Tíminn - 23.10.1983, Síða 5

Tíminn - 23.10.1983, Síða 5
SU'ÍJ'M 5 ■ Við ætlum að byggja yfir alla tónlist. in fyrir þá starfsemi sem hún er byggð fyrir. Ég vil einmitt leggja sérstaka áherslu á að það er ekki verið að leysa eingöngu mál Sinfóníuhljómsveitarinnar nema síður sé. Hins vegar er gert ráð fyrir að tónlistarhúsið verði heimili hennar og það er það sem hana vantar algerlega, hana vantar aðstöðu. Nú hefur hún t.d. ekkert æfingaherbergi. í tónlistarhúsinu gerum við ráð fyrir einum 12 æfingaherbergjum, bæði fyrir sér- æfingar og samæfingar. Síðan er aftur gert ráð fyrir búningsherbergjum, hljóð- færageymslum, nótnasafni, lítilli skrif- stofudeild, bæði fyrir húsið og aðra aðila tengda tónlistinni sem þurfa á skrifstof- urými að halda. Þá hefur verið rætt um að nauðsynlegt sé að hafa einhverja veitingaaðstöðu, en það fer nokkuð eftir því hvar húsinu verður fyrir komið. Það er hins vegar gert ráð fyrir því í frumgögnum að það verði veitingasalur fyrir 80-100 manns og þá jafnvel í tengslum við aðalforsal, þannig að þar verði hægt að hafa stærri veislur að auki. Þetta er hins vegar ekki fullunnið og engar endanlegar ákvarðanir verið teknar. Þú talaðir um tvískiptingu salarins. hvað átti að vinnast með því? Hugmyndin á bak við það er að einstöku sinnum þurfum við á stærri sal að halda en þeim sem nú er gert ráð fyrir. Þegar við fáum hingað topptónlistarfólk, þá þarf ef vel á að vera allt að 2000 manna salur til að bera slíka hljómleika. Þess vegna hefði verið æskilegt að geta haft salina samtengda en það hefur ekki reynst mögulegt. Hvað um aðstöðu fyrir óperuflutning? Það mál hefur verið gífurlega mikið rætt í undirbúningshópnum. Við hugs- uðum okkur fyrst og náðum um það samkomulagi, að aðstaða fyrir óperu yrði næsti byggingaráfangi. Húsið yrði hannað á þann hátt að unnt yrði að byggja við aðalsalinn til að gera hann hæfan til óperuflutnings. Við gerðum okkur grein fyrir því að fullkomin óperuaðst- aða myndi-næstum því tvöfalda bygging- arkostnaðinn. Þá er ekki gert ráð fyrir sérstökum óperusal, heldur kemur þar til sviðsbúnaður allur og annað sem óperu fylgir. Og þó að við treystum því að stjórnvöld geri sér grein fyrir að tónlistarhús þarf að koma og hefði átt að vera komið fyrir löngu, þá gæti það valdið erfiðleikum að koma upp svona dýru húsi, eins og raun yrði á ef fullkom- in óperuaðstaða ætti að rýmast þar. Þar fyrir utan er starfandi ópera í Gamla bíói, þótt við lélegar aðstæður sé og auk þess er gert ráð fyrir tiltölulega góðri aðstöðu fyrir óperu í nýja borgarleikhús- inu, þótt svo að salurinn verði að teljast fremur lítill. Niðurstaða okkar í undir- búningshópnumvarð sú að það yrði gert ráð fyrir að hægt yrði að flytja í húsinu minniháttar óperur, það er að segja óperur sem ekki krefjast mikils sviðs- búnaðar. í þessu sambandi held ég að nauðsyn- legt sé að haft sé í huga að við getum ekki fengið allt í einu. Við erum að fara út í mjög dýra framkvæmd þar sem reynir á skilning stjórnvalda og almenn- ings og brýnasta verkefnið er að leysa vandamál leikinnar hljómlistar sem er nánasl á vergangi. Óperan hefur aðstöðu í Gamla bíói, hún fær aðstöðu í Borgar- leikhúsinu og hún fær aðstöðu hjá okkur. Þessi aðstaða er að vísu ekki stór í sniðunum, en ég held að ekki séu aðstæður til að gera betur að sinni. Mig langar til að geta þess í framhaldi af þessu að sú hugmynd kom upp í sumar að unnt væri að breyta Háskólabíói, með það fyrir augum að gera það hús betra til tónleikahalds. Slíkt hefði auðvitað verið mjög æskilegt frá fjárhagslegu sjónarmiði. Við héldum þrjá fundi með forráðamönnum Háskólans og Háskóla- ■ Það er ákveðið hjarta í borginni og við þurfum að haga staðarvali með tilliti til þess. Tímamyndir GE bíós og það er orðið ljóst að það kemur ekki heim og saman við áætlanir Háskól- ans og þar að auki eru svo miklir vankantar á húsinu frá tæknilegu sjónar- miði að það var horfið frá þessu ráði. Það er hægt að sætta og sameina sjón- armið í pólitík, en það gengur ekki í tónlistinni. Það eru gerðar gjörólíkar kröfur til kvikmyndahúss og tónleika- húss. Salur í kvikmyndahúsi þarf að vera eins dauður og mögulegt er, tónleikasal- ur þarf að vera eins lifandi og mögulegt er. Það hefur verið reynt að fara bil beggja í Háskólabíói með því t.d. að hafa gólfið hálfmjúkt og kvikmynda- menn kvarta undan gjallandanum frá því, en það er jafnslæmt fyrir tónlistar- flutning. Eins er með loftið í húsinu. Þegar húsið var byggt var hljómburðar- fræðin ekki komin jafn langt á veg og núna og þá var talið að loftið skipti tiitölulega litlu máli fyrir hljómburð. En nú er það komið upp úr dúrnum að loftið skiptir kannske enn meira máli í þessu tilliti en veggirnir, gerð þess og lögun. Þannig að það er ekki einasta að það þyrfti að byggja innan í Háskólabíó til að fá góðan hljómburð, heldur'er ég persónulega sem byggingamaður þeirrar skoðunar að það þyrfti að byggja uían á það líka. Og þá verður spurningin, hvað sparast. Eina leiðin er að byggja nýtt hús yfir tónlistina. Það hefur aðeins einu sinni verið byggt hús sérstaklega fyrir tónlist hér á landi og það er gamli Hljómskál- inn. Hingað til hafa tónlistarmenn orðið að notast við alls kyns fundasali, sýninga- sali og raunar kirkjur, sem í sumum tilfellum geta verið ágætar en eru al- mennt byggðar fyrir mun lengi ómtíma en konsertmúsík þarf á að halda. Áttu þér einhvern draumstað fyrir tónlistarhús? Nei, það er hins vegar mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli að staðarvalið takist sem allra best. Það er ákveðið hjarta í Reykjavík eins og í öllum borgum og við þurfum að haga staðarvalinu með tilliti til þess. Hvenær vígjum við Hús tónlistarinn- ar? Við gerum okkur vonir að geta hafið verklegar framkvæmdir árið 1985, en það vill svo til að það hefur verið ákveðið að það ár verði ár tónlistarinnar í Evrópu. Síðan er áætlað að Ijúka verkinu árið 1988. Síðan er það þessi sígilda spurning um kostnaðinn. Hvað kostar þessi bygging miðað við verðlagið fyrir hádegi í dag? Það hefur verið gerð lausleg kostnað- aráætlun. Upphaflega gerðum við ráð fyrir kostnaði upp á 170 milljónir en húsið hefur heldur vaxið í umfjöllun okkar og nú reiknum við með nálægt 200 milljónum. Við reiknum með hliðstæð- um kostnaði á rúmmetrann og er í nýja útvarpshúsinu, en heildarkostnaður verður u.þ.b. helmingur af kostnaði við það hús. Hugsið þið ykkur að reyna að afla mikils fjár með söfnunum? Við ætlum að virkja allt sem hægt er til þess að þetta hús geti orðið að veruleika. Þetta mál hefur hlotið mjög góðar undirtektir almennings, en það gefur auga leið að það er ekki meiningin að byggja tónlistarhús fyrir frjáls framlög þeirra sem sækja tónleika. Þetta hús er byggt fyrir fólkið í landinu, fyrir kom- andi kynslóðir, til þess að börnin okkar geti notið þeirrar lífsfyllingar, sem tónl- ist gefur hverjum manni. Það erviðtekin venja í okkar vestræna heimi að menn- ingarstarfsemi og menntun er greidd niður af opinberu fé. Þetta hús verður engin undantekmhg, það verður að meginhluta til greitt úr sameiginlegum sjóði landsmanna allra. JGK ■Undirbúningsnefndin á síðasta fundi sínum fyrír stofnfundinn. F.v. Ármann Öm Ármannsson, Jón Nordal, Sigurður Helgason, Jón Þórarínsson, Rut Magnússon, Karólina Eiríksdóttir, Einar Jóhannesson, Finnur Torfi Stefánsson og Ingi R. Heigason. Á myndina vantar Björgvin Vilmundarson, Gunnar Egilsson og Hákon Sigurgrímsson. Timamynd GE Við erum ódýrari! Póstsendum um land alli HqGGPH^FO m Smiðjuvegi 14, sími 77152

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.