Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 ■ Sean Connery sést hér ásamt Kim Basinger, sem fer með hlutverk Domino í kvikmyndinni og fellur fyrir James Bond. Bond. Henni er falið þetta verkefni af SPECTRE, sem Bond aðdáendur kann- ast að sjálfsögðu við - glæpasamtök- unum, sem lúta forystu Ernst Stavro Blofelds. Sænski leikarinn Max von Sydow leikur glæpaforingjann, en þýski leikarinn Klaus-Maria Brandauer - sem hlaut heimsfrægð fyrir frábæran leik sinn í kvikmyndinni „Mephisto" s?m enn hefur ekki verið tekin til sýningar hér - leikur Emilio Largo, sem gengur næst Blofeld í Spectre og stjórnar þeim að- gerðum, sem myndin greinir sérstaklega frá, í Karabíska hafinu. Largo á sér fagra ástkonu, sem Domino heitir og Kim Basinger leikur, en James Bond fær hana eins og í kaupbæti í lokin þegar hann hefur komið í veg fyrir il! áform þeirra Spectre manna. Kjarni söguþráðarins er óbreyttur frá því sem er í sögunni og segir frá því, hvernig þeir Blofeld og Largo og félagar í Spectre tekst að ræna herflugvél með kjarnorkusprengjum innan borðs og reyna síðan að kúga fé út úr vestrænum ríkisstjórnum með hótunum um að sprengja einhverja stórborgina í loft upp. James Bond er sendur til að gera þessi áform að engu, og að sjálfsögðu tekst honum það að lokum. - ESJ. Vorið 1965 Síðasta Bond-saga Flemings gefin út -„The Man With The Golden Gun“. Sumarið 1965 Kvikmyndin „Thunderball“ hlýtur frábærar viðtökur. Júní 1967 Kvikmyndin „You Only Live Twice“ frumsýnd. Sean Connery, sem er orðinn þreyttur á hlutverkinu, neitar að leika í fleiri Bond myndum. Broccoli og Saltzman leita að nýjum Bond. Júní 1969 George Lazenby tekur við hlutverkinu í „On Her Majesty’s Secret Service", en tekst illa upp og fær ekki annað tækifæri. Maí 1971 „Diamonds are Forever" frumsýnd með Sean Connery enn á ný í aðalhlut- verkinu. Eftir háværar deilur við fram- leiðendur tilkynnir Connery að hann muni aldrei leika Bond aftur. Júní 1973 Roger Moore, sem þekktur er sem „Dýrlingurinn“, tekur við af Connery í kvikmyndinni „Live and Let Die“ og líkar vel. Jólaleytið 1974 Önnur kvikmyndin með Roger Moore sem Bond frumsýnd: „The Man With the Golden Gun“. Christopher Lee leikur andstæðing hans. Vorið 1975 McCiory fer að semja nýtt kvik- myndahandrit eftir upprunalegu „Thunderball“-sögunni ásamt Len Deighton. Vinnutitlar eru: „James Bond of the Secret Service“ og „Warhead“. Sean Connery veitir nokkra aðstoð og lýsir sig hugsanlega reiðubúinn til að leika Bond á ný. Broccoli hefur engan áhuga á slíkri samkeppni og fer í málaferli, sem taka langan tíma og eyðileggja öll áform McClory. Júní 1977 Roger Moore enn á ferð sem Bond, nú í „The Spy Who Loved Me“ með Barbara Bach og Curt Jurgens. Júní 1979 „Moonraker“ slær í gegn. Þetta er ekki aðeins dýrasta Bond-myndin til þessa, heldur kostaði framleiðsla hennar jafn mikið og allra fyrstu átta myndanna til samans! Nóvember 1980 Jack Schwartzman, lögfræðingur og.. framkvæmdastjóri Lorimar kvikmynda- fyrirtækisins, fær áhuga á „Thunder- ball“. Hann hefur samband við Connery, sem gefur grænt ljós á að leika Bond ef Schwartzman geti fengið kvikmyndunar- réttinn. „En þú færð hann aldrei," segir Connery. Júlí 1981 Enn ein Bond-kvikmyndin með Roger Moore - „For your Eyes Only“. Hann gefur í skyn að þetta kunni að verða síðasta Bond-myndin hans. Jack Schwartzman tekst það, sem Connery hafði enga trú á: hann fær réttinn til að kvikmynda „Thunderball", útvegar nægilegt fjármagn og leysir úr lagahnútunum. Connery er reiðubúinn. Nafnið á myndinni ákveðið: „Never Say Never Again“ (Segðu aldrei aftur aldrei). Það er eiginkona Connerys, sem á hugmyndina að nafninu, vegna fyrri yfirlýsinga Connerys um að hann myndi aldrei leika Bond aftur. September 1982 Kvikmyndun „Segðu aldrei aftur aldrei" hefst í suður Frakklandi, en þar að auki eru atriði tekin í London og á Bahamaeyjum. Sumarið 1983 Broccoli frumsýnir nýja Bond-mynd með Roger Moore - „Octopussy" - og er liún byggð á þremur smásögum eftir Ian Fleming. Október 1983 „Segðu aldrei aftur aldrei“ frumsýnd í Bandaríkjunum. -ESJ - VERÐ: (m/söluskatti) 4 cyl. 1.340.00 kr. 6 cyl. 1.707.00 kr. 8 cyl. 1.971.00 kr. VETRARSKOÐUN Gildistími 3.10-1.12. 1983 1. Mótorþvottur 2. Viftureim athuguð 3. Mæla hleðslu og rafgeymir 4. Hreinsa rafgeymasambönd 5. Skipt um kerti 6. Skipt um platínur 7. Loftsía athuguð 8. Skipt um bensínsíu 9. Mótorstilling 10. Kælikerfi athugað 11. Mælt frostþol 12. Yfirfara Ijós og stilla þau 13. Rúðuþurrkur ath. - settur á frostvari INNIFALIÐ í VERÐI: Vinna - kerti - platínur - bensínsía - frostvari. BIFREIDADEILD SAMBANDSINS VERKSTÆÐI HOFÐABAKKA 9-SIMI 85539 1|1 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐA VÖRUM Olympia CPD 3212 Fyrirferðalítil og örugg reiknivél Áreiðanleg og fjölhœf reiknivél sem eyðir ekki borðplássi að óþörfu. Olympia vél sem reikna má með þótt annað bregðist. Leitið nánari upplýsinga. KJARAN ARMULI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022 ■i ■ § Jt r\ yi VIÐGERÐAR- BmAAUÁA ÞJÓNUSTA. • Vatnskassa- og bensíntankaviðgerðir. • Erum einnig sérhæfðir í Fíat- viðgerðum. BÍLAVERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU 4 KÓPAVOGI, SÍMI 46940.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.