Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisll Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason. Skrifstofustjori: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrelislustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttlr, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristln Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (fþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð I lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Ljótur leikur ■ Sú ákvöröun borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík að reka úr störfum báða núverandi framkvæmdastjóra Bæjarútgerðarinn- ar hefur eðlilega verið mikið til umræðu að undanförnu. Á síðasta borgarstjórnarfundi, þegar ákveðið var að ráða Brynjólf Bjarnason sem framkvæmdastjóra BÚR, urðu enn harðar deilur um málið. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, bendir þar á, að ekki hefði komið fram hin minnsta gagnrýni á störf núverandi framkvæmdastjóra. Þeir hefðu að allra dómi rækt störf sín vel og af samviskusemi. Starfsandi í fyrirtækinu væri góður. Einhuga stuðningur nær allra hinna mörg hundruð starfsmanna, sem hjá fyrirtækinu vinna, við núverandi framkvæmdastjóra, talaði sínu máli. Kristján benti á að fjárhagserfiðleikar Bæjarútgerðarinnar stöfuðu af nýlegum og dýrum skipum og miklum fjármagns* kostnaði þeirra vegna. Því yrði ekki breytt þótt nýir menn tækju við stjórn. Allur þessi málatilbúnaður væri áfall fyrir Bæjarútgerð- ina og áfall fyrir alla þá, sem hefðu látið sér detta í hug að pólitískar og persónulegar atvinnuofsöknir heyrðu til liðinni tíð. Þá vakti Kristján athygli á því, að ekki mætti vanmeta hinn mannléga þátt þessa máls. Framkvæmdastjóruni væri sagt upp án nokkurra skýringa eða gagnrýni á störf þeirra, Björgvini Guð- mundssyni eftir tveggja ára starf og Einari Sveinssyni eftir átta ára starf. Aðstöðumunur þessara tveggja nianna væri þó mikill. Björgvin gæti meö réttu sagt að uppsögn hans væri af pólitískum toga. Hann væri yfirlýstur alþýðuflokksmaður og einn af oddvitum meirihluta borgarstjórnar árin 1978-1982. Aðför að honuni væri því hcfnd. Slíkt gæti Einar Sveinsson ekki borið fyrir sig, því hann hefði ávallt verið talinn sjálfstæðismaður. Kveðja flokksbræðr- anna til hans væri því einfaldlega sú, að hann væri óhæfur. Það væri hins vegar mikill misskilningur, því Einar Sveinsson hafi reynst hæfur og farsæll stjórnandi sem og þeir báðir hann og Björgvin. „íhaldið í Reykjavík er hér að leika ljótan lcik, sem allir réttsýnir menn hljóta að fordæma“, sagði Kristján Benediktsso'n í umræðunum í borgarstjórn. Augljós árangur Ríkisstjórnin hefur gefið út upplýsingabækling um efnahagsmál- in til þess að kynna öllum landsmönnum þann árangur, sem þegar hefur náðst. Þar er minnt á þann háskalega efnahagsvanda, sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð: - Óðaverðbólga var 130-140%, - Samdráttur þjóðarframleiðslu var einn hinn mesti frá stofnun lýðveldisins. s - Hætta var orðin á miklu atvinnuleysi. - Erlendar skuldir fóru svo vaxandi að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar var stefnt í voða. Ríkisstjórnin greip til róttækra aðgerða til að vinna bug á þessum vanda, og í þeim fólst viðurkenning á þeirri kjaraskerð- ingu, sem hlaut að leiða af þeim efnahagsáfölíum, sem þjóðin hafði oröið fyrir. „Landsmenn hafa sýnt ríkisstjórninni skilning í þessari viðleitni hennar og tryggt henni starfsfrið til að ná settu marki. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa", - segir í bæklingnum, og er þar m.a. bent á, að verðbólguhraðinn sé nú kominn niður úr 130% í um 30%, full atvinna sé í landinu í stað fjöldaatvinnuleysis sem við blasti, hallinn á viðskiptunum við útlönd fari verulega minnkandi og vextir hafi verið lækkaðir. „Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa þegar skilað umtals- verðum árangri, og hafa landsmenn fært fórnir til að svo mætti veröa. Ríkisstjórnin hefur notið skilnings og leitar nú eftir stuðningi til þess að fylgja aðgerðunum eftir þannig að árangurinn verði varanlegur og íeggja megi grunn að efnhagslegri uppbygg- ingu og aukinni verömætasköpun.. Til þess að koma efnahag landsmanna upp úr ökludalnum á næsta ári þarf ríkisstjórnin áfram á stuðningi þjóðarinnar og skilningi að halda“, segír ennfremur í upplýsingabæklingi ríkisstjórnarinnar. Af Nóbelum og öðrum bókmennta- verðlaunum ■ Nóbelsverðlaunahafinn William Golding í dyragættinni. B ÓKMENNTAVERÐLAUN NÓBELS VEKJA ÁVALLT MIKLA ATHYGLI OG OFl NOKKRAR DEIL- UR. Svo cr einnig nú. Óhætt mun að segja að val þeirra átján, sem skipa sænsku akademíuna, hafi að þessu sinni komið nokkuð á óvart. Þeir munu fáir, sem fyrirfram höfðu litið á William Golding sem Nóbelskáld. Ýmsir aðrir breskir rit- höfundar voru honum framar í röðinni að margra áliti, ekki síst Graham Greeresem sænska akademían hefur af forherð- ingu neitað um Nóbelsverðlaunin árum saman. Að velja nú annan breskan rithöfund, og það Golding, er auðvitað ekkert" annað cn salt í sárin og hlýtur að teljast einstaklega ómaklegt í garð Greene. En vegir sænsku akademíunnar eru órannsak- anlegir eins og dæmin sanna, og Greene getur sætt sig við að hann er í góðum félagsskap, því margir af merkustu rithöfundum aldarinnar hafa ekki fengið Nóbelsverðlaun. Sænska akademían er auðvitað sjaldan einhuga um ákvörð- un af þessu tagi, en fram að þessu hafa allir meðlimir hennar virt þá þagnarskyldu, sem þeir hafa gengist undir. En nú var þessi hefð brotin þegar bókmenntaguðfaðirinn í akademíunni, Arthur Luntikvist, lét í Ijósi andúð sína á ákvörðun meirihlut- ans. Lundkvist hefur verið mjög áhrifamikill innan akademí- unnar síðustu áratugina. Hann mun t.d. hafa ráðið mestu um það að Greene hefur ekki fengið Nóbelsverðlaunin. Það var einnig hans verk að útvega Gabriel Garcia Marques Nóbelinn í fyrra eftir að akademían hafði um langt árabil hundsað argentíska skáldjöfurinn Jorge Luis Borges. Lundkvist hefur upplýst að hann hafi viljað láta Leopold Senghor forseta og Ijóðskáld í Senegal fá Nóbelinn nú, en til vara franska skáldsagnahöfundinn Claude Simon. Honum varð ekki að ósk sinni í þetta sinn, en reynir vafalaust áfram. Annars var Lundkvist fljótur til að bera til baka að hann væri sérlega andvígur breskum rithöfundum eða Golding sérstaklega. „Við höfum þekkst“, segir hann um Golding. „Ég hitti Golding í Leningrad ásamt Jean Paul Sartre árið 1963 á friðarfundi". Golding, sem nú er 72 ára og býr í Wiltshire á Englandi, er eiginlega enn í dag fyrst og fremst þekktur og viðurkenndur fyrir fyrstu skáldsögu sína, sem heitir „Lord of the Flies“ og hefur komið út í íslenskri þýðingu undir heitinu „Flugnahöfð- inginn“. Hann skrifaði þá athyglisveröu sögu þegar hann vann við kennslu í Salisbury. Hann átti í mesta basli með að koma þessari fyrstu skáldsögu sinni á markað. Henni var hafnað af 21 útgefanda. En loks fékkst hún útgefin árið 1954, þegar Golding var orðinn43 ára. Næstu fimm árin birtust þrjár aðrar skáldsögur eftir Golding: „The Inheritors", „PincherMartin" og „Free Fall“. Alls hafa níu skáldsögur eftir hann birst á prenti, og sú nýjasta, „Rites of Passage“, sem kom út árið 1980, hlaut verulegar vinsældir og viðurkenningu, m.a. svonefnd Booker-verðlaun, sem nánar verður sagt frá síðar í þessum pistli. En „Flugnahöfðinginn" er og vcrður vinsælust bóka hans. Hún hefur nú selst í meira en 7 milljónum eintaka og er skyldulesning í enskum framhaldsskólum. Þar segir Golding frá hópi enskra skóladrengja, sem er komið fyrir til öryggis á kóraleyju á meðan kjarnorkustríð er háð. Hægt en örugglega verða börnin að villimönnum, en það er meginkenn- ing Goldings í skáldsögum hans, að hið illa sé óhjákvæmilegur hiuti mannlegrar nátturu en ekki afleiðing þjóðfélagskerfa. Golding var alinn upp í litlu þorpi í Cornwall. Faðir hans var kennari og móðir hans kvenréttindakona mikil. Foreldr- arnir áttu þá ósk að hann yrði vísindamaður, en þegar hann hafði lokið tveggja ára námi í Oxford ákvað hann að skipta um og leggja frekar stund á enskar bókmenntir. Að loknu háskólanámi gegndi hann ýmsum störfum, tímabundið í senn, gaf út ljóðabók (hann var þá 23 ára) og gekk síðan í flotann þegar síðári heimsstyrjöldin hófst. Hann var m.a. vitni að því þegar þýska herskipinu Bismark' var sökkt og tók þátt í landgöngunni á Normandí árið 1944. Á stríðsárunum sann- færðist hann um að maðurinn væri í eðli sínu vondur - en sú kenning er sem rauður þráður í skáldsögum hans. Árið 1939 kvæntist Golding og hafa þau hjónin búið í sama húsinu í Wiltshire alla tíð síðan. Þau hafa ferðast mikið saman, m.a. um alla norður Ameríku, Evrópu og til mið Austurlanda, sérstaklega þó Egyptalands, en hann dvelur þar einmitt þessa dagana við efnisöflun í bók um Egyptaland. „Það verður iýsing mín á iandinu en ekki venjulegferðabók“, segir Golding. . N" ÓBELSVERÐLAUNIN ERU EKKI AÐ- EINS VIÐURKENNDUSTU BÓKMENNTAVERÐLAUN HEIMSINS HELDUR EINNIG ÞAU SEM GEFA MESTA FJÁRMUNI í AÐRA HÖND: Verðlaunaféð jafngildir nú um það bil 5 milljónum íslenskra króna. Engum.öðrum bókmenntaverðlaunum fylgja slíkar fjárfúlgur. Þau bókmenntaverðlaun, sem næst kömast að því er verðlaunafé varðar, eru kanadísk og^eitt árlega fyrir bestu fyrstu skáldsögu höfundar. Verðlaunaféð þar jafngildir um það bil 1.5 milljónum íslenskra króna. Mörg þekkt bókmenntaverðlaun felá hins vegar aðeins í sér viðurkenningu en ekki fé. Þannig nemur Pulitzerinn aöeins um 30 þúsund krónum og hin eftirsóttu frönsku verðlaun Prix Goncourt aðeins um 150 krónum, enda munu fæstir verðlaunahafanna hafa fyrir því að leysa út ávísunina. í Bretlandi eru árlega veitt hin svonefndu Booker-verðlaun, en þar nemur verðlaunafé um 430 þúsundum íslenskra króna. Verðlaun þessi hafa verið veitt í 15 ár, þykja yfirleitt merk tíðindi þar í landi og hafa veruleg áhrif á sölu þeirra bóka, sem verðlaunin hljóta. Hér er um að ræða verðlaun fyrir bestu skáldsögu ársins, og hefur dómnefndin nú valið sex skáld- sögur, sem koma til greina. 26. október næstkomandi mun nefndin síðan hittast til þess að gera endanlega upp hug sinn. Dómnefndin er valin á hverju ári og að þessu sinni gerðist það í fyrsta sinn að konur urðu í meirihluta - þ.e. eru þrjár af fimm nefndarmönnum. Formaður nefndarinnar er Fay Weldon, sem er þekkt hér sem annars staðar sem rithöfundur og kvenréttindaforkólfur. Önnur þekkt skáldkona, Angela Carter, er í dómnefndinni, en þriðja konan er Libby Purves, sem er kunn í Bretlandi af starfi sínu við breska fjölmiðla - bæði tímarit og útvarp - og er litið á hana sem eins konar fulltrúa hins almenna lesenda í nefndinni. Hinir tveir nefndarmennirnir eru Peter Porter, ljóðskáld og gagnrýnandi, ogTerence Kilmartin, bókmenntaritstjóri viku- blaðsins The Observer og þýðandi (hann hefur m.a. þýdd skáldsögur Proust). Dómnefndarmenn hafa ekki viljað segja mikið um störf sín í nefndinni við fjölmiðla. En val þeirra á þeim sex skáldsögum, sem koma til greina, sýnir í það minnsta, að þar ráða ekki kvennabaráttusjónarmið ferðinni þótt konur séu í meirihluta. Meðal rithöfundanna sex er sem sagt aðeins ein kona. Verk þau, sem hér um ræðir, eru „Rates of Exchange" eftir Malcolm Bradbury, „Life and Times of Michael K“ eftir J.M. Coetzee, „Flying to Nowhere" eftir John Fuller, „The Illusionist" eftir Anitu Mason, „Shame“ eftir Salman Rushdie og „Waterland" eftir Graham Swift. Breskir gagnrýnendur segja að allar þessar skáldsögur séu „þungar“, og engin þeirra hafi að geyma beina raunsæislega frásögn. Þær eru hins vegar sagðar mjög ólíkar. Tvær þeirra eru sögulegs eðlis - „Flying to Nowhere" gerist á eyju út af ströndum Wales á miðöldum, en „The Illusionist" í Róm og Mið-Austurlöndum á tímum postulanna Péturs og Páls. Aðr^r gerast í nútímanum, svo sem eins og „Rates of Exchange", sem lýsir einkum heimsókn til Austur-Evrópu, og „Life and Times of Michael K“, en hún gerist í Suður-Afríku eins og fyrri bækur höfundarins. -ESJ Elías Snæland V ' Jónsson, ritstjóri, skrifar -ESJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.