Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 10
10
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
■ Fyrir nokkru minntumst við hér á Helgar-
Tímanum heimsóknar Lindberghs flugkappa
til íslands, sem átti sér stað fyrir 50 árum, eða
í ágúst mánuði 1933.
Eins og oft vill verða þegar verið er að rif ja
upp löngu liðna atburði í f jölmiðlum, þá verður
það til þess að ýmsir gefa sig fram sem muna
sitthvað nánar um atburði eða þá að bent er á
menn sem nokkuð gætu haft til málanna að
leggja. Þannig benti Örlygur Hálfdánarson,
bókaútgefandi og gamalj Viðeyingur, á Ás-
grím Björnsson hjá SVFÍ og kvað hann geta
sagt okkur margt nánar af komu Lindberghs
hingað. Jú, mikið rétt! Ásgrímur kunni frá því
að segja er Lindberghhjónin dvöldu á heimili
foreldra hans í Viðey í tvö dægur í ferð þeirra
hingað og auðvitað fórum við og báðum
Ásgrím að rekja með okkur minningar sínar
frá þessu.
■ Ásgrímur Björnsson: „Lindbergh var hár maður og nokkuð lotinn og mér sýndist hann vera heldur
einrænn..." (Tímamynd G.E.)
■ Á leið til lands úr Viðey.
Þegar Lindbergh kom var ég ellefu ára
og mér er minnisstætt að pabbi segir við
mig að við skulum koma um boð í
bátinn, því ekki sé víst að Lindbergh
muni lenda á ytri höfninni. Fórum við
inn í Vatnagarða og sóttum þangað
menn þá sem áttu að taka á móti vél
flugkappans.
Er ekki að orðlengja það að vélin
kemur og við förum til móts við hana þar
sem hún lá austan við eyna. Lindbergh
vildi leggja henni við lítinn dreka sem
hann hafði meðferðis, fen pabba leist
ekki á að drekinn mundi duga og bauð
honum að leggjast við dufl, sem hann
sjálfur átti. Varð það svo úr.
„Hér eru komin
Lindberghhjónin..."
Við fórum svo með dlan hópinn inn í
Vatnagarða og lagði hann af stað í bæinn
á nokkrum bílum. Við hinkruðum þó
við, þar sem við vorum að bíða eítir
manni. Sjáum við þá hvar bílalest kemur
akandi úr bænum og pabbi segir: „Nú,
eru þetta ekki bílarnir sem Lindbergh-
hjónin fóru með?‘" Bílarnir voru reyndar
auðþekktir á litnum, svartir og gulir. I
fyrstu datt okkur í hug að eitthvað hefði
gleymst um borð í flugvélinni og fórum
að bryggjunni aftur, því við yrðum þá að
flytja fókið út að nýju.
En þá keniur í ijós að þegar
Lindberghhjónin sáu mannfjöldann í
bænunt. þá leist þeim ekkert á blikuna
og vildu fara út í Viðey, þar sem þau
gætu verið út af fyrir sig. Menn spurðu
nú pabba hvort hann gæti lofað þeim að
gista hjá sér og auðvitað var hann á
báðum áttum, því hann taldi sig ekki
undir slíkt búinn. Þó varð það úr að
hann sagði þeim hjónum velkomið að
vera ef þau vildu.
Ég hef víða séð því haldið fram að þau
Lindberghhjónin hafi verið um borð í
flugvélinni meðan þau dvöldu hér, en
það er eins og af þessu má sjá alrangt,
því það var heima hjá okkur sem þau
dvöldu.
Mér er það minnisstætt þegar við
komum heim og pabbi gekk með gestina
inn um aðaldyrnar heima, en ekki um
bakdyrnar, eins og þá var alsiða. Einnig
fannst mér skrýtið að hann bankaði,
áður en hann gekk inn, því hann var
nokkuð fasmikill og ekki vanur slíku.
Þcgar mamma kom til dyra sagði hann:
„Kona, hér eru komin Lindberghhjónin
og ætla að gista hjá okkur.“ Mamma
99Kona9 hér eru komin
Lindberghhj ónin...9 9
Ásgrímur Björnsson
segir frá því er
Lindber ghhj ónin
gistu á heimili
foreldra hans í
heimsókn sinni 1933
„Já, við höfðum frétt af því heima að
Lindbergh væri væntanlegur hingað til
Reykjavíkur,“ segir Ásgrímur. „Við
bjuggum þá öll fjölskyldan í Viðey,
höfðum flust þangað 1924 er pabbi
gerðist verkstjóri hjá Kárafélaginu
gamla, sem gerði út togarana Kára
Sólmundarson, Ara og Þorgeir Skorar-
geir., Kárafélagið starfaði til 1931, en
við bjuggum þarna talsvert lengur. í
Viðey var um þessar mundir mikil
byggð, líklega um lOOmanns, þegarflest
var. Búskapurinn var einkum rekinn frá
Viðeyjarstofu, en íbúðarhús, fiskhús og
tvær bryggjur voru á Sundbakka, sem er
á suðurenda eyjarinnar. í Viðey var líka
bækistöð dönsku varðskipanna hér og
vel man ég eftir Hvidbjörnen og Fyllu.
Birgðaskemman þeirra var kölluð „Mar-
inen“ og þar geymdu þeir kol og vistir.
Ferðir á hálftíma fresti
Faðir minn, Björn Bjarnason, annað-
ist um þessar mundir fóksflutninga milli
Viðeyjar og lands og þessar ferðir voru
stundum mjög örar, - ferð á háftíma
fresti í samvinnu við Litlu bílastöðina,
sem flutti fólk að bátum okkar og frá.
■ Lindberghjórtin við heimili Ásgrims Bjömssorar í Viðey. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Bjarni Kr.
Bjömsson, (bróðir Ásgrims með systurson þeirra Magnús Óttar, sem nú er læknir í Bandarikjunum), Laufey
Bjömsdóttir, frú Lindberg, Þorbjörg Ásgrimsdóttir, (móðir Asgríms), Ingibjörg Skaftadóttir, býskur maður,
Moritz (eftírlitsmaður nwð flugskýlinu í Vatnagöðum), CHaries Lindbergh.