Tíminn - 23.10.1983, Síða 9

Tíminn - 23.10.1983, Síða 9
Utvarpsumræður afhjúpuðu ráðalausa stjórnarandstöðu í anda kerfisins ■ Umræðurnará Alþingi.semfylgdu á eftir stefnuræðu forsætisráðherra, virðast ekki hafa vakið mikla athygli. Það mun heldur ekki rétt að segja, að þær hafi valdið vonbrigðum. Flokkar stjórnarandstæðinga áttu drýgstan þátt í þessum umræðum eða höfðu samtals tvo klukkutíma til um- ráða, en stjórnarflokkarnir aðeins 40 mínútur. Hér er átt við umræðurnar, sem fylgdu í kjölfar stefnuræðunnar. Það verður þannig ekki annað sagt en stjórnarandstæðingar hafi haft næg- an tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Tímaleysinu verður ekki kennt um hver hlutur þeirra varð, en óhætt er að segja, að hann var ekki betri eftir en áður. Hlustendur urðu þó ekki fyrir von- brigðum. Langflestir höfðu átt von á því, að frammistaða sjtórnarandstöð- unnar yrði slæleg. Það rættist líka fullkomlega. Slæleg framkoma ræðumanna stjórnarandstöðunnar fólst þó ekki í því, að þeir væru ekki flestir sæmilega máli farnir. Nýir þingmenn, sem þarna komu fram í fyrsta sinn, stóðust þokka- lega að því leyti. Þeir virtust meira að segja vera búnir að tileinka sér þingleg- an ræðustíl og er það út af fyrir sig viðurkenningar vert. Gagnrýni þeirra á ríkisstjórnina var líka fullkomlega hefðbundin. Hún var mjög til samræmis við gagnryni þá, sem venja er að stjórnarandstæðingar hafa haldið uppi við þetta tækifæri. Það er hægt að rekja það í gegnum þingsöguna eða þingfiðindi, að stjórnarandstæðingar hafa reynt að gera sem mest úr mistökum stjórnar- innar og minnst úr því, sem vel hefur tekizt, þegar forsætisráðherrann hefur flutt stefnuræðu sína. Þetta reybdu stjórnarandstæðingar nú, eins og mest þeir máttu. Mikið má vera, ef þeir hafa ekki haft hliðsjón af eldri ræðum, sem stjórnarandstæðing- ar hafa flutt við þetta tækifæri. Þeir, sem um lengra skeið hafa hlýtt á slíkar umræður, munu áreiðanlega kannast við, að ekkert nýjabragð var á þessari gagnrýni. Hún var hefðbundin endur- tekning. En stjórnarandstaðan nú komst al- veg skammlaust frá þessum þætti. Hann var hvorki betri né verri en menn hafa átt að venjast. Hann var alveg í anda kerfisins. Þjóðin þarf ekki að óttast það, að hún haldi ekki áfram að eignast kerfismenn. Sameiginlegt úrræðaleysi Sá þátturinn mistókst hins vegar hjá stjórnarandstæðingum, þegar þeir áttu að skýra frá því hvað þeir hefðu viljað, að gert væri, t.d. í efnahagsmálum á síðastliðnu vori, eða hvað þeir vildu láta gera nú. Þá komu hlustendur vissulega að tómum moldarkofunum. Þeir vissu jafn lítið eftir sem áður um úrræði Alþýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins, Bandalags jafnaðarmanna og Kvennalistans. í þessum hluta af málflutningi þeirra var ruglað saman loforðum, sem ekki var sýnt fram á að væri hægt að standa við undir ríkjandi kringumstæðum, og( ráðagerðum um brkuframkvæmdir og aðrar framfarir, sem ekki geta borið árangur fyrr en eftir nokkur ár, og eiga því ekkert skylt við efnahagsaðgerðir. sem ekki þola bið. Það fékkst engin önnur mynd af þessum málflutningi stjórnarandstæð- inga en sú, að verðbólgan hefði fengið að 1 eika lausum hala, ef þeir hefðu setið við stjórnvölinn,erlendu skuld- irnar hefðu hlaðizt upp og fjöldi at- geti sætt sig við, og miði að því að ná taumhaldi á vcrðbólgunni. Sumt af því, sem gert er, getur valdið nokkurri óánægju hjá Sjálf- stæðisflokknum og annað hjá Fram- sóknarflokknum. Um sum atriðin get- ur verið ágreiningur innan flokkanna sjálfra. Það getur því reynzt örðug- leikum bundið að finna meðalveginn. Góðar horfur eru nú á, að þetta hafi stjórnarflokkunum tekizt, þegar þeir sömdu um efnahagsstefnuna á síðast- liðnu vori. Vcrðhólgan er á hraðri niðurlcið og vextirnir fylgja á eftir. ■ Frá Alþingi. vinnufyrirtækja hefði lagt upp laupana með tilheyrandi atvinnuleysi. Kjósendur eiga áreiðanlega eftir að krefjast skýrari svara af stjórnarand- stæðingum um þetta efni. Það er sjálfsagt að gagnrýna, þótt það sé ekki alltaf gert af sanngirni, en hitt er óafsakanlegt að gagnrýna, án þess að geta bent á og færa rök að því að betur hefði tekizt til, ef öðrum ráðum hefði verið fylgt. Utilokað er að gera upp á milli stjórnarandstöðuflokkanna að þessu leyti. Þeir virtust nokkurn veginn jafn neikvæðir og jafn úrræðalitlir. Stjórnarandstæðingar hefðu áreiðan- lega ekki bætt hlut sinn í skoðana- könnun, ef hún hefði farið fram daginn eftir þessar umræður. Verkfallsórar Alþýðubanda- lagsins Það er augljóst mál, að róttækari leiðtogar Alþýðubandalagsins dreymir nú mjög um að koma á verkföllum í einni eða annarri mynd. Þeir gera sér grein fyrir, að efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru á góðum vegi að heppnast. Niðurfærsla verðbólgunnar hefur tekizt betur til þessa en menn þorðu yfirleitt að vona. Þetta veldur leiðtogum Alþýð- ubandalagsins hugarangri og ótta. Þess vegna megi það ekki dragast að bregða fæti fyrir ríkisstjórnina. Launafólk er hins vegar ekki á sama máli. Það sér hættuna, sem vofir yfir atvinnuvegunum, ef nú yrði efnt til stórra átaka. Það myndi veikja atvinnuöryggið og skerða kjörin, eins og nú er ástatt. Dræm þátttaka í undirskriftasöfnuninni er verulegt vitni um þetta. Atkvæðagreiðslan á þingi Verkamannasambandsins um tillög- una, sem setti 15.000 kr. lágmarkslaun á oddinn, er ekki síður athyglisverð. Aðeins 27 fulltrúar af 133 greiddu henni atkvæði. Hinir sátu hjá. Þessi hjáseta stafaði ekki af því, að fulltrúarnir teldu tillöguna um 15 þús- und króna lágmarkslaun ósanngjarna. Þeir munu hins vegar hafa gert sér Ijóst, að þetta er illa framkvæmanlegt, eins og ástatt er hjá atvinnuvegunum um þessar mundir. Það, sem veldur mörgu launafólki mestum áhyggjum nú, er ef atvinnu- öryggiðbrestur.Það má ekki mikið út af bera, ef mörg atvinnufyrirtæki á ekki að reka upp á sker. Þá er atvinnuleysið komið til sögunnar. Það er nú mesta hagsmunamál launþega, að því verði haldið utan landsteinanna. Undirþessum kringumstæðumgetur orðið erfitt fyrir leiðtoga Alþýðu- bandalagsins að koma á verkföllum. En viljann skortir þá ekki. Leiðarljós í kjaramálum Þá gætni, sem launafólk sýnir nú í launamálum, má ekki misskilja á þann veg, að það hafi ekki fullan hug á að fá kjörin bætt. Það vill hins vegar koma því fram með friðsamlegum hætti og í samræmi við efnahag þjóðarinnar. Hins vegar ætti að vera hægt að bæta eitthvað hlut þeirra lægst launuðu. í þeim viðræðum um kjarasamninga, sem ættu að fara að hefjast milli vinnuveitenda og launþega, ætti það að vera leiðarljósið, eins og forsætis- ráðherra sagði í stcfnuræðu sinni, að jafna kjörin. Þá er fyrst og fremst átt við að bæta hlut láglaunafólksins. Frjálsir samningar milli vinnuveit- enda og launafólks eiga að gilda frá 1. febrúar. Þá fellur lögbindingin úr gildi. Reynslan hefur sýnt, að undirbúningur kjarasamninga þarf rúman tíma. Það er því orðið tímabært fyrir umrædd samtök að hefja viðræður og stefna að því að hafa kjarasamninga tilbúna 1. febrúar. Vinnuveitendasambandið hefur þegar gert Alþýðusambandinu tilboð um að hefja þessar viðræður og verður því vafalaust tekið. Grundvöllur stjórnarsam- starfsins í málgögnum stjórnarandstæöinga bryddir öðru hverju á þeirri óskhyggju að stjórnarsamstarfið muni rofna vegna ágrcinings áður en tekizt hefur að ná fullum árangri í baráttu við verðbólguna. Vitanlega gætir alltáf nokkurs ágreinings í samstarfi ólíkra flokka. Það er engin ástæða til að bcra á móti því, að viðhorf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins cru ólík á mörgum sviðum. Flokkarnir hafa hins vegar eitt sameiginlegt markmið undir núverandi kringumstæðum. Þctta markmið er að ná tökum á vcrðbólg- unni og koma henni í viðráðanlcgt horf, svo að atvinnulífið eflist og styrkist. Viðnámið gegn verðbólgunni er þannig sá grundvöllur, sem stjórnar- samstarfið byggist á. Það cr líka mál málanna hjá þjóðinni um þessar mundir. Stjórnarflokkarnir hafa vegna skoðana sinna mismunandi mat á því, hvað sé vænlegast til árangurs. Sam- starfið byggist á því, að þeir nái samkomulagi um aðgerðir, sem báðir Batamcrkin eru þannig augljós og eiga cftir að koma fleiri í Ijós, ef haldið verður áfram markaðri stefnu. Ekki skal þó gert lítið úr því, að erfiðleikar bíða enn framundan. Batamerkin eru aukin trygging þess, að það er óskhyggja hjá stjórnarand- stæðingum, að slíks ágrcinings sé að vænta á sjtórnarheimilinu, að það leiði til samvinnuslita. Það, sem ræður úr- slitum, er hiö samciginlega markmið - að vinna bug á vcrðbólgunni og skapa efnahagslífinu traustari grundvöll. Mikil verkefnaskrá Þótt efnahagsmálin séu helztu við- fangsefni ríkisstjórnarinnar. bar stefnuræða forsætisráðherra þess glöggt vitni, að ríkisstjórnin undirbýr breytingar og umbætur á nær öllum sviðum þjóðmála. Sumar miða til sparnaðar, svo að hægt sé að láta það ganga fyrir, sem nauðsynlegast er. Annað miðar að endurbótum og nýjungum, sem hafa dregizt, en eru orðnar aðkallandi. Þetta sýnir glöggt, að ríkisstjórnin • ætlar ekki að verða kyrrstöðustjórn, þótt efnahagsástandið setji henni þrengri skorður en fyrri ríkisstjórnum eftir síðari heimsstyrjöldina. Meðal þeirra mála, sem unnið er að, eru breytingar á stjórnkerfi ríkisins. Þegar cr að vænta á þessu þingi nokkurra frumvarpa, sem lúta að breytingum á -því sviði. M.a. er að vænta frumvarps að nýjum lögum um Stjórnarráð Islands, frumvarps um að ríkisendurskoðun verði færð undir Al- þingi, frumvarps um að rekstrarlegt eftirlit með ríkisfyrirtækjum verði eflt og að aukin verði útboð í sambandi við opinberar framkvæmdir. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.