Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 6
Erindi stríðsins
— „Meðan eldarnir brenna” eftir Zaharia Stancu
Zaharia Stancu:
Meðan eldarnir brenna
Kristín R. Thorlacius þýddi
344 blaðsíður
tðunn 1983
■ Eldarnir brenna við vagnalest Sí-
gaunanna; þessarar flökkuþjóðar sem
enginn getur vitað fullkomlega hvaðan
kemur. Nema að austan. Zaharia Stancu
var vel að merkja ekki Sígauni, og það
sætir því næstum furðu hversu frábær-
lega honum tekst að setja sig inn í þeirra
veröld - að því er best verður séð.
Stancu var borinn og barnfæddur í
Rúmeníu árið 1902 en lést fyrir fáeinum
árum. Hann var af bændaættum en
gerðist vinstri sinnaður blaðamaður;
hann barðist með penna sínum og öðru
tiltæku gegn fasistastjórn þeirri sem fór
með völd í landi hans fyrir heimsstyrjöld-
ina síðari og var af þeim sökum hnepptur
í fangabúðir á stríðsárunum. Er Rauði
herinn lagði Rúmeníu undir sig árið
1944 losnaði Stancu úr prísundinni og
gerðist mikils metinn rithöfundur í hinu
nýja ríki kommúnista undir ægishjálmi
Rauða hersins; hann hlaut á ferli sínum
fjölda viðurkenninga, bæði heima og
erlendis, og ýmsir íslendingar munu
minnast Berfætlinga hans sem hér hafa
komið út. Áður en lauk hafði Zaharia
Stancu meðal annars gegnt starfi forseta
rúmenska rithöfundasambandsins um
alllangt skeið.
Reknir í útlegð
Að þessu sögðu fer ekki milli mála
hvert söguefnið í þessari bók er. Rúm-
enskir fasistar eru engir eftirbátar hinna
þýsku í kynþáttahatri og á stríðsárunum
fóru fram ofsóknir gegn hinum svo-
nefndu „óæðri“ kynstofnum en til þeirra
töldust bæði Gyðingar, Sígaunar og
fleiri. Fjölmargir voru sendir í gasofn-
ana, þar sem eldarnir brunnu dag og
nótt, en þar að auki tók rúmenska
stjórnin upp á því að reka Sígauna í
útlegð til austurhluta landsins þar sem
harðbýlt var með afbrigðum. Sígaunarn-
ir, sem jafnan höfðu brugðist við erfið-
leikum með því að færa sig einfaldlega
um set, voru neyddir til að halda þarna
kyrru fyrir, mikið til bjargarlausir, og
þeir lentu í hinum ógurlegustu raunum.
Satt að segja hrundu þeir niður.
Þetta er sem sé sagan sem Stancu
styðst við. Það er aftur á móti eftirtektar-
vert að hann gætir þess vandlega að
staðsetja ekki sögu sína né marka henni
tíma - engin ártöl eru nefnd og engin
nöfn, hvorki á þjóðlöndum, stöðum né
öðrum mönnum en Sígaununum, ef
herra Ax og flugmaðurinn Árni eru
undanskildir - hvílík nöfn! En með
þessu vinnur Stancu tvennt. f fyrsta lagi
fær saga hans miklu víðari skírskotun en
ef það væri rækilega tekið fram að sagan
gerðist einmitt í Rúmeníu árin 1943-44.
Hún gæti í raun og veru gerst hvar sem
er, svo að segja hvenær sem er. Þannig
séð verður Meðan eldarnir brenna dæmi-
saga um fólk sem lendir í hringiðu
styrjaldar sem það skilur ekki og á engan
part í - þetta heppnast nefnilega gullfal-
lega hjá Stancu. Sígaunarnir þrástagast
á því að stríðið komi þeim ekki við, en
stríðið reynist eiga erindi við þá. Það er
heldur aldrei skýrt beinlínis frá því hvað
yfirvöldin ætlast fyrir með Sígaunana -
þeir eru sannlega leiksoppar afla sem
þeir botna ekkert í og ráða ekki við.
Kynþáttahatur mun hafa verið býsna
útbreitt í Rúmeníu á þeim tíma sem
Stancu miðar hér við - meðal alls
almennings, á ég við - en hjá því sneiðir
hann, að líkindum til að gera örlögin
óskiljanlegri. Sígaunarnir taka bara
skyndilega eftir því að fólk horfír á þá
eins og þeir væru þegar dauðir.
Afmarkað samfélag
í öðru lagi verður þessi algera af-
mörkun sögusviðsins við Sígaunana til
þess að birta lesara enn skýrar en ella
sérkenni Sígaunaþjóðarinnar. Hún held-
ur sig út af fyrir sig, og vill helst ekkert
af umheiminum vita - umfram það hvar
er hægt að setja upp litríkar sýningar
með bjarnardansi, spákerlingum og
regnmeyjum, og hvar er hægt að versla.
Samfélag þeirra er afar merkilegt og
Stancu sýnir þaö mjög ljóslega með því
að segja jöfnum höndum frá hér um bil
tug Sígauna en aðrir halda sig í bak-
grunni eða skjótast inn í söguna þegar
þeirra er þörf. Mest er greint frá
foringjanum, Him basja, og Óörbu konu
hans, en ástarþríhyrningur einn myndar
þó eins konar umgjörð sögunnar. Lís-
andra hefur verið keypt frá öðrum
Sígaunaættbálki til að giftast Gósjú sem
hún elskar ekki - hún elskar Ariston.
Alla bókina út í gegn eru þeir Gósjú og
Ariston að berjast um konuna, berjast
um stolt sitt. Þessi barátta verður stríð
Sígaunanna - á sinn hátt ekki mjög
frábrugðið hinu stærra stríði, sem hópur-
inn vill ekkert af vita. Stríðið í smækk-
aðri mynd, og allir blandast í það. Siðir
og óskráð lög Sígaunaflokksins eru oft-
ast ókunnugleg - nema helst úr íslend-
ingasögunum! - en Stancu heldur prýði-
legum trúnaði við skjólstæðinga sína;
■ „...mikil saga og Stancu hefur alla
þræði hennar tryggilega í höndum sér.“
hann lýsir þessu öllu saman eins og
ekkert væri sjálfsagðara, auðvitað vegna
þess að ekkert er sjálfsagðara í augum
Sígaunanna.
Þetta er mikil saga og Stancu hefur
alla þræði hennar tryggilega í höndum
sér, ekki síst undir lokin þegar upplausn
hefur færst í hópinn eftir erfiða vetur-
setu. Lýsingar hans á mannfólkinu eru
ef til vill ekki mjög margbrotnar en engu
að síður sannfærandi og heillandi - sem
og lýsingarnar á dýrum Sígaunanna,
björnunum og hundinum Robba. Sagan
flæðir áfram, óvanalega áreynslulaust að
því er virðist; Meðan eldarnir brenna er
skínandi bók og minnisverð. fslenskun
Kristínar R. Thorlaciuseróaðfinnanlegt
og lifandi verk.
Iliugi Jökulsson
Hans-Jörgen Nielsen:
Fótholtaengillinn
Þýðing: Kristján Jóh. Jónsson
214 blaðsíður
Mál og menning 1983
■ Og þá beinist athyglin að karldýrinu.
Bók Nielsens er saga tveggja ungra
manna sem alast upp í Danmörku á
umbrotatímum; þeir eru af svokallaðri
68-kynslóð. Það er gömul klisja að þá
hafi flestöll hefðbundin gildi verið tekin
til endurskoðunar en eins og bók Niel-
sens sýnir var það aðeins hluti unga
fólksins sem lét sig slíkt einhverju varða;
aðrir tóku varla eftir því sem hippar,
kvenréttindakonur, róttæklingar voru að
bralla.
Þeir heita Frands og Frank og það er
sá fyrrnefndi sem segir söguna í dagbók-
arformi. Þeir vaxa upp saman á Amager,
eru af þokkalega stæðum fjölskyldum,
■ Jahá, atvinnumennskan er víst enginn dans á rósum...
Karldýrið
— „Fótboltaengillinn” eftir Hans-Jörgen
Nielsen
stunda fótbolta saman og lenda á gelgju-
skeiði. Þeir eru ólíkir en þó greinar af
sama meiði. Þegar þeir eldast skilja
leiðir - Frands gengur menntaveginn,
verður einhvers konar hippi og heldur
þaðan yfir í hóp róttæklinga, hann gerist
blaðamaður og leitast við að skilja
samfélag sitt og umhverfi - með tak-
mörkuðum árangri framan af. Frank,
eða Franke, heldur hins vegar áfram í
fótboltanum og verður skjótlega einn af
bestu knattspyrnumönnum heims. Fer
til félags í Belgíu og þaðan til Vestur-,
Þýskalands þar sem hann meiðist og
verður að snúa til baka. Lífi hans í raun
og veru lokið þegar atvinnumennskan er
fyrir bí. Þeir félagarnir endurnýja kynni
sín; Frands hefur alltaf haft áhuga á
fótbolta og raunar átt í vandræðum með
að útskýra ást sína á þessum leik fyrir
sjálfum sér ogöðrum á vinstri kantinum.
Endurfundirnir verða voveiflegir, hvert
áfallið af öðru dynur yfir Frands, kona
hans skilur við hann og hann tekur að
rita dagbókina til að útskýra málin fyrir
bráðungum syni sínum en þó fyrst og
fremst fyrir sjálfum sér. f bakgrunni er
hikandi ástarsambands Frands og nýrrar
konu sem ekki gerir jafn harkalegar
kröfur til hans og hin fyrri, og sömuleiðis
rán Rote Armee Fraktion á Hanns-
Martin Schleyer í Vestur-Þýskalandi.
„Reynsluheimur
karlmannsins!“
Mér skilst að bók þessi hafi vakið
geysimikla athygli í Danmörku og orðið
þar tilefni mikilla umræðna og blaða-
skrifa. Það er varla skrýtið. í fyrsta lagi
þykist ég vita að sagan sé mjög trú
dönskum aðstæðum - ekki veit ég hvort
hér er um að ræða lykilskáldsögu, en
frásagnir af fótboltamanninum sem fór
út í heim, og svo erfiðleikunum á vinstri
vængnum eru áreiðanlega byggðar mjög
á raunveruleikanum. Þar fyrir utan er
hérna varpað nokkru kastljósi á
„reynsluheim karlmannsins“ (ægilegt
orðalag!) í nútímasamfélagi. Sjálfsagt
má líta á Frands og Frank sem einn og
sama manninn og kannski er það meira
og minna tilviljun sem ræður því hvaða
leið þeir velja - Frands er duglegri að
læra og tileinkar sér með tímanum
hugsunarhátt menntamanns meðan
Frank hugsar um fátt nema fótbolta;
undir niðri cru þeir ósköp líkir. Frands
reynir að skilja og taka þátt í mannrétt-
indabaráttu kvenna, en tekst fjarska
brösulega, en Franke endurskoðar víst
aldrei það viðhorf til kvenna sem tíðkað-
ist í uppvaxtarhverfi þeirra á Amager.
Hann giftist fegurðardísinni sem varð
þeim öllum, strákunum, tilefni votra
drauma, og Frands reynist ekki kominn
ýkja langt frá Amager þegar öllu er á
botninn hvolft. Svo er fótboltinn alls
staðar nálægur; Frands hefur mynd af
Franke að skora mark á Wembley uppi
á vegg hjá sér og reynir að skrifa
þjóðfélagslega úttekt á íþróttinni -
kemst náttúrlega að því að það er enginn
leikur.
„Anna-Lísa“
Þetta er að mörgu leyti athyglisverð
bók og í henni er margt skarplega
skilgreint, en eins og títt er í bókum af
þessu tagi vill Anna-Lísa færa sig óþarf-
lega upp á skaftið. Anna-Lísa er bæði
sálfræðileg og þjóðfélagsleg í þessu til-
felli (þegar Frands skrifar um samskipti
sín við kvenfólk grípur hann meira að
segja til Ödipusar gamla; þá fór nú
áhuginn að flögra svolítið!), og Frands
gerir sitt besta til að koma flestöllu fyrir
innan hugmyndakerfanna sem hann hef-
ur lært - um leið veit hann þó að það er
ekki hægt. Hann hefur fyllst nokkurri
andúð á róttæklingunum sem hann virð-
ist þó orðinn óaðskiljanlegur hluti af -
hann vill fá að kynnast syni sínum sem
hann kann þó varla að umgangast; hann
vill taka upp eins lags samband við
stúlkuna Majken en treystir sér ekki
lengur til þess að geta umgengist konu.
Svona er þá komið! Dagbókin um fót-
boltaengilinn verður honum nokkurs
konar hreinsunareldur. íslenskir
karlmenn, sem standa eins og menn vita
þétt saman og snúa bökum saman, munu
efunarlítið kannast við margt úr þessari
bók, enda þótt hún sé býsna dönsk. Og
svolítið þreytandi á köflum.
Þýðing Kristjáns Jóhanns Jónssonar
er með miklum ágætum, nema hvað
hann hefði mátt brjóta setningaskipun
meira upp. Mikið er um langar innskots-
setningar sem eiga sjálfsagt rætur að
rekja til danska frumtextans, en hljóma
vægast sagt óeðlilega á íslensku.
7.
■ lllugi Jökulsson skrifar um bækur
Ferill lækn-
ingamiðUsins
Erlingur Davíðsson:
FURÐUR OG FYRIRBÆRI.
Þrír kunnir miðlar og fleira fólk
segir frá dulrænni reynslu sinni.
Bókaútgáfan Skjaldborg Akureyri.
■ Árið 1979 kom út bókin Miðilshend-
ur Einars á Einarsstöðum. Erlingur
Davfðsson skrifaði hana eftir fólki sem
taldi sig hafa frá ýmsu að segja í
sambandi við lækningar Einars. Hér
byggir hann aftur á móti á frásögn Einars
sjálfs.
Einar skýrir frá tildrögum þess að
hann leiddist út í lækningastörfin. Hann
gerir grein fyrir hlutverki sínu við
lækningarnar, sem hann telur það eitt að
vera miðill, gefa hinum læknandi krafti
samband og þar með aðgang að þeim,
sem hjálpar þurfa.
Jafnframt segir hann hverjir hann
telur að einkum séu þar að verki, segir
frá sálförum sínum o.fl.
Einar fjallar hér um það sem hann-
telur heilög fræði og eru honum það, og
það er engin ástæða til að efa að hann
lýsir þessu öllu eins og hann skynjar það
og veit sannast og réttast. Þar fyrir
verður þó einginn skyldugur til að trúa á
skýringar hans.
Það er ekki mjög langt síðan mátt
hefur lesa í blaðagreinum að miðilsstarf
væri svik og prettir og ofskynjanir auð-
trúa manna í þeim efnum blekking ein.
Vel má vera að sumir hafi reynst helst til
auðtrúa og varúðarlitlir á miðilsfundum
en vandséð er þó að þeirra hlutur sé þar
fyrir verri en hinna sem ákveðnast þræta
og allt þykjast skilja. Þó er það mála
sannast að ef gert er ráð fyrir því, að
miðillinn í dásvefni geti sótt í undirvit-
und eða dulvitund viðstaddra allt sem
þar kynni að geta verið verður erfitt að
sanna hvaðan honum kemur það sem
hann segir. Og hví skyldi hann þá ekki
geta sótt í vitund fjarstaddra líka? Hvað
sem um þetta er munu flestir viðurkenna
að stundum fái menn heilsubót með
furðulegum hætti. Og ýmsir trúa á
andlegar lækningar sem kallast mega
kraftaverk og sú reynsla sem þeir telja
sig hafa af slíku gefur þeim trú á
kraftaverkasögur af lækningum í biblí-
unni og heilagra manna sögum.
Því er það ekki ómerkur atburður
þegar út kemur bók þar sem umsvifa-
mesti lækningamiðill þjóðarinnar segir
opinskátt frá með hverjum hætti það
gekk til að hann fór þessa braut.
Miðlamir hinir sem Erlingur segir frá
í þessari bók eru Guðrún Sigurðardóttir
frá Torfufelli og Anna Kristín Karlsdótt-
ir, Seltjarnamesi en auk þess er sitthvað
haft eftir öðru fólki.
Ekki má undan fella að geta hér um
þátt Erlu Ingileifar Björnsdóttur, konu
Einars á Einarsstöðum, í þessari bók.
Tvær frásagnir bókarinnar setjast fast-
ast að huga mínum eftir lestur bókarinn-
ar. Önnur er um fyrstu sálfarir Einars á
Einarsstöðum er hann kom að banabeði
Sigvalda á Fljótsbakka og sá himnaför
hans. Hér er frásögn Guðrúnar Sigurðar-
dóttur frá banabeði og andláti eigin-
manns síns.
Nú berast fréttir af því að Rússar hafi
komist upp á lag að taka ljósmyndir af
hinum ósýnilega líkama alls sem lifir,
þeim líkama sem myndirnar sýna að lifir
eftir að hinn sýnilegi deyr. Sjálfsagt
megum við bíða fyllri frétta af þeim
myndatökum og þeirri tækni sem þar
liggur að baki. Sumir munu líka telja
þetta ofsjónir einar hjá myndavélunum
rússnesku. En þeim sem trúa frásögnum
skyggnra manna og miðla mun ekki
finnast að miklu breyti þó að Rússar nái
myndum af því sem þeir töldu sig þekkja
fyrir.
Trúlega munu þó sumir telja að meira
sé að marka hina austrænu tækni.
En hvað sem um þetta er megum við
fagna því, hvað sem framtíðin leiðir í
Ijós, að fyrir liggur á bók þessi skýrsla
Einars á Einarsstöðum um gengna slóð.
ii
■ Halldór Krístjáns- sou skrifar um bækur í^i