuðina. Innan Vatikansins bentu menn á að Páll páfi hefði samið umsögn sína mjög vandlega, til þess að enginn vafi léki á því að hann styddi fullkomlega hófsama stefnu Walesa: „Þetta er mikill sigur,“ sagði pólskur starfsmaður Vatikansins. „Allir fagna, nema þeir í Moskvu, - þetta hljóta að vera voðalegar fréttir fyrir þá.“ Ákvörðun Kremlarmanna um að nefna verðlaunin ekki einu orði er þegjandi staðfesting þess að þeir telja pólsk stjórnvöld sjálf fær um að ráða við ástandið. Jaruselski ávann sér visst traust þegar engar óspektir fylgdu í kjölfarið á heimsókn páfans, þrátt fyrir að hann væri opinskár í ýmsum ummælum. Sýnd- ist það réttlæta þá ákvörðun hershöfð- ingjans að láta kirkjuhöfðingjann koma til landsins. Vissulega hefur verðlaunaveitingin farið í taugarnar á þeim í Moskvu, en þeir munu láta sér nægja að fylgjast vandlega með ástandinu og láta þeim pólsku eftir að berja á Walesa. í Varsjá hafa yfirvöldin afskrifað Wa- lesa og þau munu ekki ræða við hann um eitt eða neitt. Því fá Nóbelsverðlaunin ekki breytt. Ef hann á að fá einhverja pólitíska þýðingu aftur verður hann að Námskeið í ræðumennsku fundarsköpum og fundarstjórn fyrir byrjendur verður haldið að Hallveigarstöðum kl. 20,15 dagana 27. og 31. október og 3. 8. og 10. nóvember n.k. Leiðbeinandi verður Valgerður Sigurðardóttir. Nánari upplýsingar og skráning í símum 18156, 14406 og 51413 Kvenréttindafélag íslands Snjöruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar. ItálIækni sf. Síðumúla 27, sfmi 30662

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.