Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1983 kvikmyndasjá ■ Sean Connery snýr aftur sem James Bond, en „Segðu aldrei aftur aldrei" er sjöunda ■ Barbara Carrera leikur hættulegan andstæðing Jame Bonds i „Segðu aldrei aftur kvikmyndin þar sem hann leikur 007. aldrei". Fatima Blush heitir hún og verkefni hennar er að veiða James Bond i net sitt og drepa hann. Sean Connery snýr aftur sem breski njósnarinn James Bond - 0Ö7: „Segðu aldrei aftur aldrei” ■ Sean Connery hefur snúið aftur sem James Bond. Fyrr í þessum mánuði var fyrsta Bond-kvikmynd- in, sem hann hefur leikið í siðan árið 1971, frumsýnd í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur hlotið góðar viðtökur. Connery þykir þar leika Bond af engu minna öryggi en áður, þótt margir telji reyndar að leikkon- an Barbara Carrera, sem fer með hlutverk hættulegs andstæðings Bonds, steli hreinlega senunni. Pctta er sem kunnugt cr önnur af tveimur Bond-kvikmyndum, sem frum- sýndar hafa verið ytra á þessu ári. Hin myndin er „Octopussy“, en þar fer Roger Moore með hlutverk breska 007 njósnarans. Sú kvikmynd var frumsýnd í sumar og er í fimmta sæti yfir þær kvikmyndir sumarsins, sem gefið hafa mest af sér í aðgangseyri vestra. Pví er spáð að Connery-myndin muni ekki síður ganga vel miðað við fyrstu við- tökur. Það má eiginlega segja að James Bond sé þrítugur um þessar mundir, þar sem fyrsta skáldsagan um þessa söguhetju kom út árið 1953. Helstu „ævisöguatrið- in“ á þessum þrjátíu ára ferli Bonds eru rakin hér í annarri grein, en við skulum aðeins líta nánar á nýjustu myndina. Byggð á „Thunderball" „Segðu aldrei aftur aldrei" er í öllum meginatriðum byggð á skáldsögunni „Thunderball", sem Ian Flemming samdi upphaflega í samvinnu við kvik- myndaleikstjórann Kevin McClory og handritshöfundinn Jack Whittingham sem kvikmyndahandrit. Kvikmynd með þessu nafni var loks gerð árið 1965, svo að segja má að hér sé um endurgerð þeirrar myndar að ræða í nokkuð breyttu formi. Framleiðandi myndarinnar er Jack Schwartzman, en McClory sá, sem áður er nefndur, er framkvæmdastjóri. Segja má að reyndir mertn séu í hverju rúmi við kvikmyndagerðina. Handritið samdi Lorenzo Semple jr. eftir skáld- sögu Flemings og félaga, en Semple hafði þegar sýnt getu sína á því sviði við gerð handrita að „Three Days of the Condor“, sem er spennandi njósnamynd sem Sidney Pollack leikstýrði, og „Flash Gordon", sem endursýnd hefur verið í Tónabtó síðustu dagana. Leikstjórinn er heldur ekki af lakara taginu, sem sé Irvin Kershner, sem m.a. leikstýrði „The Em- pire Strikes Back“, sem er önnur kvik- myndin í Stjörnustríðs þrennu George Lucas. Douglas Slocombe stjórnaði myndatöku (hann annaðist hið sama við Ránið á týndu örkinni) en Ricou Browning, sem stjórnaði neðansjávar- myndatökunni á „Thunderball" um árið, sá um sama verk við gerð þessarar nýju myndar. Barist við Spectre Leikararnir eru heldur engir byrjend- ur. Sean Connery hefur sjö sinnum farið með hlutverk Bonds. Barbara Carrera, sem fengið hefur sérlega góða dóma, leikur fagurt morðkvendi. Fatima Blush heitir hún og fær það verkefni að myrða JAMES BOND - ANNÁLL ÞRJÁHU ÁRA ■ Roger Moore hefur leikið James Bond í sex kvikmyndum. Hér er hann í þeirri nýjustu - „Octopussy“ - og virðist eiga í tímabundnum erfiðleikum. ■ Saga James Bond nær aftur til ársins 1953 aðfyrsta skáldsaga lan Flemings um þennan breska njósn- ara var gefin út. Hér á eftir fer eins konar annáll Bonds frá 1953 fram til þessa dags þ.e. i 30 ár. Vorið 1953 Fyrsta bókin, sem segir frá ævintýrum breska njósnarans James Bond, kemur á markað í Bretlandi. „ Casino Royale" heitir hún og vekur þegar mikla athygli á söguhetjunni og eins höfundinum, Ian Fleming. Pví veldur m.a. sú áhersla, sem lögð er á „sex og sadisma“ eins og það var orðað. Vorið 1954 Önnur Bond-sagan kemur út: „Live and Lef Die“. Október 1954 „Casino Royale“ sýnt sem sjónvarps- leikrit í bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Barry Nelson leikur þar James Bond, en Peter Lorre andstæðing hans, rússneska njósnarann Le Chiffre. Vorið 1955 Bond kemur í veg fyrir að London sé sprengd í loft upp með kjarnorku- sprengju er hann fer með sigur af hólmi í baráttunni við Hugo Drax í „Too Hot To Handle“, sem síðar fékk nafnið „Moonraker“. Haustið 1955 Ian Fleming semur uppkast að sjón- varpsmyndaflokki sem bandaríska sjón- varpsstöðin NBC hefur áhuga á að gera. „Commander Jamaica" kallast mynda- flokkurinn, og þar segir frá ætlunum um að breyta stefnu eldflaugar, sem skotið er á loft frá Canaveral-höfða. Ekkert varð úr gerð myndaflokksins, en sögu- þráðurinn varð síðar að „Dr. No“. Vorið 1956 Bond á í átökum við gimsteinasmygl- ara í „Diamonds Are Forever“. Haustið 1957 CBS-sjónvarpsstöðin felur Flemingað skrifa 32 þætti fyrir sjónvarp, en sá myndaflokkur ferst einnig fyrir. Ný Bond-saga, „From Russia with Love“, sér dagsins ljós. Vorið 1958 Bond hittir hina ómótstæðilega Hon- eychile Rider í skáldsögunni „Dr. No“, sem verður metsölubók. lan Fleming sýnir mikinn áhuga á að gerð verði kvikmynd um söguhetju sína og hefur þá Richard Burton, James Stewart, David Niven eða James Mason í huga í aðalhlutverkið. Eftir margar tilraunir hittir Fleming írska kvikmyndaleikstjór- ann Kevin McClory og handritahöfund- inn Jack Whittingham, sem ákveða í sameiningu að fyrsta Bond-kvikmyndin skuli gerð eftir nýju spennandi handriti en engri þeirra sagna sem þegar höfðu verið gefnar út. Peir semja uppkast að handriti og nota vinnutitilinn „Longi- tude 78 West“, sem síðar var breytt í „Thunderball“ En ekki tekst að útvega fjármagn til kvikmyndagerðarinnar og þeir þremenningarnir fara því hver í sína áttina. Fleming heldur áfram að skrifa Bondsögur og er orðinn sannfærður um að Bond muni aldrei sjást á hvíta tjaldinu. Vorið 1959 „Goldfinger11 kemur á markað, en þar á Bond í höggi við hóp óvenjulegra glæpamanna, þar á meðal Goldfinger sjátfan, Oddjob og hina fögru Pussy Galore. Vorið 1960 Fimm smásögur um Bond birtast undir nafninu „For Your Eyes Only“. Þær eru byggðar á hugmyndum, sem Fleming hafði sett á blað fyrir CBS árið 1957. Vorið 1961 Kevin McClory fær í hendur nýjustu Bond-skáldsögunna „Thunderball“ og hef- ur þegar samband við lögfræðing sinn. McClory fer í mál við Fleming og fullyrðir að skáldsagan sé byggð á hugmyndum, sem þeir hafi unnið að sameiginlega þremur árum áður. Eftir nokkurra ára málaferli næst samkomu- lag, þar sem McClory fær þess getið í frekari útgáfum af „Thunderball“ að hann sé einn af höfundum bókarinnar. Jafnframt fær hann allan rétt til að kvikmynda upphaflegu Thunderball- söguna. Með þetta í höndunum fer McClory til kvikmyndaframleiðendanna Albert Broccoli og Harry Saltzman og býður upp á samstarf við gerð kvikmynd- ar um „Thunderball". Þeir eru hins vegar sjálfir langt komnir með undirbún- ing eigin Bondkvikmyndar eftir sögunni um „Dr. No“ og því tregir til samkomu- lags við McClory. Sean Connery leikur aðalhlutverkið í „Dr. No.“ Vorið 1962 Ný Bond-saga - „The Spy Who Loved Me“ - kemur út. Það er eina Bond- sagan, sem sögð er frá sjónarhóli konu. Október 1962 James Bond kemst á hvíta tjaldið og slær í gegn þegar „Dr. No“ er frumsýnd. Sigurganga sú, sem enn stendur, er hafin. Vorið 1963 „On Her Majesty’s Secret Service" kemurút. ÞargengurBond íhjónaband, sem reyndar verður skammlíft. Október 1963 Önnur James Bond-kvikmyndin frum- sýnd - „From Russia With Love“ - og hún nær geypilegum vinsældum. Ný skáldsaga kemur út - „You Only Live Twice“ - þar sem Bond lendir í hættu- legum ævintýrum í Japan. Janúar 1964 Til þess að losa sig við hugsanlega samkeppni ákveða Broccoli og Saltzman að semja við McClory um gerð kvik- myndar eftir „Thunderball“. McClory fellst á að gera ekki aðra mynd eftir sögunni fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu ár. Sumarið 1964 Kvikmyndin um „Goldfinger" frumsýnd. Sean Connery er enn í aðal- hlutverkinu. Ágúst 1964 Skapari James Bond, Ian Fleming, andast í London eftir langvarandi veik- indi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.